Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Þjóðmenning — heimsmenning Gylfí Þ. Gíslason, prófessor, flutti hátíðarræðuna á tuttugu ára starfsafmæli Norræna hússins í Reykjavík. Hann sagði m.a. að markmið starfseminnar væri „að efla vináttu þess fólks, sem byggir Norðurlönd, _ auka kynni þess og styrkja samstarf þess. Hefiir þetta tekizt"? Þannig spurði Gylfi í upp- hafi máls síns og svarar sér sjálfur: „Þeirri spumingu svara ég ját- andi. Ég hika ekki við að fullyrða, að við Islendingar erum enn nor- rænni þjóð en við vorum fyrir 20 árum. Kynni annarra þjóða á Norð- urlöndum af íslendingum em nán- ari en þau vom þá. Og norrænt samstarf er víðtækara og öfl- ugra.. . Þótt þær [þjóðir Norðurlanda] væm ekki allar af sama stofni og töluðu ekki sama mál, varð í tímans rás trú þeirra og lífsskoðun svipuð. Með þeim þróuðust svipaðir siðir og svipuð lífsskoðun, hugmyndir þeirra í félagslegum efnum og stjómmálum urðu skyldar. Þær settu sér svipaða löggjöf. Gmnd- völlur menningar þeirra varð einn og hinn sami. Þær urðu heild, þótt menning hverrar þjóðar hefði sín sérkenni.. . Einkenni allra þjóða og þjóðríkja er, að þar er varðveitt sjálfstæð menning... Þetta á í mjög ríkum mæli við um þjóðir Norðurlanda, sem hver um sig hef- ur sterka þjóðemiskennd, á sína eigin menningu á sviði bókmennta og lista og hefur varðveitt gamla siði, samhliða hagnýtingu alþjóð- legrar tækni og aðildar að alþjóða- viðskiptum." Hér er komið að kjama málsins. Þrátt fyrir fjölmarga og augljósa kosti norræns samstarfs, og þrátt fyrir hugmyndir eða hugsjónir um enn nánari sameiningu Norður- landa, norrænt efnahagsbandalag, norrænt vamarbandalag og jafnvel Bandaríki Norðurlanda, skiptir meginmáli fyrir okkur Islendinga, sem og Dani, Finna, Færeyinga, Norðmenn og Svía, að varðveita annarsvegar fullveldi hverrar þjóð- ar fyrir sig sem og mannréttindi hvers einstaklings og hinsvegar að varðveita sérkenni þjóðanna, þjóð- emi, þjóðtungu, þjóðlegar hefðir, bókmenntir og aðrar listir; menn- ingararfleifð hverrar þjóðar — það sem gerir þjóð að þjóð. Evrópuráðið hefur sent frá sér ályktun, þessefnis, að stefna beri að því að öll böm í EB-ríkjum hafi gott vald á tungu a.m.k. tveggja aðildarríkja bandalagsins. Þessi ályktun helzt í hendur við fyrirsjá- anleg nánari samskipti þessara ríkja. Hún karin og að hluta til að taka mið af því að ekkert eitt tungu- mál verði ríkjandi í samskiptum þjóðanna. En öll kallar þessi þróun á eflda varðstöðu um sérkenni þjóða, ekki sízt smáþjóða, fyrst og frernst tungu og bókmenntir. Vam- ir íslendinga annarsvegar og Fær- eyinga hinsvegar gegn ásókn danskrar tungu fyrr á tíð geyma lærdóma, sem vert er hafa í huga. Nauðsynlegt er að vísu að ryðja úr vegi hverskonar hindrunum í samskiptum, samvinnu og viðskipt- um þjóða heims, einnig þeim sem stafa af ónógri tungumálakunnáttu, en „við skulum hafa það hugfast hvað það er sem gefur lífí okkar sem þjóðar gildi. Það er menning okkar, tunga og saga“, eins og Þorsteinn Pálsson komst að orði á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokks- ins um helgina. Að því var vikið í forystugrein Morgunblaðsins í tilefni af tuttugu ára starfsafmæli Norræna hússins I Reykjavík, að það hefði, einkum í seinni tíð, staðið fyrir alþjóðlegri listkynningu og alþjóðlegum menn- ingarviðburðum, þar sem ýmis heimsþekkt ljóðskáld, rithöfundar og aðrir listamenn hafi komið fram. Síðan sagði: „Þessi starfsþáttur er mjög mikil- vægur. Norræn list og norræn menning er hluti heimsmenningar, í senn gefandi og þiggjandi, en ekki einangrað fyrirbæri. Efniviður- inn í þá brú sáttá og samhugar, sem vonandi verður einhvem tíma traustlega byggð yfir heimshöfin, milli kynþátta og þjóða, verður ekki sízt sóttur til sameiginlegrar þekk- ingar og menningar mannkynsins. Og listin er fullkomnasta tjáningar- og samskiptaform, sem þjóðir heims eiga saman — og vísar veg að þessu leyti... Því má hinsvegar aldrei gleyma að heimsmenning samanstendur af mörgum gamalgrónum þáttum, sem felast í sérstæðri þjóðmenningu hverrar þjóðar ...“ Heimsmenning er samheiti á menningu þjóðanna. Farsæld nor- ræns samstarfs hefur fyrst og fremst byggst á því, að Norður- landaþjóðir hafa virt pólitískt og menningarlegt sjálfstæði hver ann- arrar. Ósannindi DV * Iforystugrein DV í gær er fjallað um ríkisstyrki til dagblaða. Þar segir m.a.: „Morgunblaðið þiggur hluta styrksins frá ríkinu." Þetta eru ósannindi. Morgunblaðið þiggur engan styrk frá ríkinu. Dagblaðið- Vísir hefur endurtekið þessi ósann- indi árum saman. Það er kominn tími til að forráðamenn blaðsins láti af þessum leiða sið. Annars þarf leiðarahöfundur DV ekki að gera annað en lesa sitt eíg- ið blað til þess að fá réttar upplýs- ingar um ríkisstyrki til dagblaða. í frétt í DV á bls. 7 hinn 11. nóvem- ber sl. sagði m.a.: „Þau fjögur dag- blöð, sem þiggja styrkinn, Tíminn, Þjóðviljinn, Alþýðublaðið og Dagur, fá því um 12,5 milljónir hvert.“ Handritakeppni Evrópusambands útvarps- og sjónvarpss Islenska handritic sérstaka viðurken Genf, frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, afhenti Aust- urríkismanninum Erich Hackl fyrstu verðlaun í samkeppni Evrópusambands útvarps- og sjónvarpsstöðva, EBU, um besta sjónvarpshandrit ungra rithöf- unda í Genf í gærmorgun. Karin Rydholm frá Svíþjóð hlaut önn- ur verðlaun. Tíu handrit voru í úrslitakeppninni. Handrit Vil- borgar Einarsdóttur og Kristj- áns Friðrikssonar, Steinbarn, hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefhdar auk handrita Sviss- lendingsins Efrem Camerin og Finnans Rósu Liksom. Hackl hlaut 30.000 svissneska franka (900.000 íslenskar krónur) og Rydholm 20.000 svissneska franka (600.000 íslenskar krónur) í verðlaun. Vigdís sagði í stuttu samtali við Morgunblaðið að hand- rit Hackls hefði borið af hinum handritunum og verið augljós sig- urvegari. „Hin handritin voru jafn- ari að gæðum," sagði hún. „Við fórum vandlega yfir þau öll og ég lét dómnefndina greiða atkvæði um listrænt gildi þeirra.“ Forseti íslands sagði að seta sín í nefnd- inni hefði ekki haft nein áhrif á velgengni íslenska handritsins. Fyrstu verðlaun komu í hlut Austurríkismannsins Erich Hackl og Rydholm. A myndinni með þeim eru Simone Veil, forseti nefhdarinní íslands. Hackl er 34 ára rithöfundur. Handrit hans, „Sidonie Adlers- burg“ er byggt á sannsögulegum atburðum sem áttu sér stað í Aust- urríki á fjórða áratugnum. Hjón í smábæ taka að sér litla stúlku, Sidonie, og ala hana upp sem dótt- ur sína. Hún er dökk_ á hörund og væntanlega sígauni. Óvild í hennar garð magnast í bænum þegar nas- isminn breiðist út. Hún er tekin frá hjónunum þegar nokkuð er lið- ið á seinni heimsstyrjöldina. Þau herma eftir stríð að hún hafí látið lífíð í Auschwitz. Þau komast aldr- ei yfir það. Hackl hlaut verðlaun í Vestur- Þýskalandi í fyrra fyrir ritverkið „Auroras Anlass". Hann hefur gefið út nokkrar bækur og hyggst halda áfram að skrifa. Rydholm er 29 ára. Hún er teiknikennari að mennt og starfar sjálfstætt í Frakkiandi sem teikn- ari og ljósmyndari. Hún skrifaði Morgunblaðið/Guðmundur Ingólfsson Handrit Vilborgar Einarsdóttur blaðamanns og Krisfjáns Friðriksson- ar auglýsingateiknara hlaut sérstaka viðurkenningu í handritakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Gegn ofbeldi í umferðinni Morgunblaðið/Sverrir Gangan var mjög Qölmenn eins og sést á þessari mynd. MIKILL mannQöldi gekk á laug- ardag frá Hlemmi niður á Lækj- artorg undir kjörorðunum „Stöðvum ofbeldið i umferðinni - við ÖU“. Á Lækjartorgi var síðan haldinn útifundur þar sem blandað var saman alvarlegri umfjöllun um orsakir og afleið- ingar umferðaslysa og léttum skemmtiatriðum. Að sögn Eddu Björgvinsdóttur, einnar þeirra sem eru í forsvari fyrir Áhugahóp um bætta umferð- armenningu sem stóð fyrir göngunni, gekk allt eins og best var hægt að hugsa sér og undirtekt- ir fóru fram úr björtustu vonum. Edda sagði markmið hópsins að virkja alla í baráttunni fyrir betri umferðarmenningu og koma því til skila að með samstilltu átaki væri hægt að koma þar á miklum umbót- um. Hún sagði fólk yfírleitt ekki gera sér grein fyrir því að Um- ferðamefnd væri þjóriustuaðili og tæki með þökkum til greina athuga- semdir og kröfur frá almennum borgurum. Edda sagði hvem og einn verða að bytja á sjálfum sér og það væri einmitt það sem Áhuga- hópur um bætta umferðarmenningu leggði hvað ríkasta áherslu á. „Ger- um okkar besta til að verða óvirkir ökuníðingar" sagði Edda Björgvins- dóttir að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.