Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 Fjárhagsstaða Hafiiar- flarðarbæjar traust o g framkvæmdir aldrei meiri Leiðaraskrif Morgunblaðsins leiðrétt eftir Guðmund * Arna Stefánsson Hún er þekkt sagan af stjóm- málamanninum fróma, sem fékk upphringingu frá einu æsifrétta- blaðinu og var spurður: „Varstu fullur í gær?“ — Stjórnmálamaður- inn svaraði í fomndran sem satt var, að svo hefði ekki verið. Blaða- maður „gulu pressunnar" þakkaði fyrir sig og sína. Daginn eftir birt- ist svohljóðandi stríðsfyrirsögn í blaðinu: „Jón Jónsson stjórnmála- maður var ófullur í gær!“ Vissulega hafði Jón þessi Jónsson enga ástæðu til að svara til saka fyrir drykkjuskap, enda annálaður reglumaður. En það skipti bara engu máli. Blaðið hafði í hyggju að koma á hann höggi og gerði það svona. Eftir þetta spurðu lesendur hver annan: „Hvemig er það með hann Jón? Jú, gott og vel allsgáður í gær, en þá sennilega í brennivíni í fyrradag og alla síðustu viku“. Þessi dæmisaga um vonda blaða- mennsku og pólitískar ofsóknir kom óneitanlega upp í hugann, þegar Morgunblaðinu var flett sl. sunnu- dag. Þar var ritstjórnargrein Morg- unblaðsins helguð Hafnarfjarðarbæ og fjárhag bæjarsjóðs. Og skrifín voru grundvölluð á viðtali við Áma Grétar Finnsson foringja minni- hluta bæjarstjómar í Hafnarfirði, sem taldi alla þróun á hinn versta veg í Hafnarfírði undir stjóm Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags. Aður hafði Morgunblaðið haft viðtal við undirritaðan um fjármál bæjar- ins og þá var útgangspunktur blaðs- ins „frétt" í bæjarblaði í Firðinum, sem dregur mjög taum sjálfstæðis- manna, þar sem dregin var upp mjög dökk mynd af íjárhagsstöðu bæjarins. Og í viðtali Morgunblaðs- ins við undirritaðan var tóninn þessi: Er fjárhagsstaða bæjarins ekki slæm? — Svar mitt: „Nei. hún er ágæt, þótt vissulega megi alltaf betur gera.“ Og þetta gekk síðan eftir í viðtalinu. Yfirbragðið vom hin neikvæðu formerki. Og fyrir- sögnin: „Erfið greiðslufjárstaða hjá Hafnarfjarðarbæ." Tilætluðum skilaboðum Morgun- blaðsins hafði þannig verið komið á framfæri.þótt í viðtalinu við undir- ritaðan væri þungamiðjan allt önn- ur, auk þess sem stærri og mikil- vægari mál í Hafnarfirði hafi meira fréttagildi. Þröng flokkssjónarmið Ég mun koma að efnisatriðum fjármála bæjarins hér síðar, en langar eilítið fyrst að staldra við hlut Morgunblaðsins í þessum mála- rekstri öllum. Morgunblaðið fagnaði 75 ára afmæli blaðsins á dögunum og í Reykjavíkurbréfi sl. sunnudag eru þau tímamót gerð að umtalsefni og sérstaklega áréttað í þeim skrifum að blað allra landsmanna sé yfir þrönga flokkspólitík hafið. Eða eins og stjómarformaður Árvakurs, út- gáfufélags Morgunblaðsins orðar það „ . . .Morgunblaðið hefur leitast við að hefja sig yfir þröng flokks- sjónarmið og hagsmuni einstakra þrýstihópa og látið hagsmuni þjóð- arheildarinnar sitja í fyrirrúmi". Og þetta stefnumið blaðsins í orði er ítrekað í nefndu Reykjavíkurbréfi. En það er kaldhæðnislegt, að til hliðar við þennan fagurgala er rit- stjómargrein sú er nefnd var í upp- hafí greinar minnar. Þar er vitnað orðrétt í viðtal við foringja minni- hluta bæjarstjórnar, sem finnur núverandi bæjaryfírvöldum í Hafn- arfírði allt til foráttu og þá sérstak- lega fjármálastjóminni. Og hans fullyrðingar teknar góðar og gildar af blaðsins hálfu án athugunar. Fráleit talnameðferð og enn ruglaðri niðurstaða hans, manns sem er múlbundinn þröngum fiokk- sjónarmiðum er hafa það að leiðar- ljósi að vera á móti A-flokkunum í Hafnarfírði — á móti bara til að vera á móti — tekur síðan leiðar- höfundur Morgunblaðsins upp og segir orðrétt: „Hvemig sem á málið er litið er ekki unnt að komast að annarri niðurstöðu en þeirri, að í stjómartíð Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags hafí verið illa haldið á fjármálum bæjarsjóðs Hafnar- fjarðar." Ég spyr: „Hvaða upplýsingar, hvaða yfírsýn, hvað forsendur hefur Morgunblaðið til að komast að slíkri niðurstöðu? Nægir Morgunblaðinu að hafa áróðursgreinar íhalds- manna, til að komast að niðurstöðu og taka afstöðu? Er það svona sem Morgunblaðið „hefur sig yfir þröng flokkspólitísk sjónarmið"? Stað- reynd er sú, að ef Morgunblaðið hefði haft á því áhuga að sannreyna fullyrðingar Áma Grétars Finns- sonar t.d. með viðtali við undirritað- an, þá hefði komið í ljós að málflutn- ingur ÁGF og síðan afleidd um- fjöllun Morgunblaðsins er ekki að- eins hæpinn eða vafasamur, heldur hreinlega ósannur og út í loftið. Tölur eru meira og minna rangar og skáldaðar til að koma ákveðnum áróðri á framfæri. En nóg um aðferðafræði í áróðri og afleita blaðamennsku. Ég vona hins vegar að Morgunblaðið, sem á margan hátt er vaxandi blað og tekur mið af nútímaviðhorfum í §öl- miðlun, megni á næstu áratugum að standa undir eigin skilgreiningu, sem hlutlægur miðill án beinna hagsmunatengsla við Sjálfstæðis- flokkinn. Þetta segir ég Morgun- blaðsins vegna og einnig sem mál- svari frjálsrar skoðanamyndunar í þjóðfélaginu, því óneitanlega er máttur Morgunblaðsins mikill sök- um stærðar ogyfirburðaútbreiðslu. Þriðja hver króna til framkvæmda Og þá eru það efnisatriði hvað varðar fjárhag Hafnarfjarðabæjar. Fyrst þetta: Hafnarfjarðarbær stendur styrkum fótum flárhags- lega og er sennilega eitt best stæða sveitarfélag á landinu. Og þar er óhagganfeg staðreynd, sem allir vita — sem vita vilja — sem með sveitarstjómarmálum fylgjast hér á landi. Á árinu 1988 stefnir í það, að um þriðjungur ráðstöfunarfjár- magns bæjarsjóðs Hafnarfjarðar renni til verklegra nýframkvæmda. Með öðrum orðum: Þegar hefð- bundnum rekstri bæjarfélagsins með allri þeirri þjónustu sem þar er að fínna, sleppir, þá hefur bæjar- félagið um 500 milljónir króna til gatnagerðarframkvæmda, mann- virkjagerðar og annarra þeirra verkefna sem fleyta sveitarfélögum fram á veg. Og. þetta gerist án þess að tekin séu langtímalán vegna þessara framkvæmda. Og þetta er á sama tíma, sem því miður sum sveitarfélög á landinu, hafa ekkert umframfé til ráðstöfunar til verk- legra framkvæmda. Allt fjármagn fer til reksturs sveitarfélagsins. Dettur nokkrum manni í hug, að það sveitarfélag sé illa statt, sem getur notað þriðju hverju krónu til nýframkvæmda og eignabreytinga af hefðbundnum tekjum? Nei, a.m.k. ekki neinum sem þekkir til fjármála sveitarfélaga eða fyrir- tækja. Langtímaskuldir hafa lækkað Aðalsannindamerki hinnar meintu slæmu fjárhagsstöðu bæjar- sjóðs að áliti Áma Grétars Finns- sonar, eru fullyrðingar hans um aukningu skammtíma- og lang- tímaskulda. En hver skyldi vera staðreynd þeirra mála? ÁGF segir heildarskuldir bæjarsjóðs skv. upp- gjöri bæjarendurskoðanda per 30.9 1988 vera um 340 milljónir, en hafí verið aðeins samtals 90 milljón- ir 15. júní 1986, þegar meirihluti íhalds og óháðra borgara skildi við eftir að hafa tapað bæjarstjórnar- kosningum og meirihluti Álþýðu- flokks og Alþýðubandalags tók við. Fyrri talan er rétt, en sú síðari æði vafasöm, svo ekki sé sterkara að orði kveðið. í fyrsta lagi er lágmark að nota tölur sem hafa sömu verð- lagsforsendur að baki. Það gerir Morgunblaðið og ÁGF ekki. I öðru lagi: Það vita þeir, sem áhuga hafa á, að langtímaskuldir bæjarsjóðs voru vantaldar um tugmilljónir króna í nefndu uppgjöri, árið 1986. Þáverandi meirihluti hafði þá ámm saman ekki uppfært skuld bæjar- sjóðs vegna kaupa á landi í Set- bergi, heldur talið skuldina aðeins rúmar 8 milljónir og miðað þá við verðlag 1980 (!), þótt kaupin hafi farið fram árið 1985. Enda spyr bæjarendurskoðandi í athugasemd- um með ársreikningi 1986: „Hvers vegna eru þessir samningar gerðir með slíkum hætti?“ — Núverandi meirihluti A-flokkanna færði eðli- lega þessar skuldir upp til raun- virðist í ársreikningi 1986. Þær reyndust ekki neinar 8 milljónir heldur rúmar 74 milljónir króna. Hverja var verið að blekkja með þessum talnaleikjum? Það hefur verið fátt um svör, þegar ÁGF og fyrrum meirihlutamenn eru spurðir þeirrar spumingar. Þeir voru hins vegar fljótir að samþykkja upp- færslu þessara skulda til raunvem- leikans, þegar núverandi meirihluti ákvað það. Það er því undarlegt að ÁGF skuli enn þann dag í dag vera í sama blekkingarleiknum hvað þetta varðar. Eða hefur hann ekki fylgst með því sem bæjarstjórn hefur samþykkt? Þannig er ljóst að langtímaskuld- ir bæjarsjóðs vorið 1986 vom ekki 60 milljónir króna eins og ÁGF heldur fram, heldur 124 milljónir. Ef þessi upphæð, raunvemlegar langtímaskuldir bæjarsjóðs, þegar sjálfstæðismenn skildu við er fram- reiknuð til verðlags í dag, þá vom langtímaskuldir bæjarsjóðs 196 milljónir króna vorið 1986, en em eins og fram hefur komið 191 millj- ón króna í september í ár. Þær hafa m.ö.o. lækkað að raunvirði um 5 milljónir króna. Langtímaskuldir bæjarsjóðs hafa lækkað hin síðustu tvö ár þrátt fyrir stóraukið umfang og hinar geysimiklu framkvæmdir bæjarsjóðs. Ef langtímaskuldir bæj- arsjóðs nú og vorið 1986 em skoð- aðar í hlutfalli við tekjur og heildar- útgjöld bæjarsjóðs, þá kemur í ljós að hlutfall langtímaskulda af heild- artekjum bæjarfélagsins hefur stór- lega lækkað í tíð núverandi meiri- hluta. Ef athugað er þannig hlut- fall langtímalána af heildarveltu bæjarsjóðs nú og vorið 1986, þá kemur í ljós að langtímaskuldir vorið 1986 vom 20,4% af heildar- tekjum skv. Qárhagsáætlun þess árs, en nema nú aðeins rúmum 12% af áætluðum heildartekjum ársins í ár. Hlutfall langtímalána í rekstri bæjarsjóðs hefur því minnkað mjög að umfangi í tíð jafnaðarmanna í Hafnarfírði og fullyrðingar um versnandi ijárhagsstöðu því út í loftið. Það er líka ástæða til að vekja á því athygli að þau langtímalán, sem tekin hafa verið em að lang- stærstum hluta til orðin vegna yfír- töku á lánum við kaup á lóðum og fasteignum, en ekkr vegna fram- kvæmda. Af samtals 191 milljón króna langtímaskuldum nú em 76 milljónir vegna fyrrgreindra kaupa á Setbergslandi, eða tæplega 40%. Framkvæmdalán til langs tíma heyra til undantekninga hjá Hafn- arfjarðarbæ. Og enn ein staðreynd í þessu máli: Bæjarsjóður Hafnar- fjarðar skuldar viðskiptabanka sínum, Sparisjóði Hafnarfjarðar, aðeins 1,7 milljón króna í langtíma- lánum og það vegna lána sem tekin vom fyrir nokkmm ámm í tíð fyrri meirihluta. Dettur nokkmm í hug að þessar tölur úr bæjarreikningum sýni versnandi fjárhagsstöðu bæjar- sjóðs? Ekki nokkmm manni sem lítur hlutlaust á þau mál. Nettólangtímaskuldir í raun 53 milljónum lægri Það er líka fróðlegt að líta á langtímakröfur sem bæjarsjóður á, á móti langtímaskuldunum. 30. september sl. átti bæjarsjóður úti- standandi í langtímakröfum 53 milljónir króna. Sama tala 15. júní 1986 var 2,9 milljónir króna, fram- reiknaðar til verðlags nú í septem- ber um 4,6 milljónir. Þegar langtím- akröfur em frádregnar langtíma- skuldum bæjarsjóðs og þannig fundin nettóskuldastaða er myndin enn skýrari. Á sömu verðlagsfor- sendum em þannig nettólangtíma- lán bæjarsjóðs nú, 138 milljónir, en vom þegar sjálfstæðismenn í Hafn- arfirði skildu við rúmlega 191 millj- ón eða heilum 53 milljónum króna hærri. Er ekki ástæða fyrir sjálfstæðis- menn í Hafnarfirði að líta um stund í eigin barm og rifja upp hinn raun- vemlega viðskilnað, áður en tölum er veifað opinberlega. Ef litið er á skammtímaskuldir þessara tveggja tíma, þá er ekkert launungarmál að þær em hærri nú en áður. En jafnframt er vert að undirstrika að skammtímakröfur em meira en helmingi hærri en skammtímaskuldir. Hér er um tíma- bundið ástand að ræða í enda fram- kvæmdatímabils, á haustin. Það er ekki óeðlilegt í rekstri fyrirtækis á borð við sveitarfélag. Það er því fráleitt að bera saman skammtíma- skuldir í upphafí framkvæmdatíma- bils á ári hverju, þ.e. í júní og aftur í september. Skammtímaskuldir í júní í vom vom mjög sambærilegar við framreiknaða tölu júnímánaðar ársins 1986. Framkvæmdir þá og nú em hins vegar ekki sambærileg- ar eins og nánar verður drepið á hér síðar. Og hitt er rétt að undirstrika að nú þessar vikurnar ganga skammtímaskuldir mjög hratt niður og verða óvemlegar í árslok. Aðalatriðið er að jafnaðarmenn í Hafnarfírði hafna þeirri leið að taka langtímalán til framkvæmda og ávísa á síðari kynslóðir. Bæjar- sjóður er rekinn og ráðist er í fram- kvæmdir fyrir eigið fé. Þess vegna er fjárhagsstaða bæjarsjóðs Hafn- arfjarðar svo sterk sem raun ber vitn.i. Ennfremur er rétt að taka það fram að hinar miklu framkvæmdir á vegum bæjarins em ekki til þensluauka í þessu þjóðfélagi, svo vikið sé að þeirri umræðu landsmál- anna. Þensluhvati þjóðfélagsins er þegar fyrirtæki og opinberir aðilar eyða því sem ekki er til, eyða um efni fram og fjármagna neyslu og framkvæmdir með lánum. Það er ekki gert í Hafnarfirði. Margföldun framkvæmda Svona mætti halda lengi áfram í samanburðarfræðunum. Og það skal undirstrikað að þær tölur sem hér hafa verið nefndar em beint úr yfírlitum bæjarendurskoðanda en ekki tilbúnar eftir hentugleika, eins og Ámi Grétar Finnsson hefur það. En nóg um þetta í bili. Könnum eilítið framkvæmdagetu bæjarsjóðs á árinu 1988, fram til 30. septem- ber og margnefnt uppgjör 31. maí 1986, þegar óháða íhaldið kvaddi. í eignfærðri fjárfestingu, sem er mannvirkjagerð, kemur fram að í ár vom lagðar til hvorki meira né minna en 198 miljónir króna, en í uppgjöri í júní 1986 er talan um 22 milljónir, uppreiknað til verðlags í dag um 34 milljónir. Þetta segir Guðmundur Árni Stefánsson „Hafnarflardarbær stendur styrkum fótum fjárhagslega og er sennilega eitt best stæða sveitarfélag á landinu. Og þar er óhagganleg staðreynd, sem allir vita — sem vita vilja — sem með s veitarstj órnarmálum fylgjast hér á landi.“ alla söguna um framkvæmdir í bænum í dag og þá, um uppbygg- ingu í Hafnarfirði á tímum sjálf- stæðismanna og aftur jafnaðar- manna. Aukningin sexföld. Það er enda broslegt að sjá til- raunir oddvita Sjálfstæðisflokksins að afsaka framkvæmdaleysið þau 16 ár sem flokkurinn hans hélt um völdin í Hafnarfírði. Hann segir það ekki rétt að árið 1988 hafí verið mesta framkvæmdaár í sögu bæjar- ins, eins og ég hefi haldið á lofti. Og heldur áfram og segir að hann og hans flokksmenn hafi byggt dagvistarheimili, skóla, íþróttahús og margt fleira. Hann talar m.ö.o. um árið 1988 í samanburði við 16 ára valdatíma íhaldsins. íþróttahús- ið var t.d. tekið í notkun upp úr 1970, hafði þá verið í byggingu árum saman. Enda er enginn furða að sjálf- stæðismenn í Hafnarfírði þurfi að spanna 20 ár aftur í tímann til að safna saman skrautfjöðrum til jöfn- unar við framkvæmdir í Hafnarfirði á yfirstandandi ári. Það sér hver sá er sjá vill, að aldrei sem á hinum síðustu misserum hefur verið jafnvíðtæk uppbygging í Hafnar- fírði. Bæði er það á vegum bæjar- félgsins sjálfs og annarra. Ef aðeins er hlaupið á nokkrum stærstu fram- kvæmdum bæjarins í ár, kemur eftirfarandi í ljós: 1. Tekin í notkun glæsileg félags- miðstöð fyrir æsku bæjarins í Vit- anum. í mars. 2. Nýtt díigvistarheimili, Hvammur, opnaði. í maí. 3. Stórglæsileg menningar- og listastofnun opnuð. í maí. 4. Ný heilsugæslustöð opnuð. í september. 5. Tæplega 600 fm* 1 2 3 4 5 6 7 viðbygging við Engidalsskóla tekin í notkun. I september. 6. 45 milljónir króna lagðar í áframhaldandi framkvæmdir við Sundlaug í Suðurbæ, sem lokið verður við á næsta ári. 7. Hafíst handa við nýjan skóla í Setbergi sem verður kennsluhæfur fyrir haustið 1989. Hér er aðeins drepið á fáein verk og ekki nefndar umfangsmiklar fegrunarframkvæmdir, gífurleg gatnagerðarframkvæmdir sem nauðsynlegar hafa verið vegna stór- aukinnar eftirspumar eftir íbúða- og atvinnulóðum í Hafnarfírði, mik- il uppbygging á hafnarsvæðinu o.s.frv. Ég vík mér ekki undan því að ræða málefni Hafnarfjarðar á opin- berum vettvangi, enda bærinn mér kær. Hins vegar eru því takmörk sett á hvað grundvelli slík umræða fer fram. Þær rangfærslur sem Árni Grétar Finrisson og Morgun- blaðið byggja sinn áróður á, eru því tæpast svaraverðar. Aftur á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.