Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 15 sl. er gefið í skyn að verkaskipta- reglur Kvennalistans muni kosta þjóðina óeðlilega mikið fé og um- fram það sem gerist með aðra þing- menn, sem hætta störfum og fá biðlaun. Það er jafnvel látið liggja að því að þingkonur Kvennalistans muni misnota almannafé. Þama er á ferðinni villandi umfjöllun þar sem ómaklega er vegið að kvennalista- þingkonum. í frétt á sömu síðu segir frá forsetakosningum í Bandaríkjunum með undirfyrir- sögninni: „Grimmilegt og ærumeið- andi kosningastríð til lykta leitt“. Kosningabarátta sigurvegarans í þeim kosningum einkenndist ein- mitt af villandi upplýsingum um andstæðinginn að yfirlögðu ráði til að sverta ímynd hans. Hvert stefnir íslensk fréttamennska? Um virðingu „Þið megið ekki vera svona hör- undsárar," segja menn ef brugðist er við ósanngjamri meðferð. „Þið emð komnar út á hinn pólitíska leikvöll og verðið að vera reiðubún- ar að taka þeim óþverra og þeirri hörku sem þar ríkir.“ Harkan og óþverrinn í stjóm- málum og fjölmiðlum er hvorki meiri né minni en sú harka og sá óþverri sem þrífst meðal þeirra sem þessum málum sinna. Þeir hljóta að ráða gerðum sínum, mennimir. Kvennalistakonur bera virðingu fyrir störfum Alþingis og fyrir sjálf- um sér. Við höfum lagt alúð við verk okkar og reynt að vanda undir- búning okkar og störf sem best. Erindi okkar er þó ekki að viðhalda og veija það kerfí og þá forgangs- röð sem ríkir heldur að breyta því sem þurfa þykir. Stefna okkar grundvallast á hugmyndafræði sem virðir lýðræði og rétt manna til að ráða lífi sínu og hafa áhrif á um- hverfi sitt. Þannig hljótum við einn- ig að starfa. Höfundur er þingmaður Kvenna- listans fyrir Reykja vík. Kominn er út nýr flokkur verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs. Hægt er að velja um: 3ja ára bréf með ársávöxtun 8,0%, 5 ára bréf með árs- ávöxtun 7,5% og 8 ára bréf með ársávöxtun 7,0%. Spariskírteini eru í 5.000, 10.000, 50.000, 100.000 og 1.000.000 króna einingum. Þau eru ríkistryggð og fyrir einstaklinga utan atvinnurekstrar eru þau tekju- og eignarskattsfrjáls og því bæði örugg og arðbær fjárfesting. Spariskírteini ríkissjóðs fást á afgreiðslustöðum Landsbanka íslands og þar er jafnframt séð um innlausn eldri spariskírteina. Nánari upplýsingar fást hjá Verðbréfaviðskiptum, Laugavegi 7 og hjá verðbréfadeildum í útibúum bankans um land allt. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna VEITINGAHÚS, FÉLAGASÁMTÖK: Mikið úrval af glösum, hnlfapörum, matar- og kaffistellum. SÉRMERKJUM GLÖS 0G POSTULÍN. © 68 88 38 VEITIR Bjóðum uppá mat í hitabökkum til fyrirtækja og starfshópa. Einnig sjáum við um veislumat fyrir hvers konar mannfagnaði. ------© 67-27-70 -------- MATBOROIÐ Stólarogborð fyrireldhús, mötuneyti og veitingahús. Sérsmlðum eftir pöntun. ----------- © 3-50-05---------- SÓL0 HÚSGÖGIM 7Æ7/RBo-i//ftsf/ þvottatækið • Tengtbeint við venjulega garðslöngu. • Þvær og BÓNAR. ------- ©67-29-00 ------------ SMYRILL * 8 I S 3-65-00 GAMLA K0MPANÍIÐ Dömu-, herra- og barnaklippingar og öll almenn hársnyrtiþjónusta. Verið velkomin I Klipphúsið. © 67-20 44 KLIPPHÚS KARÓLÍNU ÍSBROT... Sérversiun með slípivörur og loftverkfæri. © 67-22-40 ÍSBR0T Við veitum fúslega allar upplýsingar. Verið velkomin. ©67-10-20 RÖKRÁS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.