Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 B 3 Prestskona í Vesturheimi við vorum litlar og bunaði upp úr honum: Fósturlandsins Freyja fríð og yndisleg Flýttu þér á fætur Frúkost eta ber Aðrar átta dætur Eigðu svo með mér. Ég sjálf? Nei, ég hefi ekki erft neitt af skáldagáfunni. Þegar ég var að búa mig undir gagnfræða- próf varð kennaranum, Sigurði Thoroddsen, að orði eftir að hafa lesið ritgerðina mína: Það er ekki á að sjá að hún sé skáldadóttir þessi!" Þórunn fór 1918 til Danmerkur með Hannesi Hafstein veikum. „Já, við fórum út fyrir jólin. Pabbi var þá mjög veikur. Ég var ekki ánægð með lækninn sem við vorum send til. En fékk ekki að skipta um lækni. Svo við komum bara heim. Eftir það fór hann aldrei í vinnu og dó 1922. Þá var ég gift og far- in til Kanada." Þórunn giftist á árinu 1919 Ragnari E. Kvaran, syni Einars Hjörleifssonar Kvaran. Þarna urðu forvitnileg tengsl, sem ég stenst ekki freistinguna að spyija Þórunni um. Því Einar H. Kvaran hafði skipað sér í flokk andstæðinga Hannesar Hafstein og beitti sér af hörku í ræðu og riti gegn honum og hans málstað í sambandsmálinu og símamálinu. En Þórunn segir að óvild þeirra á milli hafi þá verið liðin hjá, því faðir hennar hafi eftir að hann missti konu sína eitthvað farið að sækja fundi hjá Sálarrannsóknafélaginu, sem var hjartans mál Einars. En Hannes var samt ekkert ánægður með að hún ætlaði að giftast Ragnari E. Kvaran, en af öðrum ástæðum. „M.a. af því að Ragnar hafði 1916 átt bam með annarri konu. Jú, jú, ég vissi það, því Ragnar sagði mér það sjálfur. En það var öðru vísi litið á slíkt þá,“ segir Þórunn. Ragnar hafði verið tveimur árum á undan Þórunni í Menntaskólanum og hann var við nám í guðfræði í Háskólanum þegar þau fóru að draga sig saman á dansæfingum hjá frú Stefaníu Guðmundsdóttur í Bárunni, og hann lauk guðfræðiprófi vorið 1917. Hann var bankaritari í Reykjavík þegar þau giftu sig, en 1922 gerðist hann prestur vestanhafs og þau fluttu til Kanada. „Unítarasöfnuður íslendinga og hluti af lúterska söfnuðinum höfðu slegið sig saman og séra Rögnvaldur Pétursson vildi fá fijálslyndan prest vestur,“ segir Þórunn. „Það var afskaplega gott að koma vestur. Við vorum fyrst í Winnipeg, en Ragnar tók svo við af séra Rögnvaldi sem „field secretaire", eins og það var kallað. Eftir það bjuggum við í Árborg og hann þjónaði þremur kirkjum. Vestan hafs skiptust íslendingar mjög ákveðið í hópa eftir trúarbrögðum. En ég átti þó góða vini í lúterska söfnuðinum. Þama var óskapleg þröngsýni. í giftingarveislu var eitt sinn farið að tala um reykingar kvenna og ég kvaðst hafa reykt heima, en hefði hætt því þegar ég kom vestur. Safnaðarkona tók mig tali og bað mig um að láta þetta aldrei heyrast. í þeirra augum var sú kona sem reykti bæði lauslát og drykkfelld." Það er auðheyrt að Þómnn hefur gaman af þessu, enda byijaði hún aftur að reykja heima á Islandi „og reyki enn, get ekki látið það vera. Þó ekki mikið, svona 6-7 sigarettur á dag,“ segir hún. Þórunn og Ragnar fóm með tvö böm sín, Ragnheiði og Einar, vestur um haf, en yngsta dóttirin, Matthildur, fæddist þar 1923. „Pabbi dó 13. desember og þetta . átti að verða strákur, en svo fæddist stelpa 13. janúar," segir hún. „Það átti að ala bömin upp sem íslendinga og þá dugði ekki að þau væra erlendis, svo við fluttum heim 1933. En svo fór þó að þau hafa minnst verið á íslandi. Matthildur giftist Jóni Bjömssyni í Minneapolis í Bandaríkjunum og býr þar. Einar var hér samtals aðeins 17 ár, hann er verkfræðingur og starfaði erlendis hjá FAO. Og Ragnheiður Telpur tóku á móti Friðriki VIII konungi við við kaffihúsið Norðurpólinn þegar konungsfylgdin kom í bæinn úr ferðinni til Gullfoss og Geysis sumarið 1907. Þar á meðal Þórunn Hafstein og systur hennar. Þær voru i hvítum matrósakjólum með stráhatta. hefur ekki búið nema 20 ár ævi sinnar á íslandi. Maðurinn hennar, Sigurður Hafstað, hefur verið f sendiráðum íslands erlendis. Ég var Íiví ein í minni fjölskyldu búandi á slandi í 25 ár.“ Fyrsti landkynnirinn Eiginmaður Þómnnar, Ragnar E. Kvaran, varð eftir heimkomuna það sem stundum var kallað landkynnir, enda sá fyrsti sem það starf hafði á hendi. „Ferðaskrifstofa íslands var nýstofnuð og starfíð var í þvf fólgið að kynna Island út á við. Það var gert með greinaskrifum og þó aðallega gegn um síma. Til dæmis fór hann alltaf niður á Landsímastöð á sunnudögum og flutti erindi sem sent var um útvarpið með stuttbylgjum til Bretlands. Ragnheiður dóttir okkar fór oft með honum og las með honum efnið. Þetta var fyrsti vísir að skipulagðri landkynningu hér. En Ragnar lést 1939, aðeins 43 ára að aldri.“ „Fljótlega eftir að Ragnar dó fór ég að vinna á þafnarskrifstofunni í Reykjavík. Ég hafði auðvitað ekkert til að lifa á, átti ekkert nema 5.000 króna líftryggingu. Minn elskulegi skólabróðir Niels Dungal fór nærri um það og hringdi fyrstur allra og bauð mér eða mínum bömum vinnu hjá sér. Matthildur bauðst til að hætta í menntaskóla og fór að vinna hjá honum. Og ég fór svo á hafnarskrifstofuna og vann þar í 26 ár með einstaklega góðu fólki. Ég er fegin að ég fór þangað, því þar komst ég á eftirlaun, sem ekki hefði orðið í öðm starfi sem mér stóð til boða. Nú og eftir það fór ég að heimsækja Ragnheiði og Sigurð í Noregi og í heimsókn til Einars og fjölskyldu hans á Möltu.“ Nú er Þómnn orðin ein eftir af stómm bamahópi Hannesar og Ragnheiðar Hafstein. „Okkur systmnum kom alltaf ákaflega vel saman, þótt okkar pólitísku skoðanir væm ekki alltaf þær sömu. Ég var fijálsiyndust af þeim. Ragnar var langt til vinstri og maður fylgdi alltaf með. En það hafði engin áhrif á samkomulagið. Ég man eftir því að Ragnar var einu sinni að flytja erindi fyrir Alþýðuflokkinn í Iðnó. Geir Thorsteinsson mágur minn lét sig hafa það að fara að hlusta á hann, sagði að maður færi þó að hlusta á mág sinn. Hann var svo mikill gentilmaður," segir Þómnn og bætir því við að svo hafi hún aðallega kosið Sjálfstæðisflokkinn seinni árin. Spjallið við Þómnni Hafstein Kvaran er orðið langt, en ekki er þreytumerki á henni að sjá. Þessi kona hefur þó lifað íslandssöguna og fundið nálægð hennar með öllum sínum blæbrigðum og breytingum frá því áður en íslendingar fengu heimastjórn og sinn fyrsta ráðherra. Sendum í Kreditkortaþjónusta Dartpílur 3 stk. frá kr. 178 Dartspjöld verð frá kr. 430 Dartspjöld keppnis, Bristle, kr. 2.190 Borðtenniskúlur Borðtennisspaðar Borðtennisborð, verð frá kr. 7.505 stgr. Borðtennisborð á hjólum, verð frá kr. 11.970 stgr. Billiardborð 2 fet kr. 2.140 Billiardborð 3 fet kr. 2.750 Billiardborð 4fet kr. 4.320 Billiardborð 4,5 fet kr. 10.640 stgr. Billiardborð 5fet kr. 10.300 stgr. Billiardborð 6 fet kr. 18.810stgr. Billiardborð 7fet kr. 30.305 stgr. Armúla 40 Simi 35320 rerslunin iniliUtl. MRHENHIS. PtmUT Láttu þér ekki leiðast í skammdeginu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.