Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 35 Guðrún Guðmunds dóttir — Minning Fædd 31. ágúst 1898 Dáin 8. september 1988 Fagra haust, þá fold ég kveð faðmi vef mig þínum, bleikra laufa láttu beð að legstað verða mínum. (Steingrímur Thorsteinsson) Þegar aldurinn færist yfir okkur verður það æ algengara að vinimir hverfi af sjónarsviðinu. Stundum kemur dauðinn í líki óvinar, sem hrifsar frá okkur ungar manneskjur alltof snemma, oftar þó sem eins- konar vinur sme færir frið og hvíld þreyttum sálum. Alltaf fylgir þó komu hans ein- hver söknuður, því góðar minningar fírra okkur aldrei þeirri tilfinningu að hafa misst eitthvað dýrmætt, að enn einum kapítula lífsins sé lokið. * í tilefni jarðarfarar tengdamóður minnar, Guðrúnar Guðmundsdótt- ur, vil ég minnast hennar með nokkmm orðum. Fyrstu kynni okkar Guðrúnar urðu er við bjuggum um tíma í sama húsi hér í Reykjavík, deildum m.a. eldhúsi. Báðar vomm við Borg- firðingar, hún hafði verið nokkur ár starfandi hjá Kristínu Ólafsdótt- ur í Nesi við Seltjöm. Guðrún var ættuð vestan úr Dölum, hafði flust þaðan með foreldmm sínum bam að aldri, en þau vom Guðmundur Einarsson ættaður frá Munaðamesi á Ströndum og Petrína Ólöf Péturs- dóttir. Þau hófu búskap á Grjóti í Þverárhlíð. Þar varð Guðrún fyrir þeirri miklu sorg að missa móður sína og síðar lítinn bróður, Ólaf Hauk, sama sumarið. Ung trúlofaðist hún Jakobi Jóns- syni bóndasyni á Lundi í Þver- árhlíð. Einn vetur dvaldi hún hér í Reykjavík við nám í fatasaumi, en síðan tóku þau Jakob við búi for- eldra hans. „Góð kona, hver hlýtur hana? Er hún ekki miklu meira virði en perlur?" Þessi orð úr ritningunni held ég að eigi hér vel við, því Guðrún var sannarlega góð hús- móðjr, annaðist foreldra Jakobs til dauðadags af nærgætni og alúð. Böm nutu og góðs af dvöl undir hennar umsjá, ma. tók hún Ólöfu hálfsystur sína að sér og annaðist hana eins og sitt eigið bam. Þau Jakob eignuðust 5 böm, tvö þeirra dóu í fæðingu, en þijú lifðu: Hauk- ur f. 1919 búsettur í Borgamesi kvæntur Guðlaugu Bachmann, Jón f. 1923 býr í Reykjavík kvæntur undirritaðri og Sigríður f. 1931 býr í Reykjavík. Sonarböm hennar em 8 og bamabarnaböm 8. Um miðjan aldur skildu ieiðir þeirra Jakobs. Harmaði hann það alla ævi og hvomgt þeirra hóf aðra sambúð síðar. Guðrún fór ásamt Sigríði, yngsta baminu, og hóf harða lífsbaráttu á eigin spýtur, þó farin að heilsu. Hún fór í kaupa- vinnu, starfaði í skólum, á bama- heimilum, nokkur sumur var hún vökukona hjá Styrktarfélagi lam- aðra og fatlaðra. Líf einstæðrar móður var ekki auðvelt þá fremur en nú. En Guðrún kvartaði ekki. Hún var glaðlynd og jafnlynd, hafði gott auga fyrir broslegu hliðunum og hió svo dillandi að allir komust í gott skap í návist hennar. Hún var hreinskiptin og einörð, spottaði aldrei neirin, gamanið var græsku- laust. Hún sagði vel frá, tjáði sig oft með því að fara með vísur og ljóð, af þeim kunni hún heil ósköp, sá sjóður entist henni ævilangt. „Sá sem lifir ekki í skáldskap, hann lifir ekki af,“ segir sr. Jón prímus í skáldsögu H.K.L. Kristni- haldi undir Jökli. Ljóð vom Guðrúnu andleg næring og athvarf í lífinu. Einkum vom það ljóð Steingríms Thorsteinssonar sem hún unni. Elli þú ert ekki þung, anda guði kærum. Fögur sál er ávallt ung, undir silfurhærum. Þessa vísu fór hún oft með í seinni tíð, en bætti við: En ellin er þung, ægiþung. Þetta erindi úr sálmi H.P. Allt eins og blómstrið eina fór hún með nýlega, er ég heimsótti hana skömmu fyrir níræðisafmælið: Allrar veraldar vegur víkur að sama punkt fetar hann fús sem tregur hvort fellur létt eða þungt. Eins og sjá má varð Guðrún fyr- ir mörgum áföllum, en þó bætti bamalán henni upp margt, sem annars var andstætt. Þegar við Guðrún kynntumst fyrst vom syn- imir tveir löngu vaxnir henni yfir höfuð og varð mér starsýnt á þessa stóm gjörvulegu menn sem stund- um heimsóttu hana, litla og netta eins og hún var. Það var þó Sigríð- ur, einkadóttirin, sem var henni eitt og allt. Þær fylgdust að gegnum þykkt og þunnt að undanteknum þeim 7 ámm sem Sigríður stundaði nám í hjúkmn hér heima og erlend- is, en þau ár hélt Guðrún heimili með Hauki syni sínum í Borgar- nesi. Eftir að Sigríður lauk námi stofnuðu þær heimili hér í Reykjavík og bjuggu saman þar til fyrir nokkram ámm er heilsa Guð- rúnar var orðin svo slæm, að hún varð að dvelja á Elliheimilinu Gmnd, því Sigríður gat ekki starfs síns vegna annast hana heima. Hún annaðist móður sína af mikilli ástúð og nærgætni til hinstu stundar, og var samband þeirra mæðgna mjög náið. Guðrún naut lítillar skólagöngu í æsku sinni, en hún var prýðisvel gefín bæði til munns og handa, og öll hennar störf bám henni gott vitni, enda kom hún sér allstaðar vel. Hún var af hinni svokölluðu alda- mótakynslóð, sýndi trúmennsku í störfum, heiðarleika, nægjusemi og sparsemi og virðingu fyrir sjálfri sér og öðmm. Hún talaði ekki um trúmál, en í lífí sínu var hún kristin í verki, þ.e. hún var öllum góð, sérstaklega dýr- um, bömum, gamalmennum og öðmm sem lítils máttu sín. Hún var ein þeirra íslensku alþýðukvenna sem ólust upp í fátækt, án tæki- færa til að þroska hæfileika sína. „Sumir skrifa í öskuna öll sín bestu ljóð“ sagði Davíð Stefánsson í kvæði sínu forðum. Hún var góð móðir og tengda- móðir, skipti sér ekki af högum annara nema til að hjálpa ef á þurfti að halda. Bamabömin henn- ar minnast jólanna, þegar pakkam- ir með hlýju, fallegu gjöfunum frá ömmu og Siggu komu, og jólaboð- anna á hlýja, bjarta heimilinu þeirra, sem ávallt var hámark hátíð- arinnar, með súkkulaði og kökum sem áttu engan sinn líka. Ég þakka Guðrúnu samfylgdina, bið henni blessunar, og læt Hallgrím Pétursson hafa síðasta orðið: Þ6 leggist lík í jörðu lifir mín sála frí hún mætir aldrei hörðu himneskri sælu í. Ástríður Elín Björnsdóttir t Móðir okkar og tengdamóðir, GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR, lést í Hrafnistu fimmtudaginn 15. september. Guðrún G. Johnson, ÓlafurÓ. Johnson Walter Gunnlaugsson, Anna Lfsa Ásgeirsdóttir. t Mágur minn og fööurbróðir okkar, ASBJÖRN TYNES, Alasundi, Noregi, lést 9. september. Hrefna Tynes, Asta Tynes Busengdal, OttoTynes, Jón Tynes. PHILIPS VR-6448 MYNDBANDSTÆKIÐ - ÓLYMPIUMEISTARINN IÁR Viö vorum að fá til landsins stóra sendingu af hágæðamyndbandstækjum frá Philips árgerð 1989 og getum því boðið þessi frábæru tæki á einstaklega lágu verði vegna hagstæðra samninga. Láttu Philips myndbandstækið sjá um Ólympíuleikana meðan þú sefur — þú horfir svo þegar þér hentar. Philipstæki voru valin á Ólympíuleikana í Seoul • HQ kerfi tryggir fullkomin myndgæði • Hljóðlaus kyrrmynd • Hægurhraði • Leitarhnappur • Fullkomin sjálfvirkni í gangsetningu, endurspólun og útkasti snældu • Sjálfvirk endurstilling á teljara • Fjarstýring á upptökuminni • 365 daga upptökuminni • Upptökuskráning i minni samtimis fyrir 8 dagskrárliði • Sextán stöðva geymslurými • 20 minútna öryggisminni • Ótal fleiri möguleikar sem aðeins Philips kann tökin á • Verðið kemur þér á óvart. Heimilistæki hf Sætúni8 • Hafnarstræti 3 • Kringlunni SÍMI: 69 15 15 SÍMI:6915 25 SlMI:6915 20 l/tie/umtSveájýhrtÉ&yh, C samutt^u/to r.anxr, Æ 'Hf | > •**c! !?í 1 X a . a mg' f~QCC nnn nn j 's*—- • L H _i j u u u- u u > *r•;r::r:. rmxj* iniTxi f*wnJ~-«r jvuv »wtw — -f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.