Morgunblaðið - 13.11.1988, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 13.11.1988, Qupperneq 25
mm » M> l,i f>á-» £.} »1 A I U »»-* Írfl>*lStl MORGUNBLAÐIÐ VEROLD/HLAÐVARPINN SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER 25~ Það var 20. ágúst í sumar að Sólon Mortenz, níu ára Selfyss- ingur, lagði að baki níu klukku- stunda gönguferð á „Pjallið hans afa“, eins og Hekla er kölluð á heimili hans. Hún skipar reyndar virðingarsess í fjölskyldunni því langafi Sólons, Kristinn Mortenz málari, var í sveit undir Heklurótum og hefur málað mikið í kringum Heklu, og amma hans er alin upp í nágrenni fjallsins. Það vill reyndar svo skemmtilega til að Kristinn málari gekk einmitt á Heklutind níu ára gamall. Kristinn Rúnar Mortenz, faðir Sólons, segist hafa smitast af afa sínum og fengið göngubakteríuna við að klifra í klettum í kringum sumarbústað gamla mannsins í Borgarfirði. „Frá honum eru fyrstu gönguskómir komnir og öll þessi árátta að fara út í náttúruna og finna þá angan sem þar er og eiga stundir saman. Afi sagði alltaf í svona ferðum: „Hlustaðu, þefaðu, og þetta er mikils virði," segir Krist- inn Rúnar. Með þessum orðum sfnum minn- ist Kristinn Rúnar reyndar á þátt sem sýnir hversu uppeldisáhrif ber- ast milli kynslóða. Það er óhætt að staldra við svona atriði. Er hér ekki komið dæmi um gullinn þráð sem ofinn er úr tilfinningum manna og næmi fyrir náttúrunni? — Hvað ungur nemur gamall temur. Þeir feðgar Kristinn Rúnar, Sól- on og Marel, sem er sex ára, ganga mikið á fjallið okkar Selfossbúa, Ingólfsfjall. Þar eiga þeir sitt uppá- haldsgil að fara um og sína áninga- staði. Einn heitir Ingólfur og er það stuðlabergssteinn sem þeir feðgar reistu upp og strákamir skírðu Ing- ólf. Síðan er þessum Ingólfi alltaf heilsað í hverri ferð á fjallið . .. „Það hefur lengi verið okkar tak- mark að ganga á Heklu,“ segir Kristinn Rúnar og Sólon samsinnir því. Göngudagurinn var hinn feg- Markinu náö: Sólon Morthen ásamt ursti, hvergi ský á himni, hár bærð- ist varla á höfði og fjallið var alveg hreint í heiðríkjunni. Þeir feðgar héldu af stað léttklæddir, skildu bílinn eftir í Heklubrautinni og gengu upp suðvestanmegin í fjall- inu. Gangan upp tók þá fimm tíma. Þeir fóru yfir nýjasta hraunið og upp á suðurtind fjallsins. Þegar þeir stóðu á tindinum og virtu fyrir sér útsýnið sáu þeir tveimur útlend- ingum bregða fyrir á norðurtindin- um. Þessir menn vom úlpuklæddir þama í hitanum. Þegar Sólon kom upp á tindinn og stóð við hliðina á föður sínum þá spratt upp þriðji útlendingurinn og þeir störðu á þá feðga í gegnum sjónauka. Attu ör- ugglega ekki von á að sjá svo ung- an og léttklæddan göngumann á Heklutindi. Það er víðsýnt uppi á Heklu og litadýrð mikil. Þar uppi segjast menn vera í öðmm heimi og segja nálægðina við eldgíginn gefa vissa spennu. Þessi öfl, spennan og út- sýnið yfir Suðurlandsundirlendið, gefa fjallinu aðdráttarafl. „Maður skilur það vel að afi sæki í að ganga þama upp, sem hann gerir ennþá orðinn 72ja ára gamall," segir Kristinn Rúnar. — „Það var dálítið erfítt að ganga upp, sérstaklega þegar við þurftum alltaf að fara upp og niður í hraun- inu og steinarnir mnnu til þegar maður labbaði. Ég var nú svolítið hræddur við það þegar við lögðum föður sínum á Heklutindi. af stað að það kæmi eldgos, en svo hætti ég að hugsa um það. Mér fannst best að geta sest niður þeg- ar við komum upp,“ sagði Sólon Mortenz þegar ferðina bar á góma. — „Maður þarf nú að hafa dálít- ið fyrir svona göngu á Heklu og ég held að það sé bara gott afrek hjá stráknum að fara alla þessa leið,“ sagði Kristinn Rúnar um ferð- ina. A leiðinni niður varð á vegi þeirra feðga stór snjóskafl sem þeir lögðu útá en snem fljótt við aftur því á honum var stórt gat og þegar betur var að gáð sáu þeir að þarna var mikil hvelfíng og hyldjúpt vatn í botninum. Þeir völdu sér því aðra og ömggari leið niður fjallið. Skafl- inn sýndi þeim feðgum að hættur geta leynst víða. — „Þama varð ég svolítið hrædd- ur,“ sagði Sólon. — „Ja, maður gat nú ekki hugsað þá hugsun til enda hvað hefði getað gerst ef við hefðum ekki tekið eftir gatinu í skaflinum og bara haldið áfram," sagði Kristinn Rúnar. — „Það er ákaflega gefandi að vera úti með börnunum og það þarf ekki fjallgöngu til,“ segir Krist- inn Rúnar Mortenz og vísar aftur til áhrifanna frá afa sínum. „Þetta er nokkuð sem foreldrar ættu að hugsa um, að fara út í náttúmna með bömunum, kenna þeim að hlusta og þefa en umfram allt til að eiga stund saman.“ Geng áflaf hans Það er kannski ekki í frásögur færandi þó mönnum detti i hug að fa sér göngutúr og taki stefh- una á næsta hól eða fjall. En þegar fjallið er Hekla og göngu- maðurinn aðeins níu ára, má sfaldra við, ekki síst þegar gönguferðin tók heila níu klukk- utíma. Símar35408 og 83033 AUSTURBÆR Oðinsgata o.fl. VOGAHVERFI Sunnuvegur Laugarásvegur 32-66 BUSTAÐAHVERFI Garðsendi KOPAVOGUR Sunnubraut SPORTVORU- ÚTSALA SPÖRTU Síðustu dagar - Enn meiri lækkun 10% afslátturafútsöluverði KRUMPGALLAR Nr. XS-S-M-L-XL Verð 2.900,- til 3.900,- (áður 6.190,-til 9.990,-) Einnig barnastærðir. kr. 2.900,- BOMULLARGALLAR Allarstærðir. Verðfrákr. 1.190,- ADIDAS ORiON Nr. 36-42. Kr. 1.290,- (áður kr. 2.200,-). ELDORADO Körfuboltaskór, fótboltaskór, innan- hússkór, hlaupaskór og kuldaskór. MARGAR AÐRAR SKÓTEGUNDIR Leikflmi- og eróblkkfatnaður Úr glansefni og bómull kr. 390,- (áður kr. 1.690 til 2.080,-). Glansgallar í barna- og unglingastærðum. kr. 2.200,- (áður kr. 3.800,-). Stuttbuxur nr. 140 til 176 kr. 390,- (áður kr. 790,-). Stakar trimmbuxur kr. 990,- Stuttermabollr allar stærðir kr. 490,- Sundbollr barnastærðir kr. 390,- Barnaskíðasett kr. 1.490,- Kuldaskór flestar stærðir. Háskólabollr kr. 790,- (áður kr. 1.950,-) Lúffur kr. 250,- (áður kr. 450,-). Töskur Karlmannaúlpur og margt, margtfleira. Vlð rúllum boltanum tllykkar. Nú ar taeklfaerlð tll þaaa að gara góð kaup. Ath! 10% afslátturaföllum öðrum vörum verslunarinnarmeðan á útsölunni stendur. Sendum ípóstkröfu Visa og Euro þjónusto. SPORTVÖRUVERSLUNIN emm LAUGAVEGI 49 SIMI12024

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.