Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 23 Stúdentar I Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, halda áfram mótmælum sínum gegn stjómvöld- um. Krefjast þeir þess að farið verði að kröfum Norður-Kóreumanna um að þeir fái að halda hluta Olympiuleikanna en auk þess að rikin tvö á Kóreuskaganum verði sameinuð. Á myndinni sést lögreglumaður beina slökkvitæki að logandi klæðum félaga sins sem orðið hefur fyrir eld- sprengju er stúdentar hafa kastað. Reuter Ókyrrt í Seoul V estur-Þýskaland: Skilagjald á ein- nota plastflöskur Der Spiegel. KLAUS Töpfer, umhverfismáia- ráðherra Vestur-Þýskalands, hef- ur átt í striði við gosdrykkjafram- leiðendur vegna skilagjalds á gos- drykkjaumbúðir. Ráðherrann hef- ur nú sett reglur um skilagjald á stórar plastflöskur sem Coca Cola-fyrirtækið áformaði að setja á þýskan markað. Töpfer hefur ákveðið gegn ein- dregnum óskum gosdrykkjaiðnaðar- ins og þá einkum Coca Cola að beita af fullri hörku lögum frá árinu 1986 um meðferð sorps. Fyrirtækjum verður gert skylt að taka aftur við gosdrykkjaflöskum úr gerviefnum og borga 50 pfennig (13 kr. ísl.) fyrir hveija eins og hálfs lítra flösku. Á þetta að verða framleiðendum hvatn- ing til að hverfa frá einnota umbúð- um sem svo mjög hafa færst í vöxt að undanfömu. Coca Cola-fyrirtækið kom á síðustu stundu með þá gagntillögu að innan fimm ára myndu þeir koma á fót umfangsmiklu endurvinnslu- kerfi sem sæi til þess að 80% plast- umbúðanna yrðu endumýttar. Tals- menn fyrirtækisins sögðu þetta vera stærstu skuldbindingu af hálfu gos- diykkjaframleiðenda í þágu um- hverfisvemdarlaganna frá árinu 1986. Töpfer var ekki á sama máli og taldi að Coca Cola væri með áformum sfnum um að markaðssetja eins og hálfs lítra flöskur úr plasti að bijóta 11 ára gamalt loforð gos- diykkjaframleiðenda þess efnis að ekki yrði framar bætt við stómm einnota gosdrykkjaflöskum. Að sögn vestur-þýska vikuritsins Der Spiegel þrýstir móðurfyrirtæki Coca Cola í Bandaríkjunum á þýsku framleiðenduma með aðsetur í Essen að auka söluna. Eins og reynslan sýni frá öðmm Vestur-Evrópuríkjum og Bandaríkjunum séu plastflösk- umar vel til þess fallnar. Umhverfisvemdarsinnar em samt ekki alls kostar ánægðir með nýju reglugerðina og finnst hún- ganga of skammt. Sjálfur lítur Töpfer á hana sem næstbestu lausnina. Þó er hægara sagt en gert að banna ein- nota plastflöskur með öllu því þá ættu Vestur-Þjóðveijar yfir höfði sér kæm hjá Evrópudómstólnum fyrir óeðlilegar vipskiptahömlur. Sú að- ferð að krefjast skilagjalds á umbúð- ir í þágu umhverfisvemdar hefur á hinn bóginn hlotið blessun Evrópu- bandalagsins. Bandaríkin: Elvis Presley greiðslukort Mephis. Reuter. FORSTJÓRI lánastofnunar f borg- inni Mephis I Bandaríkj unum skýrði frá þvi á miðvikudag að stofnunin hefði f hyggju að gefa út Elvis Presley greiðslukort. Á greiðslukortunum mun verða mynd af hinni látnu rokkstjömu. Að sögn forstjórans mun hluta þess fjár, sem greiðslukortahafar greiða fyrir afnot af kortunum, verða veitt í minningarsjóð Elvis Presleys. Hjá starfsmönnum minningar- sjóðsins fengust þær upplýsingar að peningamir myndu renna til bama- heimila og heimila fyrir munaðarlaus böm. IKEA INNRÉTTINC í ELDHUSIÐ Þegar þú kaupir eldhúsinnréttingu frá Ikea geturðu verið viss um að þú ert að kaupa fallega innréttingu sem hæfir eldhúsinu þínu. STANDARÐ ELDHÚSINNRÉTTING FRÁ IKEA KOSTAR AÐEINS 62.795,- Opnunartími í vetur: Mánudaga - fostudaga 10-18.30 I Laugardaga 10—16 g ® Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, 108 Reykjavík. Sími 686650 j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.