Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 Þeim sem telja sig þekkja ketti ógnar slíkt taí, benda á að menn megi ekki rugla saman vanþakk- læti og löngun til sjálfstæðis. Kött- urinn leitist jafnan við að halda sjálfstæði sínu. Slíkt þyki afleitt þegar köttur á í hlut en manndóms- merki þegar maður eigi hlut að máli. Þó kötturinn sé yfirleitt engin undirlægja er merkilegt að sjá hvemig afkomendur trylltra villi- katta láta sér sæma að liggja í kjöltu manna og láta stijúka sér. Þama kemur fram aldalöng tamn- ing. Þeir em þó til sem segja að kettir bindist stöðum fremur en fólki og leggi því stundum mikið á sig til þess að leita uppi fyrri bú- staði. Aðrir telja það athyglisverða staðreynd að kettir virðist eiga hægara með að mynda vináttusam- band við menn en aðra ketti. Þess em þó vissulega dæmi að tveir kett- ir hafa orðið mjög nánir vinir. Það er talað um að kettir hafí níu líf, sem bendir til þess að kett- ir hafi jafnan þótt hraustar skepnur sem fátt vfli fyrir sér. Helga Finns- dóttir dýralæknir var spurð álits á þessari tilgátu. Hún kvaðst telja að kettir væm yfirleitt heilsugóðir nema að eitthvað sérstakt kæmi uppá, svo sem slagsmál eða slys- farir, en fæstir þeirra lykju þó lífinu á eðiilegan hátt. Afar mörgum kött- um er Iógað. Meðalaldur katta sagði Helga vera 12 til 14 ár en kettir geta þó orðið um 20 ára. Elsti kött- ur sem sögur fara af hélt uppá 36 ára afmæli sitt í lok nóvember 1939 og dó daginn eftir. Sá köttur hét Puss og átti heima í héraðinu Dev- on á Englandi. Læðan Ma, sem varð 34 ára árið 1957, átti einnig heima í Devon. Elsti köttur sem Helga hefur séð var 18 ára. Hann var orðinn innfallinn og rýr eins og kettir verða þegar þeir verða gaml- ir. Aldraðir kettir sælast til að liggja mikið fyrir. Kettir fá vitaskuld sjúkdóma eins og önnur dýr. Algengast kvað Helga vera að kettir fái ígerð, t.d. eftir slagsmál. Fá þeir þá oft bólgna loppu og fleira þ.h. Einnig er al- gengt að kettir fái eymamaur, sem veldur þeim kláða og óþægindum í eyrum. Háskalegast er þó kattafár sem er vírussjúkdómur sem leggst á meltingarfæri katta og veldur háum hita, miklum uppköstum og niðurgangi. Yfir 60 prósent katta drepast sem fá þetta og heijar fár- ið einkum á unga ketti. Hægt er að bólusetja við kattafári og einnig kattaflensu sem leggst á öndunar- færi katta og er þeim hættuleg. Einstaka kettir fá krabbamein og gangast jafnvel stundum undir að- gerðir vegna þess. Lang algengustu aðgerðimar sem kettir gangast undir em þó ófrjósemisaðgerðir. Enda eru kattaeigendur eindregið hvattir til þess að láta vana ketti Samfélag katta Okkur, sem rekum sjónvarp, gefum út blöð, byggjum raðhús, blokkir og ráðhús, svo eitthvað sé nefnt af því sem er að gerast í þjóðfélaginu, fmnst kannski ótrúlegt að við hlið þessa umsvifamikla samfélags okkar þrífist annað, þar sem lögmálin eru ekki síður ströng en hjá okkur. Það má þó með nokkrum rétti segja að þannig sé því háttað. í þessu hliðarsamfélagi er tilveran oft í hæsta máta blóðug og fórnardýrin þurfa ekki að kemba hærumar. Þar er neytt aflsmunar í enn ríkari mæli en hjá okkur. Samfélaga katta lýtur í ýmsu öðrum lögmálum en sam- félag manna. En það er ekki nýtt í íslandssögunni að þessi sam- félög þrífíst hlið við hlið. Kötturinn kom hingað ekki síðar en um 1100 og hér hefur hann verið síðan og Iengstum þótt ómissandi til að halda rottum og músum frá mannabú- stöðum. Þó köttunum sé þannig ætlað blóðugt hlutskipti þá hafa þeir notið þess að vera þrifalegir og þess vegna fengið að dvelja inni í híbýlum manna. Svo mjög hefur mönnum þótt til um hreinlæti katta að þegar lýsa á verulega þrifnu fólki þá er talað um að það sé katt- þrifíð. Venjulega telja menn sig vita allt sem máli skiptir um heimilis- köttinn sinn. En þegar nánar er að gáð þá lifa kettir álíka dularfullu lífi og dr. Jekyll sem ummyndaðist á nóttunni í hinn hræðilega mr. Hyde og hrærðist þá í mjög skugga- legri tilveru. Það er kannski eins gott fyrir hvursdagslega kattaeig- endur að vita ekki hvað fram fer þegar hið mjúka og malandi heimil- isdýr „skvettir úr klaufunum" þegar Iíða tekur að nóttu. Kettir vilja helst lúra og hafa hægt um sig á daginn en á kvöldin og nóttunni þjóna þeir lund sinni. Kettir eru einfarar og hafa til- hneigingu til þess að helga sér land. Borgarkettir eru sífellt að eigna sér land með því að spræna hingað og þangað. En illu heilli eru þeir oft Íokaðir inni og geta því ekki fylgt eftir eignarhaldi sínu og mega stundum bíta í það súra epli að horfa á aðra ketti spræna á þeirra landsvæði eins og ekkert sé. Varla getur þeim fressketti heldur verið rótt sem innan við rósóttar eldhús- gardínur má horfa uppá þá svívirðu að annar fressköttur geri sér títt um þá læðu sem sá innilokaði hefur þegar helgað sér. Þetta getur vafa- laust enginn skilið til hlftar nema sá sem slíkt hefur mátt reyna. Gam- all og valdamikill fressköttur getur eignað sér allt að 1000 hektara svæði í sveit en auðvitað miklu minna í borgum. Ef tveir húskettir deila um yfírráð yfír landspildu þá ijúka þeir ekki strax saman heldur horfa venjulega glóandi glymum hver á annan þar til annar „fer á taugum" og hefur sig á brott. Ger- ist það ekki beijast þeir stundum þar til yfir lýkur. Næturlíf f samfélagi katta er tvíþætt. Annars vegar beijast þeir innbyrðis, annað hvort um svæði eða þá að fresskettir beijast um læður. Hins vegar þjóna þeir veiði- lund sinni og löngun sinni til ásta, þegar hún lætur á sér kræla. Það henni út. Mörgum finnst líka grimmilegt að henda illa leiknu dýri út í öskutunnu. Þetta er vand- ræðamál og eðli málsins vegna eru kettinum vanalega veittar þungar ákúrur fyrir þvílíka hegðun og dæmi eru til að hann sé lokaður inni í talsverðan tíma eftir slíkar veiðiferðir, eða jafnvel lógað. Skráð heimsmet katta í músaveiðum á læða að nafni Towser í eigu og þjón- ustu Glenturret-viskígerðarinnar í Skotlandi. Þann 25. apríl 1984 drap hún sína 23.029. mús. Margir tala með fyrirlitningu um ketti. Segja að þeir séu falskir og hreint engir vinir húsbænda sinna. fer nú raunar ekki fram hjá mönn- unum þegar kettir eru breima. Þá kveða við sársaukafull, kveinandi hljóð héðan og þaðan úr görðum. Svo hjartaskerandi geta þau hljóð elskendanna orðið að mönnum gangist hugur við, en öllu má of- bjóða. Gangi þessi söngur lengi er það segin saga að menn missa þol- inmæðina og fyrir kemur að hinir ástríðufullu vonbiðlar séu hraktir á brott með því að skvetta yfir þá vatni eða öðru sem handbært er og sitja þá ástmeyjamar eftir órólegar og illa haldnar. Forsjálir kattaeig- endur reyna að koma í veg fyrir að þetta ástand skapist á heimilinu með ófrjósemisaðgerðum eða fá fyrir læður sínar „pilluna" sem koma á í veg fyrir að læður verði breima og laði þannig að sér ást- sjúka fressketti. Villikettir veiða sér til matar en húskettir veiða sér til skemmtunar. Villikettir ráðast á bráð sína, drepa hana strax og éta hana á staðnum. Heimiliskettir læðast að bráð sinni, drepa hana ekki, heldur drösla henni fram og aftur þar til fómar- dýrið örmagnast af þreytu og deyr. Þá hefur kötturinn ekki lengur gaman af leiknum og kastar bráð- inni frá sér og ber ekki við að éta hana. Stundum færa heimiliskettir kettlingum sínum lifandi fugla eða mýs og þess eru mörg dæmi að kettir færi húsbændum sínum lif- andi bráð til þess að tjá þeim þakk- læti, að því er virðist. En líklegt er að fljótlega taki fyrir slíkan þakk- lætisvott. Flest fólk verður ókvæða við þegar heimiliskötturinn kemur dragandi með særðan fugl eða skottlanga mús inn í eldhús eða gang. Algert uppistand skapast stundum á heimilinu við slíka uppá- komu. Flestum tekur sárt til smá- fuglanna og ekki nema þeir allra hraustustu hafa geð í sér til þess að taka á hálflifandi mús og koma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.