Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.09.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1988 ' A “ HMARK HLUTABREFAMARKAÐURINN HF Höfum í umboðssölu hlutabréf í SKELJUNGIHF. Óskað er eftir kauptilboðum. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF. Armúla 7, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. HMARK-afgreiösla, Skólavörðustíg 12, Reykjavik. Sími 21677. ' Bolholti 6 Septembernámskeiðin voru fullsetin. Innrrtun hafin á öll nám- skeið, sem hefjast 3. okt. • Litgreining — 5 í hóp. • Stutt snyrtinámskeið - 5 í hóp. • Almenn námskeið í snyrtingu, framkomu, sið- venjum, borðsiðum, göngu og mannlegum samskiptum. Ath! Þær sem eru á biðlista, hafið samband sem fyrst. Innritun í símum 687580 og 687480 frá kl. 16-19. Unnur Arngrímsdóttir, sími 36141. j DULUX EL frá OSRAM 7 w = 40 W 11 W = 60 W 15 W = 75 W 20 W = 100 W - 80% orkusparnaður - 6 föld ending - E 27 Fatning Fæst í öllum hclstu raftækjaverslunum og kaupfélögum landsins. Heildsölubirgðir. JÓHANN ÓLAFSS0N & C0.HF. 43 Sundaborg 13-104 Reykjavík - Sími 688 588 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir PÉTUR PÉTURSSON Gyðingar viðurkenna morðið á Folke Bernadotte greifa Það er ákveðinn yómi yfir nafiiinu Folke Bernadotte greifi hér í Svíþjóð og ekki síður í nágrannalöndunum Danmörku og Nor- egi. Hann er einn í röð sænskra stjórnmála og embættismanna sem hafa látið sig alþjóðamál miklu skipta og lagt sitt lóð á vogar- skálina fyrir frið og mannúð í heiminum. Nafii hans er nefiit um leið og minnst er á Dag Hammerskjöld, Roul Wallenberg og Olof Palme. Einkum er hann þekktur fyrir framtak sitt sem yfirmað- ur sænska Rauða krossins í stríðslok 1945, en þá átti hann frum- kvæðið að því að senda hvítu strætisvagnana svonefiidu með þjúk- runarfólk til að sækja danska og norska fanga úr fangabúðum nasista og flytja þá heim. Eftir vandasama samninga við Himml- er og Ribbentrop gat leiðangurinn bjargað um 30.000 manns úr þessum fangabúðum en fæstir áttu þaðan afturkvæmt eins og kunnugt er. Folke Bemadotte var náskyld- ur sænsku konungsQölskyl- dunni. Hann var myrtur í Jerúsal- em 17. september 1948 ásamt frönskum aðstoðarmanni sínum. Hann var þá aðalsáttasemjari Sameinuðu þjóðanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Það var aldrei að fullu upplýst hverjir frömdu morð- ið og ýmsar kenningar og hug- myndir sagnfræðinga og blaða- manna hafa verið á lofti varðandi þetta mál. En nú nákvæmlega fjörutíu árum seinna komu tveir af morð- ingjunum fram í sjónvarpi og í viðtali við blaðamann lýstu þeir því hvemig morðið var skipulagt og ástæðunum fyrir því. Sá sem nú lýsti morðinu á hendur sér og þremur félögum sínUm, en tveir þeirra eru nú látnir, án þess að sýna nokkur merki iðrunar, er 71 árs gamall gyðingur, Yehoshua Zelter að nafni. Morðið var skipu- lagt af hryðjuverkasamtökum gyðinga, Stemsamtökunum, sem börðust gegn því að samið væri við araba m.a. um að afhenda hertekin svæði sem her ísrael, hafði náð á sitt vald í stríðinu sem braust út um leið og gyðingar höfðu lýst ísrael sjálfstætt ríki. Hryðjuverkasamtök þessi höfðu það markmið að tryggja öryggi Israels og leiðtogum þeirra fannst Bemadotte ógna tilveru þess með friðaráformum sínum. Þeir full- yrtu að hann væri á mála hjá bresku leyniþjónustunni, en Bret- ar höfðu þá meira eða minna snú- ist á sveif með þeim sem vildu koma í veg fyrir, að sterkt sjálf- stætt ríki gyðinga risi fyrir botni Miðjarðarhæfs og beittu sér fyrir harkalegum takmörkunum á inn- flutningi gyðinga til Palestínu, meðan þeir höfðu eftirlit með landsvæðum þar. Háttsettir vissu Yehoshua var yfírmaður deiidar þessara samtaka í Jerúsalem og þá opinbem yfirlýsingu og afsök- unarbeiðni sem yfirvöld ísraels hefðu látið frá sér fara skömmu eftir morðið þar sem það var harmað sem gerst hafði. Morðið hafði það í för með sér á sínum tíma að þáverandi forsætisráð- herra David Ben-Gurion beitti sér fyrir því að Stemsamtökin voru bönnuð og leyst upp og nokkrir leiðtogar þeirra vom teknir hönd- um. Morðið var líka til þess að nokkur ár liðu þangað til Svíar viðurkenndu sjálfstæði Israels. Hefur jafnan loðað við jietta mál sá grunur að yfirvöld í Israel hafi ekki gert allt sem í þeirra valdi stóð til að komast að því hveijir stóðu á bak við morðið og sá grun- ur hefur nú fengið byr undir báða vængi. Höfundur er fréttaritarí Morg- unblaðsins íLundi. sá um framkvæmdina, en ákvörð- unin um að ryðja Bemadotte úr vegi var tekin í aðalstöðvum sam- takanna og þar var enginn annar í forsvari en Yitzak Shamir sem er núverandi forsætisráðherra landsins. Ekki ber tilræðismönn- um saman um, hvort Shamir hafí verið með á þeim fundi þar sem ákvörðunin var tekin en ljóst þyk- ir að hann hafi verið í vitorði, eða að minnsta kosti vitað hvað til stóð. Þá hefur einnig komið fram að liðsforingi einn í herliði Israels sem var í fylgd Bemadottes þegar hann var myrtur þekkti a.m.k. einn tilræðismannanna og sagði yfirmanni sínum Moshe Dayan frá því, sem þá var yfirmaður her- deildar þeirrar er hafði Jerúsalem á valdi sínu. Dayan valdi hins vegar þann kostinn að láta eins og hann hefði aldrei fengið að vita hveijir myrtu Bemadotte. Þessar uppljóstranir hafa því vak- ið athygli bæði í ísrael og í Svíþjóð og gætu haft alvarlegar afleiðing- ar fyrir sambúð ríkjanna, en hún hefur upp á síðkastið ekki verið sem best vegna gagnrýni Svía á meðferð ísraelshers á Palestínu- mönnum á herteknu svæðunum. Af hveiju einmitt nú? Yehoshua sagði í viðtalinu að um hefði verið að ræða aftöku en ekki morð. Tilganginn með því að taka þetta mál upp nú sagði hann vera að minna á og undir- strika, að gyðingar ráði sjálfir örlögum sínum og síns ríkis. Hann sagðist mundu endurtaka slíka aftöku ef með þyrfti. Hann sagði ennfremur að nú væri svipað ástand og fyrir ijörutíu árum því hugmyndir væru á lofti um að Sameinuðu þjóðimar tækju sér umsjón með herteknu svæðunum og æ fleiri væra nú tilbúnir að taka tillit til krafna araba um landsvæði sem gyðingar væra búnir að helga sér. Talið er að Yehoshua og félag- Yehoshua Zetler Folke Bemadotte ar hans, sem era öfgasinnar og lifa enn í andrúmslofti heimsstyij- aldarinnar og undirróðurstarfsemi stríðsins við araba, vilji með þess- um uppljóstranum nú minna for- sætisráðherrann á „fomar dyggð- ir“. í þeirra augum er hann nán- ast svikari við málstað ísraels vegna þess að hann hefur skipt um baráttuaðferðir fyrir réttind- umísraeisríkis. En þessi uppá- koma gæti komið honum iíla í kosningunum í ísrael í byrjun nóvember. Shamir þegir Shamir hefur algjörlega neitað að láta nokkuð frá sér fara um þetta mál og ríkisstjóm hans hef- ur ekkert sagt um málið. Sænska ríkisstjómin telur þetta óviðeig- andi og utanríkisráðuneytið kall- aði til sín sendiherra ísraels í Svíþjóð. Honum var tjáð að sænska stjómin væri undrandi og sár yfir því að þessar uppljóstran- ir kæmu fram án þess að ísraelsk yfirvöld brygðust við á einhvem hátt. Sendiherrann sagðist ekkert hafa um málið að segja annað en JJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.