Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 16.09.1988, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1988 37 breyting í bland, en þróaðist smám saman útí meira og meira starf, stundum allt of mikið með annarri vinnu. Á tímabili skipuðu hljóm- sveitina sex hljóðfæraleikarar auk söngkonu og gerðust danshljóm- sveitir naumast stærri hér á þeim tíma. Áður en samstarf okkar Gunna hófst, hafði hann starfað með hljómsveitum eins og Bendix, sem var geysivinsælt band á sínum tíma, strákar sem urðu landsþekktir hljóðfæraleikarar og spila flestir ennþá. Fyrir mörgum árum lék Gunni einnig um tíma með hljóm- sveit Hauks Morthens og var til þess tekið að Haukur skyldi velja svo ungan mann ( hljómsveit sína. Voru það mikil meðmæli með Gunna sem hljóðfæraleikara. Enda var hann bæði næmur og útsjónar- samur sem slíkur, sérstaklega þó við að finna hljóma í lögum. Þar voru honum fáir fremri og hann vildi hafa bæði hljóma og hljóma- gang í lagi. En hljóðfæraleikurinn var sem fyrr segir oftast stundaður sem aukastarf. Gunni var lærður mat- reiðslumaður,_ lærði þá iðn á veit- ingahúsinu Árbergi hjá Hannesi Garðarssyni. Þeirra samstarf var ætíð gott og unnu þeir oft saman að ýmsum verkefnum eftir að Gunni var búinn að læra og kominn á aðra vinnustaði. Hann fór meðal annars alltaf annað slagið á sjóinn sem matsveinn, sér til tilbreytingar og til að sjá sig um í heiminum. Það er eitt atriði sem mig langar að minnast á, nú þegar Gunni er allur, en það er hve einstaklega vel þeir feðgar Örn Ingólfsson og Ingó sonur hans reyndust Gunna í veik- indum hans, heimsóttu hann oft á spítalann og reyndust honum sann- ir vinir í raun. Hefðu sumir, ekki síst undirritaður, mátt taka þá sér til fyrirmyndar. Að lokum þakka ég Gunna fyrir allt, ég sendi kveðjur frá mér og mínum, einnig frá samstarfsfólki í Dansbandinu. Foreldrum hans og systrum vott- um við samúð okkar. Vinsæll og góður drengur er nú borinn til graf- ar, allt of fljótt. Kristján Hermannsson Gunnar Eyþór Ársælsson, mat- reiðslumaður, fæddist í Hafnarfirði þann 26. apríl 1952, sonur sæmdar- hjónanna Sigríðar Eyþórsdóttur og Ársæls Pálssonar, bakara. Dáinn, horfinn, mig setti hljóða. Ég hugsaði um liðnu árin frá því að leiðir okkar Gunnars lágu saman á Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir sjö árum, þá réðst hann þangað sem matreiðslumaður. Þar starfaði hann í 3 ár og þó hann hætti í fastráðn- ingu hélt hann tryggð við staðinn og kom alloft í heimsókn. Hann var einstaklega elskulegur maður, sem gott var að umgangast og hafa samskipti við. Það skipti ekki máli hvort hann var að sjá um daglegar matarþarfir heimilisins eða stórar veislur, ailt var framúrskarandi vel leyst af hendi. í kringum Gunnar var aldrei hávaði eða æðruorð, ekki í eitt skipti heyrði ég hann halla á nokkum mann, ljúfmennskan var einstök, þess vegna var gott til hans að leita og eiga sem vin. Hann var kátur og léttur í hópi kunn- ingja og vina, þó bar hann ekki til- finningar sínar á torg. Það kom glögglega í ljós, þegar hinn erfiði sjúkdómur gerði vart við sig, hvem mann Gunnar hafði að geyma. Hann virtist ekki æðrast en tók því sem að höndum bar með einstakri ró, vissulega leyndist von um að á sjúkdómnum yrði sigrast. Það var mikil ánægja þegar Gunnar kom á Hrafnistu í byijunn júní sl. til að leysa matreiðslumanninn okkar af í sumarfríi, það gerði hann með sömu ljúfmennskunni og vant var, en í síðari hluta júlí syrti aftur að og leiðin lá á sjúkrahús og þaðan var vart aftur snúið. Síðasta sinn er ég kom til hans á sjúkrahúsið og að þeirri heimsókn lokinni og gekk út í sumar og sól, fann ég þá til með þessum unga manni, sem ekki hafði þrek né tæki- færi til að njóta sólarinnar eins og við sem frísk erum og fáum að fara ftjáls ferða okkar. En nú er öllu stríði lokið og Gunn- ar okkar er farinn þangað sem eilíf sól er og aldrei gengur til viðar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt! Þar sem við hjónin verðum er- lendis og getum ekki verið við út- förina, sendum við okkar hugheilu samúðarkveðjur og biðjum algóðan Guð að styrkja og varðveita elsku- lega foreldra, systur og aðra ætt- ingja. Sigríður A. Jónsdóttir Þegar góður vinur feílur frá langt fyrir aldur fram finnur maður betur en ella hversu erfitt það er að skilja rök og tilgang tilverunnar. Hin fomu latnesku orð „Memento mori“ — mundu að þú átt að deyja — hafa því leitað einkennilega sterkt á huga minn síðan ég frétti andját vinar míns, Gunnars Eyþórs Ár- sælssonar, hinn 7. september síðastliðinn. Með þessum fátæklegu orðum langar mig til að kveðja hann hinstu kveðju um leið og ég þakka for- sjóninni fyrir að hafa átt þess kost að verða honum samferða hluta af lífsleiðinni. Við Gunni urðum málkunnugir á sjöunda áratugnum, er við báðir vorum að stíga okkar fyrstu spor á dægurtónlistarbrautinni, þegar bítlaævintýrið var í hámarki. Náin vinátta með okkur tókst þó ekki fyrr en nokkrum árum seinna. Við hittumst þá fyrir tilviljun og talið barst auðvitað að sameiginlegu áhugamáli okkar, tónlistinni. Eg hafði þá ekki snert hljóðfæri í mörg ár og átti satt að segja ekki von á að taka aftur upp þráðinn í þeim efnum. Samtali okkar lauk þó með því að við ákváðum að stofna hljóm- sveit og daginn eftir var Gunni búinn að ná saman þremur í viðbót og útvega æfíngahúsnæði. Þetta var upphafið að Dansbandinu, sem starfaði við ágætan orðstír á næstu árum,' lengst af í veitingahúsinu Þórscafé. Gunni átti dijúgan þátt í að móta þá stefnu sem Dansbandið tileinkaði sér og hafði að vissu leyti sérstöðu á þeim tíma. Gunni var allra manna þægileg- astur í umgegni og ósjaldan kom það í hans hlut að setja niður ágreining, sem óhjákvæmilega kemur upp í svo náinni og við- kvæmri samvinnu sem spila- mennskan er. Á slíkum stundum komu mannkostir hans best í ljós því hann bjó yfir þeim eiginleikum að láta fátt koma sér úr jafnvægi. Að öllu jöfnu var samkomulag okk- ar félaganna þó með besta móti og minnist ég þessara samverustunda með gleði og þakklæti. Um leið og ég kveð Gunna hinstu kveðju votta ég aðstandendum hans samúð mína. Minningin um góðan dreng lifir. Sveinn Guðjónsson Jæja, þá er haustið komið en samt er veðrið eins og best verður á kosið, sólskin og blankalogn, góð- ur dagur til að lifa. Þannig var dagurinn í gær líka, en eru ekki bara allir dagar góðir til að lifa? Það er nú einni sinni lífíð sem er. Ástæðan fyrir þessu tali okkar um lífið er sú að vinur okkar Gunni er farinn yfír móðuna miklu eins og sagt er, en er það nokkuð annað en lífið í annarri mynd? Jú, Gunni lífir, ekki bara í hjörtum okkar og huga sem þekktum hann, heldur einnig í eilífðinni. Söknuðurinn eftir félagann er til staðar en gleðin yfir að þjáningum hans hefur linnt og vissan um betri líðan nú hlýtur að vera hinum tilfinningunum yfir- sterkari. Eftir höldum við minning- unni í hjarta um þann Gunna, sem við þekktum. Þegar við heimsóttum Gunna á sjúkrahúsið fundum við vanmátt okkar gagnvart þessum sjúkdómi sem krabbameinið er, en reyndum þó að veita honum þann styrk sem við gátum sem og fjölskylda hans og aðrir vinir gerðu allt til síðasta dags. Nú getum við sent honum bænir okkar og jákvæðar hugsanir þar til við sjáumst á ný. Veri hann kært kvaddur þangað til. Viddi og Gunna Gústi og Begga *UTSALA*UTSALA*UTSALA* ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR BMX HJÓL 20“ FRÁ..................................KR. 5.900,- BMX FREESTYLE KR. 15.900.......................(ÁÐUR 23.900) BMX HJÓL12" KR. 2.990...........................(ÁÐUR 4.880) BMX GALLAR KR. 1.990............................(ÁÐUR 2.970) BMX BOLIR KR. 290................................(ÁÐUR490) BMX ÚLPUR KR. 1.400.............................(ÁÐUR 2.480) BMX HJÓLKOPPAR KR. 240...........................(ÁÐUR 484) BARNAHJÓL 20-24“ MEÐ GlRUM KR. 4.900.......(ÁÐUR 12.400) BARNAHJÓL 20-24“ ÁN GlRA KR. 4.900.........(ÁÐUR 12.400) FJÖLSKYLDUHJÓL 20" 2 GlRA KR. 8.900........(ÁÐUR 13.760) FJÖLSKYLDUHJÓL 24“ 3 GlRA KR. 11.900.......(ÁÐUR 20.300) KVENHJÓL 26“ 3 GlRA KR. 9.900..............(ÁÐUR 15.800) HJÓLABRETTI VERÐFRÁKR.600.. ......(ÁÐUR940) KÆLIBOXIBÍLINN, BÁTINN EÐA HJÓL- HÝSIÐ 12 VOLT FYRIR KVEIKJARA. VERÐ KR. 11.000........(ÁÐUR 14.600) 10% AFSLÁTTUR AFÖLLUM VÖRUM ‘SENDUMÍ PÓSTKRÖFU ‘KREDITKORTA- ÞJÓNUSTA QÚMMÍBÁTAR MES MÖTOR. 1- 2 MANNA KR. 8.300...............(ÁÐUR 11.900) 2- 3 MANNA KR. 9.900...............(ÁÐUR 14.600) INNIFAUO i VERDI: GÚMMÍBÁTUR, RAFMÓTOR, RAF- GEYMIR, HLEÐSLUTÆKI, ÁRAR OG PUMPA. Armúla40 Sím135320 Æv Verslunin \|/ yVMRKlÐ. Kjörbók Landsbankans ** Landsbankl Fyrirmynd annarra bóka. - íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.