Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 /-------------xúmsmHÆ WfÍMW „Mér List ckk'i á. þetta.- Hann haetti grtxtcL OQ fór cu3 brosp^ " Gróðureyðingin á Reykjanesskaga: Köllum sveitarstj órnar- mennina til ábyrgðar Hafiifirðingfur skrifar: UMRÆÐAN um gróðureyðingu og nauðsyn aukinnar friðunar verður sífellt fyrirferðarmeiri, jafnt manna á meðal sem í fjölmiðlunum. Er það mikið fagnaðarefni enda er nú öll- um að verða Ijóst, að við búum ekki í óspilltu landi fjallalambsins eins og það heitir í áróðursplöggunum, heldur í einu gjörspilltasta landi á jarðarkringlunni. Fyrir nokkrum dögum lagði ég leið mína um landið fyrir sunnan Hafnarfjörð, það, sem nú er innan höfuðborgargirðingarinnar, og mig rak í rogastans yfir þeim breyting- um, sem hafa orðið og eru að verða á gróðrinum eftir átta ára friðun. Örfoka landið er að klæðast gróðri á ný, rofabörðin að lokast og birki og víðir eru að spretta upp þar sem engan óraði fyrir. Þessar plöntur hafa greinilega hjarað í sverðinum og ætla sér nú að klæða landið lausar við búfjáráganginn. Utan girðingarinnar var hins vegar öðruvísi um að litast. Þar ríkja enn lög villta vestursins, þar skal engu eirt. Hafnfirskir frístundabændur leggja sitt af mörkunum til að gera landið að algerri auðn og ekki nóg með það. Kollegar þeirra sumir í Reykjavík og á Suðumesjum sleppa líka sínu fé fyrir ofan bæinn og þótt bannað sé að flytja fé á milli sveitarfélaga virðist engin hætta á, að bæjaryfir- völd í Hafnarfírði fetti út í það fing- ur. Það er annars undarlegt, að rollukarlarnir skuli vera yfír aðra hafnir þegar um er að ræða um- gengnina við landið, sem á þó að heita okkar allra. Hestamönnum er gert að girða sína gripi af, þeir mega ekki ganga lausir, en frístundabændumir virðast mega vinna þau spjöll á landinu, sem þeir kæra sig um. Þeir, sem vilja græða landið upp og veija til þess fé og fómfúsu starfi, verða hins vegar að sæta þeim afarkostum að víggirða hvem lófastóran blett. Það er kominn tími til að breyta þessu og banna lausagönguna á Reykjanesskaganum. Það þarf að stofna félag áhugamanna um friðun þessa lands og ég skora á almenn- ing og fulltrúa einstakra félaga að taka höndum saman. Það þarf að þrýsta á sveitarstjómarmenn hér á innnesjum því að þeir bera megin- ábyrgð á aðgerðaleysinu í þessum efnum. Starf móður Teresu: Frímerki og póstkort vel þegin Til Velvakanda. A hveiju ári höldum við í St. Paul-skóla í Bergen í Noregi sam- kvæmi sem kallast „SOS-festen“. Tekjurnar frá þessari samkomu renna til kaupa á þurrmjólk sem send er til móður Teresu. Hún býr í Indlandi þar sem hún annast heim- ilislaus börn. Þurrmjólk inniheldur mörg mikilvæg næringarefni sem em sveltandi bömum lífsnauðsyn- leg. Þess vegna höfum við kosið að kaupa þurrmjólk fyrir söfnunarféð. Hver einstakur bekkur setur saman dagskrá eftir eigin vali ellegar býr til hluti sem em á boðstólum í sölubásum. Bekkurinn okkar ætlar að selja frímerki. Það höfum við reyndar gert frá því við vomm í 3. bekk og hefur skilað góðum árangri. Viljið þið sem lesið þetta leggja okkur lið með því að senda okkur gömul eða ný frímerki, póstkort-eða þess háttar. Við tökum við öllu með þökkum. í fyrra öfluðum við 54 þúsnd norskra króna. Það munar um minna. Við gemm okkur vonir um að árangur verði ekki síðri í ár. Með góðum kveðjum, 7. bekkur St. Paul skole Nygaardsgaten 114a 5000 Bergen Víkverji skrifar Ibaksíðufrétt Morgunblaðsins síðastliðinn föstudag segir að salan hjá „þjóðnýttri“ áfengiseinka- sölu ríkisins hafí dregizt saman um 1,67% það sem af er þessu ári mið- að við sama tíma 1987. í fréttinni segir og: „Þá kaupir fólk mun meira af ódýrari tegundum en dýmm.“ Víkveija kom í hug, við lestur þessarar fréttar, að máske væri hið margumrædda „verðskyn neytand- ans“ að sækja í sig veðrið sem og „hyggindi hinnar hagsýnu húsmóð- ur“. Gott er ef satt er. Víkveija finnst það ekki sízt af hinu góða að heildarsala — og þá væntanlega heildameyzla — áfeng- is minnkar. „Hóflega dmkkið vín gleður mannsins hjarta", stendur einhvers staðar. Annað mál er hvort hófsemdin gleður þá sem fastast sækja á skatta- og tekjumið úr verstöð ríkissjóðs. Á hinn bóginn er spuming hvort rétt er að „verðstýra neyzlu" al- mennings, eða hinna þyrstu í þjóð- félaginu, frá eðalvínum til hinna lakari tegundanna. Eða frá neyzlu léttari drykkja til sterkari. Fyrir allnokkmm ámm „verð- stýrðu" stjómvöld neyzlu frá lút- sterku til léttvína. Þegar léttvíns- neyzlan jókst stóðust tekjuöflunar- menn ríkisins hins vegar ekki freist- inguna. Og léttvínsverð snarhækk- aði. Og hver var útkoman? Máske er svarið í tilvitnaðri baksíðufrétt Morgunblaðsins: „Salan á íslenzku brennivíni hef- ur aukizt um 33,61%“! XXX Víkveiji staldraði við aðra frétt á sömu baksíðu Morgunblaðs- ins: „Yfir 70 fyrirtæki og um 190 einstaklingar hafa verið úrskurðað- ir gjaldþrota það sem af er árinu". Meðal þeirra fyrirtækja, sem þannig hafa ýtzt fram af bjarg- brúninni, em mörg verzlunarfyrir- tæki, bæði einka- og samvinnurek- in, að ógleymdum sjávarútvegs- fyrirtækjum. Sennilega er langt í land að þann- ig fari fyrir þeirri þjóðnýttu einka- verzlun ríkisins, sem fyir er getið. Vafasamt er hinsvegar að líta á það sem sérstakan vitnisburð um ágæti ríkisrekstrar í verzlun, enda verzl- unarálagningin ekki með neinum smásálar- eða smáborgarasvip á þeim bænum, öðm nær. Söngurinn um verzlunargróðann, sem glumið hefur í eyrum Víkveija svo lengi sem hann man eftir sér, hefur hljóðnað eilítið undanfarið. Það þjónaði heldur ekki sjónarmið- um atvinnuöryggis í landinu, að dómi Víkveija, ef þessi atvinnu- grein félli saman. Talið er að milli 12 og 14 þúsund ársverk séu í verzl- un í landinu. Það em því ófáir sem sækja atvinnu og lifibrauð í verzlun- ina. XXX Víkveiji las það og einhvem daginn í þessari viku að um 2.500_ stúdentar hafa sótt um lán frá LÍN til að stunda nám við er- lenda háskóla. Hvaða ríki hafa svo mest aðdrátt- arafl að þessu leyti? Rúmlega 800 umsóknir liggja fyrir frá stúdentum sem hyggja á nám í Bandaríkjunum og Kanada. 217 hafa sótt um lán til náms við brezka háskóla. Námsmenn virðast flykkjast til ríkja Reagans og Thatcher í mun ríkari mæli en var áður fyrr. Hins- vegar virðist áhugi íslenzkra stúd- énta á háskólanámi á Norðurlönd- um hafa dvínað, þó hann sé enn mikill. Víkveiji telur það af hinu góða að stúdentar stundi framhaldsnám erlendis, þótt sízt skuli lítið gert úr flaggskipi íslenzka fræðslukerf- isins, Háskóla fslands. Nám erlendis víkkar íslenzkan sjóndeildarhring. Það að íslending- ar stundi framhaldsnám sem víðast í veröldinni gerir framtíðar-inni- stæðu þjóðarinnar í eign þekkingar- banka mun verðmætari og arð- bærari en ella.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.