Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 33 Kazmayer óskar Jóni Páli til hamingju með sigurinn í keppn- inni um titilinn Sterkasti maður heims sem haldin var í Ungveij- alandi 1. til 3. september sl. Jón Páll og Kazmayer taka á honum stóra sínum í keppninni í Ungveijalandi. Berserksgangur í Reiðhöllinni: Sterkustu menn í heimi leiða saman hesta sína KEPPT verður um titilinn „Sterkasti maður íslands*1 á aflraunamótinu Kraftur '88 sem haldið verður í ReiðhöU- inni í Víðidal næstkomandi sunnudag. Sterkasti maður heims, Jón PáU Sigmarsson, verður meðal keppenda og næststerkasti maður í heimi, Bandaríkjamaðurinn BUl Kaz- mayer, keppir sem gestur á mótinu. Þetta er í þriðja sinn sem keppt er um titilinn Sterk- asti maður íslands og Jón PáU vann tvær fyrstu keppnirnar. Jón Páll varð í 1. sæti en Kaz- mayer í 2. sæti í keppninni um titilinn Sterkasti maður í heimi sem haldin var í Ungveijalandi 1. til 3. september sl. Jón Páll vann þar keppnina í þriðja skipti í röð en Kazmayer vann keppnina árin 1980 til 1982. í keppninni í Ungveijalandi fékk Jón Páll 56 stig af 64 mögulegum, Kazmayer fékk 51 stig og Bretinn Jamie Reeves varð í þriðja sæti með 47,5 stig. Kazmayer er skapmaður mikill og braut allt og bramlaði á veit- ingahúsi, þar sem keppnin fór fram, þegar honum fannst hann ekki ná nógu góðum árangri. Aðrir keppendur og áhorfendur voru þá fljótir að láta sig hverfa af vettvangi til að verða ekki fyrir- meiðslum, að sögn Hjalta „Úrsus- ar“ Ámasonar sem var einn af áhorfendunum. Bretinn Reeves, sem varð í þriðja sæti, var einnig svekktur yfír því að vinna ekki keppnina. Reeves hafði vonast til að geta hætt að vinna í kolaná- munum í Bretlandi ef hann ynni keppnina en hann er alltaf að festa sig í námagöngunum, að sögn Hjalta. Brids Arnór Ragnarsson Bridsdeild Skagf irðinga Ágæt aðsókn var á fyrsta spila- kvöldi deildarinnar á þessu keppn- istímabili. Spilaður var eins kvölds tvímenningur. Úrslit urðu þessi, (efstu pör): N/S-pör: Ólína Kjartansdóttir — Ragnheiður Tómasdóttir 258 Erlendur Jónsson — Oddur Jakobsson 254 Sigmar Jónsson — Vilhjálmur Einarsson 246 Jakob Kristinsson — Sveinn Sigurgeirsson 239 A/V-pör Magnús Aspelund — Steingnmur Jónasson 263 Jóhann Ólafsson — Ragnar Þorvaldsson 253 Mangús Sverrisson — Valdimar Elíasson 251 Ragnar Bjömsson — Sævin Bjamason 224 Næsta þriðjudag verður einnig eins kvölds tvímenningskeppni en þriðjudaginn 27. september hefst haust-barometertvímenningskeppni deildarinnar. Mun meira er lagt í slíkt fyrirkomulag, spil fyrirfram gefín og hver „seta“ (umferð) reikn- uð út jafnóðum. Öll pörin mætast og ræðst spilafjöldi milli para af þátttökufjölda. Stefnt er að því að keppnin taki yfír 4—5 kvöld. Skrán- ing í barometer-keppnina er hafín hjá Ólafi Lámssyni í síma 689360- 16538. Félagar em hvattir til að láta skrá sig hið fyrsta vegna tak- mörkunar á þátttöku í keppninni. Nýir félagar em velkomnir meðan húsrúm leyfír. Spilað er í Drangey í (Síðumúla 35, 2. hæð) og hefst spilamennska kl. 19.30. Keppnis- stjóri er Ólafur Lámsson. Aðstoðað verður við myndun para. Vakin er sérstök athygli á því að reykingar í spilasal verða ekki leyfðar hjá deildinni í vetur. - smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar I.O.O.F. 12 = 170 91681/2 = I.O.O.F. 1 = 1709168'A = St.: St.: 59889174 I Innsetn. S.: M.: R.: FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir F.Í. sunnudag- inn 18. sept.: 1. Kl. 08. Þóramörk - dagsferð. Dvöl 4 klst. i Þórsmörk, göngu- feröir um Mörkina. Verö kr. 1.200. 2. Kl. 10. Hrafnab]örg - Þlng- vellir. Ekiö aö Gjábakka og gengiö þaðan. Verö kr. 800. Kl. 13. Þingvellir - haustlitir. Verö kr. 800. Brottför frá Umferðarmiöstöö- inni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Fritt fyrir börn i fylgd fullorö- inna. Ferðafélag íslands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferð 17.-18. sept. Þórsmörk - haustlitaferð. Gist í Skagfjörösskála/Langadal. Gönguferðir um Mörkina. Missið ekki af haustlitum í Þórsmörk. ATH.: Brottför kl. 08.00 laugar- dag. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.Í., Oldugötu 3. ATH.: Landmannalaugar - Jök- ulgil 23.-25. sept. Ferðafólag íslands. MJ Útivist Helgarferð 16.-18. sept. Haustlita- og grillveislu- ferð í Þórsmörk Góö gistiaðstaöa í Útivistarskál- unum Básum. Ágæt tjaldstæöi. Fjölbreyttar gönguferöir skipu- lagöar. Á laugardagskvöldinu verður grillveisla og kvöldvaka. Kynnist Þórsmörk í haustlitum i Útivistarferð. Ferö við allra hæfi. Fararstjórar: Rannveig Ólafs- dóttir, Egill Pétursson o.fl. Pantiö tímanlega. Pantanir ósk- ast staöfestar i siöasta lagi á fimmtud. Uppl. og farm. á skrlfst. Gróf- innl 1, símar: 14606 og 23732. Sjáumst. ýrivist, feröafélag. Ungtfötk faM með hlutverk tjftéSi YWAM - ísland Fræðslustund veröur í Grensáskirkju á morgun, laugardag, kl. 10.00 árdegis. Friörik Schram fjallar um efnið: Fráfall frá trúnni - orsök og af- leiðingar. I framhaldi af fræðslunni veröur síðan bænastund kl. 11.15. Allir velkomnir. bílasýning um helgina, árgerð 1989. ! HONDA A ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK, SÍMI 689900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.