Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 10% hæira verð fyrir nýtt kjöt SLÁTURFÉLAG Suðurlands hefur ákveðið að bjóða kaup- mönnum nýtt dilkakjöt á 10% hærra verði en kjöt frá því í fyrra. Verðlagsstófnun telur að þeim sláturleyfishöfum sem slátruðu í sumar sé þetta heim- ilt, en aðrir sláturleyfishafar megi ekki selja nýja kjötið á hærra verði en kjöt frá því í fyrra. • „Við seldum kjöt af nýslátruðu á þessu verði í sumar og höfum því heimild til að bjóða það nú á þessu verði. Það er síðan komið undir kaupmönnum hvort þeir vilja not- færa sér þetta tilboð. Þær verslanir sem keyptu af okkur kjöt af ný- slátruðu í sumar hafa síðan heimild til að selja nýja kjötið á 10% hærra verði en gamla kjötið, en aðrar ekki. Um er að ræða kjöt í 1. flokki eingöngu, en það er það kjöt sem fyrst og fremst selst á þessum tíma. Það nýja kjöt sem ekki selst verður hins vegar sett í frystigeymslur að minnsta kosti fram til 1. október,“ sagði Jón Gunnar Jónsson, fram- leiðslustjóri hjá Sláturfélagi Suður- lands, í samtali við Morgunblaðið. Sláturleyfishafar hafa haldið því fram, að ef þeir seldu nýja kjötið á því verði sem þeim hefur verið gert skylt, þá næmi tap þeirra um 20 krónum á hvert kíló. Aðspurður sagði Jón Gunnar að 10% álagning á það verð þýddi að sláturleyfis- hafar ættu að geta náð endum sam- an. Georg Ólafsson, verðlagsstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að þeir sláturleyfíshafar, sem slátr- uðu í sumar og settu kjöt á markað á því yfírverði sem þeim var þá heimilt, megi nú selja nýtt kjöt á því sama verði. Öðrum sláturleyfis- höfum sé það hins vegar ekki heim- ilt meðan á verðstöðvuninni stendur út þennan mánuð. Ef um framleng- ingu verðstöðvunarinnar verði að ræða að þeim tíma loknum, þá komi til aðrar forsendur, og um einhveij- ar undanþáguheimildir verði þá væntanlega að ræða. Hreiðar Karlsson, kaupfélags- stjóri á Húsavík og formaður Landssambands sláturleyfishafa, sagði að samkvæmt búvörulögun- um ætti alls staðar að vera í gildi sama verð á kjöti í heilum skrokk- um, og því þætti sér óraunhæft að verið væri að selja kjöt af nýslátr- uðu á mismunandi verði. Halda eftir 30 krónum af hverju kílói kjöts „MÉR er kunnugt um að ein- hveijir sláturleyfishafar hafa áskilið sér rétt til að halda eftir 30 krónum af hveiju kflói kjöts sem fer i slátrun, og i sjálfu sér hafa aðrir sláturleyfishafar sama möguleika til þess ef þeir telja sig með þvi ná einhveijum árangri," sagði Hreiðar Karls- son, formaður Landssambands sláturleyfishafa,. í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði jafn- framt að sér væri kunnugt um að einhveijir sláturleyfishafar hafi einnig sett fram formlegan fyrirvara um greiðslutíma til bænda, miðað við hvernig tækist að fjármagna tilkostnað við slátr- unina. „Ég taldi þó eftir stjómarfund Landssambands sláturleyfishafa, sem haldinn var síðastliðinn þriðju- dag, að ekki yrði gripið til þessa ráðs neins staðar," sagði Hreiðar. Jóhannes Kristjánsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann léti sér helst detta í hug að ef að þessum aðgerðum yrði þá væri þar um að ræða neyðarúrræði að hálfu sláturleyfíshafa í erfiðri stöðu. „Ég á hins vegar ekki von á því að bændur taki þessu með jafnaðar- geði ef af verður, en við verðum illa settir ef við fáum ekki að slátra. Ef þetta verður úr, þá sýnir það einfaldlega að sá þáttur í búvöru- lögunum stenst ekki, sem mest var hampað á sínum tíma, og fjallar um hvemig greiða ber fyrir afurð- imar. Reyndar hefur hann aldrei staðist, nema ef vera kynni hjá ein- staka sláturleyfíshafa. Að mínu áliti hafa bændur aftur á móti staðið að fullu við gerða samninga. Þetta sýnir einfaldlega að gjörðir Alþingis og loforð ráðamanna þessarar þjóð- ar em ekki pappírsins virði. Að mínu mati verður að nota næsta vetur til þess að koma öllum þessum málum á hreint í eitt skipti fyrir öll. Það er eins og öllum komi á óvart á hveiju hausti að þá þurfi að slátra, og óþolandi skipulags- leysi hefur verið ríkjandi. Það er til dæmis óþolandi að mismunur á útreikningum á sláturkostnaði hjá ríkinu annars vegar og hjá slátur- leyfishöfum hins vegar sé á bilinu 100—200 milljónir. Ef það hefur verið ætlan ríkisvaldsins að lög stæðust, og af þess hálfu dregið í efa réttmæti þess sem sláturleyfís- hafar segja, þá sýnist mér ekki um annað að ræða en að fram fari ítar- leg rannsókn á rekstri sláturhúsa, til þess að fá úr þessu skorið í eitt skipti fyrir öll. Það er alveg óþol- andi að bændur séu alltaf þolendur í þessu sem þeir hafa engin tök á að hafa áhrif á,“ sagði Jóhannes Kristjánsson. AF INNLENDUM VETTVANGI eftir AGNESI BRAGADÓTTUR „Framfærsla með voða- lega flókinni bókfærslu“ ÞORSTEINN Pálsson forsætis- ráðherra reyndi í fyrradag að að blása lífi í rikisstjómina með viðræðum við Steingrím Her- mannsson og Jón Baldvin Hannibalsson. Þær viðræður reyndust árangurslausar. Við- mælendur Þorsteins töldu, að hann hefði ekki léð máls á málamiðlunum, sem þeir gætu sætt sig við, en forsætisráð- herra mun hins vegar hafa ta- lið, að hann hefði komið til móts við samstarfsmenn sína án þess að þeir sýndu nokkra viðleitni á móti. Seint í fyrrakvöld átti forsætis- ráðherra svo fund með tveim- ur bankastjórum Seðlabankans, þeim dr. Jóhannesi Nordal og Geir Hallgrímssyni. Að loknum þeim fundi tók Þorsteinn ákvörð- un um að beina því til samráð- herra sinna, þeirra Steingríms Hermannssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar, að sett yrði á laggirnar undimefnd fiokkanna þriggja, með þeim Jóni Sigurðs- syni, viðskiptaráðherra, Halldóri Asgrímssyni, sjávarútvegsráð- herra, og Friðrik Sophussyni, iðn- aðarráðherra, sem í samvinnu við dr. Jóhannes Nordal færu yfír stöðu mála, og reyndu að fínna samkomulagsgrundvöll. Fram- sóknarmenn töldu, að þessi ákvörðun hefði verið tekin á fundi „æðsta ráðs“ sjálfstæðismanna. Þessi undimefnd kom saman til fundar síðdegis í gær og aftur í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins töldu ráð- herramir þrír, að þeir gætu út af fyrir sig nálgast hver annan í sjón- armiðum en meiri spuming væri, hvort þeir gætu fengið flokka sína til að samþykkja einhveija mála- miðlunarlausn. Seint í gærkvöldi vom svo þing- flokkar Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks á fundi. Framsóknarmenn þungbúnir Framsóknarmenn voru þung- búnir í gær og sögðu að Þorsteinn væri meira að segja að hlaupa frá sínum gömlu tillögum og væri byijaður að draga „dauðar kanín- ur“ upp úr hatti sínum. Svo nefna þeir tillögur þær sem Ólafur Isleifsson, efnahagsráðgjafí ríkis- stjómarinnar, lagði fram, þegar forstjóranefndin var að störfum, samkvæmt tilmælum forsætisráð- herra. Viðbrögðum Einars Odds Kristjánssonar, formanns nefnd- arinnar, við tillögum Ólafs ísleifs- sonar var lýst af kunnugum á eftirfarandi hátt: „Hér sitjum við gjaldþrota menn með sveittan skallann og fyrirtækin á hausnum og svo kemur þú, þú ráðgjafí ríkis- stjómarinnar, úr þínum fílabeins- tumi og töfrar upp úr þínum bögglaða pípuhatti dauðar kanín- ur.“ Þorsteinn Pálsson, forsætisráð- herra mun hafa reifað hugmynd- ina í fyrrakvöld að ákveðin yrði meiri gengisfelling en áður hafði verið um rætt, sem var 3%, auk þess sem hann er sagður hafa lagt til að verðbólga hjaðnaði ekki jafnört og gert var ráð fyrir í fyrri tillögum, eða að hún yrði um 24%. Hvorki alþýðuflokksmenn né framsóknarmenn em til viðræðu um slíka lausn, sem þeir vilja raunar alls ekki kalla lausn. Segja þeir að með þessarí leið verði ekk- ert við fjármagnskostnað ráðið og nafnvextir muni hækka. Benda þeir á hversu mikið misgengi yrði á milli fjármagnskostnaðar og launa, en gert er ráð fyrir a.m.k. 6 mánaða frystingu launa í tillög- um forsætisráðherra. Það verði aldrei hægt að bjóða launþegum upp á umtalsverða gengisfellingu, með 20 til 24% hækkun láns- kjaravísitölu og 0% hækkun launa. Framfærsla, bókfærsla eða undanfærsla? Raunar mun lítil alvara hafa verið á bak við samþykki þeirra Jóns Baldvins og Steingríms við því að undimefnd flokkanna reyndi að vinna að sameiginlegri tillögu. Jón Baldvin sagði í sam- tali við mig í gær: „Hugtökin og atburðarásin er á þessa leið. I allan vetur hafa þeir heimtað upp- færslu, en það heitir gengislækk- un. Svo kom „Bjargvætturinn í grasinu", og þá heimtuðu þeir niðurfærslu. Svo ýttu þeir niður- færslunni út af borðinu (ég er að sjálfsögðu að tala um sjálfstæðis- menn) og þá heimtuðu þeir milli- færslu. Nú em þeir að ýta milli- færslunni út af borðinu. Svo hefur Denni heimtað bakfærslu og nú em þeir að ýta bakfærslunni út af borðinu og þetta endar með tvennu: Þetta verður framfærsla með voðalega flókinni bókfærslu, eða bara undanfærsla!" í 'gærkvöldi var búist við því, að forsætisráðherra myndi leggja fram á ríkisstjómarfundi í dag tillögu um aðgerðir í efnahags- málum oggera samstarfsflokkun- um að samþykkja eða hafna, en áður en það gerist mun hann væntanlega eiga fund með for- mönnum samstarfsflokkanna og þeirri undimefnd sem var að störf- um í gær. Dómsdagur ekki endilega í dag Ekki er þar með sagt að dóms- dagur sé endilega í dag hvað varð- ar líf þessarar ríkisstjómar, því heimildarmenn mínir áttu í gær allt eins von á því að einhver frest- ur yrði gefinn áður en svara yrði krafíst. í dag bendir því margt til þess að það komi í hlut mið- stjómar Framsóknarflokksins á fundinum á morgun að taka ákvörðun um að binda enda á þetta stjómarsamstarf. Heimildir mínar hermdu að vonlítið væri um samkomulag og að allt benti til þess að hvers kon- ar sambræðingi, sem borinn yrði upp á ríkisstjómarfundi, yrði hafnað og þar með væri stjómin lens og ekkert eftir nema að fara frá. Spumingin væri nú fyrst og fremst sú hvemig ríkisstjómin færi frá, ekki hvort hún færi frá. Það er ekki að ófyrirsynju að ljúka þessum misjafnlega ábyrgu hugleiðingum með lítilli ferskeytlu sem heyrðist af munni eins stjóm- málamannsins í gær: Yzt í norðri rís eyja úr mar. Þar aldan leikur við hlein; Væri ekki gott að geyma þá þar, Grímsa, Nonna og Stein? Elite-keppnin í Japan: Unnur komst í úrslit UNNUR Valdís Kristjánsdóttir fulltrúi Nýs lífs í Elite- keppninni í Japan komst í úrslit keppninnar. Var hún í hópi 15 stúlkna af 60 sem það gerðu. Þetta er í ann- að sinn sem íslensk stúlka kemst f úrslit þessarar keppni. Við höfum ekki nákvæmari fregnir af frammistöðu Unnar en keppnin var haldin í Atani í Japan. Unnur sigraði í undankeppninni hérlendis í fyrra, var valin úr hópi 100 stúlkna. Aðalskrifstofa Elite í New York fékk strax mikinn áhuga á Unni og hefur hún dvalið þar um skeið í mynda- tökum. Unnur er aðeins 15 ára gömul, fædd 13. ágúst 1973. Samvinnutryggingar: Axel Gíslason verð- ur framkvæmdastjóri „ÞETTA leggst mjög vel I mig og ég hlakka til að takast á við ný verkefni f samvinnu við ágætt fólk hjá Samvinnutryggingum," sagði Axel Gíslason, aðstoðarforstjóri Sambandsins. Hann hefur verið ráðinn f starf framkvæmdastjóra Samvinnutrygginga frá næstu áramótum. Um áramót lætur Hallgrímur Sig- urðsson af starfí framkvæmdastjóra en mun áfram veita endurtrygginga- deild félagsins og Líftryggingafélag- inu Andvöku forstöðu uns hann læt- ur af störfum um áramótin 1989-90. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins mun ekki verða ráðinn nýr aðstoðarforstjóri til SÍS í stað Axels. Axel Gíslason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.