Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 Þykkvibær: Fimmta hver jörð á nauðungaruppboði Nauðung'aruppboð var auglýst á yfir 40 bújörðum í Lögbirtinga- blaðinu í síðustu viku. Flestar jarðirnar eru í Rangárvallasýslu, 16 talsins, og þar af 7 í ísland með 6,5 vinnmga ÍSLENSKA sveitin tefldi við Kanadamenn í 2. umferð Ólympíumótsins í Grikklandi i gær, og hlaut 1,5 vinninga, en ein skák fór í bið. Helgi Ólafsson vann sína skák í 34 leikjum, Jón L. Árnason lenti í tímahraki og lauk þeirri skák með jafntefli eftir 23 leiki. Karl Þor- steins lék af sér í tímahraki og tap- aði sinni skák, og Margeir Péturs- son á ólokið biðskák. Fyrsta umferð Ólympíuskák- mótsins var tefld á sunnudaginn, og vann íslenska sveitin þá Puerto Rico 4-0. Jón L. Ámason, Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson og Þröst- ur Þórhallsson tefldu. Þykkvabæ. Er það nærri fimmta hver jörð í Þykkvabæ. Páll Guð- brandsson oddviti Djúpárhrepps, sem Þykkvibær telst til, segir að þetta lýsi ástandinu hjá kartöflu- bændum eftir tveggja ára fijáls- ræði í sölumálum. Páll segir að almennt séu kart- öflubændur illa staddir og fleiri geti bæst við þennan lista, sérstak- lega ef eitthvað bjátaði á í sölumál- um í vetur. Hann sagði að hreppur- inn hafi byijað að veita bakábyrgð á afurðalánum í Búnaðarbankanum til að minnka hættuna á að menn missi jarðir sínar. Páll segjr að erfiðleikamir séu ekki vegna lélegs árferðis eða lítillar sprettu, heldur þvert á móti. Menn hafi ekki kunnað fótum sínum for- ráð í því frelsi sem verið hafi í sölu- málunum og góð uppskera farið fyrir lítið verð. í umræddu Lögbirtingablaði var auglýst uppboð á sex jörðum í Ár- nessýslu, sex í Mýra- og Borgar- Qarðarsýslu og sex í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu. Þá voru ein eða tvær jarðir auglýstar í Kjósar- sýslu, Strandasýslu, Þingeyjarsýslu og Suður-Múlasýslu. Athugasemdir við verð á veitíngastöðum STARFSMENN Verðlagsstofii- unar eru með til sérstakrar skoð- unar mál 4-5 veitingastaða sem talið er að hafi hækkað verð á veitingum án heimildar og brotið ákvæði gildandi verðstöðvunar. Mestu hækkanirnar eru á tveim- ur staðanna. Hjá öðrum hefur verð á pítum hækkað um 39%, salat um 46% og gosdrykkir um 65%, svo dæmi séu tekin. Guðmundur Sigurðsson yfirvið- skiptafræðingur Verðlagsstofnunar segir að veitingastaðir megi ekki hækka verð á veitingum eða þjón- ustu nema með leyfí stofnunarinn- ar. Einn staður hafi sótt um leyfi til hækkunar vegna hækkunar á hráefni og hafi það verið veitt. Undanfama daga hafi starfsmenn stofnunarinnar borið saman núgild- andi verðlista veitingastaða og verðlista frá því í byijun verðstöðv- unar og hefði nokkuð misræmi komið í ljós. í nokkrum tilvikum hafí málið verið skýrt og verðið lag- að í öðrum, en málefni 4-5 staða - hefðu verið tekin til sérstakrar at- hugunar. Morgunblaðið/Bjami Búið að breyta Esso-klukkunni GERÐAR hafa verið breytingar á klukkunni á auglýsingaskilt- inu, sem staðsett er við bensínafgreiðslu Olíufélagsins hf. við Tryggvagötu. Morgunblaðið greindi frá því fyrir skömmu að á klukkunni væri tíminn sýndur á amerískan hátt, með skammstöf- ununum AM og PM, en því hefiir nú verið breytt. Klukka af sömu gerð er staðsett á Útvegsbankanum við Hlemm, og stendur til að gera samskonar breytingar á henni fljótlega. Hraðfrystihús Keflavíkur: SÍS ræðir við Eldey um sölu á hlutabréfiim Á FUNDI stjórnar Sambandsins í gærdag var m.a. ijallað um málefni Hráðfrystihúss Keflavíkur. Sú ákvörðun var tekin að ræða við Eldey hf. um sölu á hlutabréfúm Sambands- ins í húsinu. Þau nema 65% hlut- afjár og er nafiivirði þeirra 67 milljónir króna. Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sambandsins segir að ekkert formlegt tilboð í hlutabréfin liggi fyrir af hálfu Eldeyjar en stjóm Sambandsins hafí talið rétt að ræða við þessa aðila. „Okkur þótti sjálfsagt að ræða við þessa aðila og sjá hvað þeir hefðu til málanna að leggja. Stjómin ákvað að þrír menn frá Sambandinu yrðu í þessum við- ræðum. Auk mín verða það þeir Gunnar Sveinsson stjómarformað- ur hraðfrystihússins og Ólafur Jónsson varaformaður stjómar þess,“ segir Guðjón. Guðjón segir að þessi mikli áhugi á kaupum á hlutabréfum Hraðfrystihússins nú hafi komið sér á óvart því áður en ákveðið var að skipta á togurum þess við togarann Drangey á Sauðárkrók hafi enginn haft nokkum áhuga á máiinu. Saksóknari óskar leyfis til að ákæra þingmann: Efrí deild fjallar um beiðni saksóknara í næstu viku í NÆSTU viku tekur efri deild Alþingis afstöðu til beiðni sér- staks ríkissaksóknara í málum sem tengjast gjaldþroti Haf- skips hf., en hann óskaði eftir því að deiidin gæfi leyfi sitt fyrir ákæru á hendur Jóhanni Einvarðssyni, alþingismanni og fyrrum varaformanni bankar- áðs Útvegsbankans. Jóhann Einvarðsson er erlendis um þessar mundir og náðist ekki í Iðnaðarráðherra skipar tvær neftidir í álmálið Þingflokkur Alþýðubandalagsins ber fram mótmæli JÓN Sigurðsson, iðnaðarráðherra, skipaði í gær tvær nefiidir til að vinna við athuganir á hagkvæmni á byggingu nýs álvers í Straumsvik. Jón segist vilja ítreka að um sé að ræða athugun, en engin ákvörðun hafi verið tekin um byggingu álvers. Á þingflokks- fúndi Alþýðubandalagsins í gær var samþykkt munnleg ályktun þar sem þessum nefiidaskipunum er mótmælt og Svavari Gestssyni falið að koma mótmælunum til skila í ríksstjórn. „Ég leysti frá störfum starfshóp sem var skipaður 1986. Ég tel að hann hafi lokið sínu verki og kafla- skipti orðið í máiinu þegar sam- komulag var gert á milli þessara §ögurra álfyrirtækja að vinna saman að hagkvæmniathugun og íslenska ríkið samþykkti fyrir sitt leyti í júlí,“ sagði Jón. Hann sagði að ráðgjafamefndin nýja ætti að fylgjast með hagkvæmnisathugun- inni af íslands hálfu og láta í té upplýsingar. Þetta væri nauðsyn- legt til að þeir sem ynnu verkið gætu stuðst við íslensk sjónarmið í sínum útreikningum. Hin nefndin sem skipuð var ætti að vera Þjóð- hagsstofnun til ráðuneytis við at- hugun á þjóðhagslegum áhrifum stóriðju. Sú athugun á að vera í samvinnu við Byggðastofnun og Orkustofnun. í ráðgjafamefndinni eiga sæti þeir Jóhannes Nordal, Guðmundur G. Þórarinsson, Geir A. Gunn- laugsson, _ Ólafur Davíðsson og Baldur Óskarsson. Tveir þeir síðastnefndu áttu ekki sæti í fyrri starfshópnum. Formaður í hinni nefndinni er Birgir Ámason, að- stoðarmaður viðskiptaráðherra, en aðrir í henni em, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins: Þórður Friðjónsson, Guðmundur Magnús- son, Þorsteinn Ólafsson, Guðni Jóhannesson, Jón Ingimarsson, Haraldur Ólafsson og Sigurður Guðmundsson. Jón sagðist aðspurður fátt vilja segja um gagnrýnisraddir úr röð- um Alþýðubandalags vegna athug- ana á álmálinu. Það væri ekki til- efni til neinna stórra yfirlýsinga, það væri einfaldlega um að ræða fyrirkomulag athugana sem vinna þyrfti. Ekki náðist í Svavar Gestsson eða Margréti Frímannsdóttur, formann þingflokks Alþýðubanda- lagsins, í gær. hann í gær. Jónatan Þórmundsson, sérstak- ur ríkissaksóknari, hafði samband við Guðrúnu Agnarsdóttur, fyrsta varaforseta efri deildar Alþingis, um helgina, en í þeirri deild á Jóhann sæti. Jón Helgason, for- seti deildarinnar, er erlendis á fundi Sameinuðu þjóðanna. „Beiðnin verður tekin fyrir á fundi deildarinnar í næstu viku; á þriðju- dag eða miðvikudag. Ég er að íhuga hvemig standa beri að af- greiðslu málsins, en engin for- dæmi em fyrir því,“ sagði Guðrún. 1. málsgrein 49. greinar stjóm- arskrárinnar hljóðar svo: „Meðan Aiþingi stendur yfir, má ekki taka neinn alþingismann fastan fyrir skuldir án samþykkis þeirrar deild- ar, er hann situr í, né heldur setja hann í varðhald eða höfða mál á móti honum, nema hann sé staðinn að glæp.“ í ritinu Stjómskipun íslands, eftir Ólaf Jóhannesson, segir að ljóst sé að málshöfðunar- bann 1. málsgreinar taki aðeins til opinberra mála, enda þurfi einkamál alls engri truflun að vaida á þingsetu manns eða þing- störfum. Skipti þar engu, þótt aðaldómkrafa í einkamáli sé refsi- krafa, svo sem er í meiðyrðamál- um. Gunnar G. Schram, prófessor í stjómskipunarrétti, sagði að fimm sinnum hefði komið til þess að þingdeild þyrfti að taka afstöðu til þess hvort leyfa skyldi máls- höfðun á hendur þingmönnum, fjómm sinnum á þessari öld og einu sinni á þeirri síðustu. í öllum tilvikum var um að ræða máls- höfðanir vegna meintra meiðyrða, samkvæmt 2. málsgrein 49. grein- ar stjómarskrárinnar og var leyfi ýmist veitt eða því synjað. í máls- greininni segir að enginn alþingis- maður verði krafinn reiknings- skapar utan þings fyrir það, sem hann hefur sagt í þinginu, nema þingdeildin, sem í hlut á, leyfi. Nýjasta dæmi ,um slíka beiðni er frá 1974, þegar nokkrir utan- þingsmenn óskuðu eftir málshöfð- unarleyfi gegn nokkmm þing- mönnum beggja deilda Alþingis. Forsetar deildanna neituðu að taka beiðnina á dagskrá, með vísan til 55. greinar stjómarskrár, þar sem segir að hvomg þingdeildin megi taka við neinu málefni, nema ein- hver þingdeildarmanna flytji það. í Stjómskipun íslands er þessi skilningur talinn mjög óeðlilegur og talið réttara að forseti þing- deildar lýsi beiðni og beri hana undir atkvæði. Einfaldur meiri- hluti nægir til samþykktar beiðni. „Þingmaður getur ekki afsalað sér þinghelgi, enda er hún fyrst og fremst ætluð Alþingi til vemd- ar en ekki einstökum þingmönn- um,“ sagði Gunnar G. Schram. „Hann getur hins vegar að sjálf- sögðu óskað eftir því að þingdeild- in taki slíka ósk til greina."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.