Morgunblaðið - 24.09.1988, Page 19
"MORGUNSlSÐIÐ, IAtJGÁKbÁÖUR' 24.' §ÉPTÉMBÉÍTÍ988
ar
19
200 ára afmælis Bjöms
Gunnlaugssonar minnst
Fundur í Norræna húsinu á sunnudag
Vísindafélag íslendinga gengst fyrir almennum fundi í Norræna
húsinu sunnudaginn 25. september, til að minnast þess að þann
dag eru liðin 200 ár frá fæðingu Björns Gunnlaugssonar, stærð-
fræðings og landmælingamanns. Á fundinum sem hefst kl. 14.00
verða fluttir fimm stuttir fyrirlestrar um ævi Björns og störf.
Bjöm Gunnlaiigsson fæddist á
Tannastöðum við Hrútafjörð 25.
september 1788. Á unga aldri
komu í ljós hjá honum eiginleikar
sem þóttu vænlegri til lærdóm-
siðkana en líkamlegrar vinnu og
var honum komið í læri til prests
í átthögum sínum. Tvítugur lauk
hann stúdentsprófi hjá Geir
Vídalín biskupi. Á árunum eftir
stúdentspróf kynntist hann
dönskum liðsforingjum sem voru
hér við land- eða strandmælingar
og mun margt hafa af þeim lært
sem kom sér vel fyrir hann síðar.
Napóleonsstríðin og lítil fjárráð
urðu til þess að Bjöm hélt ekki
utan til háskólanáms fyrr en
1817. Hann lauk tilskildum inn-
tökuprófum við Hafnarháskóla,
en hér heima varð hann þjóðkunn-
ur fyrir að vinna tvívegis til verð-
launa fyrir úrlausn stærðfræði-
legra viðfangsefna. Að námi lo
knu vann hann um skeið hjá virt-
um stjömufræðingi í Holtseta-
landi. Heim kom hann vorið 1822
og var þá skipaður þriðji kennari
við Bessastaðaskóla. Hann bjó í
Sviðholti á Álftanesámnum, en
1846 fluttist hann með skólanum
til Reylgavíkur. Yfirkennari varð
hann 1851, en fékk lausn frá
störfum 1862.
Sumurin 1831 — 1843 fór hann
víða um land og vann að fullkomn-
ara og betra Islandskorti en áður
var til, en studdist jafnframt við
margra ára starf dönsku og
norsku liðsforingjanna sem hér
höfðu unnið við strandmælingar.
Hann lauk því starfi með heiðri
og sóma og var íslandskort hans
gefið út árið 1844.
Auk kennslu og kortagerðar
fékkst Bjöm töluvert við ritstörf.
Hann íjallaði þá einkum um þau
fræði sem hann var handgengn-
astur og skrifaði bæði í íslensk
og erlend blöð og tímarit. Þá naut
hann lengi vinsælda fyrir allsér-
stætt rit í bundnu máli: „Njóla,
eður auðveld skoðun himinsins,
með þar af fljótandi hugleiðingum
um hátign guðs og alheimsáfor-
mið, eða hans tilgang með heimin-
um.“ Njóla kom þrívegis út á
nítjándu öld, fyrst 1842.
Bjöm var tvíkvæntur, hinum
ágætustu konum. í fyrra hjóna-
bandi átti hann eina dóttur, Ól-
öfu, sem giftist Jens rektor Sig-
urðssyni, bróður Jóns forseta, og
eru margir niðjar og mætir frá
þeim komnir.
Á fundi Vísindafélagsins á
sunnudag mun Bergsteinn Jóns-
son flytja fyrirlestur um ævi og
störf Bjöms Gunnlaugssonar,
Ottó Bjömsson talar um tölvísi
Bjöms, Gunnar Harðarson flytur
fyrirlestur sem hann nefnir Njóla
og íslensk heimspekit Haraldur
Sigurðsson fjallar um íslandskort
Bjöms og Ágúst Guðmundsson
um landmælingar Bjöms og
kortagerð. Auk þess verður í
tengslum við fundinn sýning á
tækjum Bjöms í fundarsal Nor-
ræna hússins.
Landmælingar ríkisins munu
einnig minnast afmælis Bjöms
Gunnlaugssonar og gefa ísiands-
kort hans út að nýju.
Vísindafélag Islendinga var
stofnað 1. desember 1918. Frum-
kvæði að stofnun félagsins áttu
Ágúst H. Bjamason prófessor og
Sigurður Nordal prófessor, en
stofnfundinn sátu tíu kennarar
við Háskóla íslands. Markmið fé-
lagsins er að styðja vísindalega
Björn Gunnlaugsson
startsemi, bæði með því að halda
fundi þar sem fyrirlestrar eru
haldnir og umræður hafðar um
efni er að vísindum lúta og með
því að gefa út rit og ritgerðir um
vísindalegar rannsóknir. Félagið
hefur frá upphafi gefið út fjölda
bóka og ritgerða, síðast Petro-
logy, Mineralogy and Evolution
of the Jan Mayen Magma System,
eftir Pál Imsland, 1984 og Móður-
málið, Qórtán ritgerðir um vanda
íslenskrar tungu á vomm dögum,
1987. Væntanlegar eru frá
Vísindafélaginu bækumar Hydro-
logy of Ice Caps in Volcanic Regi-
ons, eftir Helga Bjömsson, þar
sem birtar eru niðurstöður margra
ára rannsókna Helga á landslagi
undir jöklum og Ráðstefnurit II,
sem inniheldur erindi sem flutt
voru á ráðstefnu félagsins vorið
1987 um gmnnrannsóknir á .ís-
landi.
S5»*- '
IZnúumheW*
a »«ííSSX'*75
o\ 25-30 stk. pástó','^L-
Hansfla
Kiður núna
XJpp *vor
Kæktun teust'“^ „iður að
veld. t* * p að vori
hausti °S aií AlUr geta
pannigP^ý1 % tfy\ípönum,
ursk^í^nogétsl
pásksl'')um. ^austiauka.
íieiri '®8und ^6K gott drval
EigUmuutom eius og i6'a"ý'
ary'KS’ “Í /staanum
Fagmena a su*
gjla dagn.
I ©ÍIM
Gróðurhúsinu v/Sigtún Sími: 68 90 70