Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 29 NORRÆNT TÆKNIÁR1988 Umsjón: Sigurður H. Richter Norræn tækniverðlaun uppbyggingu og fæmi á sviði efnis- fræði. Þekking sem kemur fjöl- mörgum öðrum þáttum að góðu hefur aflast við verkefnið. í síðdegishóf i í Borgartúni 6 i gær afhenti Friðrik Sophusson iðnaðar- ráðherra viðurkenningarskjöl þeim aðilum, sem tilnefndir hafa ver- ið fyrir íslands hcnd til að taka þátt í samkeppni um norræn tækni- verðlaun. Stjóm Norræna iðnaðarsjóðsins mun síðan velja verðlaunahafann í október, og verða verðlaunin afhent við lokaathöfn Norræns tækniárs, 15. desember í Kaupmannahöfn. Verðlaunin em 125.000 danskar krónur eða rúmlega 800 þúsundir íslenskra króna, auk heiðursins sem verðlaunahafanum hiotnast. Aðdragandi verðlaunanna Þegar Norðurlandaráð ákvað að árið 1988 skyldi kennt við tæknina og kallað Norrænt tækniár, var meðal annars ákveðið, að f tilefni þe.ss skyldu verða sérstök Norræn tækniverðlaun. Tilgangurinn með veitingu verð- launanna er að undirstrika þýðingu tækninnar fyrir samfélagsþróunina á Norðurlöndunum. Verðlaunin verða veitt í viðurkenningarskyni fyrir þróunarvinnu á tæknisviði, sem hefur skarað framúr og haft þýðingarmikil áhrif í löndunum. Þátttökuskilyrði Norrænu tækniverðlaunin verða veitt einstaklingi eða vinnuhópi, sem hefur aukið tækniþekkingu á Norðurlöndunum á þýðingarmikinn hátt. Þau verða veitt fyrir vinnu eða verkefni, ekki ævistarf. Vinnan við verkefni skal einkennast af sköpun og frumleika eða hafa stuðl- að að því að hrinda í framkvæmd hugmjmd eða kenningu. Við valið verður einnig gefínn gaumur að rekstrar- og þjóðhagfræðilegum sjónarmiðum. Þau hafa þó ekki úrslitaáhrif. Verkefni eru hæf til verðlauna þó svo að þau hafí verið unnin fyrir verðlaunaárið, þó ekki meira en fímm árum fyrr. Val verkefnanna Hvert Norðurlandanna má til- nefna tvo fulltrúa og voru íslensku fulltrúamir valdir af nefnd sem skipuð var sameiginlega af Verk- fræðingafélagi íslands, Tæknifræð- ingafélagi Islands og Félagi íslenskra iðnrekenda. í nefndinni sátu: Valdimar Kr. Jónsson sem er formaður, Bjöm Dagbjartsson, Hörður Bjömsson og Jón Stein- grímsson. Til þess að stuðla að því að sem fjölbreyttastar hugmyndir um fslenska fulltrúa kæmu fram óskaði nefndin eftir ábendingum frá fjölmörgum aðilum auk þess sem verðlaunin voru kynnt í dagblöðum og óskað eftir ábendingum. Nefnd- inni bárust alls 14 tillögur. íslensku fulltrúarnir Eftir að hafa skoðað allar tillögum- ar, ákvað íslenska dómnefndin að Fiskverð á uppboðsmörkuðum 15. september. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Helldar- vorð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 47,00 40,00 41,95 23,682 993.448 Ýsa 62,00 35,00 38,25 0,645 24.680 Ufsi 24,00 24,00 24,00 1,734 41.617 Lúöa 105,00 90,00 94,11 0,192 18.139 Koli 62,00 25,00 37,15 0,184 6.857 Hlýri 15,00 15,00 15,00 0,093 1.403 Langa 30,00 15,00 27,72 2,332 64.672 Sólkoli 40,00 40,00 40,00 0,043 1.720 Háfur 10,00 10,00 10,00 0,034 340 Skötuselur 140,00 140,00 140,00 0,066 9.302 Samtals 30,91 54,213 1.675.853 Selt var aöallega úr Kelli RE, Sturlaugi H. Böðvarssyni AK, Sandafelli HF, fró Stöö hf. og Bjargi hf. á Patreksfiröi. I dag veröa m.a. seld 20 tonn af ufsa og 3 stórlúöur úr Þorláki ÁR og 3 tonn af ýsu, 0,5 tonn af karfa, 0,5 tonn af kola, 0,4 tonn af ufsa, 0,4 tonn af steinbít og 0,3 tonn af lúöu úr Tjaldi SH. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 40,50 26,00 38,14 54,196 2.066.195 Undirmál 15,00 15,00 15,00 4,050 60.750 Ýsa 42,00 35,00 37,72 2,485 93.725 Karfi 18,50 15,00 18,22 15,270 278.175 Ufsi 22,50 15,00 21,80 10,466 228.143 Steinbítur 22,50 22,50 22,50 0,810 18.225 Hlýri 22,50 22,50 22,50 1,035 23.288 Hlýri+steinb. 20,00 20,00 20,00 0,018 360 Lúða 65,00 20,00 36,21 0,198 7.188 Grálúöa 16,00 16,00 16,00 0,087 1.392 Skarkoli 35,00 35,00 35,00 0,369 12.915 Samtals 31,37 89,017 2.792.500 Selt var aöallega úr Sigurði Þorleifssyni GK og Hauki GK. I dag veröur selt óákveöiö magn úr ýmsum bátum. Framvegis verður boðiö upp klukkan 16. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 40,00 39,00 39,06 2,706 105.674 Ýsa 44,00 44,00 44,00 0,187 8.228 Karfi 21,50 20,50 21,12 68,900 1.454.997 Hlýri 13,00 13,00 13,00 0,046 598 Skarkoli 42,00 42,00 42,00 0,130 5.460 Lúða 110,00 60,00 69,59 0,365 25.400 Samtals 22,12 72,333 1.600.356 Selt var úr Ottó N. Þorlákssyni og bátum. I dag verða m.a. seld 35 tonn af karfa og 9 tonn af ýsu. Grmnmetlsverð á uppboðsmörkuðum 15. september. SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA Gúrkur 123,00 2,175 267.210 Sveppir 450,00 0,684 307.800 Tómatar 137,00 5,962 812.448 Paprika(græn) 263,00 0,600 151.725 Paprika(rauð) 332,00 0,375 124.575 Salat 63,00 0,300 18.900 Spergilkál 158,00 0,060 9.460 Rabarbari 45,00 0,100 4.500 Gulrætur(ópk.) 107,00 0,920 98.890 Gulrætur(pk.) 113,00 0,870 98.310 Sellerl 153,00 0,570 87.485 Hvítkál 58,00 4,040 234.760 Kfnakál 83,00 1,926 159.180 Blómkál 88,00 2,534 223.258 Blaðlaukur 158,00 0,435 68.940 Samtals 2.752.566 Einnig voru seld 1.870 búnt af steinselju fyrir 60.440 krónur, eöa 32 króna meöalverð. Nssta uppboö hefst klukkan 16.30 næstkomandi þriðjudag. íslensku fulltrúamir í samkeppninni skyldu verða: - Jón Hálfdanarson og Þor- steinn I. Sigfússon fyrir verk- efnið: „Hitasaga og efniseig- inleikar kísiljáras". - Ársæll Þorsteinsson, Elías Gunnarsson, Þórður Theó- dórsson og Þorkell Jónsson fyrir verkefnið: „Sjálfvirkni og vinnuhagræðing í frysti- húsum'*. Hér fer á eftir stutt lýsing á íslensku verkefnunum. Hitasaga og efnis- eiginleikar kísiljárns Vorið 1985 hófst samvinna milli Raunvísindastofnunar Háskóla ís- lands og íslenska jámblendifélags- ins hf. um rannsóknir á eðli kísil- jáms, er verða mætti til þess að auka gæði vörannar. Við fram- Ieiðslu á kísiljámi verður venjulega nokkur hluti þess fínefni, sem era mun verðminni en önnur fram- leiðsla. Markmið rannsóknanna var að minnka hlut fínefnisins í fram- leiðslunni. Rannsóknaverkefnið stóð yfír í tvö ár og era helstu niðurstöður að tekist hefur að helminga fínefni í framleiðslu með því að flýta fyrir kælingu á steypingu á kísiljámi með sérstakri vatnsúðakælingu. í framhaldi af þessum rannsóknum munu alls birtast þijár vísindagrein- Friðrik Sophusson iðnaðarráð- herra við afhendingu viðurkenn- ingarskjalanna. ar um þetta rannsóknaverkefni í alþjóðlegum tímaritum. Rannsóknir þessar hafa komið báðum aðilum til góða. Telja má að árleg verðmætaaukning kísil- jáms hjá Jámblendifélaginu sé um 10—15 milljónir króna og við Há- skóla íslands hefur þetta aukið Sjálfvirkni og vinnuhagræðing í frystihúsum Þeir félagar hafa hannað og látið smíða vinnslulínu í fíystihúsum, sem gefur möguleika á að vinna að þremur mismunandi físktegund- um á hverri vinnslulínu. Flakabakk- l amir era keyrðir inn í sjálfvirka innmötunarvél. Með því að þrýstc á hnapp, sem er við hvert snyrti- borð, pantar starfsmaður flaka- bakka með ákveðinni físktegund að sínu borði. Snyrtilínan hefur verið hönnuð út fra'vinnuvistfræðilegum sjónar- miðum. Stillanlegir stólar era við hveija vinnustöð, ennfremur er auð- velt að hæðarstilla sjálft snyrtiborð- ið. Ljósinu í snyrtiborðunum er hag- anlega komið fyrir, sem gefur betra rúm fyrir fætur undir borði. Hinir gömlu fylgikvillar slæmrar vinnu- aðstöðu, eins og vöðvabólga og bakverkir, verða sjaldgæfari, afköst • og vellíðan aukast. Einnig skilar þetta nýja kerfi frystihúsum arði og hefur akastsr- aukningin verið metin á milli 5-10%. Verkið hefur verið unnið frá 1986 og er stöðugt í þróun. Búið er að setja kerfið upp í 10 frystihúsum á íslandi og 5 á Grænlandi. Áhugi er fyrir því að taka þetta upp víðar á Norðurlöndum og í Amerflcu. Þeir sem viðurkenningarnar hlutu ásamt iðnaðarráðherra: Bergþóra K. Ketilsdóttir (er tók við viður- kenningu fyrir hönd eiginmanns síns Þorsteins I. Sigfússonar), Jón Hálfdanarson, Friðrik Sophusson, Ársæll Þorsteinsson, Elías Gunnarsson, Þórður Theódórsson og Þorkell Jónsson. Athugasemd Búnaðarbankans og þrotabús Víðis: Leiðrétting á frétt RÚV um skuldir þrotabús Víðis Búsyóri þb. Víðis sf. og Búnaðar- bankinn vilja gera eftirfarandi at- hugasemdir við frétt RÚV 14.9.’88 kl. 19.33 varðandi kröfur Búnaðar- bankans í þrotabú Víðis sf. og skuld- ir þess við bankann: í framangreindri frétt RÚV var ranglega talið, að skuldir þb. Víðis sf. við Búnaðarbankann vegna yfír- dráttar á hlaupareikningi næmu rúmum 44 miHjónum króna, sem þrotabústjóri hefði hafnað vegna skorts á gögnum. Hið rétta, er að skuldir þb. Víðis sf. vegna hlaupa- reikningsyfirdráttar við Búnaðar- bankann námu um 15 milljónum króna, en heildarskuldir samtals um 27 miHjón krónum. Þessar kröfur bankans era enn til skýringar- og gagnameðferðar af hálfu bankans gagnvart þrotabúinu og þvi til um- fjöllunar og ákvörðunar þrotabú- stjóra Víðis sf. Hann hefur því ekki enn tekið endanlega afstöðu til þess- ara krafna bankans. Kröfulýsing bankans í þrotabúið tilgreindi hins vegar einnig skulda- tryggingaskjöl, sem nema miklum mun hærri flárhæðum en raunskuld- ir þrotabúsins era við bankann. Það mun þvf miður hafa valdið misskiln- ingi um raunveralegar skuldakröfur bankans í þrotabúið. Á þessu stigi gjaldþrotamáls Víðis sf. er útilokað að segja til um það, hvort Búnaðarbankinn tapi yfírleitt nokkra eða ef einhveiju þá hve miklu á þessu gjaldþroti. Það ræðst ekki eingöngu af því, hveijar eignir eða heildarskttldir búsins era taldar á þessu stigi málsins. Þess vegna var fráleitt i fr&mangreindri frétt Rikisútvarpsins, að það væri „ljóst, að Búnaðarbankinn tapi miklu á gjaldþroti Víðis, jafnvel tugum milljóna". Búnaðarbankinn telur, að kröfuréttur hans á hendur fram- seljendum innistæðulausra tékka auk fasteignaveðtrygginga og annarra skuldatrygginga vegna Víðis sf. komi algerlega eða að verulegu leyti i veg fyrir, að bank- inn tapi vegna gjaldþrots Víðis sf. Vegna þess að í frétt RÚV var m.a. ranglega fullyrt hið gagnstæða byggt á upplýsingum bústjóra Víðis sf., er brýn nauðsyn að leiðrétta með framangreindu þær ranghugmyndir, sem þessi frétt hefur gefíð viðskipta- vinum bankans og öðrum um umfang þessa gjaldþrotamáls og skuldakr- afna og trygginga þb. Víðis sf. við Búnaðarbankann. F.h. þrotabús Víðis sf. Sigurður G. Guðjónsson hrl., bústjóri F.h. Búnaðarbanka íslands Jón Adolf Guðjónsson Þorvaldur G. Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.