Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 21
demókrata víða um lönd tekið upp fijálslynda stefnu og hafnað ríkis- forsjá í efnahags- og atvinnumál- um. Alþýðubandalagið var dautt úr öllum æðum, fyrst og fremst vegna innbyrðis sundurlyndis og átaka. Nú hefur það styrkst á nýjan leik með þátttöku í ríkisstjórn. Forystumönnum þess hefur tek- ist að draga framsóknarmenn að félagslegri forsjárhyggju ogjafnvel sveigt stefnu Framsóknarflokksins í sumum greinum utanríkismála í átt til staðnaðra viðhorfa Alþýðu- bandalagsins í þeim efnum. Þá hefur formaður Alþýðubanda- lagsins nýlega lýst því yfir að það sé einlægur ásetningur forystu- manna Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks að sameina þessa tvo flokka. Fullyrt er að sögulegum ágreiningi Alþýðuflokksins við al- þýðubandalagsmenn sé lokið. Fyrir u.þ.b. tveimur árum var Alþýðuflokkurinn skæðasti keppi- nautur sjálfstæðismanna um boðun fijálslyndrar efnahagsstefnu. Nú hafa orðið þau algjöru umskipti að formaður Alþýðubandalagsins lýsir því yfir að forystumenn Alþýðu- flokksins hafi ákveðið að ganga yfir og koma sér fyrir undir einum hatti með Alþýðubandalaginu. í Alþýðublaðinu í gær er samein- ingartilboðinu svarað með stórri auglýsingu um fund í tengslum við væntanlegt flokksþing Alþýðu- flokksins, þar sem yfírskriftin er: Hvenær fæðist stóri jafnaðar- mannaflokkurinn? Með öðrum orð- um: Það er komið á dagskrá flokks- þings Alþýðuflokksins að sameinast Alþýðubandalaginu. Svo virðist því sem Alþýðuflokkurinn ætli sér ekki mikið framtíðarhlutverk í íslenskum stjórnmálum. Baráttan fyrir fijálslyndi í efna- hagsmálum og velferð þeirra sem aðstoðar og umönnunar þarfnast hvílir því nú alfarið á herðum sjálf- stæðismanna. Höfuðbaráttan á næstunni verður því við Framsókn- arflokkinn sem fyrst og fremst ber ábyrgð á því pólitíska afturhvarfi til fortíðar sem nú hefur átt sér stað. í þessu felast hinir breyttu og nýju drættir í mynd stjórnmálanna með tilkomu núverandi ríkisstjórn- ar. Andstæðingar okkar hafa reynt að klæða félagslega forsjárhyggju í búning andstöðunnar við það sem þeir kalla fijálshyggju. Það orð er nú notað sem skammaryrði um það sem aflaga fer í þjóðfélaginu. Auðvitað er það svo um orð að þau geta sagt sitt hvað ef menn leggja í þau mismunandi merkingu. Því er haldið fram að ungum mönn- um hafi orðið fótaskortur við að framfylgja grundvallarstefnu flokksins. Vel má vera að við höfum tapað orrustunni um merkingu orðsins fijálshyggja í því mikla áróðurs- stríði sem um það hefur snúist. En hitt verður ekki hrakið, og það skiptir höfuðmáli, að við höfum sótt fram og unnið á í baráttunni fyrir einstaklings- og atvinnufrelsi með hagsmuni allra stétta í huga, í samræmi við þá hugsjón sem þessi flokkur var stofnaður um fyrir tæp- um 60 árum. Sjálfstæðisstefnan hefur því sem fyrr verið aflvaki nýrra viðhorfa, nýrra átaka, ásamt því að vera traustur bakhjarl á sviði velferðar- mála. Árangnr sjálfstæðismanna Við höfum nú setið í tveimur ríkisstjórnum undanfarin fimm ár. Við knúðum á um aukið frelsi á ýmsum sviðum. Með nýrri banka- löggjöf var starfsemi banka og ann- arra peningastofnana sniðin að því sem almennt gerist á Norðurlöndum og annars staðar í Vestur-Evrópu. Þó eru bankar hér enn í ríkiseign að stærstum hluta til en það er nánast óþekkt með öðrum vestræn- um þjóðum og undanhald félags- hyggjuríkjanna fyrirsjáanlegt í þeim efnum. Við knúðum fram aukið frelsi í fjölmiðlun og við tryggðum heimil- unum aðgang að svo lítilfjörlegum hlut sem greiðslukortum en áður voru þau eingöngu ætluð opinberum MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 embættismönnum, heildsölum og iðnrekendum samkvæmt ákvörðun einhvers félagshyggjuráðherra sem taldi það vera hlutverk sitt að draga menn í greiðslukortadilka. Á sama tíma hækkuðum við tekjutryggingu ellilífeyrisþega svo að hún er hærra hlutfall af lág- markslaunum en nokkru sinni fyrr. Og við komum á nýrri löggjöf um fæðingarorlof. Aðrir flokkar hafa gjaman auglýst sig með málþingum um hagsmuni lífeyrisþega, bama og heimila. Við höfum haft færri orð en sýnt viljann í verki. Á sviði velferðarmála höfum við einnig plægt jarðveg fyrir framtak einstaklinganna og félaga þeirra. Þetta var m.a. gert með því að veita þeim sem vinna að velferðar- málum öryrkja og þeim sem vinna að uppbyggingu íþróttastarfsemi nýja tekjumöguleika. Þetta fijálsa framtak er einstakt og um margt sérstakt fyrir íslenskt þjóðfélag. Þannig hefur verið hægt að gera meira á þessu sviði en nokkur ríkis- stjóm hefði getað lofað, hvað þá heldur framkvæmt. En það er tákn- rænt um félagshyggjustjómina að það er efst á hennar óskalista að skattleggja þetta framtak, drepa það í dróma. Það þarf ekki að nefna hér fleiri dæmi um verk okkar í ríkisstjóm. Af staðfestu höfum við sinnt því tvíþætta hlutverki sjálfstæðisstefn- unnar að auka athafnafrelsi á sviði efnahags- og atvinnumála, á sama tíma sem við höfum treyst stoðir hins fjölþætta velferðarkerfis í landinu. Sennilega höfum við sjaldan náð jafnmiklum árangri á báðum þess- um sviðum á jafnskömmum tíma. Atlögur pólitískra andstæðinga, sem felast í ásökunum um að við höfum svikið hugsjón okkar, falla því í raun í grýttan jarðveg. Þær em staðlausir stafir. Kannski sýna þær miklu fremur að allir vildu Lilju kveðið hafa. Ekki vaxtafrelsinu um að kenna En þá spyija menn sem svo: Leiddi ekki frelsið á fjármagns- markaðinum til of hárra vaxta? Svarið er: Vextimir vom of háir og þeir em það ennþá. En ástæðan er ekki frelsið heldur ófullnægjandi aðgerðir á öðmm sviðum. A árinu 1986 jukust til að mynda þjóðartekjur um 8% en launin um meira en 30%. í þessum tölum em fólgin þau mistök sem gerð vom. Með almennri efnahagsstjórn hefði verið unnt að koma í veg fyrir að margir milljarðar króna væm flutt- ir frá framleiðsluatvinnuvegunum yfir í neysluna. Vaxandi viðskiptahalli hélt svo uppi vöxtunum. Það var fyrst þegar aðhaldsaðgerðir fráfarandi ríkis- stjómar fóm fyrst að hafa áhrif og skila árangri að menn eygðu vonir um að vextir fæm að lækka á nýj- an leik. Það mun líka koma á daginn að handstýring, félagshyggjustjórnar- innar mun engu breyta um gmnd- vallarlögmál efnahagsstarfseminn- ar. Innan fárra vikna verður búið að eyðileggja þann árangur sem náðist á síðustu mánuðum fráfar- andi ríkisstjórnar með vaxandi verðbólgu og hækkandi vöxtum í nafni félagshyggju. Frjálslynd umbótasteftia ráði ferðinni Góðir flokksráðsmenn. Ég vék í upphafi að nýjum við- horfum á alþjóðavettvangi og stöðu íslands í samfélagi þjóðanna. Á miklu veltur að við gemm okkur grein fyrir því hver staða okkar er í umróti og nýjum straumum al- þjóðlegra samskipta. Við verðum að gera okkur grein fyrir því hvað það er sem er að breytast. Það er þíða í samskiptum austurs og vesturs. Á báða vegu efla menn og auka samstarf, hvort heldur er á sviði viðskipta, tækni eða menningarmála. Það er ekki einungis verið að bæta sambúð ríkisstjóma í milli heldur er verið að stefna að auknum samskiptum alls almennings yfir landamæri og höf. Nú verður að því spurt, hvaða stefnu íslendingar taka í ljósi breyttra viðhorfa. Megináhersluna hljótum við að leggja á aukna menntun og vísindarannsóknir hvers konar. Vísindin efla alla dáð og hafi það verið sannleikur á sinni tíð hefur hann tvöfalt gildi þegar við horfum nú til nýrrar aldar. Styrkur okkar verður fólginn í því að rækta þjóðlegan metnað, menningu, sögu og tungu; að efla menntun og þekkingu þjóðarinnar. Án þess að rækta þennan garð göngum við ekki á vit nýrra tíma. Á grundvelli fijálslyndrar um- bótastefnu þurfum við að búa íslensku atvinnulífl sömu starfsskil- yrði og atvinnugreinar í samkeppnr islöndunum búa við. íslenskt at- vinnulíf mun vitaskuld taka miklum breytingum. Þar sem tækni, þekk- ing og þjónusta hafa enn meiri þýðingu en áður. En hvað sem því líður mun fram- leiðsla og vinnsla sjávarfangs á grundvelli nútíma hagstjórnar um langan tíma verða uppistaðan í verðmætasköpun þjóðarbúsins og grundvöllur velferðar á íslandi. Það er því skylda okkar að hlúa að al- hliða uppbyggingu atvinnulífs um land allt. Styrkur okkar verður einnig í því fólginn að íslenski fáninn blakti efst við hún um alla íslands byggð hér eftir sem hingað til. Eigi félagsleg forsjárhyggja að ráða ferðinni í íslenskum þjóðarbú- skap er eins víst að við drögumst aftur úr öðrum þjóðum og verðum því ekki þátttakendur í hinni nýju alþjóðlegu þróun. Fyrir þá sök hvílir nú á okkur sjálfstæðismönnum í stjómarandstöðu að efla sóknina fyrir frjálslynda umbótastefnu til þess að varða veginn til nýrrar framtíðar. Frá lýðveldisstofnun höfum við verið virkir þátttakendur í vamar- samstarfi vestrænna þjóða. Við höfum átt menningarlega, við- skiptalega og pólitíska samleið með þjóðum bæði austan og vestan Atl- antsála. Við höfum einnig axlað ábyrgð sem virkir þátttakendur í vamar- samtarfi vestrænna þjóða. í þeim tilgangi að geta áfram verið virkir og ábyrgir þátttakendur í þessu samstarfi þurfum við að geta byggt upp öflugt mannlíf og traust at- vinnulíf í landinu. Til þess að geta gert það verðum við að geta selt afurðir okkar á mörkuðunum aust- an hafs og vestan. Innri markaður Evrópubanda- lagsins kallar á að við göngum nú þegar til samninga við Evrópu- bandalagið. Aðild að Evrópubanda- laginu er að vísu ekki á dagskrá. En við þurfum með samningum að tryggja hagsmuni okkar. Við þurf- um að fá sérstöðu okkar viður- kennda. Ollum má ljóst vera að þjóð sem byggir afkomu sína í svo ríkum mæli á fískveiðum og fiskvinnslu getur ekki gengið að fiskveiðistefnu Efnahagsbandalagsins. Það er ekki að ástæðulausu að fulltrúar á fiskiþingi hafa nýlega ályktað í þá veru að framtíðar- tengsl íslendinga við Evrópubanda- lagið verði samningsbundin. í þeim tilgangi þurfum við að sýna árvekni. Við þurfum að vinna málið pólitískt með persónulegum sam- böndum við forystumenn ríkis- stjóma og stjómmálaflokka í Evr- ópubandalaginu. Lengur verður ekki dregið að hefja beinar viðræð- ur við Evrópubandalagið. Þar að auki þurfum við að nýta okkur sam- starfið í Norðurlandaráði og innan EFTA. En við skulum hafa það hugfast hvað það er sem gefur lífi okkar sem þjóðar gildi. Það er menning okkar, tunga og saga. Höfuðskylda íslendinga er að rækta föðurtún og láta fánann blakta efst við hún um alla íslands byggð, svo enn sé vitnað til skálds- ins frá Fagraskógi. Fáninn er tákn þess sjálfstæðis sem íslendingar eru bornir til. Hann blaktir við efsta hún sem tákn um sjálfstæða framfarasókn fólksins í landinu. Og hann blaktir um íslands byggð alla sem tákn um það að hér á að búa einhuga þjóð í einu landi. Þátttaka í alþjóðasamstarfi er ekki til þess að gera ísland að ein- hvers konar hrepp eða sýslu í menn- ingarheimi stórþjóða. Tiljgangurinn er að gera sjálfstæði Islands og menningu gildari í samfélagi þjóð- anna og njóta efnahagslegs ávinn- ings af slíku samstarfi. Stefiia Vesturlanda vinnurá Stefna vestrænna ríkja í vamar- °g öryggismálum hefur verið að vinna á upp á síðkastið. Staðfesta ríkja Atlantshafsbandalagsins hef- ur leitt til þess að stórveldin hafa nú gert með sér samning um útiým- ingu heillar tegundar kjamorku- vopna og menn vænta frekari árangurs á því sviði. Sósíalisminn er á undanhaldi. Baráttumenn frels- is og mannréttinda eru í sókn. Um það hefur verið almenn og víðtæk samstaða á íslandi að frelsið væri þess virði að veija það. Meðferð utanríkismála er nú í höndum Alþýðuflokksins. Enn sem komið er ber ekki á breyttri afstöðu í gmndvallaratriðum íslenskrar ut- anríkisstefnu. En með hliðsjón af því hversu Alþýðuflokkurinn hefur kyrfilega umsnúist frá fijálslyndum viðhorf- um til afturhaldssamrar forsjár- hyggju í efnahagsmálum er ekki óeðlilegt að menn óttist, ekki síst með tilvísun til áforma um sammna við Alþýðubandalagið, að Alþýðu- flokkurinn gefist einnig upp á þessu sviði. Það er enn ein ástæðan fyrir því að sjálfstæðismenn þurfa nú að herða sóknina í nafni sjálfstæðis- stefnunnar. En á meðaji Alþýðu- flokkurinn bregst ekki í þessum efnum mun Sjálfstæðisflokkurinn veita honum atfylgi og stuðning til þess að fylgja fram utanríkisstefnu Islands. Sjálfstæðisflokkurinn lítur enn sem fyrr á það sem skyldu sína að standa að sem víðtækastri sam- stöðu um mótun utanríkisstefnunn- ar. Hlutverk okkar er að hvika hvergi frá sameiginlegum málstað þeirra sem vilja sækja og veija frelsi og mannréttindi í heiminum. Vaxandi stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn Það er með þessi höfuðmarkmið í huga sem við sjálfstæðismenn sækjum nú fram. Á grundvelli fijálslyndrar umbótastefnu til þess að efla íslenskt atvinnulíf í landinu og auka íjölbreytni þess. Til þess að auka og veija at- hafnafrelsi einstaklinganna. Til þess að standa vörð um þjóð- menningu íslendinga og bæta vel- ferð og menntun fólksins í landinu. Til þess að vemda viðkvæma náttúru íslands fyrir mengun og öðrum umhverfisspjöllum. Til þess að styrkja fjölskylduna svo hún megi verða kjölfesta vel- ferðar og hamingju einstaklingsins. Baráttan stendur annars vegar á milli afturhaldssamrar félags- hyggju vinstri flokkanna, félags- hyggju sem felur í sér miðstýringu og opinbera forsjá á öllum sviðum og hins vegar fijálslyndrar og fram- sýnnar umbótastefnu Sjálfstæðis- flokksins, stefnu sem sameinar frelsi og velferð. Við urðum fyrir áfalli í síðustu kosningum eftir klofning. Við höf- um minna afl á Alþingi en áður og náðum því ekki nauðsynlegum styrk í fráfarandi ríkisstjórn. En við fínnum. vaxandi stuðning við grundvallarviðhorf Sjálfstæðis- flokksinsi Við finnum að fylgi flokksins eykst jafnt og þétt á nýj- an leik. Með samstöðu — og ég legg sérstaka áherslu á einhug flokks- manna — með samstöðu og sam- stilltu átaki mun okkur takast að ná markmiðum okkar. Með trúfestu við hugsjón sjálf- stæðisstefnunnar, harðri en mál- efnalegri andstöðu við ríkisstjórnar- flokkana, mun okkur takast að auka svo afl Sjálfstæðisflokksins að þjóðinni verði snúið af braut forsjárstefnunnar að því fijálslyndi sem varðar veg okkar sem sjálf- stæðrar menningarþjóðar að al- þjóðlegu samstarfi í sókn til bættra lífskjara. 21 Mál og menning: Húsið með blindu gler- svölunum Wassmo í þýð- ingu Hannesar SigMssonar Bókaútgáfa Máls og menn- ingar hefúr sent firá sér bókina Húsið með blindu glersvölunum eftir norsku skáldkonuna Herbjargu Wassmo, í þýðingu Hannesar Sigfússonar. Bók þessi kom út í Noregi árið 1981 og vakti mikla athygli og hefúr nú verið þýdd á tólf tungumál. Sagan gerist á eyju við strönd Norður-Noregs snemma á sjötta áratugnum. Aðalpersónan er stúlk- an Þóra, sem er dóttir þýsks her- manns úr hemámsliðinu, og þurfa bæði hún og móðir hennar að líða fyrir það. Sagan lýsir draumum og angist Þóra í þessu sjávarþorpi, þar sem samskipti fólks verða oft hörð og miskunnarlaus. Engu að síður hefur sagan verið lofuð fyrir ljóð- ræna fegurð, jafnvel þar sem sagt er frá voveiflegum atburðum. Húsið með blindu glersvölunum er fyrsti hluti þríleiks Herbjargar Wassmo um Þóra, en fyrir síðasta hlutann hlaut hún bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs árið 1987. Hún kom hingað til lands í tilefni bókarútgáfunnar í boði forlagsins og Norræna hússins, þar sem hún kynnti verk sitt fyrir fullu húsi áheyrenda. Bókin er 177 blaðsíður að stærð, prentuð í Prentstofu G. Benedikts- sonar en Arnarfell annaðist bók- band. Kápu gerði Sigurborg Stef- ánsdóttir. (Fréttatilkynning) Grammið: Bubbi og Megas sam- an á plötu GRAMMIÐ sendir frá sér fimm plötur fyrir jólin. Meðal þeirra er sameiginleg plata Bubba og Meg- asar: „Bláir draumar“ Á „Bláum draumum" syngja Bubbi og Megas eigin lög, ýmist saman eða sinn í hvora lagi. Þeim til aðstoðar eru hljóðfæraleikarar sem aðallega leika djass, þeir Birgir Baldursson, Tómas Einarsson, Jón Páll Bjamason og Kenneth Knudsen ásamt fleirum. „Bless" er fjögurra laga plata með hljómsveitinni Svart/hvitur draumur og einnig kemur plata frá Kamarorg- hestunum „Kamarorghestar ríða á vaðið“. Þá ke_mur út geisladiskur með verkum Áskels Mássonar, í flutningi ýmissa listamanna og loks kemur frá Gramminu „Zerbian Flower" ensk útgáfa á lögum Bubba Morthens, sem út kom í Skandinavíu 19. októ- ber sl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.