Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 29 Ræða Alexanders Dubceks í Bologna á Ítalíu: Sleppti hörðum árásum á tékkneska ráðamenn - þótt þær kæmu skilmerkilega fram í áður dreifðu eintaki Bologna. Reuter. Daily Telegraph. Alexander Dubcek, fyrrum leiðtogi Tékkóslóvaka, var á sunnudag sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í stjórnmálafræðum við háskólann í Bologna á ítaliu. Við athöfnina flutti hann ræðu, sem hafði áður verið dreift í þýðingu, en á síðustu stundu breyta hann henni og sleppti úr árásum á núverandi ráðamenn í Tékkóslóvakiu. Ræðu Dubceks í ítalskri þýðingu var dreift til blaðamanna á laugardag og til um 1.000 gesta, sem voru við- staddir athöfnina á sunnudag. Þegar Dubcek flutti hana sleppti hann hins vegar þeim köflum þar sem hann fór hörðum orðum um tékkneska ráða- menn, um „efnahagslega stöðnun, tilgangsleysi og siðferðilega hnign- un“ í kjölfar þess, að Vorið í Prag var brotið á bak aftur. Dubcek hefur áður látið í ljós ótta við, að hann fái ekki að snúa aftur heim til sín, og er talið, að honum hafi þess vegna þótt ráðlegast að sleppa mestu árásunum í flutningi ræðunnar. Talsmaður Bologna-há- skóla sagði aftur á móti, að Dubcek hefði ákveðið að stytta ræðuna vegna tímaskorts. Hér á eftir fer útdráttur úr þeim hluta ræðunna, sem Dubcek sleppti: „... Fyrir tuttugu árum reyndum við að sýna í verki tengslin á milli mannréttinda og hugsjóna sósíalis- mans... Inntakið í steftiu okkar var þjónusta við fólkið og virðing fyrir mannlegum verðmætum. ... Á árinu 1968 átti sér stað mik- il lýðræðisleg þróun í Tékkóslóvakíu og ríkisvaldið fór að starfa fyrir opn- um tjöldum. Þeir tveir áratugir, sem síðan eru liðnir, hafa verið okkur erfiðir, tími efnahagslegrar stöðnun- ar, tilgangsleysis og siðferðilegrar hnignunar. ... Vissulega gerðust menn stund- um ölvaðir af gleði yfir málfrelsinu og gengu þá gjama of langt en við upplifðum tíma, sem voru fullir af fyrirheitum.ólíkt því, sem nú er, þeg- ar öll umræða er i raun bönnuð. Við vorum að læra að vera umburðarlynd og skilningsrík, læra að hlusta á skoðanir annarra — þessum gretti- stökum verða þeir að lyfta, sem vilja lifa í lýðræðislegu samfélagi. Ef stjómmálin skortir skilning og um- burðarlyndi, skortir líka á lýðræðið og jafnvel á menninguna. ... Reynsla okkar staðfesti, að samskipti þjóða í milli verða að byggjast á jafnrétti, þau mega ekki byggjast á því, að eitt ríki sé öðm aeðra. Ég hlýt því enn einu sinni að ftreka þá fullvissu mína, að hefði ekki komið til hemaðarlegrar íhlut- unar í Tékkóslóvakíu hefði þessi til- raun borið glæsilegan árangur. Tíminn var kominn og við vomm til- búnir, vomm að því leyti betur á vegi staddir en sumar þjóðir aðrar. ... Opinber stefna núverandi sfjómvalda er að viðurkenna aðeins það, sem þeim þóknast, segja ekki annað en það, sem þeim gagnast í áróðrinum. Unga fólkinu er bannað að mynda sér sjálfstæðar skoðanir á atburðum líðandi stundar en sú mynd, sem hið opinbera gefur af þeim, er oft afskræmd og afbökuð, Við eigum mikið verk óunnið, það bíður okkar erfitt stríð. ... Af ýmsum ástæðum vilja menn stundum gleyma Tékkóslóvakíu- vandamálinu. Sverja fyrir það eða neita að horfast í augu við það. Þessi afstaða er skálkaskjól íhlutunar- stefnunnar og reynir um leið að fela þá martröð, sem enn hvílir á tékk- nesku þjóðinni. ... (tilvitnun í skáldið Laco Nove- mesky) Þrátt fyrir allt, sem gerðist; þrátt fyrir allt, sem henti okkur; þrátt fyrir allt vildi ég glaður ganga þessa götu á ný. ... Þelta er okkar jörð. Reynum að vera hennar verðugir. Megi veröld laus við kreppta hnefa, laus við of- beldi og hótun byssunnar vísa okkur leiðina til betra lffs." Reuter Alexander Dubcek eftir að hann tók við heiðursdoktorsnafiibótinni við háskólann i Bologna. Einstaklingsframtak í Kanada: Aldraður dómarí grípur ínn í kosningabaráttuna Telur fríverslunarsamning við Bandar íkj amenn ógna sjálfstæði landsins og lögum um almannatryggingar Vancouver, Toronto. New York Times. Reuter. MARJORIE M. Bowker er 72 ára að aldri og fyrrverandi dómari í Kanada. í síðasta mánuði gaf hún út bók þar sem hún gagnrýndi harkalega fríverslunarsamning þann sem Kanadamenn og Banda- ríkjamenn hafá gert með sér og staðfestur hefur verið á Banda- ríkjaþingi og í neðri deild Kanadaþings. Kanadíska öldungadeildin á hins vegar eftir að staðfesta samninginn og segjast talsmenn hennar, þar sem stjórnarandstaðan er í meirihluta, ætla að bíða úrslita þingkosninganna sem verða í landinu 21. nóvember. Samn- ingurinn er nú orðinn mesta hitamál kosninganna og samkvæmt skoðanakönnunum hefur andstaða við hann aukist mjög. John Tumer, leiðtoga fijáls- lynda flokksins, hefur verið eign- aður heiðurinn af auknum áhuga aimennings á samningnum þar sem hann veittist harkalega að honum í tveim kosningaþáttum í sjónvarpinu. í reynd hafði áhuginn farið vaxandi á undan þáttunum og greinargerð Bowkers átti einna stærstan þátt í þeirri þróun; sleg- ist hefur verið um bók hennar hjá bóksölum. Bowker er óflokksbundin og segist hafa farið að lesa samning- inn, sem er rúmar 1100 blaðsíður, einfaldlega til að kynna sér málið sjálf. Þetta tók hana fjórar vikur og reynsla hennar sem lögmanns og dómara kom að góðu gagni en niðurstaðan varð henni mikið áfall. „Þetta er bókstaflega heimild [fyr- ir Bandaríkjamenn] til að leggja landið undir sig,“ segir Bowker. „Ég held að ríkisstjómin hafi ekki verið hlynnt því að almenningur gæti fengið afrit af öllum texta samningsins. Einhver gæti lesið hann og skilið hann. Því betur sem ég kynnti mér samninginn þeim mun fleiri röksemdir fann ég gegn honum." í riti sínu finnur Bowker samn- ingnum margt til foráttu en eink- um eru það atriði varðandi land- búnaðarmál, orkumál, ijárfesting- ar og þjónustustarfsemi sem fara fyrir bijóstið á henni. Segja má að í öllum helstu greinum samnings- ins finni dómarinn fyrrverandi ákvæði sem hún álítur geta ógnað sjálfstæði Kanada. Hún staðhæfir að samningurinn stofni í hættu almannatryggingakerfi landsins, m.a. á sviði atvinnuleysisbóta, elli- launa og sjúkratrygginga. Segir hún að bandarísk fyrirtæki geti andmælt þessu kerfi með þeim röksemdum að um sé að ræða mismunun bandarískra og kanad- ískra fyrirtækja þar sem þau síðar- nefndu sleppi við að greiða ýmis útgjöld er bandarísk fyrirtæki verði sjálf að annast; þar í landi hlaupi ríkisvaldið ekki undir bagga eins og í Kanada. Snúist til varnar Simon Reisman, helsti fulltrúi Kanadastjómar við samningsgerð- ina, hefur kvartað undan því að samningurinn hafi verið gagnrýnd- ur af fákænu fólki og hefur látið dreifa ítarlegu svari við bók Bow- kers sem hann segir að sé „grein- argerð byggð á gervi-lögvísi“. Dagblaðið Tomnto Star sagði frá þvi á laugardag að stjóm Ihalds- flokksins íhugaði nú að biðja Bandaríkjastjóm um skriflega staðfestingu þess að opinber fé- lagsleg aðstoð af sama toga og Bowker hefur rætt um verði ekki skilgreind sem mismunun fyrir- tækja. Skoðanakönnun Gallups, er birt var í gær, gefur til kynna, að íhaldsmenn undir foiystu Brians Mulroneys forsætisráðherra og fijálslyndir njóti nú álíka mikils fylgis hjá kjósendum eða 35% hvor flokkur, ný-demókratar fá 26% í könnuninni. Reuter Viktor Tsjebríkov, félagi í stjórnmálaráðinu, spjallar við verkakonu í Eistiandi. Eystrasaltsríkin fá heimsókn frá Moskvu: Þjóðernisstefiiunni verði mætt af hörku Askilur þing Eistlands sér neitunarvald? Moskvu. Reuter. VIKTOR Tsjebríkov, Vadím Medvedev og Níkolaj Slíjunkov félagar í stjómmálaráði Sov- étríkjanna brýndu fyrir ráða- mönnum í Eystrasaltsríkjum nm helgina að taka vaxandi þjóðem- isstefhu í löndum sinum fastari tökum. A morgun, miðvikudag, kemur eistneska þingið saman til aukafúndar þar sem tekin verður afstaða til fyrirhugaðra breyt- inga á sovésku stjóraarskránni. Stór hluti íbúa Eystrasaltsríkj- anna virðist vera andvígur breyt- ingunum á þeirri forsendu að þær skerði sjálfstæði lýðveld- anna enn frekar. Sovéska fréttastofan Novosti skýrði frá því í gær að Tsjebríkov og félagar, sem sendir voru hver til síns lýðveldis, hefðu sagt þar- lendum leiðtogum Kommúnista- flokksins að þeir yrðu að „gera skýrari grein fyrir afstöðu sinni til strauma í þjóðfélaginu". Novosti sagði allar líkur á því að leiðtogam- ir myndu verða við þessum tilmæl- um. Stjómmálaráðsmennimir vom sendir á vettvang vegna vaxandi óánægju í Eystrasaltslýðveldunum með fyrirhugaðar stjómarskrár- breytingar. Reiknað er með að Æðstaráðið, þing Sovétríkjanna, samþykki breytingamar 29. nóvem- ber n.k. Þær færa ráðinu aukin völd. Talið er að 800.000 manns af 1,5 milljón íbúa í Eistlandi og 1,5 milljón af 3,6 milljónum íbúa Lithá- ens hafi skrifað undir yfirlýsingu gegn stjómarskrárbreytingunum. Flokksleiðtogar þar um slóðir hafa tekið undir þessar kröfur og hefur það valdið Kremlvetjum ómældum áhyggjum. Heimildarmenn í Eist- landi segja að nefnd undir forsæti Amolds Reutels, forseta Eistlands, hafi undirbúið tillögu fyrir þingfund á morgun þess efnis að þingið áskilji sér neitunarvald gagnvart löggjöf sem snertir lýðveldið. Þing Litháens og Lettlands koma saman síðar í mánuðinum af sama tilefni. Morgunverðarfundur Fyrirtæki í Evrópu framtíðarinnar Fundurmeð Heinz DÚrr, fram- kvæmdastjóra AEG, fimmtudaginn 17. nóvemberí Skálanum, Hótel Sögu kUUMM^a Heinz Diirr hefur átt stóran þátt í endur reisn hátæknifyrirtækisins AEG í Þýska landi. Hann mun flytja ræðu og svara fyr irspurnum um rekstur fyrirtækja við nýjar aðstæður á sameiginlegan markaði EB eftirárið 1992. Allir velkomnir Þátttökugjald kr. 400,-Vinsamlegasttil kynnið þátttöku í síma 83088: VERZLUNARRÁÐ ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.