Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 B 15 land hinn 4. júlí. George Putnam hafði skipulagt stórfenglegar mót- tökur. Búist var við því, að um 10.000 manns tækju fagnandi á móti flugvélinni, þegar hún lenti að loknu metfluginu á sunnudegi og á þjóðhátíðardeginum. Fjár- hagsleg framtíð og þar með flug- framtíð hennar var háð athygli al- mennings og það var ekki nema von að hún yrði Noonan ævareið. Það sem eftir var dagsins, sleppti hún Noonan ekki úr augsýn. Þau fengu lánað ökutæki og fóru í skoð- unarferð um nágrenni Lae. Flugvél- in stóð úti í brennandi sólinni allan daginn, eldsneytisgeymar hennar voru fullir og það varð heitara og heitara inni í farþegaklefanum og í vængjunum. Eldsneytið hitnaði og þandist út í geymunum og eðlis- þyngd þess minnkaði úr um 6 pund- um hvert gallon í um 5.6 pund hvert gallon. það rann út um loft- götin á fullu geymunum og hvarf ofan í jörðina. Þetta hélt áfram all- an daginn og þannig töpuðust, án þess að nokkur tæki eftir því, 7% til 8% eldsneytisins úr fullu geym- unum, eða um 50 gallon. Þetta hafði ekki áhrif á 100 oktan geymir- inn, þar sem hann var ekki fullur, en bensínið rann meira og minna úr hinum geymunum, eftir því hvort þeir höfðu verið fylltir upp í stút eða ekki. Þarna á Lae stóð Electra 10E flugvélin allan daginn úti í brenn- andi heitri sólinni og enginn var nálægt, sem tók eftir því þegar hið dýrmæta eldsneyti Ameliu Earhart rann út úr geymunum, ofan í jörð- ina eða gufaði upp. EFTIRMÁLI Flug Amelíu Earhart mistókst, en það leiddi til endurmats á gagn- semi flugferða af þessu tagi. Þetta varð ekki aðeins síðasta flug Amelíu Earhart, þetta varð síðasta flug sinnar tegundar. Frekari tilraunir urðu að bíða, þar til áfallið sem eftir fýlgdi var liðið hjá. Flug voru ekki frekar byggð aðeins á sext- ant-leiðsögu, eins og þeirri sem Noonan framkvæmdi þarna. Það varð að bæta' og þróa radíó- leiðsöguna að því marki, að það væri jafn auðvelt að finna iitla eyju í miðju úthafi og að stilla móttakar- ann. Þetta stuðlaði t.d. að því, að þúsundir herflugmanna í stríðinu gátu fundið eyjar í miðju úthafi svo sem ísland, jafnt í góðum skilyrðum sem í vondum veðrum og í myrkri, í ferjuflugum til og frá Banda- ríkjunum aðeins nokkrum árum seinna í hildarleik stríðsins. Það var ekki lengur met, það var eðlileg vel undirbúin flugframkvæmd. Hið sorglega við þetta flug, var að sjálfsögðu það, að Earhart og Noonan fórust og týndust. Ef hið hættulega flugtak á Lae hefði mis- tekist, flugvélin eyðilagst og þau sloppið ómeidd, hefðu þau snúið til Bandaríkjanna og annarra ævin- týra. Heimurinn hefði varla tekið eftir því og flugsagan orðið önnur. A Oaklandflugvelli í San Fransis- co er flugskýli nr. 5. Það stendur við Earhart Road. Þar er flugminja- safnið „Western Air Museum" og þar er minningu Amelíu Earhart helgaður veglegur sess. Enn eru þeir til, sem dreymir um að finna flak NR-16020 og koma henni upp- gerðri fyrir á safninu. TEXTI: Skúli Jón Sigurðarson Prótéinið í mjólk er hágæðaprótein og nýtistþví vel í stöðuga endurnýjun og uppbyggingu líkamans. / Beingisnur hefst venjulega um miðjan aldur. Beinin gisna innan frá og styrkurþeirra minnkar. Þess vegna eyksthætta á beinbrotum og að hryggjarliðir falli saman. Eldur í æðum? Þegar aldurinn færist yfir er mikilvægt að muna, að lífsfjörið og heilsan eru háð réttri næringu. Rétt næring leggur grunn að góða skapinu og ásamt hreyfingu hamlar hún gegn beingisnun og hrörnun og blóðið rennur mun léttar um æðarnar. MJÓLK er mikilvægur hlekkur í fæðuhring- num. Hún er einn fjölhæfasti bætiefnagjafi sem völ er á. Erfitt er að fullnægja kalkþörf líkamans án mjólkur eða mjólkurvara. Auðvelt er að velja mjólk og mjólkurvörur með mismunandi fitumagni eftir þörfum hvers og eins en ráðlagður dagsskammtur fyrir fólk yfir 50 ára aldri samsvarar 2 glösum af mjólk á dag*. ‘Margirtelja að kalkþörf aldraðra sé meiri, eða sem samsvarar3 glösum á dag. MJOLKURDAGSNEFND GS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.