Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 Sigur í dag er kannski ósigur á morgun Fjallað um áfengismál og rætt við Hildigunni Ólafs dóttur og Ásu Guðmundsdóttur um fyrirhugaða könnun á áfengis- og bjórdrykkju íslendinga Atímabili leit útfyrir að þessari þjóð yrði skipt endanlega í tvær Qand- samlegar fylkingar, bjór- hyggjumenn og andbjór- hyggjumenn. Um það leyti sem fylkingarnar tvær voru sem óðast að vígbúast þá samþykkti Alþingi að leyfa sölu á áfengum bjór og þar með fór mesti móðurinn af bardagamönnunum. Stjórn- málamenn hafa sagt sitt síðasta orð um bjórinn í bili og senn líður að því að bjór- salan verði að veruleika. Þessi staðreynd er kveikjan að nýrri könnun meðal al- mennings á áfengisneyslu- venjum og viðhorfum til áfengis með sérstöku tilliti til bjórs, sem fjórir vísinda- menn eru að hleypa af stokkunum. Að sögn Hildi- gunnar Ólafsdóttur yfírfé- lagsfræðings hjá Geðdeild Landspítalans á viðlíka staða í sambandi við bjórsölu og áfengislöggjöf sér varla hliðstæðu í nágrannalöndum okkar ogþví er það hald manna að þama sé á ferð- inni merkilegt rannsóknar- efiii útfrá félagsfræðilegu sjónarmiði. Að könnun þess- ari standa Geðrannsókna- stofiiun Háskóla íslands og Geðdeild Landspítalans, rannsóknastofa. Auk Hildi- gunnar vinna að könnuninni þau Asa Guðmundsdóttir deildarsálfræðingur sem sér um könnun meðal ungs fólks, ogþeir Gylfí Ás- mundsson forstöðusálfræð- ingur og Tómas Helgason prófessor. Menn halda gjaman að það hafi ekki verið seldur bjór á íslandi, en það er alrangt. Bjór var var að vísu ekki bruggaður hér, því hér var engin komrækt, en útlendur bjór var seldur hér í einhveijum mæli fram til 1. janúar 1915 þegar al- gert áfengissölubann gekk í gildi. Þrátt fyrir að engar kannanir væm þá gerðar á áfengisdrykkju komst landslýður að þeirri niðurstöðu að menn drykkju hérof mikið. Bannlög gegn áfengi voru samþykkt á Al- þingi árið 1909 eftir þjóðaratkvæði árið 1908. Sölubannið árið 1915 komst í heimsfréttir, svo merkilegt þótti það. Ekki fögnuðu allir áfeng- isbanninu. Jakob Thorarensen birti í blaði einu eftirmæli eftir Bakkus konung, fæddan skömmu eftir að guð skapaði heiminn og dáinn á Islandi 31. des. 1914. Lokaerindið er á þessa leið: Eins er oss ber að hinu hulda landi handan við sorg og dauðasæinn breiða, sjáðu’ um að glösin séu þar í standi og sjálfs þíns tár um barma láttu freyða. Hvíslaðu’ að Pétri’, að gustuk sé að gefa gestunum staup - og skammta ei úr hnefa. Bjór var ekki mikið dmkkinn fyrir bannið, til þess þótti hann of fyrirferðarmikill í flutningum. Mönnum þótti miklu hagstæðara að flytja sterk vín til landsins, mið- að við áfengismagnið tóku þau miklu minna pláss en bjórinn. Nú er öldin önnur, menn víla ekki fyrir sér flutningskostnaðinn né heldur kostnað eða fyrirhöfn við innlenda bmggun. Og nú höfum við líka sér- menntað fólk til þess að gera vísindalega athugun á hversu mikið menn drekka hér, hver veit til hvers það leiðir. Hin fyrirhugaða áfengisneyslu- könnun hefur að markmiði að fá fram vitneskju um hvort og hvemig áfengisvenjur manna breytast með tilkomu bjórsins. Einnig á að kanna viðhorf manna til áfengis, sérstak- Iega bjórs og afleiðingar áfengis- neyslu. í þessu skyni verður leitað til þúsund manna á aldrinum 20 til 69 ára og til 800 unglinga á aldrin- um 13 til 19 ára. Þátttakendur em valdir af handahófi úr þjóðskrá og fá þeir spurningalistana senda með pósti mjög fljótlega. Menn verða spurðir um aldur, kyn, hjúskapar- stöðu, búsetu, skólagöngu og at- vinnu. Þá er m.a. grennslast eftir hversu oft fólk drekki áfengi og hve mikið í einu. Hvenær síðast var dmkkið, í félagsskap hverra og hvað var haft fyrir stafni. Spurt er um afleiðingar áfengisneyslu og loks hvort menn séu hlynntir sölu á sterkum bjór, hvaða afleiðingar menn álíta að hún hafi og hvort það er hald manna að bjór kunni að koma í stað annarra drykkja. Mjög hliðstæðum spurningum er beint til unglinganna. Áformað er að endurtaka rannsóknina á sama tíma árið 1989 og 1990. Nokkmm spumingum verður þó breytt í sam- ræmi við það að sala bjórs verður þá hafin. Að sögn Hildigunnar Ólafsdóttur hafa fjórar kannanir á áfengis- neyslu verið gerðar hér á landi meðal fullorðinna á vegum Geð- deildar Landspítalans og landlækni- sembættið sem og einstaklingar hafa gert slíkar kannanir meðal unglinga. Hildigunnur gerði eina af fyrstu áfengisneyslukönnunum meðal unglinga fyrir Félagsmála- stofnun Reykjavíkur árið 1972. Hildigunnur sagði það einstakt tækifæri að gera könnun við þær kringumstæður sem skapast í kringum þessa breytingu á áfengis- löggjöfinni. Hægt væri þá að sjá hvemig áfengisvenjur breytast sem er talið afar mikilvægt fyrir alla þá sem láta sig áfengismál ein- hverju varða. Þetta skapar líka möguleika á að meta hversu mikil áhrif svo róttækar breytingar hafa. Ef litið er svo á að bjórbannið hafí staðið frá árinu 1915 þá er þetta eitthvert lengsta bann sem vitað er um í heiminum í þessum efnum. „Svo róttækri breytingu er helst hægt hægt að jafna til þess er Svíar fjarlægðu milliölið til að reyna að minnka áfengisneyslu ungs fólks og þess þegar Finnar heimiluðu árið 1969 sölu áfengs bjórs í matvöruverslunum og rýmk- uðu jafnframt reglur um bjórsölu á veitingahúsum. Þetta vom hvort tveggja mjög róttækar breytingar," sagði Hildigunnur ennfremur. „Okkar reynsla hér er sú að yfír- leitt breytist drykkjuvenjur hægt og ég hef litið svo á að hér séu ríkjandi tvenns konar dryklq'uvenj- ur. Hinar hefðbundnu sem felast í því að drekka sjaldan áfengi en komast í vímu og svo hinar nýrri sem felast í því að drekka lítið magn af áfengi en oft bg við margs- konar tækifæri. Þessar nýju drykkjuvenjur hafa þó ekki útrýmt þeim gömlu heldur notar fólk oft hvort tveggja. Það hefur verið lítils- háttar aukning á áferigisneyslu hér á landi undanfarin ár, öfugt við það sem hefur gerst víða í heiminum. Áfengisneysla náði víðast hvar há- marki á síðasta áratug en hefur síðan dregist saman. Hér erum við dálítið á eftir tímanum í þfessum efnum. Það er mjög umdeilt hvorar drykkjuvenjumar séu hættulegri heilsu manna. Menn vita þó að nýrri drykkjuvenjunum fylgja annars 33 Hvaða drykki fínnst þér viöeigandi aö bjóöa upp á viö eflirtalin tækifæri? óáfenga Bjór Léttvín Sterkt drykki áfengi brúökaup 1 2 3 4 þrftugsafnueli 1 2 3 4 heimsókn 1 2 3 4 spilaklúbbur 1 2 3 4 saumaklúbbur 1 2 3 4 sjötugsafmzli 1 2 3 4 grillveisla 1 2 3 4 útiskemmtun 1 2 3 4 opinber veisla. Ld. hjá forseta 1 2 3 4 17. júnf 1 2 3 4 aðfangadagskvöld 1 2 3 4 gamlárskvöld 1 2 3 4 34 Frá og meö 1. mars 1989 veröur leyft aö selja bjór i útsölum Á.T.V.R. og í vín- veitingahúsum. Hvaö finnst þér um þessa breytingu á áfengislögunum? 1 hlynnt(ur) þvf að leyfa sölu á bjór hér á landi 2 móifallin(n) því að leyfa sölu á bjór hér á landi 35 Helduröu aö þaö hafí áhrif á áfengisneyslu ungs fólks (yngra en 20 ára) aö leyfa sölu á áfengum bjór hér á landi ? (Mcrktu viöeitt eða flciri atriði) 1 já. ungt fólk mun byrja að ncyta áfengis yngra en áður 2 já, ungt fólk mun drekka meira áfengi en áður 3 já, ungt fólk mun drekka bjór f staðirm fyrir gosdrykki 4 já, ungt fólk mun drekka bjór í staðinn fyrir létt vín 5 já, ungt fólk mun drekka bjór f staðinn fyrir sterkt áfengi 6 nei, sala bjórs hefur engin áhrif á áfengisneyslu ungs fólks 36 Helduröu aö þaö hafí áhrif á áfengisneyslu fulloröins fólks (eldra en 20 ára) aö leyfa sölu á áfengum bjór hér á landi ? (Merktu við eitt eða flciri atriði) 1 já, fulloröiö fólk mun drekka mcira áfengi en áöur 2 já, fullorðið fólk mun drekka bjór f staðinn fyrir kaffí 3 já, fullorðið fólk mun drekka bjór í staðinn fyrir aðra óáfenga drykki 4 já, fullorðiö fólk mun drekka bjór í staðinn fyrir léuvfn 3 já, fullorðið fólk mun drekka bjór f staöinn fyrir sterkt áfengi 6 nci, sala bjórs hefur engin áhrif á áfengisneyslu fullorðinna 37 Helduröu aö þú munir drekka bjór í staö- inn fyrir einhverja þá drykki sem þú ert vanur/vön aö neyta ? (Merktu við eitt eöa fleiri atriði) já, f staðinn fyrir ávaxtasafa, gosdrykki, mjólk eða aðra áfengislausa drykki já, f staðinn fyrir kaffi já, f staöinn fyrir pilsner já, í siaöirm fyrir léu vín já, í staðinn fyrir sterkt áfengi 38 Viö hvaöa aöstæöur helduröu aö þú munir \ drekka bjór þegar sala hans veröur leyfö hérá landi? á virkum dögum um nelgar meö mat 1 2 þegar ég slaka á heima hjá mér 1 2 þegar ég fx gesti eöa fer f heimsókn 1 2 þcgar ég cr úli meö vinum mínum 1 2 þegar ég horfi á sjónvarpAnyndband eöa hlusta á útvarpAónlist 1 2 fpartíum 1 2 í IjölskylduboÖum 1 2 í v&iveitingahúsum 1 2 ætla ekki aö drekka bjór 1 2 Hluti af spurningalista þeim sem senn verður sendur til þátttakenda í áfengisneyslukönnuninni sem verið er að leggja upp með. De forenede Bryggerier Köbenhavn m.-cla nieð hvan'etna verðlaunuðu ölföngum sinum. AIíTjÍ ANCE PORTER (Double brown stout) hefir náð meiri full- komnun en nokkurn tima áður. ÆGTE MALT-EXTRAKT frá Kongens Bryghus, er læknar segja ágætt meðal við kvefveikindum. Export Dobbelt 01. Ægto Kroue 01. Krone Pilsner fyrir neðan alkoholmarkið og þvi ekki áfengt. Vín og vindlar bezt og ódýrust i Thomsens magasínl. Auglýsing úr Ingólfí þann 17. janúar 1903.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.