Morgunblaðið - 10.11.1988, Side 5

Morgunblaðið - 10.11.1988, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1988 5 Johan Rönning hf aðalumboðsmaður stærsta rafbúnaðarframleiðanda í heimi Þann 1. janúar 1988 sameinuðust stóríyrirtækin ASEA og BBC. Þannig mynduðu tveir af þekktari framleiðendum rafbúnaðar í heiminum, samsteypuna ABB ASEA BROWN BOVERI. Nýja fyrirtækið, sem verður stærst sinnar tegundar í heiminum, hefur valið sér auðkennisstafina ABB. Með samrunanum næst hagræðing í þróun, framleiðslu, sölu og þjónustu. ABB mun því stuðla að betra og hagkvæmara vöruúrvali. ABB valdi Johan Rönning hf. sem aðalumboðsmann sinn á íslandi, enda er Johan Rönning einn stærsti rafbúnaðarsali hérlendis. Johan Rönning heíur starfað á þessu sviði í 55 ár, og m.a. verið umboðsaðili sænska stórfyrirtækisins ASEA í áratugi. Sem aðalumboðsaðili ABB samsteypunnar mun Johan Rönning taka við umboði margra þekktra dótturfyrirtækja ASEA og BBC svo sem CALOR-EMAG, SACE og frá og með 12. nóv. 1988 STRÖMBERG. Aðalviðskiptasvið ABB er búnaður til framleiðslu, flutnings og dreifingar raforku auk búnaðar til hagnýtingar raforku í iðnaði, samgöngum og á heimilum. Almánna Svenska Elektriska Aktiebolaget (ASEA AB) var stoíhsett í Svíþjóð árið 1883, og 1891 var Brown Boveri & Cie (BBC) sett á stofn í Sviss. Þessi fyrirtæki urðu á skömmum tíma stórveldi á sviði rafbúnaðar. Nú, hundrað árum síðar, hafa þessir risar myndað fyrirtækjasamsteypu sem kemur t.d. til með að verja 50 milljörðum króna í vöru- og tækniþróun. Starfsmenn eru 180.000 talsins. Johan Rönning hf. hefur í þjónustu sinni sérhæft starfsfólk, sem mun kap'pkosta að þjóna viðskiptavinum ABB og RÖNNING sem best. JOHAN RÖNNING HF Sundaborg 15-104 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.