Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 Minning — Gunnar Eyþór Arsælsson matreiðslumaður Ódýrt en best Hanasúpa með sinnepssósu kr. 250.- Humarsúpa kr. 395.- Surimi-salat með tandoorij ógúrtsósu kr. 325.- Pöstusalat með spínati og bacon kr. 310.- Blómkál í ostasósu „au gratin“ kr. 325.- Rækjubollur í súrsætri sósu kr. 775.- Fæddur 26. apríl 1952 Dáinn 7. september 1988 Sjöunda þessa mánaðar lést í Landspítalanum móðurbróðir okk- ar, Gunnar Eyþór Ársælsson mat- reiðslumaður, eftir mikið helstríð við grimmilegan sjúkdóm. Okkur langar að senda þessum elskulega frænda nokkur þakkar- og kveðjuorð. Gunnar var fæddur í Hafnarfírði þann 26. apríl 1952, sonur hjónanna Siríðar Eyþórsdótt- ur og Ársæls Pálssonar bakara. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum ásamt systrum sínum Sigrúnu og Vigdísi. Gunnar var einkasonur og yngsta bam foreldra sinna. Snemma kom í ljós að Gunnar hafði næmt tóneyra, það kom því engum á óvart þótt hann hneigðist að gítamum á þessari Bítlaöld, er öllu réði í hugum ungs fólks sem var að alast upp á þessum árum. Þegar Gunnar var í Flensborgarskóla stofnuðu þeir nokkrir hljómsveit, sem þeir nefndu Bendix. Þeir æfðu og spiluðu af krafti en skólataskan fékk víst því meira frí, en hvað sem því líður þá varð strákunum víst töluvert ágengt og að minnsta kosti varð einn af þeim landsfrægur og er hann enn í þessum bransa. Með tímanum lék hann í fleiri hljóm- sveitum t.d. Dansbandinu í Þórs- kaffí og fleirum. Gunnar lauk prófí í gítarleik frá Tónlistarskóla Hafn- arfjarðar árið 1968. Gunnar fór oft til sjós á unglings- ámnum bæði á físki- og farskip sem matreiðslumaður, en námi í þeirri iðn lauk hann frá Hótel- og veit- ingaskóla íslands, varð það hans aðalstarf með tímanum. Það var alltaf hátíð þegar Gunni kom heim úr siglingum. Gunnar var voða bamgóður og ljúfur, aldrei höfum við séð hann nema í góðu skapi, það er því mik- ill söknuður að fráfalli þessa góða frænda okkar, sem burt er kallaður í blóma lífsins. Við vitum að burt- kallaðir vinir munu taka á móti honum í bjartari heimi fagurra tóna. Arsæll, Hrannar, Kjartan og Hákon míns, sem borinn er til hinstu hvílu í dag aðeins 36 ára gamall. Það var eins og dimmdi þann dag er ég frétti lát hans. Ég hafði ný- verið heimsótt hann á sjúkrahúsið, þar sem hann lá, því hann var orð- inn mikið veikur. Eri hann var glaður og hress í anda, er við töluðum um að hann kæmi í kaffí til mín og fjölskyldu minnar, en við vorum að flytja í nýtt húsnæði. Það er erfitt að sætta sig við það þegar ungur maður í blóma lífsins er kallaður í burtu. Við skiljum ekki hvers vegna, en vegir Guðs eru órannsakanlegir. Vinátta okkar Gunnars hófst þegar við unnum samari hjá Kaup- félagi Hafnfirðinga fyrir nokkuð mörgum árum og hefur haldist æ síðan. Gunnar var tryggur og góður félögum sínum eins og kom fram í gerðum hans, m.a. þegar ég leitaði til hans hvort sem það var á sviði matargerðar eða tónlistar, enda lék hvortveggja í höndum hans. Hann starfaði sem matreiðslu- maður bæði til sjós og lands við góðan orðstír. Hann var einnig góður tónlistar- maður og lék með mörgum þekkt- um hljómsveitum og hljómlistar- mönnum. Þar eignaðist hann marga trygga vini enda vinsæll í vinahóp. Gunnar var drengur góður, glaðlyndur og félagslyndur. Og minningin um góðan dreng varir að eilífu. Ég og fjölskylda mín vottum fbr- eldrum hans, Ársæli Pálssyni og Sigríði Eyþórsdóttur, og systrum hans dýpstu samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur og blessa minningu Gunnars vinar míns. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Reyktir ýsustrimlar með spínatgrjónum og karrýsósu kr. 795.- Gufusoðin rauðsprettuflétta í Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Oft er sagt að þeir deyi ungir sem guðimir elska og eru þáð orð að sönnu við lát Gunnars vinar Baldvin E. Albertsson og fjölskylda Það er aðeins örstutt skref milli gleði og sorgar. Hann Gunnar er allur. Fréttin um það barst okkur félögum hans úr hljómsveitinni Bendix miðviku- daginn 7. þessa mánaðar. Hvemig á að minnast vinar og félaga, sem var eins nákominn okkur og Gunn- ar? Tónlistin var honum snemma hugleikin og aðeins 14 ára gamall fékk hann tvo af sínum bestu vinum og leikfélögum í Hafnarfírði í lið með sér við að stofna hljómsveit. Það var fyrir tuttugu ámm. Tveir að auki bættust fljótlega í hópinn, en þá vantaði söngvara. Hann fannst von bráðar, einnig í hópi leikfélaganna í Hafnarfirði. Þessa hljómsveit sína skírði Gunnar Bend- ix. Allt snerist um tónlistina og hljómsveitina og var Gunnar hljóm- sveitarstjórinn og stjómaði með lagni og hyggindum. Undir stjóm hans vom þessir fímm ungu strákar stórhuga og djarfir og það, ásamt ýmsu öðm, varð til þess að sveitin varð stærri draumur og ævintýri en okkur hafði órað fyrir í upphafi. Starfaði hljómsveitin í þijú ár og var víða komið við á þeim tíma. Við, sem vomm með í þessu ævintýri, gleymum þessum tíma aldrei og má næstum segja, að við væram saman jafnt í svefni sem vöku. Þetta mótaði okkur félagana alla og bjó okkur undir lífið, harður skóli, sannkallur lífsins skóli, sem bjó okkur gott framtíðamesti. Þeg- ar þessu ævintýri lauk, tóku við aðrar hljómsveitir hjá okkur og sítrónusósu kr.785.- Grilluð hámeri og humar á teini — barbeque kr. 810.- Ristaður lundi og andalifur í appelsínusósu kr. 695.- Að sjálfsögðu er einnig boðið uppá okkar rómaða „a la carte". ARNARHÓI I. RbSTAURANT opinn á kvöldin frá kl. 18:00, þriðjud. til laugard. pantanasími 18833 Hverfisgötu 8—10 JHtfjgmt'* í Kaupmannahöfn FÆST í BLADASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI Gunnari vini okkar, en við héldum alltaf traustu sambandi, enda var vinátta okkar sterk og einlæg. Þegar ákveðið var 1973 að end- urvekja Bendix, gátu ekki allir í uppmnalega hópnum verið með, en þá var leitað í hinum gamla vina- hópi Gunnars og þar fundust menn, sem fylltu í skörðin. í þetta skipti vomm við fjórir félagar og vinir, sem lögðumst á eitt. Var tekið til óspilltra málanna, leikið saman f tvö ár og gert víðreist eins og forðum. Annars kom Gunnar víða við á tónlistarferlinum, þó aðeins skuli minnst á þær hljómsveitir, sem vom honum hugleiknastar, en meðal þeirra má nefna hljómsveit Hauks Morthens og hljómsveitina Dans- bandið. í maí í fyrra var hringt til okkar gömlu félaganna í Bendix. Væmm við tilbúnir að spila saman aftur? Var það auðsótt mál og þar hittust menn aftur, sem höfðu ekki spilað saman í fímmtán ár — sumir jafn- vel ekki snert hljóðfæri í nokkur ár. Þama var glatt á hjalla og menn jmgdust um tuttugu ár, enda tryggðaböndin traust eins og fyrr. Sem endranær var það Gunnar, sem var driffjöðrin. Hann sá um að allt gengi eins og vel smurð vél og náði því besta úr öllum eins og honum einum var lagið. Ekki gat okkur gmnað þá, að „hinn slyngi sláttumaður" væri eins nærri einum í hópnum og raun bar vitni. Þrír félagar úr Bendix Jákváðu upp úr þessu að halda samstarfínu áfram og stofnuðu þeir hljómsveit- ina Rósina. Var Gunnar starfandi með henni eins lengi og hann gat vegna þeirra veikinda, sem drógu hann um síðir til dauða. Það er erfíð spuming, hvemig kveðja eigi félaga og vin, sem átti svo ríkan þátt í að skapa þessi ævintýri. Ævintýri, sem mótaði líf okkar allra — ekki aðeins meðan á þessu stóð heldur um alla framtíð og tengir okkur böndum, sem verða ekki rofin. Þessi fátæklegu orð geta engan veginn lýst því tómi og þeim missi, sem varð við fráfall Gunnars. Minn- ingin um vin okkar og félaga, Gunn- ar Eyþór Ársælsson, mun lifa með- al okkar. Um langa framtíð mun okkur koma Gunnar í hug, þegar við heyram góðan gítarleik, og þá rifjast upp ýmis atvik í sambandi við góðan félaga og vin og halda minningu hans lifandi á meðal okk- ar. Við kveðjum vin okkar. Á honum hefur sannast, að þeir, sem guðim- ir elska, deyja ungir. Megi Almættið veita Gunnari vini okkar eilífan frið. Við viljum votta móður og föður Gunnars, svo og systmm hans, inni- legustu samúðarkveðjur. Félagar úr hljómsveitinni Bendix Mágur minn Gunnar Eyþór Ár- sælsson lést í Landspítalanum þann 7. september síðastliðinn, eftir veik- indastríð sem staðið hafði yfír í um það bil eitt ár. Gunnar fæddist í Hafnarfirði og ólst upp á heimili foreldra sinna, þeirra Sigríðar Ey- þórsdóttur og Ársæls Pálssonar, og var hann einkasonur þeirra, en syst- ur hans era tvær, Sigrún og Vigdís. í æsku kom snemma í ljós að Gunnar bjó yfír tónlistarhæfíleik- um, hann lærði því fljótlega að spila á gítar og var einn af stofnendum unglingahljómsveitarinnar Bendix sem starfaði á fyrstu ámm bítlatón- listarinnar. Hljómlist hafði mikil áhrif á líf Gunnars, og spilaði hann með ýmsum danshljómsveitum í gegnum árin. Gunnar útskrifaðist sem matsveinn frá Hótel- og veit- ingaskóla íslands og starfaði sem slíkur jafnt til sjós sem lands. Lund- arfar Gunnars einkenndist af hóg- værð og léttleika sem komu vel í ljós í veikindastríði hans, hann var bamgóður og kom ávallt með eitt- hvað handa frændsystkinum sínum er hann kom úr siglingum. Hin síðari ár hafði Gunnar gaman af hestamennsku og laxveiði og eign- aðist þar trausta félaga sem reynst hafa honum vel í veikindum hans. Það var gaman að sitja í róleg- heitum og rabba við Gunna um þessi áhugamál hans. Mikill harmur er nú kveðinn að öldmðum foreldmm Gunnars er sjá nú á eftir einkasyni sínum í blóma lífsins. Megi algóður Guð styrkja þau í sorg sinni, sem og aðra ást- vini Gunnars sem sjá nú á eftir góðum dreng. Hafí mágur minn þökk fyrir sam- verana. Hallkell Það var harmafregn sem barst miðvikudaginn 7 september sl. Ég var við veiðar í Grímsá þennan dag þegar faðir minn hringdi í mig og sagði mér að ^góðkunningi minn Gunnar Eyþór Arsælsson væri lát- inn aðeins 36 ára gamall. Þessi fregn kom ekki á óvart. Við sem höfðum fylgst með hrakandi heilsu Gunnars heitins óttuðumst þessi endalok þó falin von væri um að hann stæði þetta allt af sér. Hug- hreysti þessa unga manns var hreint aðdáunarverð, létt lundin og gamansemin geislaði af honum þar til kraftar hans þmtu. Lífsorkuna nýtti hann allt til loka á jákvæðan hátt og það lýsir kannski best hvem mann Gunnar hafði að geyma. Kunningsskapur okkar hófst fyr- ir um það bil sjö ámm. Við áttum sameiginlegt áhugamál sem var hestamennskan. Mér varð það fljót- lega ljóst að þama fór mikill hæfí- leikamaður. Hann var góður hljóm- listarmaður og í fagi sínu matreiðsl- unni átti hann fáa sína líka. En umfram allt var hann góður félagi. í fyrstu fannst mér óþægilegt að vera svo fyarri þegar mér barst andlátsfregn Gunnars, en þegar leið á daginn varð mér ljóst að hið fagra umhverfí Grímsár hjálpaði til við að láta hugann reika og rifja upp skemmtilegar stundir sem við Gunnar áttum saman bæði við veið- ar og hestamennsku. Það hlýtur að verða okkur sem eftir lifum umhugsunarefni og von- andi fordæmi hvað ungur maður í blóma lífsins sýndi mikinn kjark og æðmleysi á slíkri örlagastundu, því sjálfur vissi hann best að hveiju stefndi. Gunnar var ákaflega hjálpsamur og nutum við þess oft á stómm stundum í fyölskyldu minni. Hann var fyrir löngu orðinn góður fyöl- skylduvinur í húsum foreldra minna á Merkurgötu 9a og veit ég að þar er hans saknað sem góðum vin. Um leið og ég votta mína dýpstu samúð foreldram og aðstandendum þá get ég fullvissað þau um að hjá okkur lifír minning um góðan dreng. Ingólfur Arnarson og fjölskylda Mig langar til að mmnast vinar míns Gunnars Eyþórs Ársaélssonar með nokkmm orðum nú þegar hann er látinn úr krabbameini aðeins 36 ára gamaíl. Gunnar bjó mest allan sinn aldur í Hafnarfirði, sonur hjón- anna Sigríðar Eyþórsdóttur og Ár- sæls Pálssonar. Við Gunni Ársæls, eins og hann var gjaman kallaður, störfuðum lengi saman við hljóðfæraleik með hinum ýmsu mönnum. Þó lengst af í hljómsveitinni Dansbandinu sem við stofriuðum fímm saman, allir fá búsettir eða tengdir Hafnarfírði. þessari hljómsveit sem og öðrum lék Gunni á gítar. í upphafí átti þetta að vera létt aukastarf og til-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.