Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.11.1988, Blaðsíða 32
Samkomuhúsið: íslenski dansflokkurinn ftnmsýndi nýjan ballett Nemendur nokkurra skóla fengu að kynnast danslistinni íslenski dansflokkurinn hefiir verið á Akureyri undanfarna og meðal erinda flokksins norður var að kynna danslist nemendum nokkurra skóla í bænum. Auk þess hafði dans- fiokkurinn tvær ballettsýningar í Samkomuhúsinu. Þar var með- al annars frumfluttur nýr ballett eftir Hlíf Svavarsdóttur, stjórn- anda íslenska dansflokksins. Danslist er ein þeirra listgreina sem lítt hefur verið kynnt utan höfuðborgarsvæðisins, en á meðan íslenski dansflokkurinn stóð við á Akureyri áttu nemendur nokkurra skóla kost á að fylgjast með starfí dansarans _og undirbúningi dans- sýningar í íþróttahöllinni. Nemend- Hljóðbylgjan Ætlar inn á höfuð- borgar- markaðinn Útvarpsstöðin Hljóðbylgj- -'an á Akureyri hefiir fengið leyfi útvarpsréttarnefiidar til að senda út efiii sitt á höftið- borgarsvæðinu frá og með 1. desember næstkomandi. „Við stefnum að því að byija 1. desember. Hinsvegar fáum við ekki dagskrárlínu frá Pósti og síma fyrr en í byijun næsta árs svo við höfum tekið það ráð að leigja stúdió af útvarpsstöð- inni Utrás, útvarpi framhalds- skólanema, uppi í Armúla," sagði Pálmi Guðmundsson út- varpsstjóri Hljóðbylgjunnar í samtali við Morgunblaðið. Hljóðbylgjan er þessa dagana að ganga frá kaupum á sendi- búnaði frá Bandaríkjunum sem meiningin er að setja upp á Vatnsendahæð. „Á meðan við fáum ekki línuna, verðum við að hafa tvær dagskrár, eina á Akureyri og aðra í Reykjavík. Fjórir dagskrárgerðarmenn að norðan fara suður í rúman mán- uð og í bígerð er að ráða fjóra gesta-dagskrárgerðarmenn að sunnan til að sjá um þætti." Hljóðbylgjan mun útvarpa á tíðninni FM 95,7 sem er sama tíðni og Ljósvakinn sálugi hafði. Útsendingar hefjast kl. 8.00 á morgnana og standa til kl. 1.00 um nætur. Kostnaður við kaup á sendi- búnaði nemur um tveimur millj- ónum króna. Pálmi sagði að ætlunin væri að fjármagna reksturinn á auglýsingum ein- göngu og væru þeir Hljóð- bylgjumenn hvergi bangnir við auglýsingamarkaðinn á höfuð- borgarsvæðinu. „Ljóst er að sá markaður er að minnsta kosti tífalt stærri en sá er við sitjum að hér á Akureyri. Hann er öflugri og trúum við því að við treystum rekstur stöðvarinnar «enn betur með því að bjóða upp á dagskrána sunnanlands líka. Vissulega verðum við varir við samdrátt í auglýsingatekjum, eins og aðrir, svo við ætlum fyrstu vikurnar að byija á smá herferð. Samt sem áður erum við bjartsýnir," sagði Pálmi að lokum. ur tóku þessari kynningu vel og var ekki laust við að ýmsir þeirra döns- uðu í burtu, að minnsta kosti í hug- anum. Flokkurinn dansaði svo á föstu- dags- og laugardagskvöld í Sam- komuhúsinu. Aðsókn var fremur dræm, innan við hundrað gestir hvort kvöld, en það má trúlega rekja til þess hve lítt þetta listform hefur borist um landið, en auk þess stóð svo á að Sinfóníuhljómsveitin var með tónleika á Akureyri á föstu- dagskvöldið. Ekki var annað að sjá og heyra á ballettgestum en þeir nytu þessarar skemmtunar ágæt- lega og hefðu fleiri gert ef þeir hefðu komið. Á verkefnaskránni voru þijú verk, öll eftir Hlíf Svavarsdóttur. Fyrst var Tangó, dans fyrir fjórar stúlkur og fjóra stóla við tónlist eftir Astor Piaszola, en það verk var frumflutt i Reykjavík um síðustu áramót. Næst var sýndur ballettinn Innsýn við tónlist Eriks Satie, dans fyrir þijár konur og tvo karlmenn. Þetta er nýjasta verk höfundar og var frumsýnt nú í þess- ari Akureyrarferð. Að loknu hléi var loks sýndur ballettinn Af mönn- um við tónlist Þorkels Sigurbjörns- sonar, en hann hafði áður verið sýndur í Osló í maímánuði síðast- liðnum. Þessi ballett var fjölmenn- astur, dansarar alls átta, tveir karlr og sex stúlkur. Eins og á þessu sést var hér á ferð nútímalegur dans, þótt dans- listin byggi raunar á fomum hefð- um í hreyfingum og líkamsburði öllum. Eftirtekt vakti að stúlkumar sem dönsuðu vom allar íslenskar en karlmennimir útlendingar. Þar var ljós sá vandi sem mun lengi hafa hijáð íslenskan ballettdans, að engu er líkara en íslenskum karlmönnum þyki óviðeigandi að dansa ballett. Hitt var ljóst að ball- ettgestum þótti fengur að þessari norðurför dansflokksins og mættu þær verða fleiri. Morgunblaðið/Rúnar Þór Bjömsson Frá sýningu íslenska dansflokksins á Akureyri. Á Sinfóníutónleikum í Skemmunni á Akureyri. Morgunblaðið/Rúnar Þúr Bjömsson Fjölmennasta tónleikaferð Sinfóníuhlj óms veitarinnar Sinfóníuhljómsveit íslands kom tii Akureyrar á föstudag og hélt tónleika í íþróttaskemmunni þá um kvöldið. Á tónleika- skránni voru þijú verk eftir Pjotr Tsjajkovskíj, þau hin sömu og hljómsveitin hafði flutt á tónleikum í Háskólabíói kvöldið áður. Hljómsveitin kom norður með tveimur flugvélum, alls 70 hljóð- færaleikarar. Að sögn Sigurðar Bjömssonar, framkvæmdastjóra hljómsveitarinnar, er þetta fullskip- uð sveit og hefur hún ekki farið fjölmennari í tónleikaferð út fyrir Reykjavík. Hann sagði að ferðir sem þessar væm afar kostnaðar- samar og ijarri lagi að aðgöngu- miðaverð stæði undir kostnaði. Hins vegar væri tilgangurinn fjölþættur, meðal annars það hlutverk hljóm- sveitarinnar að kynna list um landið og hitt, að með þessu gæfíst hljóm- sveitinni færi á að flytja efnisskrá sína oftar er. á einum tónleikum. Þessi þáttur í starfínu væri mögu- legur vegna þess eins að hljómsveit- in nýtur fjárhagslegs styrks til ferða um landið, en það er tíundi hluti af innheimtum skemmtanaskatti. Á verkefnaskrá Sinfóníuhljóm- sveitarinnar voru sem fyrr sagði eingöngu verk eftir Pjotr Ilítsj Tsjajkovskíj, og hljómsveitarstjóri var Finninn Petri Sakari. Fyrsta verkið var Píanókonsert nr. 1 í b- moll, op. 23. Einleikari var Nina Kavtaradze og hún Iék konsertinn af mikilli list. Höfðu sumir tónleika- gestir á orði að þeir hefðu ekki fyrr heyrt þetta verk flutt af ann- arri eins tilfinningu. Næst komu Rokokotilbrigði fyrir selló og hljóm- sveit op. 33 og Erling Blöndal Bengtsson lék á sellóið af alúð og glæsileik. Að lokum lék hljómsveitin svo Sinfónískt ljóð op. 32, Frances- ca da Rimini, byggt á kafla úr Hin- um guðdómlega gleðileik Dantes. Hljómsveitinni og stjórnanda hennar var vel fagnað í íþrótta- skemmunni, en einleikararnir áttu hug gesta mestan og hlutu afar innilegar viðtökur fyrir glæsilega list sína. Að sögn Sigurðar Bjömssonar er næsta norðurreið hljómsveitar- innar fyrirhuguð í júnímánuði á komandi ári. Súlnafell á veiðar eftir nær fjögurra mánaða stopp Súlnafell ÞH 361 frá Þórshöfii hélt til veiða f gær eftir nær Qög- urra mánaða stopp. Aðalvél togar- ans bræddi úr sér i byijun júlí á Austfiarðamiðum þar sem skipið var á veiðum. Það var þá dregið í land af varðskipi til EskiQarðar, ?ar sem vélin var rifin í sundur. ljós kom að hún var mjög illa farin svo ákveðið var að skipta tun vél. Súlnafellið var dregið til Hafnar- fjarðar og hefur Bátalón hf. séð um vélaskiptin. Kostnaður nemur 18 til 20 milljónum króna. Auk vélarinnar var settur í skipið nýr niðurfærsl- ugír, skrúfubúnaður var endumýjað- ur og talsverðar endurbætur voru gerðar á rafbúnaði og nýrri aðaltöflu komið fyrir. Skipið fer beint á þors- kveiðar, en það á eftir um 300 tonna kvóta. Útgerðarfélag Norður-Þing- eyinga gerir skipið út. Félagið gerir einnig út frystitogar- ann Stakfell ÞH 360 sem er á karfa- veiðum fyrir austan land. Afli hefur verið tregur, að sögn Grétars Frið- rikssonar útgerðarstjóra. Hann sagði rekstur fyrirtækisins þungan vegna gríðarlegs flármagnskostnaðar. Þá virtust þorskkvótar ekki liggja á lausu en Stakfellið vantaði tilfinnan- lega aukakvóta. Lúðrasveit Akureyrar: Til Eyja og A-Þýskalands AÐALFUNDUR Lúðrasveitar Akureyrar var haldinn 1. nóvem- ber sl. Starfsemi sveitarinnar gekk vel á síðasta starfsári. Stjórnin var endurkosin og hana skipa nú Einar Jónsson form- aður, Stefán Hallgrímsson ritari og Guðlaugur Baldursson gjaldkeri. Helstu verkefni Lúðrasveitar Akureyrar á starfsárinu 1988-89 em tvö. Annars vegar fer lands- mót lúðrasveita fram í Vest- mannaeyjum í júní nk. Hinsvegar heldur sveitin til Rostok í Austur- Þýskalandi á svokallaða Eystra- saltsviku í lok júní. Áformað er að virkja eldri félaga og þá sem hafa áhuga á að starfa með. Þeir geta haft samband við Atla Guð- laugsson stjómanda sveitarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.