Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 262. tbl. 76. árg. ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins > Dubcek á Italíu; Vorið í Prag átti fyllilega rétt á sér Bologna. Reuter. ALEXANDER Dubcek, fyrrum leiðtogi Tékkóslóvakíu, hvatti Vesturlandabúa til að styðja umbætur Míkhails Gorbatsjovs Sovétleiðtoga í ræðu, sem hann flutti á fúndi með námsmönnum í Bologna á Ítalíu í gær. Hann varði ennfremur tilraunir sínar til að koma á „manneskjulegri kommúnisma“ í Tékkóslóvakíu á valdatíma sinum, sem nefiidur hefiir verið Vorið i Prag. Hann sagði að á þeim tuttugu árum, sem liðin eru frá því Varsjár- bandalagið réðist inn i Tékkó- slóvakiu til að binda enda á um- bæturnar, hefði berlega komið í ljós að þær hefðu verið réttmæt- ar, einkum ef Iitið væri til þróun- arinnar i Sovétrikjunum að und- anförnu. Reuter Mohammed Abbas (t.v), leiðtogi Þjóðfrelsishreyfingar Palestínu (PLF), ræðir við fúlltrúa Frelsissamtaka Palestínu (PLO) á fúndi Þjóðarráðsins nærri Algeirsborg. Abbas hefúr verið sakaður um að hafa skipulagt árásina á italska farþegaskipið „Achile Lauro“ er það var á siglingu á austanverðu Miðjarðarhafi í október árið 1985. Innfellda myndin sýnir Yasser Arafat, leið- toga Frelsissamtaka Palestínu (PLO), er hlé var gert á fúndi Þjóðarráðsins. Gorbatsjov til Banda- ríkjanna og Bretlands Lundúnum. Reuter. MARGARET Thatcher, for- sætisráðherra Bretlands, til- kynnti í gærkvöldi að Míkhaíl Gorbatsjov Sovét- leiðtogi kæmi í opinbera heimsókn til Bretlands 12. desember. Þá skýrði CBS- sjónvarpið í Bandaríkjunum frá því að Gorbatsjov myndi ræða við Ronald Reagan Bandaríkjaforseta og Georg Bush, sem bar sigur úr být- um í forsetakosningunum í síðustu viku, í desember. Fyrirhugað er að Thatcher ræði í þessari viku við George Bush og greini honum frá heimsókn sinni til Póllands fyrr í þessum mánuði. Einnig er talið að hún ræði við Bush um afvopnunarmál - sem að öllum líkindum mun verða of- arlega á baugi í viðræðum hennar og Gorbatsjovs. CBS-sjónvarpið greindi frá því að fundur Gorbatsjovs, Reagans, og Bush yrði haldinn í New York. Þjóðarráð Palestínu reiðubúið að viðurkenna tilverurétt ísraels: Pólitískt áróðursbragð því markmið PLO er óbreytt - segir Yitzhak Shamir sem falið hefiir verið að mynda nýja stjórn 1 ísrael Jerúsalem, Algeirsborg, París. Reuter. Dubcek hvatti allar lýðræðis- þjóðir til að styðja umbætur Gorb- atsjovs og sagði að það væri ekki aðeins Evrópuríkjunum fyrir bestu heldur öllum heiminum. Dubcek er á sinni fyrstu ferð erlendis í 18 ár í boði háskólans í Bologna, sem sæmdi hann heiðursdoktorsnafnbót í stjómmálafræðum á sunnúdag. Við athöfnina ákvað hann á síðustu stundu að lesa ekki kafla úr ræðu sinni, þar sem veitst er að tékknesk- um stjómvöldum, þótt henni hefði áður verið dreift í fullri lengd. Hann gaf þá skýringu í gær að hann hefði sleppt kaflanum vegna tíma- skorts. Talsmaður tékknesku ríkis- stjómarinnar, Miroslaw Pavel, sagði í gær að Dubcek fengi að snúa heim þrátt fyrir árásina á tékknesk stjómvöld. Sjá ennfremur „Sleppti hörð- um árásum_____“ á bls. 29. YITZHAK Shamir, forsætisráð- herra ísraels, sagði i gær að sú ákvörðun meirihluta fúlltrúa á fúndi Þjóðarráðs Palestínu að fallast á samþykkt Oryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem varð- ar m.a. viðurkenningu á tilveru- rétti ísraels, væri aðeins áróð- ursbragð. Kvað Shamir það enn vera helsta markmið Frelsis- samtaka Palestínu (PLO) að uppræta Ísraelsríki. Chaim Herzog, forseti ísraels, fól Shamir í gær að mynda nýja meirihlutastjórn í landinu og kvaðst hann ætla að leita eftir stuðningi Verkamannaflokksins en áður höfðu tveir flokkar heit- trúarmanna lýst sig reiðubúna til að ganga til samstarfs við Likud-flokk forsætisráðher- rans. Fundi Þjóðarráðs Palestínu, hins útlæga þings palestínsku þjóðarinn- ar, lýkur í dag, þriðjudag, og er búist við því að lýst verði yfir stofn- un sjálfstæðs ríkis Palestínumanna á hemámssvæðum ísraels. Fundur- inn, sem hófst á laugardag skammt frá Algeirsborg, hefur einkennst af deilum milli fylgismanna Yassers Arafats, leiðtoga Frelsisamtaka Palestínu, og harðlínumanna innan samtakanna. Arafat hefur viljað að Þjóðarráðið lýsi yfir stuðningi við samþykkt Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer 242 frá árinu 1967 sem felur í sér viðurkenningu á til- verurétti ísraelsríkis. Meirihluti fundarmanna samþykkti þetta í gærkvöldi þrátt fyrir andstöðu harðlínumanna. Yitzhak Shamir sagði í viðtali við franska útvarpsmenn í gær að þessi ákvörðun meirihluta Þjóðarráðsins væri aðeins pólitískt áróðursbragð. Hann kvaðst ekki fá séð að Banda- ríkjamenn og Sovétmenn kæmu til með að viðurkenna sjálfstætt ríki Palestínumanna og sagðist ekki búast við að stórveldin tvö myndu þrýsta á ísraela um að ganga til viðræðna við PLO um lausn Pal- estínuvandans. Shamir, sem er 73 ára að aldri, var í gær veitt umboð til að mynda nýja meirihlutastjóm í ísrael. Þing- kosningar fóru fram þann 1. þessa mánaðar og treystu flokkar heittrú- armanna mjög stöðu sína í þeim en Likud-flokkur Shamirs og Verkamannaflokkur Shimons Peres utanríkisráðherra töpuðu fylgi. Shamir tók við umboði forsetans við hátíðlega athöfti í gær og lýsti yfir því að hann hygðist freista þess að mynda þjóðstjóm með stuðningi Verkamannaflokksins en þessir flokkar voru saman í fráfar- andi ríkisstjóm. ___ Sjá ennfremur „Harðlínumenn og Arafat___á bls. 28. Reuter Sakharov leitar ásjár Reagans Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og sovéski mannréttindafröm- uðurinn Andrej Sakliarov ræðast hér við í Hvíta húsinu. Á 20 mínútna fimdi þeirra í gær fór Sakharov þess á leit við Reagan að hann veitti sér lið í baráttunni fyrir því að tveir pólitískir fangar i Sovétrikjunum yrði látnir lausir. Hann gerði forsetanum einnig grein fyrir andstöðu sinni við geimvarnaáætlun Bandaríkja- stjórnar og forsetinn varði hana, að sögn Marlins Fitzwaters, talsmanns Bandarikjaforseta. Sala á smábömum í Kína færist í aukana Peking. Reuter. SALA á smábörnum er í örum vexti i héraðinu Anhui í Mið- Kina og taka embættismenn kommúnistaflokksins og ríkis- ins þátt i viðskiptunum, að þvi er Dagblað kvenna i Kina skýrði frá i gær. Dagblaðið sakar sveitafólk í héraðinu um að ala böm með það eitt að markmiði að selja þau barnlausum hjónum í öðmm hér- uðum. „Hægt er að selja son fyr- ir 2.000 jön jum 25.000 ísl. kr.) en aðeins 500 jön (um 6.200 ísl. kr.) fást fyrir svín. Það er því eðlilegt að börn séu seld,“ hafði blaðið eftir einum embættismanna héraðsins. Komist hefur upp um kínverska embættismenn, sem hafa grætt fé á viðskiptunum, en þeir hafa aðeins fengið lágar sektir, að sögn blaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.