Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 Álþrykk Baltasars Myndlist Bragi Ásgeirsson Ekki verður á móti mælt að málarinn Baltasar Samper er at- orkusamur myndlistarmaður, sem lætur sér fátt fyrir bijósti brenna en _er mjög umdeildur um leið. Á þessu ári hefur hann gert heil- ar 27 litógrafíur á eigin verkstæði sem hann hefur innréttað á heimili sínu og hefur hér eingöngu notið einhverrar aðstoðar konu sinnar að ég best veit. Það eitt að gera jafn margar graflkmyndir við slíkar að- stæður á sama árinu er afrek út af fyrir sig og þess má geta að margur listamaðurinn lætur sér nægja helmingi minna á ársgrund- velli, jafnvel þótt hann vinni á verk- stæði með 3—4 aðstoðarmenn. Hér er að vísu um að ræða litó- grafíur útfærðar á álplötur sem eru öllu meðfærilegri en kalksteinninn frá Solnhofen, en þó eru þessi vinnubrögð býsna aðdáunarverð. Einn af þekktustu grafíklistamönn- um Noregs hér áður fyrr, Sigfurd Winge, lét sér t.d. nægja að gera 12 málmætingar á ári, en hann lagði sig líka allan fram við þær og var enda einn sá stærsti um sína daga. Líkt og áður hefur sést til Baltas- ars, þá vinnur hann í eins konar myndflokkum og í þetta sinn skipt- ast þeir í Nátttröll, Vemdargripir, Úr Eddukvæðum, Sigurbogar og Ex libris. Varla geta myndefnin ísienzkari verið hjá hinum fædda Spánveija. Það er mikill hraði og kraftur í vinnubrögðum Baltasars svo sem fyrri daginn, en nú leitast hann við að þjappa honum saman á mynd- fletinum á einfaldari hátt og í senn hlutlægt sem huglægt í sömu mynd- unum. Á köflum finnst manni myndimar vera alveg óhlutlægar í fyrstu, en svo birtast manni hlutlæg form sem koma líkt eins og úr fel- um. Það er nokkuð algengur leikur í grafíklist nútímans, en þá oftast eitt sér og án þess að blandast al- veg óhlutlægum formum á þennan sérstaka hátt. Skal ég fúslega við- urkenna að þetta truflar mig nokk- uð því að hér bítast tvenns konar myndveraldir, án þess að tilgangur- inn sé með öllu ljós. Dæmi um sam- mna ólíkra eðlisþátta myndlistar í sömu myndinni, þ.e. hlutlægt/- óhlutlægt, em t.d. myndimar „Ég lifí í skugga" úr myndflokknum Nátttröll og „Loki“ úr mynda- flokknum „Eddukvæði“. En dæmi um samræmda heild gætu hins veg- ar verið myndimar „Amulett" II, úr myndaflokknum „Vemdargrip- ir“, en rauði liturinn efst er þó full hrár og stingur full mikið í augun — hefði þurft að ijúfa hann með hvítri eða svartri línu og tengja þannig öðmm eigindum myndheild- arinnar. Hins vegar gengur dæmið fullkomlega upp í myndunum „Sig- urbogi friðar" úr myndflokknum Sigurbogar, og mynd nr. 25 úr myndflokknum Ex libris. Maðurinn og firringin Myndlist Bragi Ásgeirsson Staða mannsins í viðsjálli veröld hefur verið mörgum nýbylgjumálar- anum hugleikið viðfangsefni á und- anfömum ámm, — hremmingar, hraði og firring. Málarinn Gunnar Öm átti að baki langan þroskaferil, er hið svo- kallaða villta málverk komst á odd- inn í heimslistinni. Hafði ámm sam- an málað sláturkenndar fígúmr, sem í rýminu gengu út frá ýmsu úr myndveröld Francis Bacons. Hér er hann á svipaðri braut og svo margir jafnaldrar hans, en átti sér þó sérstæð einkenni, sem skinu í gegn og athygli og aðdáun vöktu langt út fyrir landsteinana. Það er einmitt þetta, sem er svo mikil- vægt, og er ofar allri kröfu í listum, að hafa hæfileikann til að bijóta áhrif frá öðmm málurum undir eig- in persónuleika og vinna úr þeim, svo sem hugurinn býður. Svo sem iðulega hefur komið fram í viðtölum við listamanninn átti hanní miklum persónulegum hremmingum á tímabili, sem m.a. leiddu til stöðnunar í málverkinu, — hér fannst honum sér þrengt út f hom. En svo er hann hafði yfírunn- ið þær, hóf hann að mála af miklum krafti á ný og nú undir áhrifum hinna nýju áhrifa að utan, þar sem m.a. slöngur og kynjaverur fylltu gjaman myndflötinn eins og til að undirstrika óhugnaðinn í nútíma- þjóðfélaginu. Það var líkast því sem kynjaverur frá öðrum hnöttum hefðu blandast mannfólkinu og hér má vera um að ræða bein og óbein áhrif frá kvikmyndaiðnaðinum svo Gunnar Öm myndlistarmaður við mynd sína „Þjóðsögu“. og fijálsu og óheftu kynlífí, sem þá var mjög í tísku því að myndim- ar höfðu gjaman óheftan munúðar- fullan undirtón. Hér var og hin ósjálfráða frásögn aðalatriði svo og hið óbeislaða hug- arflug — sjálf tæknin í hefðbundn- um búningi var gjaman látin lönd og leið, en goðsagnaheimurinn tek- inn með í spilið svona til trausts og halds, en hann er einmitt ákaf- lega samur sér og fastur fyrir í lögmálum sínum, þrátt fyrir að náttúruöflin leiki þar lausum hala í blindni og tryllingi. Undirmeðvitundin er gjaman lát- in ráða ferð pentskúfsins um dúk- ana, en svo var nú einmitt með þá Picasso og Matisse og aðra jöfra, en á annan hátt þó — þeir vísu menn töluðu einmitt um framleng- ingu sálarinnar. En villtu málaram- ir hafa kannski breytt þessu í fram- lengingu afbökunarinnar og lofgerð frávillunnar... Mikil vinna Til sölu sjónvarpsfyrirtæki í fullum gangi. Um er að ræða innflutning, kaup og sölu á notuðum sjónvarps- tækjum, endurnýjun þeirra, uppsetningu ásamt stóru viðgerðarverkstæði. Laust strax. Þetta fyrirtæki er leið- andi í sinni grein. Tilvalið tækifæri fyrir 2 drífandi og laghenta menn. Sanngjarnt verð. Góð kjör. Fyrirtækjasalan Suðurveri, sími82040. Hvað um það þá em myndir Gunnars Amar í Galleríi Nýhöfn keimlíkar því, sem við höfum frá hans hendi áður, en nú eru þó komnar á kreik eins konar bein- lausar kynjaverur, sem engjast um f landslaginu í kröm sinni og ein- manaleika. Ormurinn er til staðar sem fyrr, en nú vex höfuð hans upp úr búki kvenvera eða höfði hans mikilúðlegu og ófrýnilegu bregður fyrir í yfírstærð svo sem á mynd nr. 1 „Þjóðsaga", sem verður að teljast veigamesta verkið á sýning- unni. Landslagið, sem Gunnar mál- ar, er að sjálfsögðu ímyndað furðu- landslag, samþjöppuð fyrirferð, er hlykkjast um myndflötinn líkast gosi innyfla ellegar sprengingu í sláturhúsi. Hér hefur Gunnar Öm tekið allt í þjónustu sína jafnvel viðvaningsleg vinnubrögð og á stundum í hámarki, en þær myndir hrífa mig öllu síður... Stakfell Fasteignasala Suðurlandsbraut 6 687633 TÓMASARHAGI Hæð og ris i þribhúsi 170 fm. Á hæð- inni eru fallegar stofur, hjónaherb., bað- herb. og eldhús. f risi eru 3 svefnherb. Parket é hæðinni. Nýlegt tvöfalt gler. Vestursvalir. Glæsilegt útsýni. 28 fm bilskúr. Verð 9,1 millj. HÖRÐALAND - FOSSV. 4ra herb. ib. á 1. hæð. Sex ibúóir i stiga- gangi. Stórar suöursvalir. Góö sameign. Laus 15.3. Verð 5,8 millj. HRAUNBÆR Snotur 3ja herb. ib. á 2. hæð í fjölb- húsi. Góðar svalir. Sauna í sameign. Verö 4,1 millj. SKIPASUND 3ja herb. risib. i fjórbhúsi 63 fm nettó. Nýtt gler. Góðar geymslur. Skipti mögu- leg á 4ra herb. íb. Verð 3,2 millj. ÞINGÁS Nýl. einbhús á einni hæö 145 fm. 4 svefnherb. Vandaöar innr. Sökklar fyrir 50 fm bílskúr. Möguleg skipti á ódýrari eign. VerÖ 8,7 millj. LANGHOLTSVEGUR Vandaö timburhús á steyptum kjallara 206 fm. 35 fm bílskúr. Húsiö er allt endurn. Stór stofa, 7. herb. Falleg lóö. Ákv. sala. Laust fljótl. Verö 9,9 millj. Jónas Þorvaldsson, Gisli Sigurbjornsson, Þórhíldur Sandholt, lögfr GIMLI Þorsgata 26 2 hæö Simi 25099 Jp ® 25099 Árni Stefáns. viAskfr. Bárður Tiyggvason Elfar Ólason Haukur Sigurðarson Magnea Svavarsdóttir. Raðhús og einbýli SELÁS - EINB. Nýtt ca 110 fm einbhús á einni hæö ásamt ca 40 fm bílsk. Gott hús. Mjög ákv. sala. LANGHOLTSVEGUR Ca 216 fm raðh. með innb. bílsk. 4 svefn- herb. Blómask. Fallegur ræktaöur garöur. Skipti mögul. á minni eign. VerÖ 8,5 millj. KJARRMÓAR - RAÐH. Til sölu glæsil. 90 fm raöh. Vandaöar innr. Suöurgaröur. Áhv. ca 2,3 millj. Hagst. lán. Verö 5,8-5,9 millj. VESTURBERG Falleg 170 fm raðh. á tveimur hæöum ásamt góöum bílsk. Húsiö skiptist í neðri hæö: Anddyri, gestasnyrt., þvottah., hol, stofa, boröst. og eldh. Efri hæö: 4 rúmg. svefnherb. ásamt baöherb. Ákv. sala. Veró 9,0 millj. ÁSBÚÐ - PARHÚS Nýl. fullfrág. 255 fm parh. á tveimur hæö- um. Tvöf. innb. bílsk. Mögul. á 5 svefn- herb. Saunaklefi. Skipti mögul. á minni eign. STEKKJARHVAMMUR - HAFNARFIRÐI Nýtt glæsil. ca 170 fm raöh. á tveimur hæö- um. 30 fm bilsk. HúsiÖ er fultfrág. Skipti mögul. á 2ja-3ja herb. ib. Verö 8,5 millj. NESVEGUR Falleg 102,5 fm nettó rish. meö sérinng. Stórar suðursv. Manngengt geymsluris. Miklir mögul. Verö 5,3-5,4 millj. í smíðum GRAFARVOGUR - EINB. Ca 140 fm nýtt fallegt einbhús á einni hæö ásamt 24 fm bílsk. Plata u. 10 fm garöst. fylgir. Afh. frág. aö utan, fokh. aö innan. 4 svefnherb. VerÖ 5,8 millj. HLÍÐAHJALLI -TVÍBHÚS Höfum til sölu fallegt tvibhús meö 145 fm efri hæö ásamt 28 fm bilsk. meö kj. undir. Verö 5,2 millj. Einnig 72 fm 2ja herb. íb. á neðri hæö. Verð 2,8 millj. íb. afh. fokh. aö innan og hús fulffrág. aö utan. Traustur byggaöili. Teikn. á skrífst. VESTURBÆR - KÓP. Esðm Glæsil. ca 200 fm parh. ásamt 30 fm bflsk. Afh. frág. utan, tilb. u. trév. innan. Stendur á sjávarlóö. Fráb. útsýni. Teikn. á skrífst. Til afh. strax. 5-7 herb. íbúðir RAUÐAGERÐI Glæsil. ca 150 fm nýl. neöri sérh. Vandaö- ar sérsmiöaöar innr. Ákv. sala. Hagst. áhv. lán. VerÖ 7,5 millj. SIGTÚN Glæsil. 125 fm sérh. í fallegu þrib. Sér- stakl. skemmtil. ib. á góöum staö. Nýl. þak. Samþ. teikn. af bílsk. fytgja. 4ra herb. íbúðir NESVEGUR Falleg 102,5 fm nettó rish. meö sérinng. Stórar suöursv. Manngengt geymsluris. Miklir mögul. Verö 5,3-5,4 millj. STÓRAGERÐI - LAUS Falleg 4ra herb. endaíb. á 4. hæö ásamt góöum bílsk. Stórar suöursv. Nýtt gler. EYJÁBAKKI Glæsil. 4ra herb. íb. á 2. hæö. ásamt 16 fm aukaherb. í kj. og 10 fm geymslu, 3 svefnherb. Parket á öllum gólfum. DVERGABAKKI Góö 4ra herb. ib. á 3. hæð ásamt 18 fm herb. í kj. Laus eftir ca 3 mán. Verð 4860 þús. ENGIHJALLI Glæsil. 4ra herb. ib á 3. hæð í lyftuh. Vandaðar innr. Parket á öllum gólfum. Glæsil. útsýni. Stórar suöursv. GIMLI Þorsgata 26 2 hæd Simi 25099 j.j . LUNDARBREKKA Glæsil. 115 fm íb. á 3. hæö. 3 rúmg. svefn- herb. Suðursv. Vandaö eldh. Þvottahús á hæð. Ákv. sala. Laus í des. Verð 5,5 mlllj. SEUAHVERFI Glæsil. 4ra herb. endaíb. á 2. hæð. Nýtt parket á gólfum. Sérþvottah. ÞÓRSGATA Mikið endurn. 4ra herb. íb. a 1. hæÖ í steinh. Verö 4,1 millj. AUSTURBÆR - KÓP. Falleg ca 100 fm neöri sórh. í tvíb. 3 svefn- herb. Parket. Laus fljótl. Verö 5,3 millj. ÓÐINSGATA GóÖ 4ra-5 herb. íb. á tveimur hæöum. Sérinng. Verð 4,6 millj. 3ja herb. íbúðir REYKÁS Höfum í einkasölu mjög rúmg. 3ja herb. íb. á 1. hæð. Áhv. ca 2,4 millj. Ákv. sala. FROSTAFOLD Stórglæsil. 3ja-4ra herb. nýfullb. íb. í óvenju glæsil. lyftuh. Vandaöar innr. Par- ket. Gervihnattasjónv. Húsvöröur. Áhv. nýtt lán frá veöd. ca 3,4 millj. MIÐLEITI Ný, falleg ca 103 fm íb. í lyftuh. ásamt stæði í bflhýsi. Vönduö eign. Ákv. sala. NJÁLSGATA Glæsil. risib. VandaÖar innr. Hagst. áhv. lán. Ákv. sala. Verð 3,9 mlllj. HJARÐARHAGI Glæsil. 3ja herb. íb. Öll endurn. Ákv. sala. VANTAR 3JA MEÐ MIKL- UM LÁNUM Höfum ákv. kaupendur að 2ja-3ja herb. íb. með miklum áhv. lánum. TÝSGATA Falleg 3ja herb. íb.á 1. hæð í góðu steinh. Mikið endurn. Áhv. ca 1800 þús. KRUMMAHÓLAR Falleg 3ja herb. íb. á 3. hæð. Nýtt eld- hús. Suöursv. Verð 4,2 millj. ENGIHJALLI - TVÆR ÍB. Gultfalleg og rúmg. 3ja herb. íb. á 2. og 7. hæð. Vandaðar innr. VerÖ 4,5 millj. 2ja herb. íbúðir BERGÞÓRUGATA NÝTT LÁN Vorum aö fá í sölu stórglæsil. 2ja herb. risíb. í fallegu steinh. Ib. er öll nýinnr. meö stórum góöum kvistum. Fallegt út- sýni. Áhv. nýtt lán frá veðd. BARÓNSSTÍGUR Góð ca 70 fm 2ja herb. fb. é 1. hæð. Áhv. ca 1600 þús. Verð 3.1 millj. VINDÁS - LAUS Ný falleg 2ja herb. íb. á 3. hæð. Laus strax. VerÖ 3,1 millj. ÞANGBAKKI - LAUS Falleg og rúmg. 2ja herb. íb. á 5. hæö í eftirsóttu fjölbhúsi. Ákv. sala. Laus strax. SELTJARNARNES Gulifalleg 60 fm (nettó) íb. á jaröh. í fal- legu 6-býtishúsi. Parket. Nýl. eldh. Mjög góö staös. Verð 3,6-3,6 millj. VANTAR 2JA - STAÐGREIÐSLA Höfum kaupanda að 2ja-3ja herb. íb. í Rvík eða Kóp. Vill kaupa 3-4 íb. Staðgr. við samning. REKAGRANDI Glæsil. ný 2ja herb. íb. á jarðh. meö vönd- uðum innr. Parket á gólfum. Áhv. 1500 þús v/veöd. Verö 3,8 millj. SÚLUHÓLAR GlæsH. 60 fm *>. á 3. hæð. Mjög vandaðar innr. Parket. Eign i sérfl. Áhv. ca 1,0 mtUj. v/veðd. Verö 3,6 mHj. MIÐVANGUR HF. Giæsil. 70 fm ib. 2ja-3ja herb. á 6. hæð í lyftuh. Verð 3,6-3,8 millj. NJÖRVASUND Mjög góð ca 65 fm ósamþ. ib. í kj. Sérínng. Nýtt gter. Verð 2,5 m*j. NJÁLSGATA Góö ca 45 fm 2ja herb. íb. i kj. Nýl. eldh. og rafm. Danfoss. Verð 1800 þús. SKÚLAGATA Falleg 50 fm rísib. Góðar innr. Áhv. 800 þús. frá veöd. Verft 2,4 millj. FÁLKAGATA Guflfalleg 60 fm ósamþ. íb. I kj. Verft 2,5 m. HVERFISGATA - HF. Glæsil. nýendurn. ib. á miðhæö í þríbhúsi. Allt nýtt. Laus strax. Verð aðeins 3,1 mlllj. VANTAR 4RA-5 HERB. Höfum fjárst. kaupanda að góðri 4ra-5 herb. íb. í Fossvogi eða Vesturbæ. 3 millj. við samning. VANTAR RAÐHÚS Höfum fjárst. kaupanda að nýf. raðh. í Grafarvogi, Selási eða Suðurhl. Kóp. Má vera I byggingu. Mjög góðar greiðslur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.