Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 1
 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 BLAÐ Viðtal við Þórunni Kvaran, dóttur Hannesar Hafstein VIÐTAL: ELÍN PÁLMADÓTTIR Myndirnar á veggjum í lítilli stofu í húsi vestur á Grímshaga vekja áhuga gestsins meðan húsfreyjan sækir svaladrykk fram í eldhús, grannvaxin, gráhærð kona, býsna hvatleg í hreyfingum og glampi í augum. Stærsta myndin teikning af Hannesi Hafstein, skáldi og okkar fyrsta ráðherra, eftir Kristínu Jónsdóttur og rétt hjá ljósmynd af Ragnheiði Hafstein í skautbúningi. Enda er húsráðandi, Þórunn Kvaran, dóttir þeirra hjóna, næstelst átta bama þeirra sem upp komust. Það fer ekki á milli mála, konan sem tekið hefur á móti gesti sínum í dyrum og kemur nú inn aftur og býður sígarettu, er orðin 93ja ára gömul, fædd 19. október 1895. Ogþar byrjum við samtalið, sem hún hefur loks eftir nokkrar tilraunir undanfarin ár fallist á, með þeim orðum að lítið sé upp úr sér að hafa og það sé svosem ekki komið á prent þótt litið sé inn til hennar. Eg hefi það á tilfinningunni að hún búist allt eins við því að úr þessu verði ekki annað en þetta notalega spjall eina síðdegisstund. Ragnheiður dóttir hennar lítur niður til okkar. Hún hefur búið ásamt tengdasyninum Sigurði Hafstað á hæðinni fyrir ofan, síðan hann hætti skyldustörfum í utanríkisþjónustunni og þau fluttu heim fyrir fáum árum, og nýtur Þórunn mjög góðrar aðhlynningar þeirra, segir hún. En þegar haft er orð á því að þarna á Grímsstaðaholtinu sé góður staður í borginni með ágætu útsýni, er Þórunn ekki á sama máli. Hún hefnr aldrei Vesturbæingur verið, segir hún. Bjó alla sína ævi í Austurbæ. Þórunn var ekki nema hálfs árs gömul þegar Hann- es Hafstein varð sýslumaður og fjöl- skyldan flutti til ísafjarðar og ekki nema átta ára þeg- ar hann varð ráðherra og þau fóru þaðan í ársbyrjun 1904. En hún man eftir ýmsum atvikum á ísafírði þá og síðar, því hún kom þar oft á sumrin næstu árin til Áma Jónsson- ar og Fríðu í Neðsta kaupstað. Man eftir glöðum leikjum barnanna, veiðum af bryggju og jakahlaupum á pollinum. A ísafjarðarárunum misstu Hannes og Ragnheiður tvö elstu böm sín, Kristjönu og Sigurð. „Ástríður var elst af þeim sem lifðu og svo kom ég. Við komum sjö stelpur í röð og lengi kallaðar „De syv skuffelser". Áreiðanlega hefur átt að fæðast strákur í hvert skipti, sem ekki varð fyrr en löngu seinna,- þegar Sigurður fæddist hálfu ári áður en mamma dó,“ segir Þómnn. „Fyrir okkur urðu það mikil við- brigði að koma til Reykjavíkur. Okkur þótti svo gaman á Isafirði. Mér leiddist óskaplega. Við bjugg- um fyrst á miðhæðinni í Ingólfs- hvoli, á hominu þar sem Lands- bankinn er núna, en Zimsen bjó uppi. Þarna var alltaf mikill gesta- gangur. Ólíkt því sem nú er hjá ráðherrum, því mamma þurfti alltaf að hugsa sjálf um matinn og koma úr eldhúsinu til gestanna. Við vor- um auðvitað of ungar til að vera þar með. En ef ekkert var um að vera, áttum við oft stund með pabba þegar hann kom heim. Hann spilaði við okkur og ég man sérstaklega eftir því þegar verið var að búa til skraut á jólatréð, körfur og net til að setja eitthvað í og marsipan- karla fyrir jólin. Pabbi tók alltaf þátt í þvíl En á kvöldin fengu pabbi og mamma alltaf frið. Við voram látnar bjóða góða nótt og svo sátu þau og ræddu saman á kvöldin. Hjá okkur vora lengi sömu stúlk- umar. Og svo var hjá okkur Þór- unn, systurdóttir pabba, sem kom snemma til okkar. Og amma Sigríð- ur, sem kom til okkar 1896 þegar hún varð ekkja og var sérstaklega mikið með Sigríði nöfnu sína, sem kom næst á eftir mér. Amma Sigríð- ur prjónaði og spann fyrir heimilið." Þórann segir mér að seinna hafi báðar ömmur hennar verið á heimil- inu. Kristjana móðir Hannesar flutti til þeirra 1910, af heimili tengda- sonar síns, Lárusar H. Bjarnasonar, sem hlýtur að hafa verið erfitt fyr- ir hana, þar eð hann varð skömmu síðar einn af hatrömmustu pólitísk- um andstæðingum Hannesar. „Það var skömmu eftir að mamma dó Þórunn Kvaran í stofu sinni. Á veggnum er myndin af föður hennar, Hannesi Hafstein. SJÁ BLS. 2. 5 Márgdhbiaðia/Áml Saeherg i,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.