Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.10.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. OKTÓBER 1988 B 25 3 S> Hvalveiðarnar: Erfið ákvörðun Til Velvakanda. Eins og komið hefur fram í frétt- um að undanförnu hefur hvalamálið gerst sífellt alvarlegra og verður ekki betur séð en viðskiptahags- munum okkar stafi hætta af ofsa- fengnum áróðri hvalfriðunarsinna. Sýnt hefur verið framá að hóflegar veiðar valda alls ekki hættu á út- rýmingu hvala en hér mun ekki hlustað á rök. Þetta er erfitt mál. Að vísu munu tekjur af hvalveið- um ekki umtalsverðar, en hvað eig- um við að gera er hvalvemdunar menn krefjast þess einnig að við hættum að veiða fískinn svo selur og hvalur hafi nóg að éta? Við hljót- um að vilja ráða auðlindum okkar sjálf. Hvað sem við gerum ætti að hugsa þetta mál vel áður en endan- leg ákvörðum er tekin. G.S. Komdu með á flísakynninguna Opið í dag kl. 10-16 KÁRSNESBRAUT106 - KÓPAVOGI - SÍMI46044 Auðgildi ofar manngildi? Til Velvakanda. Það er ekki ofsögum sagt af hræsninni í íslenskum stjómmálum í dag. Hver kannast ekki við vinsæl- asta orðatiltæki Steingríms Her- mannssonar og Framsóknarflokks- ins: Manngildi ofar auðgildi. Steingrímur hefur verið óspar á þetta orðatiltæki sitt í öllum við- tölum og þykir honum sjálfsagt að rétt sé með farið. Líklega trúir hann því að einmitt þannig sé stefna þeirra framsóknarmanna í fram- kvæmd. En er það svo? Er það að setja manngildi ofar auðgiidi að taka sjálfsögð mannréttindi af fólki með því að afnema samningsrétt- inn? Eða það að skattpína svo al- menning að hann varla skrimtir? Hvað með lánskjaravísitöluna sem er að sliga húsbyggendur, sum- ir svipta sig jafnvel lífi af því að þeir sjá ekki fram úr því að brauð- fæða sjálfa sig og fjölskyldu sína. Meinar Steingrímur kannski að manngildi ofar auðgildi þýði að mannsandinn geti þá svifíð ofar auðgildinu að manninum látnum? Já, ég bara spyr, því ég skil ekki hvemig þetta orðatiltæki þeirra framsóknarmanna er í framkvæmd. Eitt er víst. Þessi manngildisstefna Framsóknarflokksins er allt önnur en sú sem Flokkur mannsins fer eftir. Þar er manngildið haft í fyrirrúmi, ekki bara í orði heldur einnig í verki. Halldóra Pálsdóttir Þessir hringdu . /fc i Notum endurskinsmerki Margrét Sæmundsdóttir forskólafulltrúi hjá Umferðaráði hringdi: „Endurskinsmerkin eru mjög nauðsynleg núna eftir að farið að dimma en þau eru ekki nógu mik- ið notuð. Skokkarar þurfa að vera vel upplýstir ef svo má að orði komast. Það fást skokkbönd sem sjást langt að og veita þau mikið öryggi. Eg vil hvetja skokkara og aðra til að nota þau. Nokkuð ber á því að fólk kunni ekki að nota endurskinsmerki rétt. Það á ekki að hengja endurskinsmerki á axl- ir því þannig koma þau að litlum notum. Það á að láta þau hanga úr vasa eða vera framaná ermum eða neðaná úlpukanti. Mjög gott er að vera með endurskinsmerki á skófatnaði. Geislar bíljlósa leita niður og verða endurskinsmerki því að vera neðarlega til að koma að fullum notum. Ljós ytrifatnaðu eykur mjög á öryggi vegfarenda í dimmu. Eldra fólk er oft í dökkum fötum og eykur það mjög þörfina fyrir greinileg endurskinsmerki. Ef gamat fólk er með stafi ætti að setja á þá endurskinsmerki." Stöndum með Halldóri Jóhann Guðmundsson hringdi: „Ég styð Halldór Ásgrímsson í hvalveiðimálum. Vil ég senda hon- um málsháttinn: Betra er að róa en reka undan. Mér langar að spyija hvort Grænfriðungar stjómi að einhveiju leyti fréttum af hvalveiðum íslendinga í sjón- varpinu. Kvöld eftir kvöld er sýnd mynd af fallbyssu hvalveiðibáts og dauðastíði hvalsins. Er ekki alveg eins hægt að sýna myndir frá sláturhúsum í Bandatríkjunum eða nautaati á Spáni fyrir þá sem vilja sjá blóð? Ég tel að íslending- ar eigi ekki að leggja í vopn í hendur Grænfriðunga eins og sjónvarpið hefur gert. Það er nógu erfítt fyrir Halldór að beijast fyr- ir rétti okkar á erlendri grund þó ekki sé vegið að honum á heima- slóðum á meðan.“ Gleraugu Gleraugu í dökkrauðu plast- hulstri töpuðust í miðbænum á miðvikudag. Upplýsingar í síma 612174. Bakpoki Bakpoki fannst á gangstétt við Blómvallagötu fyrir nokkru. Upp- lýsingar í síma 10483. Styðjum fatlaða Gamall sjómaður hringdi: „Mig langar til að koma því á framfæri við ungt fólk sem situr í skólum um land allt að það efni til söfnunar og hver og einn nem- andi gefí svo sem 100 krónur til að bæta aðstöðu fatlaðra. Hún er mjög bágborin. Það er þjóðarsómi hversu vel fatlaðir keppendur héð- an hafa staðið sig á ólympíuleik- unum í Seul. Við ættum að gera betur við fatlaða." Sýnið meira frá Heimsleikum fatlaðra Sólveig hringdi: „Ég vil hvetja ríkissjónvarpið til að sýna meira frá heimsleikum fatlaðra í Seul.“ Stjarnan - gott hádegisútvarp Ánægður hlustandi hringdi: „Ég vil þakka fyrir gott hádeg- isútvarp á Stjörnunni. Þar eru spiluð róleg og skemmtileg lög. Það er gott að vera laus við allt mal á þessum tíma og geta notið tónlistarinnar." ,/ 1 // Léttur, Ijúfur og þéttur Pú eyðir u.þ.b. 1/3 hluta œvi þinnar í svefn og hvíld. Því skiptir það máli að þú veljir góðan kodda, - kodda sem veitir höfði og hálsi nákvœmlega réttan stuðning. Latex koddinn er hannaður til þess að mœta ftrustu kröfum vandlátra notenda og er prýddur fjölmörgum kostum: • Hann er gerður úr hreinu náttúrugúmmíi, - sérstaklega hreinlegu efni sem hrindir frá sér ryki og óhreinindum og þolir þvott. Hann er því einnig mjög heppilegur fyrir þá sem þjást af ofnœmi, asma og heymœði. • 3000 rörlaga loftgðt sjá um að loftið leikur um koddann að innanverðu, - einstakt loftrœstikerfi sem tryggir jafnframt að koddinn heldur ávallt lögun sinni, er mjúkur og Ijaðurmagnaður. Haltu þér fast! - Verðið kemur á óvart! Við erum með tvær gerðir af Latex koddum: Þynnri gerð á kr. 1.095,-. Þykkari gerð á kr. 1.410,- LYSmDÚN SMtEUUVEGI 4 KÓPAVOGI SÍMI 79788 Dunlopíllo Söluadilar: Hagkaup - Ingvar og synir - Amaro-Akureyri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.