Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar, Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Nýir skattar frá Framsóknarflokknum Mismunun í skattheimtu eftir búsetu stangast á við hugmyndir um að allir eigi að vera jafnir fyrir lögun- um. Þessi skoðun virðist ekki eiga upp á pallborðið innan Framsóknarflokksins, þar sem hann hefur lagt til í öllu tillöguflóðinu um lausn á efnahagsvandanum að „að- stöðugjald umfram ákveðna fjárhæð á íbúa“ leggist í nýja deild við Framkvæmdasjóð. Er sjóðnum ætlað að veita lán sem eiga að vera vaxta- og afborgunarlaus fyrstu þijú árin til þess sem kallað er „fjárhagsleg endurskipulagn- ing“ í því skyni að „bæta af- komu útflutningsgreinanna". Vilja framsóknarmenn koma á fót 3.000 milljón króna sjóði í þessum tilgangi og eiga 500 milljónir króna af stofnfé hans að fást með þessu „að- stöðugjaldi umfram ákveðna fjárhæð á íbúa“. í Tímanum, málgagni Framsóknarflokksins, birtust í gær útreikningar sem sýna hvaðan þetta fé á að koma, ef tillögur framsóknarmanna ná fram að ganga. Sam- kvæmt þeim eiga Reykvíking- ar að greiða 95% þessara 500 milljóna, eða 476,2 milljónir. Það sem eftir er skiptist á fjögur sveitarfélög og kemur þar mest í hlut Njarðvíkur eða 11,8 milljónir, Akurejningar eiga að greiða 6,2 milljónir, ísfírðingar 3,3 milljónir og Dalvíkingar 2,6 milljónir. I samtali við Þjóðviljann í gær segir Steingrímur Hermanns- son, formaður Framsóknar- flokksins, að Hafnarfjörður eigi einnig að koma hér við sögu. Skal ósagt látið, hvort flokksformaðurinn byggir á öðrum tölum en flokksmál- gagnið eða hann hafí ekki vitað betur, þegar hann lagði fram hinar nýstárlegu hug- myndir sínar. Davíð Oddsson, borgar- stjóri í Reykjavík, hefur snú- ist harkalega gegn þessum tillögum framsóknarmanna og segir, að í þeim felist fjand- skapur við umbjóðendur hans í Reykjavík. Undir þessi orð má taka. Stjómmálasagan sýnir að löngum hefur verið gmnnt á þvi hjá framsóknar- mönnum að vilja hlut Reykjavíkur og Reykvíkinga sem minnstan og glittir nú í það sjónarmið enn á ný. Tillögur framsóknarmanna bera í heild þann svip, að þeir vilja með valdboði taka flármuni af þeim sem stunda arðbæran rekstur og færa í hendur þeirra sem tapa á starfsemi sinni. Lögþvingun skilar ekki heppilegustu nið- urstöðu i þessu efni. Hvers vegna er ekki þeim sem standa höllum fæti og skortir eigið fé send boð um það úr stjómarráðinu að nú skuli þeir leita samstarfs við þá sem eru aflögufærir? Er alveg víst að það sé hagkvæmast við rekstur og stjóm atvinnu- fyrirtælg'a að sitja með hend- ur í skauti og bíða eftir „ráð- stöfunum" eða „aðgerðum" sijómvalda? Nýleg sala á Granda hf. í Reykjavík fyrir 500 milljónir króna til einka- fyrirtækja sýnir, að áhugi er á því að fjárfesta í físk- vinnslu- og útgerðarfyrir- tækjum. Þar er einmitt um að ræða svipaða fjárhæð og framsóknarmenn vilja nú ná með ójöfnunarskatti sínum á íbúa örfárra sveitarfélaga. í Morgunblaðsgrein í gær segir Sigurður B. Stefánsson hagfræðingur að langharð- asta aðgerðin í efnahagsmál- um nú sé sú að gera nákvæm- lega ekki neitt. Fyrirtæki yrðu þannig knúin til að auka framleiðni, knúin til að leita nýrra og enn óþekktra leiða til að framleiða með minni tilkostnaði eða leggja upp laupana ella. Vel rekin fyrir- tæki næðu þannig að blómstra og með slíku harðlínuaðhaldi næðu stjóm- völd að beita sér fyrir sam- mna fyrirtækja . og því að sterkari fyrirtæki næðu und- irtökunum í rekstri veikari fyrirtækja. Hugmynd fram- sóknarmanna um 3.000 millj- ón króna nýja deild hjá Fram- kvæmdasjóði er lyti pólitískri forsjá er í hróplegu ósamræmi við skoðanir af þessu tagi. Framsóknarmenn vilja með tillögu sinni ná öllum niður á núllið og helst dálítið niður fyrir það. Samanburður á á efnahags- tillögum sfyórnar- flokkanna VIÐ samanburð á tillögum stjórnarflokkanna þriggja kemur í ljós að töluvert ber á milli í veigamiklum atriðum, þó svo að flokkarnir haf i nálgast á sumum sviðum, svo sem í verðlagsmálum og vaxtamálum. í hinni „blönduðu leið“ forsætisráðherra er gert ráð fyrir 3% gengislækkun, en ekki í tillögum Framsóknarflokks og Alþýðuflokks, sem vilja fara „hreina“ mÚlifærsluleið. Millif ærslutillögur Framsóknar eru langstærstar í sniðum og munar þar mest um 3 milljarða króna nýja deild í Framkvæmdasjóði, sem á að veita lán eða framlög tU útflutningsfyrirtækj a á vildarkjörum. TU að fjármagna þessar mUlifærslur þarf um 1,5 mUljarð í nýja skatta, sem mun ekki vera langt frá hugmyndum Alþýðuflokks í sambandi við fjárlagagerð, en þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur lýst yfir andstöðu við skattahækkun. Hér að neðan fer samanburður á helstu atriðum í efnahagstUlögum flokkanna þriggja. Allir vilja frysta laun í öllum tillögunum er gert ráð fyrir frystingu launa til 10. apríl. Þetta myndi ógilda 1,5% samnings- bundna launahækkun 1. desember í viðbót við 2,5% hækkunina 1. sept- ember, sem ekki kom til fram- kvæmda. „Verðstöðvun“ eða „strangt aðhald“? Orðið „verðstöðvun" er einungis nefnt í tillögum Alþýðuflokks, en sú verðstöðvun yrði ekki eins ströng og sú sem nú er í gildi, þar sem heimilt yrði að hækka vöru vegna verðhækkana erlendis og á innlend- um físk- og grænmetismörkuðum. Tillögur forsætisráðherra nefna „strangt aðhald í verðlagsmálum" og leggja til að Verðlagsstofnun verði falið að beita heimildum í lög- um frá 1978 til að framfylgja því. Þá megi ríkisfyrirtæki ekki hækka verð nema með samþykki ríkis- stjómarinnar. Framsóknarmenn leggja til að verðlag verði fryst nema sem svarar áhrifum erlendra hækkana. Bæði Framsóknarflokkur og Al- þýðuflokkur leggja til frystingu á fískverði og búvöruverði til 10. apríl. Forsætisráðherra leggur til jafn langa frystingu á búvöruverði, en fískverð verði ekki fiyst lengur en til 31. janúar. Framsóknarmenn leggja til að niðurgreiðslur verði auknar til að mæta þegar orðnum hækkunum á landbúnaðarvöram umfram áhrif erlendra verðhækk- ana. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er þama um 200 milljón- ir króna að raeða. Aflað verði tekna í ríkissjóð til að standa straum af þessum niðurgreiðslum. Vaxtalækkun mcð góðu eða „handafli“ í öllum tillögunum þremur er gert ráð fyrir lækkun vaxta, með valdboði ef þörf krefur. Forsætis- ráðherra ieggur til að Seðlabankinn haldi áfram viðræðurm við lána-, stofnanir um lækkun vaxta í sam- ráði við lánastofnanir. Náist ekki samkomulag um vaxtaþróun komi til bein íhlutun Seðlabankans sam- kvæmt 9. grein Seðlabankalaga nr. 36, sem menn hafa nefnt vaxta- lækkun með „handafli". Framsóknarmenn vilja að raun- vextir verði ekki yfír 6% og Al- þýðuflokkur vill einnig lækka raun- vexti, auk þess sem minni verð- bólguhraði ætti að gefa færi á 10-12% lækkun nafnvaxta í sept- ember eða október í viðbót við jafh- mikla lækkun nafnvaxta í byijun þessa mánaðar. Tillögur forsætis- ráðherra nefna að félagsmálaráð- herra skuli undirbúa löggjöf til að afnema skyldu lífeyrissjóða að kaupa skuldabréf Húsnæðisstofn- unar. Þetta ætti að lækka raun- vexti og auka framboð lánsfjár. Flokkamir þrír era sammála um að breyta útreikningi á dráttarvöxt- um og-að lækka vexti á spariskír- teinum ríkissjóðs. Framsóknar- og alþýðuflokksmenn nefna lækkun úr 8% í 5%, en í tillögum forsætisráð- herra segir aðeins að fjármálaráð- herra skuli beita sér fyrir lækkun á vöxtum spariskírteina ríkissjóðs. Forsætisráðherra vill einnig að fjár- málaráðherra og félagsmálaráð- herra reyni að ná samkomulagi við samtök lífeyrissjóða til að læklca vexti á - skuldabréfum Húsnæðis- málastofnunar ríkisins. Framsóknarmenn leggja einir til afnám iánskjaravísitölu - sem yrði gert þegar verðbólga er orðin 10% á 3 mánaða mælikvarða, og öll önnur sjálfvirk vísitölutenging yrði afnumin. Misstórar millifærslur Gert er ráð fyrir millifærslu, það er greiðslum til fyrirtækja í sjávar- útvegi, í tillögum flokkanna þriggja. Framsóknarflokkurinn leggur auk þess til greiðslur til ullariðnaðarins. Millifærsluhugmyndir flokkanna þriggja era mjög ólíkar og skal gert grein fyrir hverri um sig. Forsætisráðherra leggur til að 450 milljón króna lán verði tekið fyrir hönd ríkissjóðs til verðbóta á freðfísk og og hörpudisk fram til 31. janúar. Þá verði 250 milljónir króna endurgreiddar úr Verðjöfn- unarsjóði fískiðnaðarins til rækju- framleiðenda. Alþýðuflokkurinn er heldur stór- tækari í sínum hugmyndum. Hann leggur til greiðslu verðbóta til freð- fisk- og hörpudiskframleiðenda að upphæð 600 milljón krónur alls. Þá verði stjórn Verðjöfnunarsjóðs físk- iðnaðarins „heimilt að taka sérstakt tillit til afkomu rækjuvinnslu" og greiða verðbætur sem svari til frá- viks markaðsverðs frá viðmiðunar- verði. Alþýðuflokkurinn vill stofna sérstakan „skuldaskilasjóð útflutn- ingsatvinnuveganna", sem fái einn milljarð króna til ráðstöfunar á næstu tveimur áram til að leysa 5'árhagsleg vandamál útflutnings- atvinnuveganna. Tillögur Framsóknarflokksins um millifærslu era enn stórtækari en Alþýðuflokksins. Hann vill að greidd verði sérstök 4% uppbót á FOB-verð á freðfiski og hörpudiski fram til 10. apríl, en jafnhá uppbót verði einnig greidd á verð útfluttra ullarafurða. Söluskattur verði end- urgreiddur að fullu í öllum útflutn- ingsgreinum. Þá leggja framsóknarmenn til að stofnuð verði ný deild í Fram- -kvæmdasjóði, sem hafí til umráða 3 milljarða króna til að veita ián eða framlög til fjárhagslegrar end- urskipulagningar. Lánin verði váxta- og afborgunarlaus fyrstu 3 árin. Til að fá þetta fé er lagt til að framlag ríkisins til Atvinnuleys- istryggingasjóðs á árinu 1989 renni til þessarrar deildar og að 500 millj- ón krónur fáist árlega í 3 ár af aðstöðugjaldi á landinu. Það fé myndi koma að langstærstum hluta úr vösum Reykvíkinga, að því að fróðir menn hafa reiknað út. Aðrar hugmyndir framsóknar- manna í þessum efnum era að stofna sérstakan útflutningslána- sjóð til að annast afurðalán og að verð á raforku til útflutningsgreina verði lækkað, þar sem miðað verði við að orkuverð til fiystingar lækki um 25%. Forsætisráðherra vill 3% gengislækkun í tillögum forsætisráðherra er gert ráð fyrir 3% gengislækkun. Seðlabankinn hefur enn heimild til slíkrar gengisbreytingar sam- kvæmt bráðabirgðalögunum f maí. Alþýðuflokkur vill ekki gengislækk- un, en Framsókiuheldur þeirri leið opinni með því orðaiagi að „önnur nauðsynleg tekjuaukning útflutn- ingsatvinnuvega", ef aðrar aðgerðir dugi ekki til, verði framkvæmd með niðurfærslu á kostnaði eða breyt- ingu á gengi. Og hvað þýða svo þessar aðgerðir? Hvað myndu þessar tillögur leysa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.