Morgunblaðið - 13.11.1988, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.11.1988, Qupperneq 16
Ud 16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 1988 SALIN VERÐI SAMFERÐA Aldrei hefði mér nú dottið í hug, að ég ætti eftir að skemmta mér í kirkju, hvað þá skella upp úr eins og í gamanleikhúsi. Reyndar er kirkjusókn ekki meðal forgangsatriða í mínu lífí, mér finnst aimættið auðfúndnara úti i náttúrunni, í briminu við ströndina eða læknum á heiðinni, í norðangarranum eða mildurn sunnanþeynum, í leiftri norðurljósanna eða yl sólarinnar. En þó framar öllu í litlu barni, undri lífsins með framtíðina í augunum. Kirkja vekur helst með mér hugleiðingu um harða bekki, sem gegni þvi hlutverki að hindra menn í að sofna undir stólræðunni. Aðra skýringu er erfítt að finna á því, hvers vegna kirkjubekkir eru oft einhver verstu sæti, sem fyrirhitt verða. Sem bami fannst mér þó svolítil tilbreyting í kirkjuferðum þrátt fyrir hörðu bekkina, og vissulega áttum við stelpumar stundum bágt með okkur að skella ekki upp úr í miðri messunni, en það hafði ekk- ert með blessaðan prestinn okkar Reykdælinga að gera, heldur tengd- ist flissaldrinum óhjákvæmilega. í seinni tíð em það fá önnur til- efni en árleg þingsetning, sem draga mig til kirkju, og sannast sagna hafa þær kirkjuferðir ekki skilið mikið eftir í huganum né vakið neina sérstaka gleði, enda sennilega ekki til þess ætlast. En svo gerðist hið óvænta undir stólræðu séra Úlfars Guðmundsson- ar á þingsetningardaginn síðasta, að orð hans og kímileg framsetning kveiktu bros á hveiju andliti og jafnvel skellihlátur. Enginn þurfti að beijast við svefninn undir ræð- unni þeirri, sem skildi meira eftir en margar heimsósómaprédikanir, sem sumum þykir mátulegt vega- nesti handa þingmönnum inn í vet- urinn. Fáeinir hafa séð ástæðu til að býsnast yfir kátínu þingmanna und- ir stólræðu séra Úlfars, og Pressan spurði m.a.s. 6 kennimenn um af- stöðu þeirra til þvílíks háttalags. Þeim sýndist sitt hveijum, en sem betur fer vora hinir umburðarlyndu fleiri. Séra Úlfar talaði við þingmenn um kærleikann og hinar ýmsu myndir hans og hversu mikilvægt það væri að ástunda kærleika að yfírlögðu ráði. Hann talaði um kraftinn til að elska ■■■■■■■ þá sem ekki era el- skanlegir og jafnvel þá sem okkur þætti hundleiðinlegir, eins og hann orðaði það. Það var ekki síst sú athugasemd, sem kitlaði hláturtaug- amar. Betri áminn- ingu er vart hægt að hugsa sér til starfsstéttar, sem eyðir dijúgum hluta tíma síns í hávaðas- ama og hlífðarlausa gagnrýni á annarra verk og skoðanir. Mér hefur oft orð- ið hugsað til orða séra Ulfars, en ekki síður til þess, hvemig hann reiddi fram sinn boðskap. Hvergi örlaði á yfírlæti né ásökun, heldur var hvert orð umvafið góðlátlegri gamansemi og hlýju. Betur að slíkur tjáningar- máti væri fleiram eiginlegur. HUGSAD UPPHÁTT / dag skrifar Kristín Halldórsdóttir, þingkona Kvennalista Alþingi er einkennilegur vinnu- staður, og væri nú synd að segja, að andi vinsemdar og hlýju svifí þar yfír vötnum. Reyndar er mér löngu orðið ljóst, að í þeim efnum er ekki allt sem sýnist, því þar geta svokall- aðir andstæðingar í pólitík verið meiri og betri vinir en þeir sem samheijar teljast. Samflokksmenn þurfa því ekki síður en pólitískir andstæðingar á því að halda að ástunda kærleika að yfírlögðu ráði í anda séra Úlfars, að ekki sé nú minnst á þá sem sitja hlið við hlið á ríkisstjómarfundum. Þarna er leikinn ákveðinn leikur með skráðum og óskráð- um reglum, sem mótast hafa í ár- anna rás, og beygi menn sig undir þess- ar reglur era þeir velkomnir í klúbb- inn, annars geta þeir átt sig. Dómaramir sitja svo í stúku fréttamanna og koma úrslitum á framfæri. Mörkin skora þeir sem kunna að tala í fyrir- sögnum, og ekki sakar að krydda mál sitt með meinhæðn- skeytum til um Teikning/Pétur Halldórsson pólitískra andstæðinga. Margir strákanna hafa óskaplega gaman af þessum leik og era snjall- ir iðkendur, enda er þetta beint framhald af mælskukeppni fram- haldsskólanna og JC-námskeiðun- um. Þessi leikur var mér stöðugt rannsóknarefni fyrsta kastið á þingi, og ég minnist sérstaklega eins starfsbróður míns, sem kunni svo vel við sig í ræðustólnum, að ég hefði ekki orðið undrandi þótt hann tæki með sér brauðsneið að maula á milli ræðukaflanna. Auðvitað er lúmskt gaman að þessum skylmingum, þegar hnyttn- ir orðhákar eiga í hlut, en mikið skelfíng era þær oft ófijóar. Þessa dagana einkennast þær aðallega af „þú gerðir það“-uppgjöri milli fyrr- verandi og núverandi ráðherra, sem hafa í heiðri spakmælið góðkunna, lítillega endurbætt: „Það er mann- legt að skjátlast, en að skjátlast og kenna öðram um það, það eru stjórnmál." Á slíkum stundum er gott að minnast orða séra Úlfars um kær- leika að yfírlögðu ráði, jafnvel í garð þeirra, sem manni þykja hund- leiðinlegir. Stundum geri ég mér það til dundurs að reyna að ímynda mér, hvemig þessi starfsvettvangur Vetrarskoðun fyrir Skipt um kerti Skipt um platínur Skipt um loftsiu Skipt um viftureim ef þarf Stillt kveikja Stilltur blöndungur Stillt tímakeðja Stillt ljós Stillt kúpling Rakavarið kveikjukerfl Smurt í hurðalæsingar ísvari i bensín ísvari á rúðusprautu Mælt frostþol á kælikerfl Mæld hleðsla Sett silikon á þéttikanta Ath. bremsuslöngur Ath. bremsuvökvi Ath. undirvagn Hreinsuð geymasambönd Hert á handbremsu Prufuakstur Verð aðeins kr. 5.800 með varahlutum. Varahl.: Kerti, platínur, loftsía, ísvari og rakavari. Samara, verð aðeins kr. 5.000,- með varahlutum. Ath.: Erum einnig með smurþjónustu fyrir LADA. Bifreiðaverkstæðið Auðbrekku 4, Kóp. Sími 46940. Þýskar jakkapeysur v/Laugalæk, sími 33755.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.