Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 Flokksráðs- og formannaráðstefiia Sjálfstæðisflokksins; Hörð andstaða víð millífærsliir og skattaálögnr ríkisstj órnarinnar Sjálfstæðisflokkurinn dró skörp skil milli sinnar stefiiu og stefnu ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar, á flokksráðs- og formannaráðstefnu um helgina. í stjórnmálaályktun var lýst yfir harðri andstöðu við millifærslur og skattaálögur ríkisstjórn- arinnar, sem héldi uppi röngu gengi krónunnar, færði til §ár- magn og tæki erlend lán til að greiða verðbólgina niður. Á firnd- inum var lögð áhersla á að Sjálfstæðisflokkurinn notaði þann tíma, sem hann sæti í stjórnarandstöðu, til að skerpa línurnar og endurskoða ýmis stefiiumál sín, en margir töldu að sá timi yrði ekki langur, þar sem ríkissfjórnin stæði völtum fótum. í setningarræðu sinni gagnrýndi Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins harðlega stefnu núverandi ríkisstjómar, í efnahags- og atvinnumálum, en sú ræða er birt í heild í blaðinu. Hann setti þar upp fijálslynda umbótastefnu Sjálf- stæðisflokksins sem algera and- stæðu við það pólitíska afturhvarf til fortíðar, sem hann sagði hafa átt sér stað með tilkomu núverandi ríkisstjómarinnar. Eyðslustefiia komin í þrot Uppbygging íslensks atvinnulífs varð síðan dijúgt umræðuefni á fundinum, í ljósi þeirra erfíðleika sem þar er við að glíma. Sérstak- lega lýstu ýmsir, þar á meðal form- aður flokksins, yfír áhyggjum af því að erlend skuldasöfnun, gerði þjóðinni erfítt fyrir þegar, ganga þyrfti til samninga við Evrópu- bandalagið, þegar það yrði að einum markaði árið 1992. Einar Oddur Kristjánsson forstjóri orðaði það svo í framsöguerindi um atvinnumál og framtíðina, að aðal- atriðið væri að við hefðum um eitt- hvað að semja. „Skuldum vafnar bónbjargarþjóðir semja ekki um neitt. Þurfalingar semja ekki um neitt, heldur taka aðeins það sem að þeim er rétt, og það "oftast í gustuka skyni. Einar Oddur sagði að Sjálfstæð- isflokkurinn yrði að ganga fram fyrir skjöldu í að skera niður ríkisút- gjöld, því þótt hann væri í stjómar- andstöðu nú yrði það væntanlega ekki Iengi. Hann sagðist þó hafa af því þungar áhyggjur að svo virt- ist sem tiltrú fslenskra atvinnurek- enda færi þverrandi á getu og vilja flokksins til að beijast fyrir heil- brigðu efnahagslífi. Einar Oddur sagðist ekki trúa þvi að yfirlýst stefna flokksins ylli þessu, og rakti síðan dæmi úr flokksþingasamþykktun allt frá 1981 um það að stefnan í atvinnu- málum væri alveg dagljós. Sjálf- stæðisflokkurinn yrði því að viður- kenna að hann hefði borist af leið, og látið glepjast til fylgis við aðra steftiu: Eyðslustefnuna. Hann sagði að flokkurinn hefði gagniýnt vinstri flokkana fyrir eyðslusteftiu í góðæmnum 1972-73 og 1979-80. „Svo skeði það árin 1986 og 1987 að mikil tekjusveifa varð upp á við. Og enn var haldin veisla sem aldrei fyrr og allit tóku þátt í henni. Hið neyðarlega var, að nú áttum við sæti í ríkisstjóm og bámm á því fulla ábyrgð sem gerðist og eigum ekki og megum ekki skjóta okkur undan því,“ sagði Einar Oddur. Síðar í umræðunum áréttaði Ein- ar Oddur þetta, og sagði í því sam- bandi: „Ég er viss um, að ef að hinar auðugu olíulindir Saudi Arabíu kæmu allt f einu upp hér í kringum okkur, þá liði ekki á löngu þar til þessar olíulindir myndu lenda í rekstrarvanda. Það myndi enda með því að fólk lenti í vandræðum með þessar helv. olíulindir sem allt- af væm að tapa.“ Valur Valsson bankastjóri hélt einnig framsöguerindi um atvinn- ulífíð og framtíðina, og sagði þar m.a. að þrátt fyrir 20% aukningu kaupmáttar á síðasta ári, og nær 50% aukningu kaupmáttar á árin- um 1984-87, hefði það ekki dugað til. „Við vildum enn meira. Og það sem verra var við ákváðum að eyða enn meiru. Og allir hafa keppst við að brúa bilið með nýjum lánum, hvar sem þau em að fínna. Við höfum einfaldlega lifað um efni fram og þar emm við öll sökudólg- ar. Og þó - ekki alveg öll. Sem betur fer er til fólk á Islandi sem ekki eyðir umfram efni og sem hagar útgjöldum sínume ftir tekj- um, fólk sem sparar," sagði Valur. Hann gagnrýndi sfðan áform ríkisstjómarinnar um að bæta hag skuldara, með því að breyta láns- kjaravísitölunni þannig að laun vegi þar meira, með því að lækka vexti með valdboði ef með þyrfti, og með því að hefja skattlagningu vaxta- tekna í einhveiju formi innan tíðar. Hann hvatti stjómvöld til að fara með gát f þessum efnum því það væri auðvelt að draga úr spamaði og eyða en erfítt að leggja fé fyrir. Og við okkar aðstæður þyrfti spam- aður að aukast en ekki minnka. Valur sagði að sjálfstæðismenn yrðu að setjast niður og leita nýrra lausna til að draga úr hagsveiflum. „Það er mikilvægt að greina á milli ytri aðstæðna, sem við ekki ráðum við en þurfum að aðlagast hveiju sinni og þess vanda sem er heimatil- búinn og við eigum aað geta fundið lausnir á. Með því að ná tökum á sveiflunum náum við jafnvæginu sem við höfum svo lengi leitað eftir til að tryggja árangur í baráttu við verðbólguna. ... Mér fínnst Sjálf- stæðisflokkurinn tæpast geta nú valið sér verðugra verkefni, né þýð- ingarmeira fyrir fólkið í landinu en einmitt að móta nýja stefnu í þess- um málum," sagði Valur Valsson. Ýmsir urðu til þess að taka und- ir þetta sjónarmið. Eggert Hauks- son forstjóri sagði til dæmis, að eina lausnin á þeim vanda sem við stæðum frammi fyrir, hefði verið að koma í veg fyrir hann. Nú væri það of seint, eyðslustefnan væri komin í þrot og Sjálfstæðisflokkur- inn þyrfti að hafa forustu fyrir steftiubreytingu. Alþingismennimir Halldór Blöndal og Þorvaldur Garðar Kristj- ánsson tóku undir það með Einari Oddi að þjóðin hefði lifað um efni fram. Þorvaldur Garðar benti á að Sjálfstæðisflokkurinn yrði að hafa steftiu um úrlausn á þeim vanda, og benti m.a. á að óvenju mikill skilningur hefði verið hjá þjóðinni á tillögum ráðgjafamefndarinnar, sem Einar Oddur Kristjánsson var formaður fyrir og sem lagði til nið- urfærsluleiðina á sínum tíma. „Við þurfum ekki að óttast þjóðina þegar mikið er í húfí. Þá unir fólk því að taka á sig byrðar ef það trúir því að það skili árangri," sagði Þorvald- ur Garðar. Nokkur umræða fór fram um ríkisútgjöld, og m.a. var bent á, að í stjómmálályktun fundarins væri lögð lögð áhersla á að skólatími yrði lengdur, og uppbyggingu í dagvistarmálum hraðað, á sama tíma, og verið væri að tala um að draga úr eyðslu. Pálmi Jónsson al- þingismaður benti á að starfshópur á vegum flokksins, hefði komist að þeirri niðurstöðu að lengingu skól- atímans myndi kosta ríkið milli 500-1000 milljónir tölunni. Þá myndu aðgerðir í umhverfísmálum einnig kosta aukin utgjöld. „Mörg- um góðu málunum fylgja aukin ríkisútgjöld, og þau þurfa stundum að víkja til hliðar um sinn,“ sagði Pálmi. Hann benti einnig á, að forustu- menn þjóðarinnar yrðu að hafa for- dæmi um aðhald í ríkissútgjöldum, því annars væri erfítt að hafa hem- il á öðrum. Hann sagðist ætla að láta taka saman hvenig kostnaður og mannafli hefði þróast á aðal- skrifstofum ráðuneytanna. „Á ör- fáum árum hafa fjögur ráðuneyti flutt sig um set. þar af 3 úr Amar- hvoli. Þessir flutningar hafa ekki aðeins verið kostnaðarmiklir og íburðarmiklir, heldur hefur um leið losnað um möguleika á að fjölga starfsfólki," sagði Pálmi. Gengið þegar fallið í stjómmálaályktuninni segir m.a. að mikilvægt sé að gengi krón- unnar verði leiðrétt með tilliti til afkomu útflutnings og samkeppnis- greina. í umræðunum kom fram, að um þetta atriði hefði í raun ver- ið tekist á, þegar slitnaði upp úr síðasta stjómarsamstarfi, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefði viljað ganga lengra en hinir flokkamir í að breyta genginu. Þorsteinn Pálsson sagði eftir fundinn að gengið hefði verið fallið í haust, um ágreining þar að lút- andi hafí stjómin fallið, og því leng- ur sem stjómvöld drægju að horf- ast í augu við þá staðreynd, því meiri yrði vandi atvinnuveganna. „Ég er alveg viss um að á þessu sviði, eins og á ýmsum öðmm, mun ríkistjómin gefast upp,“ sagði Þor- steinn. Hann bætti við að sjálfstæðis- menn hefðu fylgt fram aðhaldss- amri stefnu í gengismálum, og væru ekki að boða undanhald í þeim efnum. Hinsivegar yrði þjóðin að horfast í augu við breyttar ytri aðstæður, vegna verðfalls og geng- isfalls erlendra gjaldmiðla. Ekki voru allir sammála því að fjallað yrði um gengismál með svo afdráttarlausum hætti í stjóm- málaályktuninni. Ragnhildur Helgadóttir alþingismaður sagði m.a. að menn gerðu ailt of mikið af því að setja allar atvinnugreinar undir sama hatt, hvemig sem fyrir- tækin eru rekin, og afkoma at- vinnugreina væri mæld með meðal- tölum, sem þýddi að illa rekin fyrir- tæki drægju heildina niður. „Stund- um hefur alltof mikið verið gert af því, að hlaða undir illa rekin fyrir- tæki, svo þau komist upp á núll- punkt, en hin eiga í basli. Ég ótt- ast að gengisfelling hafi þessar af- leiðingar, ef alltaf er horft á meðalt- öl. Eggert Hauksson sagði að stilla þyrfti gengið upp á nýtt. En síðan ætti að hætta að nota gengið sem hagstjómartæki og skrá það ekki með tilliti til útflutningsgreinanna, heldur stilla launamálum, þjóðar- kostnaði og þjóð’arútgjöldum inn á það sem atvinnulífíð bæri. Tómas Ingi Olrich kennari sagði það hins vegar vera í mótsögn við allt sem fram hefði komið á fundin- um; í mótsögn við tilraunir flokks- ins til að fá samstarfsflokkana til að starfa á raunhæafan hátt, og í mótsögn við tilraunir formannsins að skapa grundvöll til nýrrar sókn- ar,að tala ekki um gengið. Það væri einnig í andstöðu við sögu flokksins og raunsæja stefnu hans á viðreisnarárunum. Afturhvarf til utan- ríkisstefiiu í umræðu um drög að stjóm- málaályktun vildu nokkrir fundar- menn kveða skýrar á um utanríkis- steftiu flokksins, en þar var. Hreinn Loftsson sagði að leggja yrði á það ríka áherslu að sú stefna, sem Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra fylgdi í núverandi ríkisstjóm, væri aðeins afturhvarf til þeirrar stefnu sem sjálfstæðismenn hafa markað, svo Jón Baldvin gæti ekki skreytt sig með stolnum fjöðmm, eins og hann hefði gert þegar hann eignaði sér til dæmis frumkvæði sjálfstæðismanna í skattamálum. Kristinn Pétursson alþingismað- ur vildi einnig sjá einarðari stuðning við vestrænt varnarsamstarf í ályktuninni, og var klausu þar um síðan bætt við ályktunardrögin. Halldór Jónsson forstjóri lagði til að í stjómmálaályktuninni, yrði studd gerð varaflugvallar hér á landi í samstarfi við Atlantshafs- bandalagið, en Jón Magnússon lög- maður hafði áður viðrað þá hug- mynd. Þessari tillögu, og einnig til- lögu Halldórs um stuðning við stór- iðju, var vísað til miðstjómar flokks- ins. Aukin áhersla á umhverfismál Sérstakur dagsrkrárliður á flokksráðsfundinum var umhverfís- mál og framtíðin, og héldu Sigurður M. Magnússon forstöðumaður Geislavama ríkisins, og Katrín Fjeldsted læknir framsöguerindi um það. Samband ungra sjálfstæðis- manna var með sýningarbás í hús- inu, þar sem vakin var athygli á umverfisvemdarmálum. í stjóm- málaályktuninni er m.a. lagt til að einu ráðuneyti verði falið samræm- ing umhverfismála, en í síðustu Sýningu Gunnars Am- ar að Tjúka í Nýhöfti Sýningu Gunnars Amar í Ný- höfii Hafnarstræti 18 lýkur á morgun. Á sýningunni eru mál- uð einþrykk, unnin á þessu ári. Sýningin, sem er 21. einkasýn- ing Gunnars Amar, hófst 29. október. Gunnar var valin til að vera fulltrúi íslendinga á Feneya- bíennalnum í ár og í framhaldi af því keypti Modema Museét í Stokkhólmi eina mynda hans. Hann mun einnig halda einkasýn- ingu í Lástasal Achim Moeller í New York í febrúar á næsta ári. Ranghermt var í Lesbók s.I. laugardag að sýning Braga Ás- geirssonar hefði átt að hefjast í Nýhöfn þann dag. Hið rétta er að sýningin hefst n.k. laugardag. Blaðið biður viðkomandi velvirð- ingar á þessum mistökum. Gunnar Om Svipmynd frá flokksráðs- og formannaráðstefnu flokksins. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðis- fiokksins er i ræðustól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.