Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 Valgerður Gísladóttir og Guðlaugur Gunnarsson kristniboðar: Erum enn ákveðnari í að fara í annað sinn í annað sinn halda þau til kristniboðsstarfa í Eþíópíu. Fjarri heimalandinu og Qarri ættingjum og vinum. Þar bíða hins vegar aðrir vinir sem þau eignuðust á rúmlega Qögurra ára starfsferli, bíða með óþreyju þess að þau geti tekið upp þráð- inn aftur. Starfstímabilið verður aftur Qögur ár en að því loknu fá þau árs leyfi hér heima og halda jafinvel út einu sinni enn ef aðstæður leyfa. Þetta eru hjónin Valgerður Gisladóttir hjúkrunarfræðingur og Guð- iaugur Gunnarsson guðfræðing- ur og dætumar tvær Katrín sex ára og Vilborg Qögurra ára. Það er Samband ísl. kristniboðsfé- laga sem sendir þau á vettvang. Starf í svo framandi landi sem Eþíópía er krefst ýmis konar ann- ars undirbúnings en ýmiss störf sem við þeklqum hérlendis. Eitt af þvi er sjálft tungumálið. Eþíópíu byggja í raun margar þjóðir sem tala ólík mál og Valgerður og Guðlaugur eru spurð nánar um það: Tungumálið — I kristniboðsstarfi skiptir náttúrlega öllu máli að komast í samband við fólkið. Þess vegna er lögð áhersla á það við undirbúning kristniboða að þeir læri tungumál þess fólks sem þeir starfa á meðal. Eftir nám okkar hér heima vorum við send á enskunámskeið í Bret- landi í þijá mánuði en héldum síðan til Eþíópíu. Þar vorum við á nám- skeiði í amharísku sem er ríkismál Eþíópíu og störfuðum síðan í héraði sem heitir Sollamó. Nota íbúar þar amharísku? — Þeir sem hafa farið í grunn- skóla kunna ríkismálið og margir þeirra sem búa í bæjunum en þeir sem búa í dreifbýli kunna yfirleitt ekki annað en mál síns þjóðflokks. Þess vegna urðum við að reyna að komast til botns í oromo sem er mál Sollamó-manna en það var að verulegu leyti sjálfsnám. Þannig er þetta einatt með þessi einstöku tungumál — við verðum að stunda sjálfsnám og það gerir okkur erfítt fýrir að mjög lítið er um bækur á þessum málum. Námið fer því að miklu leyti þannig fram að við lær- um einfaldar setningar og bætum síðan smám saman við þær, reynum að greina þær og komast til botns í uppbyggingu málsins. Við þetta höáim við notað segulbönd og nú höfum við einnig sérstaka kennslu- bók sem leiðbeinir í því að læra tungumál þar sem ritmál eða kennslubækur eru ekki fyrirliggj- andi. Eftir tveggja ára starf í Sollamó fluttust Valgerður og Guðlaugur til starfa á kristniboðsstöðinni i Konsó sem íslenskir kristniboðar reistu og hafa starfað á síðan — í 35 ár. Að þessu sinni munu þau starfa áfram við kristniboðsstöðina í Konsó en einnig snúa sér að nágrannahéraði. Valgerður bjó í Konsó með foreldr- um sínum á æskuárum svo að hún fékk þar tækifæri til að rifja upp konsó-málið: ísinn brotnar — Ég hafði auðvitað gleymt miklu af fyrri kunnáttu en hún rifj- aðist fljótt upp og það gjörbreytir viðmóti fólks þegar það fínnur að maður getur talað mál þess. Það Beðið eftir læknishjálp við sjúkraskýli. þarf oft ekki meira en að geta heils- að og kvatt og geta spurt hvemig menn hafi það og þá er ísinn brot- inn og smám saman eignumst við trúnað fólksins. Það finnur að við emm ekki bara að koma í heimsókn heldur að við eigum við það erindi — að boða því trúna á Jesúm Krist og að aðstoða það og hjálpa á margvíslegan hátt. Þetta segja þau hjónin vera kjama málsins. Kristniboðinn er fyrst og fremst sendur til að boða fagnaðarerindið en um leið kemur hann til hjálpar á annan hátt: — Kristniboðið hefur alltaf lagt áherslu á að aðstoða yfirvöld í við- komandi landi við skólamál og heilsugæslu og þar er starf kristni- boðsins í Eþíópíu engin undantekn- ing. Eftir 35 ára starf kristniboðs- ins í Konsó höfum við náð því mark- miði kristniboðsins að innlenda kirkjan getur tekið við og þar eru heimamenn nú í öllum Ieiðtoga- störfum. Þess vegna hefur verið ákveðið að við munum snúa okkur meira að nágrannahéraði, Voito- dalnum. Og við biðjum Guðlaug að segja okkur meira frá þessum stað: — í kringum 10 ár hafa kristni- boðar heimsótt Voito-menn og reynt að kynnast þeim en það hefur verið mjög erfítt. Það skiptir höfuð- máli að hafa þar fasta búsetu og læra málið en fram að þessu hefur ekki verið tækifæri til þess. Hlut- verk okkar er að nálgast þá og nú er ráðgert að koma þar upp litlu sjúkraskýli. Norskur hjúkrunar- fræðingur, Elsa Lindtjöm að nafni, á að sinna því og mun Valgerður aðstoða hana við ákveðin verkefni. Ég hef umsjón með öðrum verkefn- um þar, kanna hvort og hvemig aðstoð þeir vilja varðandi vatnsöfl- un, -hreinlætismál, landbúnað og skólamál auk sjáífra predikunar- starfanna en þetta er þó allt háð því hvað yfirvöldin í héraðinu vilja leyrfa okkur að gera. Voito-menn em á margan hátt líkir Konsó-mönnum. Meðal þeirra eru svokallaðir seiðmenn, eins kon- ar leiðtogar, sem hafa mikil tök á fólkinu. Voito-menn eru andadýrk- endur og lifa f stöðugum ótta um að þeir hafi nú ekki breytt rétt Ljósmyndir/Jónas Þórisson. Skúli Svavarsson formadur SÍK ávarpar Gudlaug og Valgerdi ásamt dætrunum á sérstakri samkomu nokkrum dögum áður en þau héldu til Eþíópíu. Guðlaugur heldur á eldri dótturinni, Katrínu, og Val- gerður á þeirri yngri, Vilborgu. hræðilegt að kasta frá sér bömum sínum en menn eru ennþá hrædd- ari við andann. Þeir eru hræddir við að kalla jrfir sig ógæfu ef þeir hlýða ekki þessum siðum, einnig yfir fjölskylduna, búpeninginn, ná- grannana eða jafnvel allt þorpið og þess vegna er jafnan mikill þrýst- ingur á menn að þeir bregðist rétt við þessum aðstæðum. Viðhorfíð breytist Hvað getur kristniboðinn gert við þessar aðstæður? — Hann getur boðað trúna á þann sem er sterkari, trúna á Guð og þann sem hann sendi, Jesúm Krist. Konsó-menn hafa fengið að reyna og sjá hvemig þeir losna við þennan ótta andanna þegar þeir taka kristna trú. Fyrsti maðurinn þar til að taka trúna var einmitt seiðmaðurinn, þessi maður sem illi andinn hefur stjómað. Við vitum um að minnsta kosti einn Voito-mann sem hefur tekið kristna trú og hann er eins konar dæmi sem kristniboðamir hafa bent á. Það eru allmörg ár síðan hann tók kristna trú og var honum um- svifalaust útskúfað úr samfélaginu. Hann býr nú meðal nágrannaþjóð- flokksins með fjölskyldu sinni og aðrir Voito-menn eru alveg hissa á hve allt gengur vel hjá þessum manni sem gerðist svo djarfur að taka kristna trú. Þeir skilja ekkert í því að hann skuli ekki hafa kallað jifir sig einhveija ógæfu með hátta- lagi sínu. En þannig breytir kristin trú við- horfi manna til þessara ógurlegu siða og færir þeim vissulega betra líf. Við getum ekki sagt Voito- mönnum að hætta að bera út böm, en við getum bent þeim á leið til að losna undan valdi andanna og þá sjá þeir sjálfir að þeir þurfa ekki að fara þannig með böm sín. Sem fyrr segir er Valgerður hjúkmnarfræðingur og hefur starf- að sem slík bæði á íslandi og í Eþíópíu. Það er trúlega ólíkur starfsvettvangur: — Þetta eru eins og tveir heim- ar. Það kostaði dálítið átak að hefja störf á Landspítalanum eftir fjög- undan henni sé að fóma baminu. Því er kastað í fljót eða það skilið eftir úti í skógi þar sem það verður villidýrum að bráð. Foreldrar geta ekki lejmt þessu því nágrannamir eru fljótir að frétta ef slíkt hefur komið upp og þá verða foreldramir að láta undan þrýstingi samfélags- ins og fóma bami sínu. Vissulega gerir fólk þetta ekki með glöðu geði, foreldranum fínnst Störfin eru margvísleg. gagnvart andanum sem þeir trúa að ráði öllu um líf þeirra. Og seið- maðurinn er fulltrúi þessa illa anda og mælir fyrir um fómir á búfénaði eða öðra sem verða má til að blíðka þá. Það sem okkur finnst verst við þetta er bamaútburðurinn. Þeir trúa því að komi fyrsta tönn ung- bams í efri góm, boði það mikla ógæfu og eina leiðin til að losna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.