Alþýðublaðið - 05.08.1932, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.08.1932, Blaðsíða 2
i ALEÝÐUBLAÐIÐ Annað hljóð í strokknum. Morgunblaðið flytur í gær grein þar s©m það fárast yfir lögleysunni, sem framin hafi ver- ið gagnvart Sveini Beiiediktssyni, par sem honum hafi verið mein- að að dvelja á Siglufirði, eða svo notuð séu sömu orðin og Morg- unblaðið viðhafði í vetur um Ax- él Björnsson, Sveinn fluttur hreppaflutningi af Siglufirði. 1 vetur þegar nokkrir útgerðar- fenenn í Keflavík frömdu ofbeldis- verk sitt á Axel Björnssyni, þá var Morgunblaðið hið hróðugasta yfir þessu verki, og mældi þeir.ri iHgaleysu bót á allar lundir. Voru þá margir íhaldsmenn, sem létu í ljós að þetta kynni að draga dilk á eftir sér, og að ekki mundi heppilegt að nota slikar aðferðir, sem siðlausustu útgerðarmennirn- (ír í Keflavík höfðu ráðið og dreg- ið ýmsa sér betri irienn með sér út í. Morgunblaðsmennirmr og þó einkum hinn sérstaki skamma- ritstjóri, Sigurður Kristjánsson, sem sóttur var vestur á firði af því sumum íhaldsforkólfunum þóttu ekki þeir Jón og Valtýr brúka nógu sóðalegt orðfæri, þessir náungar, sem hafa fyrir atvinnu að rita svfvirðiinigar um samtök verkalýðsins, þeir voru ekki að hugsa um annað en að þjóna lægstu hvötum þeirra hús- bænda sinna, sem auðvirðilegast- an höfðu hugsunarháttinn. Bn nú', þegar verkalýður Siglufjarðar geldur auðvaldinu í sömu mynt og Keflvíkingar fundu upp og blaðritarar Morgunblaðsdns vikum saman og dag eftir dag reyndu að telja almenninigi trú um að væru lögliegar og sjálfsagðar að- ferðir, þá er komið annað hljóð í strokkinn hjá Morgunblaðinu. Nú vandlætist Morgunblaðið yfir lagaleysinu og spyr, hvort nokkr- um manni detti 1 hug, að flutn- ingur Sveins Beniediktssonar frá Siglufirði sé löglegur. 1 vetur datt Morgunblaðinu ekki í hug að Verknaðurinn í Keflavik gæti lieitt neina hættu af sér, en nú sér það sjálfstæði landsiinis í vhða, ef að Sveinn fái ekki að vera á Siiglu- firði. „Fyrir aga- og laga-leysi liands- manna týndi þjöðin sjálfstæði sinu á Sturlúngaöld,“ segir Moggi. En þdr Moggamenn eru ekki betri sagnfræðingar ng en venjulega; þeir gleyma að það var vegna lagaleysis höfMngj- mma, að þjóðin glataði sjálfstæði sinu, og svo gæti auðveldlega farið enn, ef skipulagsbundinn verkalýður léti þá ráða, sem verst éru innrættir úr ýfitstéttinrii, og hefði ekki þann sið áð gjalda auðvaldinu auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. Sköpun nýrrar alþýðumenning- ar innan apðvaldsskipulagsins. Viðtal við Fiiðrik Sigmmidsson verkamann, sem ef nýkominn hingað eftir að hafa dval'* ið í 14 ár við vinnn í Hollandi. Alþýðublaðið liitti í gær Frið- rik Sigmundsson verkamann að máli. Hann hefir dvalið undan- farin 14 ár í Hollandi og unnið þar margvíslieg daglauniastörf víðs vegar í landinu. Var hann þar í verklýðsfélögum og fékk því gott tækifæri til að kynnast starfi alþýðusamtakanna þar í landi. — Alþýðublaðið bað hann að skýra því frá starfi hollenzkra verkamanna, og sagðist honum svo frá: Þegar hollenzkir verkamienn efndu í upphafi til samtaka sín á milli, voru þeir ekki hárieistir eða öflugir. Samtök þeirra voru fá og lítil, skrafstofur áttu þeir á fáum stöðum og blöð örfá og mjög lítil, — en eftir því sem ár- in Liðu og vinnukaupiendur feng- ust til að viðurkenna samtök al- þýðunnar, óx þeim afl og þor, og nú eru þau voldugustu sam- tök í landinu — og jafnaðar- . manháflokkurinn á þingi Hol- lands næs'tstænstur af þingflokk- unum og hefir mikil áhrif til hagsbóta fyrir verkalýðinri, þó að langt sé frá að hann komi því fram öllu, sem hann vill. í Hollandi eru til fleiri en eitt alþýðusamband. Ég var í siam- bandi jafnaðaramannanna, eða í sjómannafélagi, sem er í því, en auk þess eru til kristileg verka- mannafélög, og eitthvað er til af félögum, sem kalla sig komrn- únistisk. Samband jafnaðarmanna er langsamlega öflugast, enda gætir hinna ekki neitt, sízt hinna kommúnistisku. J afnaðarmanria- sambandið skapar Iíka kaupkjör verkalýðsins, og hin samböndin hafa engin tök til að ráða neinu á atvinnusviðinu, og hvorki tál kauplækkunar eða hækkunar. Við vinnuna standa oft deilur milli verkamanna . hinna ýmsu sambanda, aðallega þó milli þeirra, sem eru í okkar sam- bandi, og hinna kristnu, því kommúnistiskir verkamenn sjást varla. Þeir, sem eru í hinum kristnu (rómversk-k aþ ó lsku) verkamannafé 1 ögum, eru ekki hóti kristnari en við Mndr, en kirkjan hefir töluvert vald yfir þeim og heldur þeim 1 andlegum fjötrum — og þegar við spurðum þá hvort þieir héldu að við mundum koma meiru til leiðar theð því, að koma jafnaðaranönnum á þing eða syngja sálma, þá gátu þeir fátt sagt, en hafa víst álitið að hýorttveggja væri gott hvað með öðru. Alþýðusamtökin í Hollandi hafa koihið mjög miklu góðu til leiðar fyrir verkalýðinn og sótt það ait í gréipar yfirráðastéttar- j innar. Og það, sem ég þekki bezt af þessum umbótum og trygg- mgum, eru atvinnuleysisstyrkirn- ir. Fyrir einhleypa er atvinnuleys- isstyrkurinn 7 gyllini á viku, eða um kr. 17,50, en fyrir fjölskylidu- smenn er hann 10—12 gyllini á viku og auk þess víst fyrir hvert barn, sem þeir eiga. Ef fjöl- skyldumenn eru mjöig illa stæðir, fá þeir auk þessa húsaleiguistyrk. Stundum fá menn líka kort upp á ýmis konar fatnað auk styrks- ins. Skórnir, sem ég er á núna, eru t. d. fengnir fyrir slíkt korí. En til að fá þessa styrki eru miklar reglur, sem þarf að halda. Fyrst verður atvinnulieysingi að koma og tilkynna, að hann sé atvinnulaus, og síðan verður hann að koma einu sinni á hverj- um degi til að sanna, að “hiann hafi ekki atvinnu, og enginn fær styrk fer en hann er búinn að vera atvinnulaus í hálfan mán- uð. En auk atvinnuleysisstyrkjanna eru til aðrir styrktar-sjóðir. f sjómannafélaginu, sem ég var í, fékst það fyrir um 6 áruhi með samninigum við reiðarana, að þeir skyldu greiða 3 gyllini á mánuði fyrir hvern sjómann, sem hjá þeim vann, í sjóð til styrktar atvinnulausum sjómönn- um, en næsta ár þar á eftir fékst þetta hækkað, líka með samning- |um, upp í 5 gyllini á mániuðí og þannig er það nú. — Þessi sjóð- ur er allur undir stjórn sjó- mannafélagannia, en auk þess eiga reiðararnir sinn fulltrúa í stjórn hans og borgarstjórinn sinn fulltrúa. Jafnaðarmenn í Hollandi gera ákaflega mikið til að „agifera“ fyrir samtökunum og stefnu sinni. — Þeir eiga fjölda af blöð- um og leggja feikna áherzlu á að útbreiða þau, til að hamla upp í móti valdi auðvaldsblað- anna. Aðalblað þeirra heitir „Het Volk“ og er gefið út í Amster- dam. Þetta blað var í vetur stækkaö um helming og hafin á- köf útbreiðslustarfsémi fyrir það um leið. Það kemur út tvisvar á dag og er mjög stórt. í fyrstu var það lítið og áhrifalaust, en verkamennirnir í Hollandi vita hvað blöðin hafa að segja í stéttabaráttunnd. í Rotterdam eiga þeir stórblað, sem heitir „Vöorwartz", i Haag eiga þeir blað, sem heitir „Et háugsche Volk“. Verkamaninasambandið og flokkurion eiga stórhýsi alls staðar fyrir blöð sin og prent- smiðjur. Samtökin létu í vetur reisa mikíð og volclugt stórhýsi í Amsterdam fyrir blöð sín, prentsmiðjur og alla útgáfustarf- semi. Skrifstofur verklýðsfélag- anna eru annars staðar. Eins og ég hefi þegar sagt, er jafnaðar- mannaflokkurinn (næststerkasti flokkur þingsins, hefir á annað hundrað þingmenn og vann fjóra við síðustu kosningar. Aðalíor- ingi hans heitir Albarda og er verkfræðingur. Hann tók við þeg- ar Truelstra, sem þér kannist við, lézt, en hann var einn af braut- ryðjendum samtakanna og elsk- aður af verkalýðnum. Kommúnistar hafa einn þing- manin nú, en höfðu áður tvo. Mér finst, að íslenzkir verka- menn eigi að taka sér til fyrin- myndar starfsemi stéttarbræðTa sinna í útlöndum, þar sem hún er bezt, t. d. í Hollandi. Og mikið gagn tel ég að íslenzkum verka- lýð yrði að því, ef fulltrúar hans hefðu tækifæri til að fara til út- lánda við og við og kynna sér starfsaðferðirnar þar. Það, seni ég téJ fyrsta og sjálf- sagðasta hlutvérk verkalýðsins í frelsisbaráttu sinni, er að fá sam- tök sín viðurkend af atvinnurek- endum, því að annars er ekki hægt að semja, og samningarnir eru fyrsta skilyrðið til þess að fá eitthvað fram. Á óeirðum og ólátum hefi ég enga trú; slíkt getur ekki orðið til annars en veikja samtökin og eyðileggja skilyrðin til framtíðarsóknarinnara Það er ákaflega áriðandi fyrir verkalýðinn að koma símcm mönnum inn í allar stöður, hverj- ar svo sem þær eru — með því skapast áhrif í hinu opinbera lífi — og þá fyrst og fremst í bæjatr- stjórnir og á þing, því að þing- mannslaus og bæjarfulltrúafeus verklýðssamtök eru lítilsvirði, — en ég sé nú, að íslenzkir verka- menn hafá þegar séð þetta og hafa skapað sér nokkra aðstöðu; á alþingi og í bæjarstjómum. Nýjustu fregnir frá Siglufirði. Siglufirði, FB. 4. ágúst Mjög mikil síldveiði síðustu daga og síldin. mjöig skamt sótt. Hafa sum skipanna tekið fullfermi eða jlví nær rétt utah við Siglufjörð. Má heita, að saftað hafi verið stöðv- unarlítið á sumum söltunarstöðv- um frá þvi á laugardag. Gizkað er ái, að búið sé að verka hér um 25 000 tn. — RekWiétasíldar- afli ér misjafn. Sumir bátanna hafa afláð allvel síðustu nætur, áðfir litið. Þrír bátáir Ufðti var- ir við smokkfisk ! síldinni og sipá margir, að veiðin verði svikul héðan í frá. Dettifoss íók hér á fjórða þús- und tunnur af síld, en M/S „Dronning Alexandrine“ tékur héf um þrjú þusund tunriur. Meiri hluti síldarinnar er flutt-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.