Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 31 fékk ningu nnur hlaut sænska stúlkan Karin og Vigdís Finnbogadóttir, forseti ferðahandbók um Evrópu, „Europaguiden", árið 1982 en hef- ur annars lítið skrifað. En hún sagði að sögur yrðu stöðugt til í huga sínum og hún hefði áhuga á að vinna meira að ritstörfum í framtíðinni. Handrit hennar, „Ex- presso", fjallar um feðgin sem hafa búið aðskilin í Svíþjóð og ít- alíu en færast nær hvort öðru, landfræðilega og sálarlega, eftir andlát móður stúlkunnar. Það kom fram á blaðamanna- fundi fyrir verðlaunaafhendinguna að bæði verðlaunahandritin draga upp sterkar myndir af evrópskri menningu. Efni þeirra er stað- bundið en þó alþjóðlegs eðlis og ætti að höfða til ólíkra þjóða. Ríkis- sjónvarpsstöðvar í Austurríki og Svíþjóð munu framleiða sjónvarps- leikrit verðlaunahafanna og EBU mun aðstoða við þýðingu á þeim fyrir aðrar sjónvarpsstöðvar. Handritaverðlaunin voru veitt í fyrsta sinn að þessu sinni. Þeim er ætlað að hvetja unga rithöfunda til að semja gott, evrópskt sjón- varpsefni. Aðstandendum verð- launanna ofbýður magn bandarísks efnis sem evrópskar stöðvar bjóða áhorfendum upp á og vona að verðlaunin styrki bar- áttuna fyrir auknu evrópsku efni og evrópskri menningu. Sverrir Helgason og Jóhanna Jonsdóttir: Rosalega góð spennumynd Tumi Kolbeinsson, Bjarki Magnússon og Jósep Brynleifsson: Góð afþreying en fyrri myndin meira spennandi Ahorfendur ánægðir með myndina I skugga hrafnsins Soffia Hafsteinsdóttir og Gunnhildur Jóhannsdóttir: Tinna er nrjög góð Hafsteinn Guðmundsson og Arnþrúður Kristjánsdóttir: Mætti vera rómantískari í SKUGGA hrafnsins, nýjasta kvikmynd Hrafns Gunnlaugs- sonar, hefur hlotið góðar við- tökur hjá flestum Qöimiðlum, bæði hér á landi og hinum Norð- urlöndunum. Fjölmiðlagagnrýni á kvikmynd- um, tónlistarviðburðum og annari listastarfsemi hefur verið töluvert til umræðu undanfarið, og sumir halda því fram að lítið sé að marka gagnrýni sprenglærða sérfræð- inga. Það væri nær að almenning- ur, sem sér listina í öðru ljósi en sérfræðingar, dæmdi viðkomandi framlög. Morgunblaðið fór á stúf- ana _á laugardagskvöldið síðastlið- ið. Ákveðið var að taka nokkra kvikmyndahússgesti Laugarásbíós tali og kanna viðbrögð þeirra við „Hrafninum." Svörin, sem kalla mætti „rödd hins almenna kvik- myndahússgests" fara hér á eftir Betri en fyrri myndin Soffia Hafsteinsdóttir og Gunnhildur Jóhanssdóttir voru sammála um að „í skugga hrafns- ins“ væri betri en fyrri myndin, „Hrafninn flýgur." Þær sögðust vera sérstaklega hrifnar af því hversu sterk svipbrigði leikaranna hefðu komið fram í myndinni. „Augun voru mikið notuð og Tinna Gunnlaugsdóttir var sérstaklega góð í hlutverki sínu. Þessi mynd er léttari og skemmtilegri heldur en fyrri myndin, sem þó var mjög góð.“ Mætti vera rómantískari Hafsteinn Guðmundsson og Arnþrúður Kristjánsdóttir sögðu: „Myndin er mjög góð og afskaplega vel leikin. Það er gam- an að sjá hvemig landslagið er notað, og hvernig það gerir mynd- ina stórbrotnari. Okkur finnst helst til mikið um morð, og finnst að gjarnan mætti vera meiri rómantík í myndinni.“ Hafsteinn sagði enn- fremur að hann hefði viljað heyra sjávarniðinn, þegar sjórinn var sýndur. „Þegar mennirnir riðu meðfram ströndinni, hefði ég frek- ar viljað heyra í sjónum, en tónlist- inni, en þrátt fyrir þetta er ég ánægður með myndiná og finnst heildarútkoman mjög góð.“ Rosalega góð spennumynd Það vantaði ekki stóryrðin hjá Sverri Helgasyni og Jóhönnu Jónsdóttur. „Þetta er rosalega góð spennumynd, vel leikin og höfundi tekst á stórkostlegan hátt að flétta hið fegursta og stórbrotn- asta í íslensku landslagi inn í myndina. Þessi mynd er ekki síðri en „Hrafninn flýgur." Hún er í svipuðum dúr og fyrri myndin, enda er hún látin gerast á svipuð- um tíma. Helgi Skúlason er frábær í hlutverki sínu og biskupi tekst að koma til skila einstöku ill- menni, samanber spjótið í biskups- stafnum, sem hann notar til að myrða konu sem biðst vægðar." Góð afþreying Tumi Kolbeinsson, Bjarki Magnússon og Jósep Brynleifs- son sögðu myndina „góða afþrey- ingu.“ Þeim þóttu Helgi Skúlason og Egill Ólafsson bestir í hlutverk- um sínum. „Okkur fannst- fyrri myndin meira spennandi, en fannst spennan ekki koma fram fyrr en í lokin á þessari mynd. Okkur fannst handritið af „Hrafninn flýg- ur“ betra en þetta.“ Mjög áhrifamikil mynd Guðný Hafsteinsdóttir og Jó- hann Sveinsson sögðust bæði vera mjög hrifin af myndinni. „Hún er mjög áhrifamikil, afar vel Ieikin, tónlistin góð og búningamir mjög áhugaverðir. ítalski listamaðurinn, Leonardo var að vísu ekkert sér- lega sannfærandi þegar hann söng ástarsönginn til heiðurs brúðhjón- unum, það hefði verið hægt að fá góðan tenór til að syngja í staðinn fyrir hreina kvenmannsrödd... Sagan er afar áhrifamikil, sérstak- lega síðari hlutinn. Síðustu þijár myndir höfundar eiga það sameig- inlegt að í þeim koma fram hijúfir „karakterar“, grófír og hálfgerðir villimenn, en allir þessir sterku og áberandi persónuleikar eru notaðir á mjög skemmtilegan hátt. Tinnu tekst mjög vel upp, eins og er reyndar umtalað og einnig er Reine Brynjólfsson góður í hlutverki Trausta. Að vísu fannst okkur myndin enda undarlega. Maður hefði viljað einn ákveðinn enda, en í rauninni var boðið upp á þijá eða fjóra mismunandi enda. Fyrst leit út fyrir að Trausti hefði dáið þegar baðhúsið hrundi og það var fyrsti endirinn. Maður var orðinn sáttur við að myndin endaði þann- ig, en myndin hélt áfram. Hélt eig- inlega áfram að enda síðustu mínú- tumar. Utkoman er athyglisverð, skemmtilegog áhrifamikil mynd.“ ViðtöliBrynja Tomer Myndir:Sverrir Vilhelmsson Guðný Hafsteinsdóttir og Jóhann Sveinsson: Hinir sterku og áhrifa- miklu persónuleikar notaðir á skemmtilegan hátt Morgunblaðið/Bjami Lára V. Júlíusdóttir, lögfræðingur Alþýðusambands íslands, og Ás- mundur Stefánsson, forseti sambandsins, á blaðamannafiindi sem hald- inn var í tilefiai af 36. þingi ASÍ i næstu viku. 36. þing ASÍ haldið í næstu viku: Oákveðið hvort ég gef kost á mér - segir Asmundur Stefánsson forseti sambandsins 36. ÞING Alþýðusambands ís- lands verður haldið í íþróttahús- inu Digranesi í Kópavogi 21. _til 25. nóvember næstkomandi. Ás- mundur Stefánsson, forseti ASÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri ákveðið hvort hann gæfi kost á sér sem forseti sam- bandsins næsta kjörtímabil en þingið kýs meðal annars forseta og tvo varaforseta ASÍ til næstu fiögurra ára. ASÍ-þing kýs einnig 18 með- stjómendur og mynda þeir, ásamt forsetunum þremur, miðstjórn sambandsins. Þingið kýs 9 vara- menn í miðstjóm og 18 menn í sambandsstjóm, svo og 5 menn og 3 varamenn í stjóm Menning- ar- og fræðslusambands alþýðu. Aðalmál þingsins verða skipulags- mál, kjara- og atvinnumál og lífeyrismál, að sögn Ásmundar Stefánssonar. Rétt til setu á þing- inu eiga 512 fulltrúar en rúmlega 60 þúsund manns eru félagar í ASÍ, að sögn Láru V. Júlíusdóttur lögfræðings ASÍ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.