Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 B 13 ÍLOKIN Kort þetta birtist i dagblaðinu Oakland Tribune í San Francisco laugardaginn 3. júlí 1937. Amelía Earhart var týnd og Bandaríkjamenn voru sem lamaðir. Kortið sýnir norðurhvel jarðar og á það erdreg- inn ferill síðasta flugs Amelíu Earhart. Heila línan sýnir þann hluta leiðarinnar sem hún hafði lokið og brotna línan er sá hluti leiðarinnar sem eftir var. Hringurinn umlykur svæðið, þar sem fyrst pg fremst var leitað að flugvélinni. Kortið gerði Capt. Elgen Long neytið minnkaði úr 130 gallónum niður í ekki neitt. Earhart skipti örugglega yfir á 100 gallona geym- inn. Það síðasta sem henni datt í hug, var að snúa til annarrar eyju. Hún varð að finna Howland. Elds- neytið var nærri búið og hún átti engra kosta völ. Tuttugu klst. og fjórtán mín. liðu frá flugtakinu á Lae til síðastu radíósendingar Earhart. Áður höfðu loftskeytamennimir á ITASCA heyrt, að hún átti lítið eldsneyti eftir („Low on fuel"). Það er unnt að ímynda sér, að þá hafi hún gert sér grein fyrir því, að eldsneytið sem hún átti, var einni og hálfri klst. minna í flug- þoli, en hún hafði reiknað með og nú varð hún að treysta á varaelds- neytið, sem hún átti ekki. Þessi 55-60 gallon, sem runnu út um öndunaropin skiptu nú sköpum. Earhart var einhversstaðar ná- lægt Howland, en hún vissi ekki í hvaða átt eyjan var. Kostir hennar voru nú aðeins þeir, að fínna eyjuna eða nauðlenda á sjónum. FORSAGA FLUGSINS Það var þörf á aðstoð og leyfi Alríkisstjómarinnar fyrir þetta fyrsta flug umhverfis hnöttinn frá vestri til austurs um miðbaug, þvert yfir Kyrrahafið. Aldrei áður hafði verið kortlögð eða könnuð leið sem farþegaflugvélar gætu flogið frá Ástralíu og Nýja Sjálandi til Banda- ríkjanna. Pan American flugfélagið sem rak flug yfir norðanvert Kyrra- haf, hafði sótt um leyfi til flugs frá Nýja Sjálandi til Bandaríkjanna. Earhart hafði í reynt áður við þetta flug. í mars 1937 flaug hún, Paul Mantz og Fred Noonan í vest- ur frá San Fransisco en þau kom- ust aðeins til Hawaii. Þar mistókst flugtak á Ohau, flugvélin skemmd- ist alvarlega og var send til baka með skipi til Burbank í Kalifomíu. Gert var við flugvélina og flugið endurskipulagt. Aftur var lagt af stað i júní. Nú var farið austur yfír Atlanshaf og loka áfanginn var yfir Kyrrahafið, frá Lae til How- landseyju, þaðan um Hawaii tíl Oakland. Þetta hnattflug var að minnsta kosti að einu leyti gagnlegt. Það staðfesti m.a. öryggi á langflugleið- um. Ekki er farið með farþegaflug- vélar á flugleiðir, fyrr en þær hafa verið kortlagðar og öryggi á þeim sannprófað með tækni hvers tíma. Þó vom ekki allir sáttir við, að þetta flug væri gagnlegt eða það þjónaði einhveijum tilgangi. í blað- inu Sidney Moming Herald, hinn 7. júlí stendur, að fulltrúi flugmála- ráðuneytis Bandaríkjanna hafi látið þau orð falla nokkmm vikum áður en flugið var farið, að hann harm- aði að það hefði verið leyft. Það væri hættulegt, gagnslaust og skaðaði uppbyggingu atvinnuflugs- ins. Ef þessi ummæli era rétt eftir höfð, þá er eins líklegt, að hægri hönd ráðuneytisins hafi ekki vitað, hvað sú vinstri var að gera. Banda- ríkin áttu afar mikilvægra hemað- arlegra hagsmuna að gæta á Kyrra- hafinu. Bæði Guam og Filippseyjar tilheyrðu Bandaríkjunum og þau höfðu byggt þar gríðarmiklar her- stöðvar og flotahafnir. Á þessum tíma, hafði utanríkis- ráðuneytið þá stefnu, að forðast beina árekstra við japönsk stjórn- völd á Kyrráhafssvæðinu. Þess í stað reyndu Bandaríkin að viðhalda hemaðarlegu jafnvægi á svæðinu, til þess að koma í veg fyrir að Kyrrahafið yrði Japanskt haf. Eina sambandið við þessar Qarlægu her- stöðvar var með skipum, misgóðum fjarskiptum eða morsi. Menn gerðu sér grein fyrir því, að framtíðar- þróunin hlaut að felast í skjótum samgöngum, þ.e. flugi og bættum fjarskiptum. Hið áformaða flug Amelíu Ear- hart, féll vel að hemaðarlegum og pólitískum hagsmunum Banda- ríkjanna. Stjómvöld þar gerðu sér grein fyrir því, að flugvellir og meiri bandarísk umferð á Mið- Kyrrahafi, væri nauðsynleg til þess að vega upp .á móti flugstyrk Jap- ana á Marshalleyjum. Þeir hug- leiddu flugvallargerð á Bakereyju, Howlandeyju eða á Javiseyju. Utanríkisráðuneytið vissi að Jap- anir mundu mótmæla allri mann- virkjagerð á svæðinu. Það vantaði einhveija afsökun til þess að ráðast í gerð hemaðarmannvirkja og flug- vallar á einhverri þessarra þriggja eyja. Þá var það, að Amelia Ear- hart kom eins og kölluð inn í mjmd- ina. Hún skipulagði metflugstilraun sína “Umhverfís hnöttinn við mið- baug“ og flugvöllurinn varð henni nauðsynlegur. Til þess að gera langa sögu stutta, breytti Amelía eldri flug- áætlun sem gerði ráð fyrir eldsneyt- istöku á flugi við Midwayeyju. í þeirri nýju gerði hún ráð fyrir lend- ingu á Howland. Stjómin hafði nú ástæðu til þess að gera flugbraut þar og telja má víst að þar með hafí ómeðvituðum afskiptum Amelíu Earhart af stjómmálum og hermálum verið lokið. Það er afar líklegt, að samningur hafi verið gerður. Earhart var gert kleift að fara flugið og flugbrautin var gerð á Howland og þessvegna var ekki þörf á hinni áhættusömu eldsneytistöku á flugi. Stjómin hafði fengið ástæðu til þess að gera flugbraut á miðju Kyrrahafí og all- ir vom ánægðir. ímynda má sér, að launin fyrir að breyta flugáætl- uninni hafi verið sú m.a., að tvö strandgæsluskip vom staðsett á þessum slóðum. ITASCA var stað- sett við Howland og SWAN milli Howland og Hawaii og þau áttu að aðstoða hana í fjarskiptum og í radíóflugleiðsögu (DF). Fjármálaráðuneytið, sem réði þá strandgæslunni á friðartímum, samþykkti þessa aðstoð og forset- inn útvegaði fé til flugbrautargerð- arinnar á Howland. FLUGLEIÐSAGAN Leiðinda atvik kom fyrir þegar þau tvö komu til Dakar á vestur- strönd Afríku frá Natal í Brasilíu. Skekkja stefnusnúðu smá eykst og eftir því sem lengra líður milli leið- réttinga og í löngu flugi verður skekkjan meiri á leiðarenda. Þegar þau komu að ströndinni við Dakar, þekktu þau ekki kennileiti og þar sem myrkur var að falla á, varð að taka ákvörðun í skyndi, hvort þau ættu að beygja til hægri eða vinstri, þ.e.a.s. til norðurs eða suð- urs. Noonan sagði „hægri", en þar virtist aðeins óbyggðir og eyðimörk að sjá. Earhart sagði “vinstri". Hún vissi að í þá átt vom margar borg- ir og flugvellir. Þau beygðu í norð- ur og lentu innan klukkustundar. Noonan hafði rétt fyrir sér, hægri beygja hefði leitt þau beint til Dak- ar. Þetta olli spennu og tortryggni milli þeirra. Miðunarstöðin í flugvél Earhart var ónothæf í aðfluginu til How- land, vegna þess að ekki var unnt að stilla á tíðnina sem send var frá ITASCA. Þetta var örlagarík skyssa í tíðnivali og í flugáætlun- inni. Sú ákvörðun var tekin í Miami, að taka morse senditæki ásamt loft- netsvindu og loftnetsvfr sem vélin gat dregið á eftir sér úr flugvél- inni, líklega til þess að létta hana. Loftnetið var fyrir 375 og 500 klló- riða tíðnisviðið. Ef lágtíðnisendirinn hefði verið notaður, hefði ekki að- eins ITASCA, heldur öll skip innan 1000 mílna radíusar getað náð mið- un oggefið flugvélinni nýja stefnu. Eftir á að hyggja þegar málsat- vik em skoðuð í ljósi þess sem gerð- ist, þá hefði Earhart verið betur sett hefði hún skilið Noonan eftir og haft þennan búnað um borð. Sextantaðferðin sem Noonan notaði, við að staðsetja flugvélina er mjög erfið í framkvæmd um borð í flugvél. Ákvörðun stöðulínu, með því að styðjast við sólampprás- ina og klukku, gefur nokkuð ná- kvæma lengdargráðu, en breidd- argráðan er ónákvæm. Lengd má ákvarða með sextanti að nóttu, ef stjömur sjást. Til hjálpar báðum aðferðunum, má styðjast við leið- söguútreikning, þar sem notaður er hraði yfír jörð og þekktur hliðar- vindur. Þar sem Earhart tilkynnti, að hún flygi undir skýjabreiðu, er ólíklegt að Noonan hafi getað náð nákvæmum stjömumiðunum þá um nóttina. Það er unnt að reikna út hliðar- rekið með þvf að t.d. nota rekmæli til þess að bera kennileiti á jörðu saman, miðað við flugferilinn. Yfir sjó er þá miðað við hvítfextar öldur og nægilega bjart og verður að vera til þess að þær sjáist, auk þess sem skýjafarið verður að leyfa það. Þar sem næstum hafði lygnt f morgunsárið (1 vindstig), vom eng- ar slíkar hvítfextar öldur á sjónum. Á leiðinni hafði verið hliðarvindur > sem olli því að leiðrétting til hægri eða í suður var nauðsynleg. Þar sem ekki var unnt að nota rekmæli í myrkrinu og vindinn hafði lægt, er afar líklegt að hliðarvindurinn sem ekki var spáð, hafi borið flugvélina án þess að Noonan gerði sér grein fyrir því, norður fyrir Howland- eyju. Harry Balfour, flugradíómaður Guinea Airways á Lae, hafði fengið nýjar upplýsingar um veður, þar sem gert var ráð fyrir mótvindi og hliðarvindi, en þá hafði Earhart skipt yfír á tíðnina sem hún notaði að næturþeli, svo Balfour náði ekki sambandi við hana. Balfour hafði beðið Earhart um að skipta ekki þar sem fjarskiptin þeirra á milli vom svo skýr, en hún hefur greini- lega gert það engu að síður. Þetta kom í veg fyrir að hún fengi nýjar veðumpplýsingar frá Lae. Þama í morgunsárið var logn á stóm svæði og Kyrrahafíð var eins og spegill.-Engaröldur vom í kring- um eða útfrá hinni litlu Howland- eyju, þannig að hún sæist betur úr mikilli fjarlægð. Skyggnið var um 20 mílur. í bestu meiningu fór áhöfnin á ITASCA að kynda undir kötlum skipsins, til þess að mynda svartan reykjarmökk sem Noonan og Earhart gætu séð. í logninu greindist hann hægt sundur og varð að skýi eða móðukúf, sem gerði aðeins illt verra. Það er afar líklegt, miðað við sendistyrkinn sem loftskeytamenn ITASCA mældu frá flugvélinni, að hún hafi verið mjög nálægt How- land, en samt ekki nógu nærri. Greinilegt er, að hvorki Noonan eða Earhart sáu Howland nokkra sinni. FJARSKIPTIOG STEFNUMIÐUN: Hvorki Earhart eða Noonan höfðu að ráði nokkra tækniþekk- ingu á senditækjum eða fjarskipt- um. Áhöfn ITASCA gerði sér grein fyrir þessu, þegar það rann upp fyrir þeim að þeir vom í flarskiptum við fólk, sem hafði ekki einu sinni gmndvallarþekkingu í þessum efn- um. Earhart hafði tvær fjarskipta- tíðnir til umráða fyrir tal, 3105 kíló- rið að nóttu og 6210 kílórið að degi. Fjóram dögum áður en flugvélin var væntanleg til Howland, fékk ITASCA skeyti frá George Putnam, um að skipið ætti að senda bókstaf- inn „A“ á 7500 kílóriðum, svo Ear- hart gæti náð núlli á hátíðnistefnu- miðunartæki sínu (HF DF). Loftskeytamönnunum varð hverft við, að heyra að hún viidi fá 7500 kílórið, því þeir vissu að 4800 kflórið var hámark tækis hennar. Þeir sendu skeyti til baka og sögðu, að sendar þeirra hefðu tíðnimar 7500, 6210, 3105, 500 og 425 kfló- rið. Tíðnisvið miðunartækja ITAS- CA var 500 og 575 kflórið.Þeir gerðu ráð fyrir því, án þess að geta um það í svarskeytinu, að Earhart ætti að hafa gert sér grein fyrir því að hún gæti ekki stillt miðunar- stöð sína á 7500 kflórið, eins og hún hafði sagst ætla að gera. Af- leiðingar þessa misskilnings og van- þekkingar urðu afdrifaríkar. Eng- inn áttaði sig á því fyrr en eftir á. George Putnam hafði útvegað hátíðnimiðunarstöð frá sjóhemum og hún var komin til Howland. Hún var með rafgeymi þar sem ekkert rafmagn var á Howland. Frank Ciprianti loftskeytamaður af ITASCA var sendur í land með tækið. Hann átti að hlusta og miða flugvélina út. Þetta tæki var aðeins móttakari og hann gat snúið „lykkju“-loftnetinu, náð núlli og þannig fundið úr hvaða átt sending- in kom. Hann færði öll fjarskipti sam- viskusamlega inn í dagbók, skráði sendistyrk og tímasetningu. Þannig mat hann fjarlægðina til flugvélar Earhart, sem nálgaðist Howland. Um nóttina heyrði hann nokkrar sendingar frá Earhart. Hann heyrði hana blfstra í hljóðnemann, til þess að gefa stefnumiðun, en blístrið var of stutt til þess að koma að gagni. Hann færði líka inn f bókina, að rafgeymirinn hefði tæmst þá um miðja nóttina. Líklegt er að ef tæki Ciprianti hefði verið í lagi, þá hefði hann getað miðað út stefriu Ear- hart til Howland-eyju, ef Earhart hefði talið nógu lengi í sendi sinn á 6210 kílóriðum, en ónýtur geym- ir gagnar lítið. Ymsum spumingum var aldrei svarað. Hversvegna tæmdist geym- irinn þama um miðja nóttina. Cipr- ianti háfði aðeins hlustað í nokkrar klukkustundir. Fór hann með tækið í land daginn áður, prófaði það og gleymdi að slökkva á því? Hvers- vegna bað hann ekki um varageymi en hann var f góðu talsambandi við ITASCA og sendi allar upplýsingar jafnóðum þangað? Starfsmenn Pan American í Miami staðfestu, að Earhart hafði látið taka senditækið og dráttarloft- netsvírinn úr vélinni, en hún hélt eftir tækinu, sem gat sent á 500 og 375 kflóriðum. Hvomga þessa lágtíðni er unnt að nota við stuttu föstu loftnetin, sem notuð vora við talfjarskiptin. Það er ærin ástæða til þess að halda, að vegna þess að hún kunni hvorki að senda eða taka á móti morsi þá hafí hún álitið að hún þyrfti ekki morsesendinn og dráttarloftnetið. Það loftnet tengt lágtíðnisendin- um, hefði gert það að verkum að heyrst hefði til hennar þúsund mílur í allar áttir og aðeins með því að halda lyklinum niðri, hefðu öll skip á Mið-Kyrrahafinu getað miðað stefnuna til hennar. Þá hefði áhöfn ITASCA getað reiknað út staðsetn- ingu hennar. Það varð afdrifaríkt, að hún skildi þetta eftir í Miami og ekki síður það að hún aflaði sér ekki nægrar þekkingar og þjálfunar á fjarskiptatækjum og tækni. Á sfðustu klukkustund flugsins, tilkynnti Earhart, að hún gæti ekki fengið núll á DF sitt. Þetta var ein fyrsta gerð þessarra tækja og lykkj- an var föst, en varð ekki snúið eins og á seinni gerðum, hún varð að beygja flugvélinni sjálfri til hægri og vinstri, til þess að notfæra sér „lykkju“-loftnetið. Mælir hennar sýndi ekki stefnuna til DF-merkis- ins, sem sent var frá ITASCA. Það var eðlilegt, því það náði ekki merk- inu á þeirri tíðni sem hún bað um og þetta tæki hafði hún flutt alla leið í kringum hnöttinn. Galtan loftskeytamanni á ITASCA, var skipað að stilla DF tæki sitt og hlusta á 500 kílóriðun- um. Hann hefði getað haldið áfram að sofa. Earhart gat ekki sent á 500 kflóriðum, án hjálpar tækjanna Sjá næstu siðu I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.