Morgunblaðið - 08.11.1988, Page 4
4 T&
MORGUNBLAÐIÐ IÞRÓ l f 7I?'¥rI^ÍÍ)AGUR 8. NÓVEMBER 1988
Austurdeildarliðin kynnt:
Detroit Pistons
sigur-
strang-
legast
Hér fylgjast hörkutólin Kevin Willis hjá Atlanta og Rick Mahom hjá Detro-
it með knettinum. Bæði þessi lið hafa augastað á meistaratitlinum og beijast
við Boston um sigur í Austurdeildinni.
UM helgina hófst keppni í
NBA-deildinni f Bandaríkjun-
um, en þar leika bestu körfu-
knattleiksmenn heims að
flestra mati. Morgunblaðið
mun fylgjast meö keppni lið-
anna 25 í vetur, einkum þegar
nær dregur úrslitakeppninni.
NBA-deildinni er skipt í tvær
deildir, Austurdeild með 12 lið
og Vesturdeild með 13 lið, en
í hvorri deiid eru tveir riðlar.
Leiknir eru 82 í riðlakeppninni
áður en úrslitakeppnin hefst í
maí. í úrslitakeppninni komast
síðan 16 lið, átta íhvorri deild
sem bestan árangurinn hafa.
Sigurvegara hvorrar deildar -
um sig keppa síðan um meist-
aratitilinn sjálfan í júní. í dag
kynnum við liðin sem leika í
Austurdeildinni, en á morgun
verða liðin íVesturdeildinni
kynnt.
Ahugi á keppni í NBA-deildinni
hefur aukist mikið hér síðustu
ár og eiga sum liðin marga áhang-
endur hér á landi. Þá hefur frammi-
____ staða Péturs okkar
KARFA Guðmundssonar hjá
San Antonio Spurs
Gunnar vakið mikla athygH’
Valgeirsson en Þar erum vlð Is’
skrifar lendingar í hópi að-
eins fárra þjóða sem
eiga leikmann í þessari sterku deild.
Ólíkt því sem gerist í keppni há-
skólaliðanna í Bandaríkjunum eru
ekki miklar sviptingar á styrkleika
liða frá ári til árs. Það tekur nokk-
um tíma að byggja upp sterkt lið
og í vetur má fastlega búast við
að sömu lið blandi sér í toppbárátt-
una og í fyrra.
NBA-deildin hefur sennilega
aldrei áður staðið traustari fótum
en í dag og tvö ný lið koma inn í
deildina í vetur, Charlotte Homets
og Miami Heat. Framkvæmdastjóri
deildarinnar, David Stem, hefur
unnið mjög gott starf síðan hann
tók við framkvæmdastjóm fyrir
fimm árum, en þá voru miklir erfið-
leikar milli leikmanna og eigenda
iiðanna. Stem hefur síðan staðið
fyrir samkomulagi milli þessara
aðila umn kjör og réttindi til næstu
sex ára og liðin í deildinni standa
betur fjárhagslega en nokkru sinni
fyrr. Þá hafa leikmenn meira frelsi
en áður að skipta um lið og hefur
NBA verið í fararbroddi hvað þetta
varðar í atvinnuíþróttum í Banda-
ríkjunum.
Keppnistímabilið í fyrra var af
mörgum talið það besta í sögu deild-
arinnar og nýtt met var sett í áhorf-
endafjölda á leikjunum. Utslita-
keppnin var mjög jöfn og spenn-
andi, ný lið blönduðu sér í topp-
baráttuna og Los Angeles Lakers
tókst að vinna meistaratitilinn ann-
að árið í röð, en það hafði engu liði
tekist síðan 1968—69. í ár má telja
fullvíst að Los angeles, Dallas og
Utah verði sterkust í Vesturdeild,
en Boston, Detroit og Atlanta í
Austurdeildinni eins og í fyrra.
Nokkur önnur lið eru á uppleið og
má þar nefna Denver, Portland,
New York, Cleveland og Chicago.
Áður en við spáum í liðin er rétt
að skýra það að lið geta ekki keypt
sér nýja leikmenn í skjóli peninga-
valds. Leikmenn eru venjulega ekki
keyptir á milli liða fyrir peninga,
heldur er skipt á leikmönnum eða
þeir keyptir fyrir svokallaðan drag-
rétt í vali á leikmönnum úr háksóla-
liðunum. Þannig gæti Boston t.d.
selt Danny Ainge til Nes Jersey
gegn því að fá fyrsta dragrétt þess
félags næsta ár og þar að auki ein-
hveija leikmenn.
Hér að neðan verður fjallað um
liðin 12 í Austurdeildinni og spáð
í frammistöðu þeirra fyrir veturinn.
Austurdeild
Riðlamir tveir í Austurdeildinni
eru mjög ójafnir. í Atlantshafsriðl-
inum er Boston með langsterkasta
liðið, en Miðriðillinn er mjög jafn
og örugglega sterkasti riðillinn í
NBA-deildinni. Mjög líklegt er að
Detroit og Atlanta beijist um sigur
í þeim riðli.
Atlantshafsriðill
Boston mun vinna þennan riðil
örugglega og eina spumingin er
hvort annað lið fylgi þeim inn í
úrslitakeppnina.
Boston Celtics
Celtics geta ekki lengur reitt sig
á að verða með bestan árangurinn
í Asturdeildinni. Tvennt kemur þar
til: liðið er orðið gamalt og vara-
menn ekki upp á það besta (ef ein-
hver skyldi ekki vera orðinn þreytt-
ur á að heyra þetta!). Auk þessa
eru tvö önnur sterk lið hjá Atlanta
og Detroit sem eru hungruð í að
ginna „græningjana“. Boston á við
sama vandamálið að glíma og und-
anfarin ár, liðið nær ekki í góða
leikmenn í háskólavalinu og getur
heldur ekki keypt neinar stórstjöm-
ur þar sem það hefur engum al-
mennilegum leikmönnum til skip-
tanna. Larry Bird mun örugglega
eiga enn eitt frábært tímabil en lið-
ið mun eiga í erfíðleikum ef nýji
þjálfarinn, Jimmy Rodgers, fær
ekki meira út úr varamönnunum
en K.C.Jones gerði þegar hann var
við stjómvölinn. Vegna þess hve
liðin í Atlantashafsriðlinum em slök
ætti Boston að eiga sigurinn vísan
í riðlinum, en þegar í úrslitakeppn-
ina kemur verður fróðlegt að sjá
hvemig hinum nýja þjálfara hefur
tekist til með mannskapinn.
New York Knicks.
New York olli stuðningsmönnum
sínum ekki vonbrigðum í fyrra.
Nýji þjálfarinn, Rick Pitino, gerði
góða hluti með þetta unga lið. Besti
nýliðinn í deildinni í fyrra, bakvörð-
urinn Mark Jackson, breytti liðinu
mikið. Með tilkomu Jacksons átti
stjórstjaman Pat Ewing sitt besta
keppnistímabil í deildinni til þessa
og í sumar fékk liðið Charles Oa-
kley frá Chicago, en hann tók flest
frákost í deildinni í fyrra. Oakley
er maðurinn sem vantaði í New
York, en fráköst vom mikið vanda-
mál hjá liðinu í fyrra. Ef hinir fram-
verðir liðsins koma til em Knicks
til alls líklegt í vetur. Knicks em
mikið stemmingslið og fátt jafnast
á við fjömgan leik á Manhattan í
Madison Square Guarden.
Philadelphla 76ers
það á ekki af þessu liði að ganga.
Framkvæmdastjórar og eigendur
liðsins hafa eyðilagt annars gott lið
á undanfömnum þremur ámm með
vægast sagt einkennilegum ráðstöf-
unum. Fyrst var Moses Malone seld-
ur, þjálfarinn síðan rekinn, og í
fyrra fékk liðið til liðs við sig fimm
nýja leikmenn sem New York og
New Jersey gátu ekki notað! Varla
nema von að Charles Barkley (sem
í raun er liðið) sé orðin leiður á
vistinni hjá slíkum atvinnurrekend-
um. Barklev skoraði flest stig, lék
flesta leiki, hitti best og tók flest
frákost hjá 76ers í fyrra. Það hefur
þó komið í ljós, bæði hjá Fíladelfíu
og Chicago, að fleira þarf að koma
til en stórleikur eins leikmanns til
að lið nái langt. Þó liðið sé e.t.v.
ekki alveg á flæðiskeri statt með
þá Barkley og Maurice Cheeks, er
ljóst að vemlega þarf að styrkja
liðið ef það á að komast í úrslita-
keppnina og gera einhveijar rósir
þar.
Washlngton Bullets.
Framkvæmdastjórar liðsins hafa
byggt liðið upp á kaupum á eldri
leikmönnum undanfarin ár. Þegar
Moses Malone líkaði ekki sá samn-
ingur sem honum var boðinn í sum-
ar, pakkaði hann einfaldega í tösk-
ur sínar og fór til Atlanta. Bullets
standa nú uppi án öflugs miðvarðar
og meðan flest lið leita dauðaleit
að góðum miðvörðum lét Washing-
ton hin geysisterka Malone fara án
þess að reyna mikið til að halda
honum. Ljóst er að þetta mun koma
niður á liðinu í vetur og jafnvel enn
lengur. Liðið rétt skreið inn í úrslita-
keppnina í fyrra en ólíklegt er að
það nái því í vetur.
New Jersey Nets.
Nets munu eiga í vandræðum
eins og undanfarin ár. Liðið hefur
átt í miklum erfiðleikum með þann
mannskap sem hjá því hefur verið.
Leikmennimir hafa lent í erfiðum
meiðslum, aðrir hafa neitað nýjum
samningum og enn aðrir hafa lent
í vandræðum vegna eiturlyfja-
neyslu. Langbesti leikmaður Nets
er Buch Williams og í síðastu viku
keypti liðið miðheijann Joe Barry
Caroll frá Houstun í skiptum fyrir
þijá minni spámenn. Eini ljósi
puntkurinn á nýju keppnistímabili
er að nýtt lið er komið í þennan
riðil og Nets ættu því að losna við
að lenda í neðsta sæti í riðlinum í
vetur. Willis Reed á erfitt verkefni
fyrir höndum sem þjálfari þessa
liðs.
Chariotte Homets.
Það mun hjálpa til hjá þessu
nýja liði í deildinni að það spilar a
svæði þar sem hvað mestur áhugi
er á körfuknattleik í Bandaríkjun-
um. í Norður Karólínu eru mörg
bestu háskólalið landsins og geysi-
legur áhugi er á íþróttinni í þessu
fylki. Stuðningsmenn Charlotte
ættu þó ekki að búast við of miklu
af liðinu í vetur og jafnvel ekki
næstu 2-3 árin, því venjulega tekur
nokkur ár að koma upp góðu liði í
deildinni. Áhorfendur í nýju íþrótta-
höllinni í Charlotte ættu að njóta
þess að fá að sjá stórstjömur NBA
koma í bæinn, en ekki búast við
of mörgum sigrum hjá sínum mönn-
um.
Miðriðill
Hér beijast aðalllega Detroit og
Atlanta um sigurinn, en Cleveland
og Chicago eru lið á uppleið.
DetroH Pistons
Á síðasta keppnistímabili veitti
Pistons-liðið öðrum liðum innblást-
ur. Þeir sýndu að hægt var að vinna.
Boston í Áusturdeildinni og einung-
is klaufaskapur síðustu 50 sekúnd-
umar í sjötta leiknum gegn Los
Angeles kom í veg fyrir að liðið
ynni titilinn. Forráðamenn liðsins
hafa byggt upp mjög sterkt lið sem
blandað er ungum og reyndum leik-
mönnum með mikið sjálfstraust.
Spilinu stjómar hinn frábæri Isiah
Thomas, Adrian Dantley skorar
stigin undir körfunni, þeir Bill La-
imbeer og Rick Mahom sjá um frá-
köstin, og Dennis Rodman og John
Salley sjá um að keyra upp kantana
i hraðaupphlaupum. Detroit verður
ekki árennilegur andstæðingur fyrir
neitt lið í vetur og eftir að hafa
fengið smjörþefinn af því hvemig
er að leika í lokaúrslitum má ætla
að leikmenn séu hugraðir í meira.
Ekki kæmi það neinum á óvart að
sjá liðið enn á fullu í úrslitakeppn-
inni í júní.
Atlanta Hawks
Það sem sagt var um styrkleika
Pistons-liðsins að framan á einnig
við um Hawks. Á pappírnum virkar
liðið geysisterkt, enda fékk Atlanta
tvo frábæra leikmenn í sumar sem
munu eflaust styrkja liðið mikið.
Fyrst sömdu forráðamenn liðsins
við Moses Malone, sem sex sinnum-
hefur unnið frákastatitilinn í deild-
inni, og síðan náðu þeir í Reggie
Theus frá Sacramento í skiptum
fyir Randy Wittman, en Theus hef-
ur verið einn besti bakvörðurinn í
deildinni undanfarin tíu ár. Þegar
haft er í huga að fyrir eru ekki
ómerkilegri leikmenn en Doug Ri-
vers og Dominique Wilkins, er ljóst
að hér er mikið stjömulið á ferðinni
og enn sterkara lið en á síðasta
keppnistímabili. Með þetta stjömu-
lið í höndunum, verður mikil pressa
á þjálfaranum, Mike Fratello, að
ná enn lengra en í fyrra þegar liðið
tapaði í jafnri keppni í átta liða
úrslitunum gegn Boston.
Chicago Bulls.
Chicago hefur verið í stöðugri
framför undanfarin þijú ár. 50 sigr-
ar á síðasta keppnistímabili var
besti árangur liðsins í mörg herrans
ár. Liðið fékk í sumar miðvörðinn
Bill Cartwright frá New York sem
mun styrkja liðið verulega í þeirri
stöðu, en Bulls uðru að láta Charles
Oakley í staðinn og spruningin er
hver mun fylla hans skarð í fráköst-
um. Það verður spennandi að fylgj-
ast með því hvort þessi leikmanna-
skipti komi vel út fyrir Chicago.
Það verður hins vegar ekkert í
sjálfu sér spennandi að fylgjast með
Michael Jordan. Það vita allir sem
vilja að fyrir utan að vera besti
körfuboltamaður í heimi, er hann
óstöðvandi (eða því sem næst!).
Bulls leika í takt við frammistöðu
Jordan. í fyrra var hann stigahæsti
leikmaður deildarinnar, stal boltan-
um oftast, var kosinn varamaður
ársins og leikmaður stjömuleiksins
(þar sem hann var líka stigahæst-
ur), setti nýtt met í skomn í fimm
leikjum í úrslitakeppni, vann
troðslukeppnina og var kosinn leik-
maður ársins af leikmönnum og
blaðamönnum. Að öðm leiti fór
ekki mikið fyrir honum!
Cleveland Cavs
Liðin í Austurdeildinn ættu að
passa sig á Cleveland í vetur. Liðið
hefur staðið sig frábærlega fyrir
keppnistímabilið og virðist vera til
alls líklegt í vetur. Fyrir nokkmm
ámm vom Cavs hörmung, en með
góðu vali úr háskólunum og góðum
kaupum á leikmönnum hefur fram-
kvæmdastjóramm tekist að byggja
upp ungt og skemmtileg lið. Það
er engin sérstakur stjörnuleikamður
í liðinu, en þar em heldur engin
veikleikamerki lengur eftir tilkomu
Larry Nance frá Phoenix. Fýlgist
vel með þessu liði í vetur.
Milwaukee Bucks
Buck komust ekki í úrslitakeppn-
ina í fyrra, en það hafði ekki gerst
í tíu ár. Ólíkt hinum liðunum í riðlin-
um em Bucks frekar á niðurleið ef
eitthvað er. Don Nelson, fyrmm
þjálfari, er farinn og Sidney Monc-
rief hefur átt við mikil meiðsl að
stríða undanfarin tvö ár. Þetta
tvennt hefur fyrst og fremst komið
í veg fyrir að liðinu gangi vel. Del
Harris þjálfari hefur átt í erfiðleiku-
um og staða Bucs svipar mjög til
stöðu Boston, of gamlir leikmenn
og fáir til að nota í leikmanna-
skipti. Það munu fyrst og fremst
Terry Cummings, Paul Pressey og
Jack Sikma sem munum halda
merki Milwaukee á lofti í vetur.
Indlana Pacers
Þetta lið kom mest á óvart í fyrra
með slakri frammistöðu. Búist var
við að liðið myndi bæta sig enn
miðað við árið áður, en liðið tapaði
þremur fleiri leikjum en þá. Liðið
er með góða einstaklinga og má
fastlega búast við að það reyni leik-
mannaskipti áður en langt er liðið
á keppnistímabilið. Hallast flestir
að því a ð Wayman Tisdale verði
notaður sem „beita“ í leikmanna-
skiptum. Það verður sennilega
mjótt á munum að liðið skríði inn
í úrslitakeppnina nú.