Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 Að gegna gæsun- um sem í gær flugu Tillögur á 43. allsherjarþingi SÞ um frystingu eftirJón Baldvin Hannibalsson Tillögur um frystingu kjama- vopna hafa verið á dagskrá alls- herjarþings SÞ frá árinu 1982. Á því herrans ári var í fyrsta skipti lögð fram tillaga Mexíkó, Svíþjóðar og fleiri ríkja, þar sem hvatt er til stöðvunar framleiðslu kjamavopna og kjamakleyfra efna í vígbúnaðar- skyni. Á sama þingi lögðu Indveij- ar, ásamt tveimur Afríkuþjóðum og A-Þjóðveijum, fram tillögu sama efnis. Við þetta bættist síðan fryst- ingartillaga Austur-Evrópuríkja á allsheijarþinginu árið eftir. Það er ekki ætlun mín að fara yfir þessar tvær tillögur eða rekja þróun þeirra. Tvær þeirra, þ.e. til- laga Mexíkó og Svíþjóðar annars vegar og Indveija hins vegar, hafa skotið upp kollinum aftur í ár. Um fyrri tillöguna má segja að hún hafi breyst í hófsamara horf með ámnum og felur hún nú ekki leng- ur í sér þá einhliða gagnrýni á ann- að stórveldið sem einkenndi hana áður. Um hina seinni er það að segja að hún er efnislega að mestu óbreytt frá árinu 1982. Það vekur athygli að þrátt fyrir breytingar á kjamorkuvígbúnaði beggja stórveldanna skuli tillögur um „frystingu“ koma fram ár eftir ár. Virðist ekki skipta flutnings- menn neinu máli hvernig hlutföllin breytast í vígbúnaðarmálum; höfuð- atriðið er að „frysta“ vígbúnaðinn á því stigi sem við á hveiju sinni. Hugtakið „frysting" tekur m.ö.o. ekkert tillit til aðstæðna sem ríkja á hveijum tíma með tilliti til vígbún- aðar eða hvort þær em í jafnvægi eða ójafnvægi. Má því ljóst vera að „frysting" ein sér felur í sér ákaflega takmarkað framlag til marktækrar umræðu um vígbúnað- armál. Þetta sambandsrof frystingar- hugtaksins við raunvemleikann hefur orðið einkar áberandi í seinni tíð. Vert er að hafa í huga að þeg- ar tillögur um frystingu komu fyrst fram vom aðstæður allólíkar því sem nú er. Atlantshafsbandalagið stóð frammi fyrir því í lok ársins 1983 að heija uppsetningu Pershing Il-flauga og stýriflauga til mótvæg- is við milli þijú og fjögur hundmð SS-20-flaugar Sovétmanna, sem miðað var á ríki Vestur-Evrópu. Þetta hafði verið sársaukafull ákvörðun fyrir þau ríki bandalags- ins er í hlut áttu og fáir'gátu séð fyrir þann árangur sem þetta hug- rakki hefur skilað síðan. Samningur stórveldanna um út- rýmingu allra meðaldrægra kjarna- flauga á landinu, sem undirritaður var í Washington í desember sl., hefði aldrei orðið að vemleika hefðu tillögur um frystingu komið til framkvæmda 1983. Þvert á móti hefði slík tillaga, hefði hún verið samþykkt, lögleitt yfirburði Sov- étríkjanna á þessu afmarkaða sviði og gert þeim kleift að beita Evrópu- ríki pólitískum þvingunum. Raunin varð sem betur fer allt önnur. INF- samningurinn hefur orðið til að treysta í sessi yfirlýsta gmndvallar- stefnu Atlantshafsbandalagsins, sem miðar að því að ná fram raun- hæfum og gagnkvæmum samning- um um afvopnun og vopnaeftirlit í skjóli trúverðugra vama og öryggis. í kjölfar INF-samningsins er mannkyn nú e.t.v. að verða vitni að þáttaskilum í samskiptum aust- urs og vesturs. Pólitísk samstaða Atlantshafsbandalagsríkjanna hef- ur orðið til þess að ryðja braut fyr- ir frekari árangrí á öðrum sviðum kjamavopna. Talsverðar vonir em nú við það bundnar að takast megi að semja um 50% niðurskurð lang- drægra kjarnavopna á næsta ári. Þrátt fyrir að viðræður um jafn- vægi á sviði hefðbundinna vopna í Evrópu hljóti því næst að vera eitt höfuðmarkmið vestrænna ríkja, er stefnt að því að semja einnig um sameiginleg mörk fyrir skamm- dræg kjamavopn. Eins og þessi verkefnalisti Atl- antshafsbandalagsríkjanna ber með sér, er stefnt að umtalsverðri fækk- un kjarnavopna en ekki einfaldlega stöðvun framleiðslu við núverandi aðstæður. Með því að tala um nauð- syn þess að „frysta" kjamavopn nú em Mexíkanar, Svíar, Indveijar og nótar þeirra því sannarlega að gegna gæsunum sem í gær flugn og vekur það raunar furðu að jafn úreltar hugmyndir skuli enn þykja gjaldgengar í umræðum um af- vopnunarmál milli manna sem vilja láta taka sig alvarlega. Þær röksemdir, sem ég hef eink- um leitt fram gegn þeim frysting- artillögum sem lagðar hafa verið fram á yfirstandandi allsheijar- þingi, em almenns eðlis og snerta ekki einstaka efnisþætti tillagn- anna. Ég hef talið, í fyrsta lagi, að hugmyndin um frystingu kjarna- vopna væri órökvís sem viðleitni til að stuðla að jafnvægi og öryggi þar sem hún tæki ekkert tillit til að- stæðna hveiju sinni. í öðm lagi hef ég látið í það skína að hún væri tímaskekkja þar sem allar raun- hæfar tilraunir í átt til afvopnunar hljóti að miða að því nú að fækka kjamavopnum, en ekki að viðhalda eða einfaldlega setja skorður við núverandi birgðum. Þannig er meg- inmunurinn á SALT-samningunum frá 1972 og 1979 annars vegar og INF-samningnum frá í fyrra hins vegar sá, að hinir fyrri kváðu ein- Jón Baldvin Hannibalsson „Þeg-ar þess er gætt hve ág'ætur árangur hefiir náðst í afvopnunarmál- um — og raunar al- þjóðamálum almennt — á undanförnu ári, ber Islendingum tvímæla- laust að leggja lið öllum raunhæfum tillögum sem stuðlað geta að auknu öryggi í skjóli minni vopnaviðbúnað- ar. Frystingartillögur allsherjarþingsins eru því miður ekki í þeim hópi.“ ungis á um takmarkanir við frekari framleiðslu. Frystingartillögur nú eru því a.m.k. tíu árum á eftir tímanum. Benda mætti á fleiri röksemdir: — Einn markverðasti árangur INF-samningsins er í því fólginn að hann kveður á um „ósamsíða" (asymmetrical) fækkun kjarna- vopna. í þessu felst að Sovétmenn fallast á að fækka hlutfallslega miklu fleiri eldflaugum en ríki Atl- antshafsbandalagsins og hafa menn gert sér vonir um að sama regla gæti gilt á öðrum sviðum þar sem Sovétmenn njóta verulegra yfir- burða, t.d. á sviði skammdrægra kjarnavopna þar sem hlutföllin eru um 15 á móti einum, Sovétmönnum í vil. Frysting við núverandi aðstæð- ur myndi gera þennan ávinning INF-samningsins að engu og festa yfirburði Sovétmanna í formi al- þjóðasamkomulags. — Frysting þess ójafnvægis sem nú ríkir með tilliti til hvors tveggja skammdrægra kjarnavopna og langdrægra kjarnaflauga á landi, Sovétmönnum í vil, myndi spilla fyrir frekari samningum um raun- hæfan niðurskurð, því sá aðilinn, sem yfirburðanna nyti, myndi ekki sjá sig knúinn til að láta þessa yfir- burði af hendi. — Samningar um frystingu kjamavopna yrðu að fela í sér ákvæði um strangt eftirlit með framkvæmd slíkra samninga (ver- ification). Hvorug ályktun allsheij- arþingsins felur í sér neinar ábend- ingar um hvemig standa ætti að slíku eftirliti. Eins og menn vita, hafa ráðstafanir varðandi eftirlit verið veigamesti ásteytingarsteinn- inn í þeim viðræðum er nú standa yfir milli stórveldanna um 50% nið- urskurð langdrægra kjamavopna. Eftirlitsákvæði með frystingu yrðu síst auðveldari viðureignar en þar sem fækkun væri annars vegar. Liggur því beint við að spyija hvort menn vilji virkilega hvetja til þess að stórveldin semji um eftirlit með frystingu á sama tíma og samið er um fækkun eða er hugmyndin kannski að frysta fyrst og fækka svo? Af ofangreindu má ljóst vera að ákvörðun mín sl. fimmtudag að breyta atkvæðagagreiðslu um frystingartillögur frá fyrra ári og að sitja í þetta sinn hjá er að mínu mati í fyllsta máta eðlileg og rétt- mæt. Þegar þess er gætt hve ágæt- ur árangur hefur náðst í afvopnun- armálum — og raunar alþjóðamál- um almennt — á undanfömu ári, ber íslendingum tvímælalaust að leggja lið öllum raunhæfum tillög- um sem stuðlað geta að auknu ör- yggi í skjóli minni vopnaviðbúnað- ar. Fiystingartillögur allsheijar- þingsins em því miður ekki í þeim hópi. Höfundur er utanríkisráðherrn. Smávegis um höfundarrétt eftirAtla Heimi Sveinsson Síðastliðið þriðjudagskvöld var viðtal við Valgeir Guðjónsson, laga- smið og poppara, á Stöð 2. Um- ræðuefnið var höfundarréttarmál. Ummæli Valgeirs, sem er formaður FTT (Félags tónskálda og textahöf- unda), þ.e. tónhöfunda á léttari kantinum, — þóttu mér sum nokkuð villandi. Spurt var hvort réttarstaða tón- höfunda væri góð hér á landi. Val- geir kvað svo vera, og sagði að ýmis mætir menn hefðu lagt þar hönd á plóg. Hann nefndi engin nöfn. I þessu sambandi finnst mér smekkleysa að nefna ekki Jon Leifs og Sigurð Reyni Pétursson, sem unnu brautryðjendastarf á þessu sviði. En kjölfystan var alltaf Tón- skáldafélag íslands, en alvarlegu tónskáldin gættu prýðilega réttinda dægurlagahöfunda. Þessi stað- reynd virðist vera feimnismál ýms- um poppurum. Þeir hafa aldrei þurft að lyfta litla fíngri til að öðl- ast réttindi sín. Þar hafa hin alvar- legu tónskáld haft forystuna, og það er trúa mín að svo muni verða í framtíðinni. Minnst var á höfund- argreiðslur fyrir tónverk. Valgeir Skáldsaga eftir Guðmund Björgfvinsson „ÁSTIN sigrar - þessi gamli djöfull“ nefinist skáldsaga efitir Guðmund Björgvinsson, sem komin er út hjá bókaútgáfúnni Lífsmarki. Í frétt frá útgefanda segir að sagan fjalli ura ungan mann sem fer til náms vestur um haf og kynnist öðrum heimi, annarri þjóð og ástinni í 'öllu sínu veldi. Þetta er þriðja skáldsaga Guð- mundar, hinar fyrri voru „Allt meinhægt" og „Næturflug í sjö- unda himni“. ástin siarar- þessi gamfi djöfull goÓmundur björgvíntion Kápa bókarinnar „Ástin sigrar - þessi gamli djöfúll. sagði undarlegt, að lagið Fatla fól eftir Megas þætti ekki eins merki- legt eins og Brennið þið vitar eftir Pál Isólfsson. Það er greitt meira höfundargjald fyrir Brennið þið vit- ar heldur en Fatla fól, en þar með er ekki lagt neitt listrænt mat á þessi verk. Menn eru að reyna að meta vinnu höfunda. Menn greiða meira fyrir langt verk heldur en stutt. Svo er einnig álitið að greiða beri meira fyrir verk samið fyrir stóra hljómsveit og kór, heldur en fyrir verk sem samið er fyrir einn gítar og söngrödd. Menn álíta að það sé mikil vinna að semja tónlist fyrir fjölda flytjenda, til þess þurfi ákveðna kunnáttu og færni. Fyrir það er verið að borga. Málið géríst ennþá flóknara þegar farið er að vinna með hugtök eins og strúktúr, textúr, densitet, integrasjón og metótík eða innviði, áferð, þéttleika, samtvinnun og aðferð. Og það er gert. Víðtækt alþjóðasamkomulag hefur tekist um kerfi sem er sam- bland af uppmælingu og bónus. En það er flókið mál að útskýra þessi hugtök í hvaða starfí sem er. Valgeir var spurður hvort léttir tónhöfundar sætu við sama borð og hinir alvarlegu. Hann vék sér undan að svara. En svarið er já, Ef ég sem júróvísjónlag fæ ég greitt eftir sama Iaunaskala og Valgeir, og ef hann semur flautu- konsert fær hann greitt fyrir hann eins og ég. Það er aðeins verkið sjálft sem gildir. Við Valgeir höfum báðir samið söngleiki sem sýndir hafa verið hjá Atli Heimir Sveinsson „Þessi staðreynd virðist vera feimnismál ýms- um poppurum. Þeir hafa aldrei þurflt að lyflta litla fingri til að öðlast réttindi sín. Þar hafa hin alvarlegfu tón- skáld haflt forystuna, og það er trúa mín að svo muni verða í fram- tíðinni.“ Leikfélagi Reykjavíkur. Lögin í báð- um þessum söngleikjum eru í sama gjaldflokki. Valgeir þarf aðeins að greiða útsetjara af sínum hlut, því hann setti ekki út lögin sjálfur, en ég get útsett mína músík sjálfur. Við sitjum við sama borð. Eins má segja Valgeiri og félög- um hans til huggunar að júróvísjón- lag númer sextán er í sama gjald- flokki og lag númer eitt. En lag númer eitt er oftar spilað og gefur þess vegna höfundi sínum meiri tekjur en hitt. Gjaldskrá STEFs er í endurskoð- un núna. Því verki væri lokið ef FTT-menn hefðu sýnt einhvem áhuga. Valgeir segir að málið sé „viðkvæmt" og mönnum „hitni í hamsi“. Þetta á kannski við um félaga Valgeirs, en ekki okkur hin alvarlegri tónskáld. Við ræðum þessi mál á faglegan hátt af þekk- ingu og kunnáttu. í Tónskáldafé- laginu hafa nær allir félagar há- skólapróf í faginu eða jafngildi þess. Þessu er öðruvísi varið með hina léttu. Mér finnst vanþekking sú, sem Iýsir sér í ummælum Valgeirs í fyrr- nefndu viðtali, nokkuð alvarleg. Hann á þó að heita forystumaður lagahöfunda. En úr þessari van- þekkingu má bæta, og það mjög bráðlega. Valgeir sagðist vera að fara á alþjóðlegt höfundarréttar- þing í Argentínu. Hann nefndi ekki að hann fer ekki einn. Undirritaður verður aðalfulltrúi íslenskra tón- höfunda á þessu þingi, og svo mætir Eiríkur Tómasson, hæsta- réttarlögmaður og framkvæmda- stjóri STEFs. Það væri kjörið að nota tímann til að kenna Valgeiri upphafið á stafrófi höfundarréttar- ins. Við hefðum sennilega báðir gott af þessu: Ég að kenna honum, hann að læra af mér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.