Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 fclk i fréttum VEISLA TIL HEIÐURS CARY GRANT Albert prins, Stefanía prinsessa og Rainer fursti af Mónakó voru mætt á hátíð á Beverly Hæðum til heiðurs leikaranum Cary Grant. Frank Sinatra og Stefanía af Mónakó sjást hér saman en fjöldi stórstjarna var samankominn í veisl- unni. Söfnuðust 47 milljónir íslenskra króna í svonefndan sjóð Grace heitinnar afMónakó. i Krakkamir úr 7. bekk Æfingaskóla Kennaraháskólans ásamt kennurum sínum. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson VESTMANNAEYJAR Skólakrakkar í heimsókn Stór hópur krakka úr 7. bekk Æfingaskóla Kennarahá- skólans var í heimsókn í Vest- mannaeyjum í vikunni. Krakkam- ir gistu á heimilum hjá jafnöldrum sínum og unnu að ákveðnum verk- efnum meðan að á Eyjadvölinni stóð. Tilgangur ferðarinnar var að kynnast lífí fólks í sjávarplássi, kynnast störfum þess og fræðast um sögu byggðarlagsins. Þau unnu að ákveðnum verkefnum um náttúruna, bæjarfélagið, félags- starf unglinga og fleira. Farið var í hin ýmsu fyrirtæki og rætt við fólk. Skoðunarferðir voru famar í fískvinnslustöðvar og byggða- safn og fískasafn heimsótt. Krakkamir reyndu að fínna svör við öllum spumingum sínum um Eyjamar og lífið þar. Það er síðan ætlunin að þau vinni úr gögnum sínum þannig að þau geri samanburð á lífinu í Eyjum og sinni heimabyggð. Þau reyni að átta sig á og meta kost- ina og gallana sem fylgja því að búa í Reykjavík. Blaðamaður ræddi við kennara þá sem með hópnum voru, þau Lilju M. Jónsdóttur og Pál Olafs- son. Þau sögðu að ferðin hefði tekist mjög vel og hefðu allir krakkamir, 48, staðið sig með prýði. Þau sögðu að það væri nýjung í skólastarfínu að taka sér á hendur námsferð sem þessa, en þau væm viss um að þetta skilaði sér vel. „Krakkamir hafa fengið að kynnast svo mörgu nýju hér. Ferðin með Heijólfí sýnir þeim hvaða samgönguaðstöðu fólk hér býr við. Veðrið hefur sýnt sig í miklum ham og það er svo margt sem þau hafa séð sem þau þekktu lítið til áður,“ sagði Lilja. Þau sögðu að móttökumar hefðu verið frábærar og kennar- amir í Hamarsskólanum sem og allir aðrir hefðu verið boðnir og búnir að hjálpa þeim. Vildu þau koma á framfæri sérstökum þökk- um fyrir alla hjálpina. „Krakkamir voru búnir að hafa miklar áhyggjur af því hvemig það yrði þegar þau kæmu til Eyja. Óll áttu þau að fara inn á heimili og óttuðust þau að það yrði svo vandræðalegt þegar að því kæmi. Þegar við komum með Heijólfi biðu Eyjakrakkamir, sem tóku á móti þeim, á bryggjunni og héldu öll á spjöldum með nafni þess er gista átti hjá hveijum. Maður hafði sfðan varla snúið sér við á bryggjunni þegar að allur hópur- inn var horfinn inn í bflana sem á biyggjunni biðu, svo að ekki hefur nú vandræðagangurinn ver- ið mikill. En svona hefur þetta allt gengið vel fyrir sig,“ sagði Páll að lokum. Þess má geta að 7. bekkur Hamarsskólans í Eyjum ætlar að endurgjalda heimsókn þessa síðar í vetur og gista hjá krökkunum sem sóttu þau heim nú. G.G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.