Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 Ásakanir um eiturefnahernað Bandaríkjamenn: Líbýustjórn að koma sér upp efnavopnum Reagan-stj ómin vararvið refsiaðgerðum vegna efnavopnaárása íraka gegn Kúrdum Washington. Reuter. BANDARÍSKA utanríkisráðu- neytíð telur að stjórn Libýu sé í þann mund að koma sér upp forða af efnavopnum og muni fljótlega ráða yfir verksmiðjum til að framleiða gnægð slíkra vopna. Ráðuneytið segir þetta afar varhugaverða þróun þar sem Líbýumenn hafi stutt við bakið á hryðjuverkamönnum viða um heim. Enn fremur seg- ir að ljóst sé að írakar hafi beitt efnavopnum gegn kúrdískum uppreisnarmönnum en samt reynir Reagan-stjómin nú að fá þingmenn til að hætta við að samþykkja efnahagsleg- ar refsiaðgerðir gegn írökum. „Við höfum sannanir fyrir því að Líbýumenn notuðu efnavopn seint á síðasta ári gegn hersveit- um Chad,“ sagði Charles Redman, talsmaður Bandaríkjaforseta. Líbýumenn höfðu í mörg ár af- skipti af borgarastyrjöld í Chad en drógu lið sitt á brott fyrir skömmu. Redman neitaði að birta umræddar sannanir Bandaríkja- sijómar og vildi ekki heldur skýra frá því hvers konar efnavopn Líbýumenn hefðu notað. I síðustu viku sakaði Banda- ríkjastjóm íraka um að nota efna- vopn gegn Kúrdum sem beijast gegn sljómvöldum í norðurhluta Iraks og hefur málið komið til kasta Bandarikjaþings. „Við styðjum heils hugar það markmið Bandaríkjaþings að stöðva efnavopnaárásir Iraka á Kúrda," sagði Redman. A hinn bóginn sagði hann að stjómin teldi tillögu um refsiaðgerðir, sem öld- ungadeildin samþykkti síðastlið- inn föstudag og síðar fer fyrir fulltrúadeildina, vera fljótræðis- verk. Sagði hann stjómina nú reyna að ná samkomulagi við þingdeildimar um málamiðlunar- lausn. Samkvæmt tillögu öld- ungadeildarinnar yrðu bandarisk- ar lánveitingar til íraka stöðvað- ar, sömuleiðis olíukaup frá landinu og fulltrúar Bandaríkja- manna hjá alþjóðlegum lánastofn- unum myndu leggjast gegn frek- ari lánum til Iraka sem þurfa mjög á fjárhagslegum stuðningi að halda að loknu Persaflóastríð- inu. Þing Evrópubandalagsins í Strassborg sakaði f gær Iraka um að reyna að útrýma Kúrdum í írak með efnavopnum. Hvatti þingið bandalagsríkin til að banna alla vopnasölu til íraks. Kúrdar fara tíl írans til að beriast við Iraka Yuksekova, Tyrklandl. Reuter. HUNDRUÐ írakskra Kúrda fóru frá flóttamannabúðum skammt frá tyrkneska bænum Yuksekova til írans f fyrrinótt og sögðust ætla að halda áfram baráttunni gegn íraks- her. „Við fömm til írans vegna þess að þaðan getum við barist við íraka,“ sagði skæruliðinn Marivan Alameir við fréttaritara Reuters stuttu áður en hann lagði af stað yfír landamærin til Tyrk- lands ásamt rúmlega þúsund kúrdískum flóttamönnum. Um 60.000 Kúrdar hafa flúið yfír landamærin til Tyrklands eftir að íraksher hóf árásir á Kúrda til að bæla niður hálfrar aldar baráttu þeirra fyrir sjálfræði. Kúrdamir treysta ekki á sakar- uppgjöfína sem íröksk stjómvöld lofíiðu 6. september. Nokkrir flóttamannanna sem yfírgáfu búðimar sögðu að þeir færu til írans vegna þess að skyldmenni, sem þeir urðu við- skila við á flóttanum til Tyrk- lands, hefðu ef til vill komist þangað. írönsk stjórvöld buðust til að taka við öllum sem þangað vildu koma stuttu eftir að flótta- mennimir tóku að streyma til Tyrklands. Um 14.000 Kúrdar urðu eftir i búðunum. Tveir tyrkneskir iæknar, sem hlynna að flóttamönnunum I sjúkraskýli Rauða hálfmánans sögðust ekki hafa séð neina sjúkl- inga sem bæru þess merki að hafa orðið fyrir eiturefnaárás. Kúrdískir skæruliðar hafa sakað íröksk stjómvöld um eiturhemað gegn þeim en því hafa írakar vísað á bug og sagt að það sé órökrétt að menga svæði sem hermenn þeirra eigi eftir að fara um. Engar sannanir Tyrknesk stjómvöld sögðu á miðvikudag að tyrkneskir sér- fræðingar, sem rannsökuðu flóttamenn, hefðu ekki fundið neinar sannanir fyrir því að eitur- vopnum hefði verið beitt. Þau Reuter Einfættur Kúrdi leitar að plássi í einum vörubílanna sem fluttí kúrdíska flóttamenn frá Yuksekova í Tyrklandi til írans. sögðu einnig að Sameinuð þjóð- unum yrði ekki heimilað að senda sérfræðinga sína til að rannsaka flóttamennina. Margir flóttamannanna segja sjálfír að írakar hafí beitt efna- vopnum gegn þeim. Tveir kúrdí- skir læknar, sem ákváðu að verða eftir í flóttamannabúðunum, sögðu að þeir hefðu hlynnt að hundmðum Kúrda sem hefðu orðið fómarlömb efnaárása. Þeir sjúklingar sem þeir hefðu reynt að flvtja með sér til Tyrklands hefðu hins vegar látist á leiðinni eftir erfíða ferð yfír fjalllendið. Nokkrir skæruliðar í hópi þeirra sem fóru til írans sögðu að félagar þeirra í íran hefðu sagt að írönsk stjómvöld myndu leyfa þeim að yfírgefa flölskyldur sínar til að beijast fyrir sjálfræði Kúrda í írak. Þeir sögðu að bar- dagar milli Kúrda og íraka ættu sér einkum stað í Gakour-héraði í norðurhluta íraks, skammt frá landamæmnum við Tyrkland og íran. Sveitir Kúrda hygðust hefja gagnárásir á sex staði í fjallahér- uðum íraks. Reuter Michael og Lindy Chamberlain yfirgefa réttarsalinn i Darwin í Ástr- alíu. Lindy var fyrir sex árum dæmd í lifstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt dóttur sína. Seinna þóttí fullsannað að bamið hefði orðið villihundi að bráð eins og móðirin hélt fram. + Astralía: Rangur dómur í „villi- hunds-morðmálinu“ Darwin, Ástralíu. Reuter. ÁSTRALSKUR dómstóU komst að þeirri niðurstöðu í gær að Lindy Chamberlain, sem fyrir átta árum var dæmd fyrir að hafa myrt barn sitt i hinu svo- kalla „vilUhunds-morðmáli", væri sýkn saka og fómarlamb réttarfarslegra mistaka. Lindy Chamberlain var dæmd í lífstíðarfangelsi árið 1982 en var látin laus fyrir þremur árum eftir að sundurtættur jakki níu mánaða gamallar dóttur hennar, Azaríu, fannst nokkra kílómetra frá Ayers Rock þaðan sem hún hvarf hinn 17. ágúst 1980. Móðirin, sem er 39 ára gömul, hélt fram sakleysi sínu allan þann tfma sem réttað var f málinu og sagði að villihundur hefði haft Az- aríu á brott. Faðir Azaríu litlu fékk skilorðs- bundinn dóm fyrir að hafa stutt eiginkonu sína í hinu meinta morð- máli. Dómaramir þrír úrskurðu ein- róma í gær að hjónin væru sak- laus. „Sakfelling þeirra skrifast á reikning dómsyfírvalda og draga verður hana til baka.“ Dómssalurinn var troðfullur af fólki sem varpaði öndinni léttara þegar dómurinn var upp kveðinn og hjónin féllust í faðma. Stuart Tipple lögmaður þeirra sagði að ákvörðunin væri „sigur fyrir sann- leikann og réttlætið" en hún gæti þó ekki bætt fyrir frelsis og æru- missinn. Vikuverkfall í Nagomo- Karahakh Moskvu. Reuter. Embættismenn f Stepanakert, höfuðborg héraðsins Nagomo- Karabakh f Sovétlýðveldinu Az- erbajdzhan, sögðu i gær að viku- langt verkfall hefði hafist i borg- inni á mánudag. Talsmaður borgarstjómarinnar sagði í símasamtali við fréttaritara Reuters í Moskvu að verkfallsmenn- imir væm að mótmæla komu Az- erbajdzhana til Susha-bæjar í Nag- omo-Karabakh frá Armeníu. Azebaíjanamir sögðust vera flótta- menn. „Samkvæmt reglugerð sem tekið hefur gildi í Bakú [höfuðborg Az- erbajdzhansj verða allir flóttamenn frá Armeníu að fara til Azerbajdz- hans [ekki Nagomo-Karbakhs]. Þetta er brot á þeirri reglugerð og þeir sem gerst hafa sekir um það em ekki einu sinni flóttamenn," sagði talsmaðurinn. Skortur a hormóni gæti valdið ofáti Boston. Reuter. Niðurstöður bandarfskrar könnunar benda til þess að það fólk sem borðar óstjómlega mikið en finnur samt alltaf fyr- ir svengd framleiði ekki nóg af hormóni sem lætur vita að maginn sé mettur. í rannsókninni, sem gerð var við Kalifomíuháskóla, kom fram að þeir sem þjást af þessum krankleika sem nefnist Bulimia, framleiða helmingi minna af hormóninu cholecystokinin en eðlilegt getur talist. Hormónið myndast þegar fólk borðar og framkallar þá tilfínningu hjá mönnum að þeir séu saddir. Þeim, sem ekki framleiða nóg af þessu hormóni, fínnst þeir enn vera svangir þó þeir hafí nýlokið við stóra máltíð. Talið er að allt að fímmtungur ungra kvenna þjáist af þessum krankleika en ofát af þessum orsökum er mun sjaldgæf- ara hjá karlmönnum. í rannsókninni voru einnig fímm einstaklingum gefín lyf gegn þunglyndi og kannað hvort ofát þeirra minnkaði. í ljós kom að við lyfjagjöfína fannst nær eðlilegt magn af hormóninu í líkama þeirra eftir máltíð og fólk- inu fannst auðveldara að hafa stjóm á því hvað það borðaði mikið. Ekki má þó treysta niður- stöðum þessara rannsókna algjör- lega þar sem fólkið vissi af lyfja- gjöfínni og breytingamar sem urðu gætu því hafa verið af sál- fræðilegum toga. Aðstandendur rannsóknarinnar geta ekki heldur slegið því föstu hvort lítil framleiðsla á hormóninu cholecystokinin sé orsök ofáts eða ein af hliðarverkunum þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.