Morgunblaðið - 13.11.1988, Page 30

Morgunblaðið - 13.11.1988, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 13. NÓVEMBER Upphaf lifrar- bandalags Sunnudagskvöld. Nýkomin úr sundi. Alein heima. Eins og reyndar flest kvöld þetta erilsama haust. Glorhungruð. Opna ísskáplnn. Ekkert til frekar en venjulega. Jú, og þó. Þarna er lifur- sneið. Af nýslátr- uðu, auðvitað. Mér þykir lifur góð. Kannski dugar hún fyrir tvo. En ég gæti borðað hana alla. Set upp kart- öflur. Sker lifrina í örsmáa bita. Mmmm . . . það kemur vatn í munnlnn á mér. Siminn hringir. — _Hæ, áttu eitthvað að borða? Ég er á heim- leið. Fer aftur á fund í kvöld." Lít á lifrina. Jú, hún á að duga fyrir tvo. — Hann hefur að vísu ekkert borðað í dag. En ég þarf ekki svo mikið. Ég opna aftur ísskápinn. Sæki smjörlíki. Laukur. Æ, fjandinn. Ég á engan lauk. Nota bara krydd í staðinn. Hann tekur ekkert eftir því. Það sýður á kartöflunum. Ég ^ minnka undir, set smjörlíki á heita pönnuna. Muna nú að snöggsteikja lifrina. Þá bragðast hún bezt. Svakalega er ég svöng. Það gerir sundið. Hann sveiflar sér inn um dyrn- ar. Kysslr mig á munninn. Hengir upp frakkann. „Ólafur Ragnar er á leiðinni. Þarf að tala við mig einslega." Ég lít aftur á lifrina. ,Er hann búinn að borða?“ .Eflaust ekki. Hann hefur verið á fundum í allan dag.“ Jesús mlnn, ég verð að bjóða honum í mat. Það verður ekkert eftir handa mér. Og ég á ekki einu sinni lauk, heldur ekkl rjóma. t Hendist aftur i ísskáplnn. Ekkert. Jú. dós af sýrðum ijóma. Eldgöm- ul að vísu. Engin ólykt. Skelli þessu út á lifrina. Hræri í. Dugar ekki. Opna aftur isskáplnn. Auð- vitað! Ég steikl egg. Þeir taka ekki eftir neinu. — En það verður ekk- ert eftir handa mér. — Af hverju þarf maðurinn endilega að koma núna? Tek kartöflurnar af véllnni. Helli vatninu í vaskinn. Ólafur Ragnar er kominn. Inn í eldhúss. „Fínt að fá eltthvað að borða." Ég hafði lagt á borð fyrir tvo. _Má ég taka mynd?“ Gunnar Andrésson er í gætt- inni. , Ég lít niður um mig. Berfætt i gömlum gallabuxum. Bolur af dóttur minni: I CHOOSE LIFE framan á. Ótilhöfð. Ég hleyp að eldavélinni. Lifrln má ekki sjóða. Mmmm . . . ég fæ aftur vatn í munninn. Skiptl bróð- urlega á tvo diska. Kartöflur og egg. „Gjörið þið svo vel.“ Þeir borða matlnn minn. „Þetta er frábært, Bryndís." _Já, Bryndís er snilldarkokk- - ur.“ Það gaula i mér garnirnar. ' Tveir tómir diskar. Þeir eru farnir. Einn agnarlítill biti liggur eftir á borðlnu..'Hann bráðnar í munninum á mér. Samt er ég svöng. Hver bauð annars Ólafi Ragn- ari i mat? Hver bauð Gunnari Andréssyni ^ að taka mynd? Og hver bauð yfirleitt til þessa lifrarbandalags? eftir Bryndísi Schram Ashildur Haraldsdóttir og flautan. TÓNLIST Áshildur blæs daglangt í New York Ashildur Haraldsdóttir flautuleikari er einn af okkar ungu listamönnum sem siglir hraðbjrri fram í sviðs- ljósið af mikillar elju og í krafti ríkra hæfíleika. Hún lék fyrir skömmu einleik á flautu með Sinfóníuhljómsveit Islands og og einnig lék hún á tónleikum í Listasafni Islands. Með Sinfóníuhljómsveitinni lék hún flautukon- sert eftir Carl Nielsen frá Danmörku. Síðastliðið vor lauk Ashildur meistaragráðu í flautuleik eftir nám í New York og Boston, en iengst af nam hún í Boston, eða í þijú ár. Morgunblaðið ræddi við Ashildi í New York þar sem hún stundar nú nám í einkatímum í flautuleik og hyggst dvelja þar að minnsta kosti til vors. „Þetta byggist á æfingum og aftur æfíngum, “ sagði Ashildur, „en að loknu þessu námi ætla ég að reyna að koma mér á framfæri í Skandinavíu. Jú, þetta er sannkölluð töm, það má segja að maður sé að blása í flautuna daglangt. Þetta er mesti tími sem ég hef haft til þess að æfa mig og mér finnst ég hafa lært mjög mikið á þessum tíma. Að þessari töm lokinni er síðan að koma sér út á vinnumarkaðinn, það er spennandi, ég er til í allt.“ Morgunblaðið/RAX Halldór Guðmundsson við fiskhjallana á Eyrarbakka. Hægra megin við hann er Jón Guðmundsson að hengja upp. SNORRI STURLUSON Það koma stundum vöflur „Fólk í fréttum" hafði spurnir af ungum Akureyringi sem ber hið sögufræga nafii Snorri Sturluson og er hann dagskrárgerðamaður á Hljóðby lgju þeirra Akureyringa. Lendir maður sem heitir Snorri Sturluson frekar í vafstri en aðrir vegna nafiis síns? Nokkrar sögur átti hann að minnsta kosti i pokahorninu sem tengdar voru nafiii hans. Þegar hann var lítill var hann kallaður Snorri Sturluson landkönnuður, bömin í plássinu hans vom ekki of viss hver sá frægi Snorri var. Síðar bjó hann í Danmörku og þar var hann kallað- ur „Snoi Stuluson" enda bám danir nafnið fram eins og þeim er einum lagið. „Það koma stundum vöflur á fólk út af nafninu" segir Snorri. „Ég man til dæmis eftir því að einu sinni var ég að keppa á skíðamóti þar sem ræst var með talstöðvum, kallað var nafn keppandans og síðan ræst. Það vom nokkrir keppendur á undan en þegar röðin kom að mér og kallað var í talstöðina uppi á brún: „Og hér kemur Snorri Sturluson" þá urðu einhver vandræði á mönnum niðri í brekkunni, þeir héldu víst að sá með talstöðina væri að spauga og ég var hreinlega ekki ræstur!" „Einu sinni hringdi ég í fyrrverandi kaupfélags- stjóra á Akureyri og skrifstofustúlkan svaraði í símann. „Snorri Sturluson héma megin, get ég fengið að tala við...“ sagði ég. „Já, já, sæll vertu, Egill Skallagrímsson talar..." sagði þá stúlkan og hélt auðvitað að ég væri með aulafyndni." Þessi ungi maður er reyndar ekki sá eini á Akureyri sem ber þetta sögufræga nafn, alnafni hans er einnig búsettur þar. Þeir störfuðu á sama vinnustað og varð viðmælandi minn eitt sinn fyrir því að fá vænni summu í launaumslagið en hann átti skilið. Hann hafði þá fengið launin hans nafna síns líka! EYRARBAKKI i Þénar ekki að vera með vol og víl á fólk út af nafhinu Einn síðdaginn þegar Morgunblaðs- menn bmgðu sér yfir Oseyrarbrúnna til Eyrarbakka vom nokkrir menn að hengja upp físk á hjalla vestan við þorpið. Um fátt hefur líklega verið meira rætt í þessu landi en veðrið, sauðkindina og fisk- inn, því þessi þrjú atriði virðast endalaust vera hugleikin fólki í starfi og leik. Það vom snaggaralegir menn sem unnu við hjallana og í þeirra hópi var Halldór Guð- mundsson, sjötugur unglingur frá Eyrar- bakka. Fátt væri nú að frétta af fólki í þessu landi ef ekki væri fiskurinn og við skiptumst á orðum við Halldór. Halldór er fæddur og uppalinn í Grímsnesinu, en hefur búið á Bakkanum síðan 1944. Þangað kom hann frá Læk í Hraungerðishreppi. Hann hefur unnið í fiski lengst af ævi sinnar, var á vertíðum í Eyjum í nær þijá áratugi, síðast með Jóa Páls á Blátindi 1951. „Eg er búinn að vinna djöfull lengi í Fiskiver á Eyrarbakka, var lengi í veiðar- fæmnum, eða þar til í fyrra og svo er ég búinn að vera feikna lengi með garðrækt sem aukabúgrein, kartöflurækt og rófur, en nú er það búið. Jú,ég hef alltaf verið léttur á bámnni, hef ekki sett hlutina fyrir mig, ekki sér- staklega, enda þénar það ekki að vera með vol og víl, það þreytir bara og til hvers þá að stunda slíkt."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.