Morgunblaðið - 13.11.1988, Side 8

Morgunblaðið - 13.11.1988, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988 Ir| \ er sunnudagur 13. nóvember, 24. sd. -L/xA.Vjl’ eftir Trínitatis, 318. dagurársins 1988. Árdegisflóð í Reykjavík kl. 8.15 og síðdegisflóð kl. 20.36. Sólarupprás í Rvík kl. 9.50 og sólarlag kl. 16.33. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.12 og tunglið er í suðri kl. 16.45. (Almanak Háskóla íslands.) Guð hefur ekki ætlað oss til að verða reiðinni að bráð heldur til að öðlast sáluhjálp fyrir Drottin vorn Jesúm Krist (1. Þessal. 5,9). ÞETTA GERÐIST ERLENDIS: 1893: Bretar samþykkja inn- limun Swazi landsú Transvaal í Afríku. 1975: WHO tilk. að bólusótt hafi verið útrýmt í Asíu. 1977: Sómaliustjóm rekur sovéska ráðunauta úr landi. 1913: Grikkir og Tyrkir und- irrita friðarsamninga. 1916: Á vígstöðvunum í Frakklandi laukorrustunni við Somme. 1918: Austurríki lýst lýð- veldi. 1979: í Bandaríkjunum er írönskum stúdentum gert að tilkynna sig við yfirvöld innan 30 daga. 1093: Var Malcom III. Sko- takonungur myrtur. HÉRLENDIS: 1942: Á vígstöðvunum í N- Afríku náðu Bretar aftur borginni Tobruk og Banda- ríkjamönnum tókst að hindra árás Japana á Guadalcanal í Kyrrahafsstyijöldinni. 1945: í Indónesíu varð Suk- amo forseti. 1950: Tíbet biður SÞ um aðstoð gegn árás Kínveija. 1961: Kongó biður SÞ um aðstoð við að koma á reglu í Katanga. 1968: í Pakistan var ut- anríkisráðherrann Ali Bhutto handtekinn fyrir að æsa til stúdentaóeirða. 1903: Alberti skipar Hannes Hafstein ráðherra íslands. 1958: Breskt herskip gerir tilraun til að kafsigla varð- skipið Þór og því mótmælt. 1962: Landssamband versl- unarmanna dæmt inn í ASÍ. 1963: Surtseyjargos hefst. 1973: Alþingi samþykkir samkomulag um veiðar Breta. 1906: Fæðingardagur Ey- steins Jónssonar, fyrrverandi ráðherra. FRÉTTIR_____________ SÉRFRÆÐINGAR Samkv. tilk. í Lögbirtingi hef- ur heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið veitt þessum læknum leyfi til að starfa sem sérfræðingar: Pálma V. Jónssyni til að starfa sem sérfræðingur í öldrunarlækn- ingum sem undirgrein við al- mennar lyflækningar; Páli Ágústssyni leyfí til að starfa sem sérfræðingur í kvensjúk- dómum; Bjarna Torfasyni sérfræðingi í bijóstholsskurð- lækningum sem undirgrein við almennar skurðlækning- ar; Sigurði Boga Stefáns- syni veitt starfsleyfi sem sér- fræðingur í geðlæknisfræði. Þá hefur cand. odont. María Elíasdóttir fengið starfsleyfí til tannlækninga. ÁRNAÐ HEILLA n (T ára afinæli. í dag, 13. I tj nóvemþer, er75ára frú Anna Árnadóttir, Feiju- bakka 4, Breiðholtshverfi. Um áratugaskeið starfaði hún á Landakotsspítalanum. Eig- inmaður hennar var Siguijón Gíslason verkamaður, sem nú er látinn. Hún ætlar að taka á móti gestum á heimili sínu í dag, afmælisdaginn, eftir kl. 16. LÁRÉTT: — 1 fugl, 5 hnífar, 8 hakan, 9 listamað- ur, 11 narta, 14 greinir, 15 barin, 16 peningar, 17 þegar, 19 heiðursmerki, 21 sárt, 22 afkvæmunum, 25 haf, 26 púka, 27 und. LÓÐRÉTT: — hvassviðri, 3 grænmeti, 4 gamall, 5 rann- sakar, 6 dvelja, 7 kraftur, 9 kaupstaður, 10 umboðsmaður konungs, 12 vatnsrennslis, 13 skrifar, 18 fugl, 20 flan, 21 tvíhljóði, 23 aðgæta, 24 frum- efni. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: LÁRÉTT: - 1 murta, 5 kafli, 8 ýfínn, 9 stórt, 11 endar, 14 rót, 15 apana, 16, togum, 17 rói, 19 læna, 21 sigð, 22 aflausn, 25 Rán, 26 álm, 27 aur. LÓÐRÉTT: — 2 urt, 3 Týr, 4 aftrar, 5 knetti, 6 ann, 7 lóa, 10 ósannan, 12 döggina, 13 rómaður, 18 óðal, 20 af, 21 ss, 23 lá, 24 um. Framsókrt andvíg Það er nú liðin tíð að þið fáið að rúnta á rándýrum kerrum, skattlaust... MANNAMÓT Kvenfélagið í Njarðvík heldur fund annað kvöld, mánudaginn 14. nóv., í Stapa kl. 20.30. Sólveig Þórðar- dóttir, ljósmóðir, verður gest- ur félagsins. Breiðfirðingafélagið ætlar að minnast 50 ára af- mælis með afmælisfagnaði nk. föstudag, 18. þ.m., í Súlnasal Hótels Sögu. Nánari uppl. um hátíðina gefa þau: Birgir í s. 44459, Finni í s. 30773 eðaÓlöfís. 51446. Félagsstarf aldraðra í Hvassaleiti 56—58. Nk. mið- vikudagkl. 13 kemurSigrún Jónsdóttir til að leiðbeina við jólaföndur. Kaffiveitingar. Kvenfélag Grensás- sóknar heldur fund annað kvöld, mánudaginn, kl. 20.30 í safn- aðarheimilinu. Þar verða ýmis mál tekin á dagskrá. Kaffí- veitingar verða. ITC-Kvistur heldur fund á Holiday-Inn annað kvöld, mánudag, kl. 20. Skaftfellingafélagið Spiluð verður félagsvist í Skaftfellingabúð, Laugavegi 178, í dag, sunnudag, og byij- að kl. 14. Félag kaþólskra leikmanna heldur fund annað kvöld, mánudag 14. þ.m., í safnaðarheimilinu Hávalla- götu 16 kl. 20.30. Sigmar B. Hauksson flytur erindi um Jóhannes Pál annan páfa. Fundurinn og fyrirlesturinn er öllum opinn. Kvenfélag Bústaða- sóknar heldur fund annað kvöld, mánudag 14. þ.m., í safnaðar- heimili Bústaðakirkju kl. 20.30. Gestur fundarins verð- ur Guðrún Ásmundsdóttir. Félag eldri borgara I dag, sunnudag, er opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, og verður byijað kl. 14. Fijálst spil og tafl. Dansað verður kl. 20. Á morgun, mánudag- inn, verður opið hús í Tónabæ frá kl. 13.30 en kl. 14 verður byijað að spila félagsvist. KFUM í Hafnarfirði efnirtil kvöldvöku í húsi fé- lagsins, Hverfísgötu 15 þar í bænum. Kristniboðshjónin Kellrún og Skúli Svavars- son sýna myndir og flytja hugleiðingu. Efnt verður til happdrættis og kaffí borið fram til ágóða fyrir kristni- boðsstarfíð í Konsó í Afríku. MOLAR_________________ UM ÞAÐ bil 300 f.Kr. höfðu menn lært að nota upprétta vefstóla. UM 2630 f.Kr. á áttavitinn að hafa verið fundinn upp austur í Kína. En 1302 e.Kr. fann Evrópumaður upp áttavitann. Hann hét Gioja. BÓKFELLSSTRANGA til að skrifa á var farið að nota í Egyptalandi ca. 1400 f.Kr. Ca. 400 e.Kr. var far- ið að nota bókarformið í stað stranganna. SKIPIN_________________ Reykjavíkurhöfn: Nú um helgina kemur Detti- foss að utan. í gær var togar- inn Engey væntanlegur úr söluferð. Gert er ráð fyrir að togarinn Hjörleifur haldi til veiða um helgina. í gær kom sænskt olíuskip með farm til landsins. Hafnarfjarðarhöfn: í gær lagði Hofsjökull af stað til útlanda. I dag, sunnu- dag, fertogarinn Víðir á veiðar og af veiðum kemur til löndunar á fískmarkaðinn togarinn Otur. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmiindsaon Framkvæmdir við hesthús í Fákagerði. Hesthús byggð í Vogum Vogum. HAFIN ER bygging Qögurra hesthúsa í Fákagerði, nýju hesthúsahverfí í Vogum. Húsabyggðin er við Steinholt- stjörn sem er skammt sunnan byggðarinnar, en þar hefur verið skipulagt hverfi fyrir 12 hesthús. Undanfarin ár hafa verið þijú hesthús I Vogum, en með auknum áhuga fólks á hestamennsku hefur það ekki verið nóg. Með nýju hesthúsunum eykst pláss verulega því pláss er fyrir 8 hesta í hveiju hesthúsi. Eftir að nýju hesthúsin hafa verið tekin í notkun verða 6 hesthús í Vogum, þar sem eitt af eldri húsunum verður ekki notað áfram. - EG ORÐABÓKIN Það gengur svona hósum og hósum Mörg orðtök eða föst orðasambönd Iifa enn góðu lífi á vörum landsmanna. Uppruni sumra þeirra er sæmilega ljós, en um önn- ur er næsta fátt vitað. Hér kemur mér í hug orðasam- band, sem ég lærði ungur austur í Mýrdal og heyrði einkum gamla konu nota, þegar eitthvað gekk svona heldur skrykkjótt. Þá sagði hún: Það gengur svona hósum og hósum. Ég man, að mér þótti þetta undarlegt orðalag. Síðar komst ég svo að því, að þetta orðasamband er í orðabók Blöndals og ein- mitt merkt sérstaklega VSkaft. Þetta merkir ná- kvæmlega sama og orða- lagið: Það gengur svona upp og niður, en mörgum mun fínnast nokkurt dönskubragð af því. í orðabók Menningarsjóðs er sambandið hósum og hósum og skýrt á sama hátt og í Blöndal, en baett við: veltur á ýmsu. Ég mæli nú fremur með þess konar orðafari en sam- bandinu upp og niður. í OM er svo bætt við og merkt sem úrelt samband: hósum og kósum. Ef les- endur Mbl. kannast við þetta orðasamband, mættu þeir gjaman skrifa blaðinu. — JAJ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.