Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 25 ríkisstjóm var tilbúið frumvarp þar að lútandi. Allir flokkar andstæðingar I setningarræðu sinni lýsti Þor- steinn Pálsson því yfir að Fram- sóknarflokkurinn væri höfuðand- stæðingur Sjálfstæðisflokksins þessa stundina, þar sem hann bæri aðalábyrgðina á þeirri fortíðar- stefnu í efnahags- og atvinnumál- um, sem Þorsteinn sagði ríkisstjóm- ina fylgja. Ami Grétar Finnsson, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjóm Hafnarfjarðar, var ekki sáttur við að Framsóknarflokkurinn væri tek- inn sérstaklega útúr á þennan hátt. Vandi vinstri flokkanna væri sá, hvað lítið aðgreindi þá og hvað þeir ættu erfitt með að skapa sér sérstöðu. Með því að taka Fram- sóknarflokkin útúr á þennan hátt væri verið að lyfta honum á stall og skapa honum sérstöðu. Halldór sagði að Steingrímur Hermannsson hefði alltaf verið í stjómarandstöðu í síðustu ríkis- stjóm. „Það kom okkur ekki á óvart vegna þess að við treystum honum ekki og það er engin ástæða að ætla að láta sér sáma sérstaklega þótt maðurinn staðfesti það sem við héldum. Við bundum engar von- ir við framsóknarmenn. Það var fyrst og fremst formaður Alþýðu- flokksins sem við bundum vonir við og það vom þær vonir sem bmgð- ust,“ sagði Ámi Grétar. Páll Gíslason læknir sagðist hafa komist að raun um, á langri stjóm- málaæfi, að versti flokkur til að vinna með, væri Framsóknarflokk- urinn. „Hann er opinn í báða enda og alltaf tilbúinn að koma aftan að samstarfsmönnum, þótt það færi eftir fomstumönnum flokksins." Tækifæri til endur- nýjunar flokksins Staða Sjálfstæðisflokksins í stjómarandstöðu var talsvert rædd og vom margir á því að sú staða gæfi flokknum ákveðið tækifæri til að skerpa línumar í stefnumálum sínum. Ami Grétar Finnsson var til dæmis á þeirri skoðun að í síðustu ríkisstjóm hefði það verið vandamál hvað erfitt var orðið að greina á milli stefnu Sjálfstæðis- flokksins og hinna stjómarflokk- anna. „Stjómarandstaða gefur okk- ur möguleika á að skerpa línumar. „Við emm andstæðingar allra hinna flokkanna núna og á þetta á að leggja áherslu núna." Geir H. Haarde sagði að nú væri ákveðið tækifæri til þess að byggja flokkinn upp að nýju og gera hann að því öfluga þjóðmálaafli sem hann hefði verið um áratuga skeið. „Og það væm ýmis teikn á lofti að þjóð- in stæði með sjálfstæðismönnum í því áformi. Ég er til dæmis viss um það, að sá mikli sigur, sem formað- ur Sjálfstæðisflokksins vann í umræðum um svokallaða stefnu- ræðu forsætisráðherra á Alþingi, hafi sýnt og sannað fyrir þjóðinni að þar fer fremsti stjómmálamaður á íslandi í dag,“ sagði Geir. Þorsteinn Pálsson sagði í lok fundarins, að sjálfstæðismenn hefðu af því áhyggjur að flokkurinn væri kominn í stjómarandstöðu. En undanfarið, eftir því sem málefnaá- greiningurinn í síðustu ríkisstjóm, milli Sjálfstæðisflokksins og hinna flokkanna, hefði orðið skýrari, hefði fylgi Sjálfstæðisflokksins aukist. Hann sagði síðan að flokkurinn hefði náð miklum árangri með mál- efnalegri og þungri stjómarand- stöðu. Þannig væri ríkisstjómin að bakka með áform um skatta á fjár- magnstekjur, happdrætti, og há- tekjur, vegna andstöðu Sjálfstæðis- flokksins. Á nokkrum fundarmönnum mátti heyra að þeir byggjust við því að alþingiskosningar yrðu þegar í vor, og Sjálfstæðisflokkurinn mætti því engan tíma missa við að fylkja liði. Geir H. Haarde alþingismaður sagði m.a. að sjálfstæðismenn stæðu á tímamótum í Ijósi breytinga á stjómmálasviðinu á síðustu vikum. „En þetta ástand er tímabundið, og hugsanlega enn styttra en við áttum von á við stjómarskiptin fyr- ir sex vikum. Við sjáum fyrir okkur að á stjómarheimilinu er logandi ágreiningur um smátt og stórt, og yfirleitt allt sem einhveiju varðar í pólitík á íslandi. Við skulum því búa okkur undir það, að leitað verði til okkar um fomstu í landsmálunum, jafnvel innan nokkurra mánaða." Kristinn Pétursson sagði að sjálf- stæðisflokkurinn ætti að sýna markvissa og jákvæða sóknar- stefnu, og verða til í hvað sem er þegar færi að líta á vorið. Hann nefiidi sérstaklega að endurskoða þyrfti stefnu flokksins í sjávarút- vegi, og sú stefnumörkun yrði að liggja fyrir í mars. Þegar Þorsteinn var spurður að því eftir fundinn, hvort Sjálfstæðis- flokkurinn væri markvisst að búa sig undir kosningar í vor, svarði hann aðeins: Við emm alltaf tilbún- ir í kosningar." Hríst upp í flokksstarfi Sérstakur liður á ráðstefnunni var umræður um störf og starfs- hætti Sjálfstæðisflokksins. Inga Jóna Þórðardóttir formaður fram- kvæmdastjómar flokksins flutti þar framsöguerindi, og sagði m.a. að boðmiðlun væri veik í flokknum og trúnaðarmenn hanns nýttust ekki til að koma skilaboðum um stefnu og áherslur áfram til flokksfélag- anna. Inga Jóna sagði að sér hefði stundum dottið í hug sú skýring að í Sjálfstæðisflokknum væri fólk sem vildi fá að vera í friði. Þetta gætu flokksmenn ekki leyft sér núna og þeim gætu ekki fallist hendur þótt á móti blési. Allar gerðir Fiskars skæra og hnffa. CITROÉN TAKA HÖNDUM SAMAN OG EFLA VIÐGERÐAR ÞJÓNUSTUNA. KYNNINGARAFSLÁTTUR TIL ÁRAMÓTA. Eitt fullkomnasta þjónustuverkstæði landsins hefur tekið til starfa. Við bjóðum af þessu tilefni 5% kynningar- afslátt á almennum viðgerðum og vara- hlutum tengdum þeim. Bjóðum einnig: - Reglubundnar kílómetraskoðanir á föstu og hagstæðu verði. - Vetrarskoðanir frá kr. 5000. Sértilboð: Varahlutaverslun okkar býður ýmsa auka- hluti í Citroén og Saab bifreiðar með góðum afslætti. Láttu reyna á nýja þjónustu. Við tökum vel á móti þér. G/obusr Lágmúla 5, Sími 681555 co c5 I < Q Q >- Metsölublað á hverjum degi! 'Wj u.’í'^ i L f-V' ‘-u. UPPHAF GOÐRAR MALTIÐAR MOULINEX ÖRBYLGJUOFNAR i ÞAR SEM HOLLUSTA OG TÍMASPARNAÐUR FARA SAMAN. BETRI ORKUNÝTING — LÆGRI RAFMAGNSREIKNINGUR 1 5 Itr OFN 650 WÖTT á 2 4 Itr OFN 750 WÖTT S “■ I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.