Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, VmSMPnfflVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 Samkort Nýtt alíslenskt greiðslukort Gildir fyrst um sinn í verslunum sam- vinnuhreyfingarinnar 180 JL23H Sbl qiuwsOt 12.90 ftUDUNN EGILSSON 290253 2929 Morgunblaðið/Júlíus GREIÐSLUKORT — Margeir Daníelsson stjómarformaður og Halldór Guðbjarnason framkvæmda- stjóri Samkorts hf. Á innfelldu myndinni gefur að líta hið nýja greiðslukort. Verktakar Vöruskipti tíðari en áður Opinberar stofnanir framlengja skulda- viðurkenningar í stað þess að greiða NÝTT alíslenskt greiðslukort verður tekið í notkun hérlendis föstudaginn 18. nóvember. Það heitir Samkort, en samneftit fyr- irtæki i eigu kaupfélaga, Sam- bandsins og samstarfsfyrirtækja þess gefur kortið út. Nýja kortið er að ýmsu leyti frábrugðið þeim greiðslukortum sem hér eru í notkun. Helsti munurinn er að korthafar geta valið um tvö greiðslutímabil, kortið gildir til tveggja ára, stoftigjald er lægra, ekkert útskriftargjald er, ekki er kraftst óútfylltra tryggingar- víxla og kortið gildir einvörð- ungu innanlands. Notkun Samkorts verður ekki eins almenn og alþjóðlegu greiðslu- kortanna, sem hér eru í notkun. Það mun fyrst um sinn gilda í öllum verslunum samvinnuhreyfingarinn- ar, mörgum samvinnufyrirtækjum og völdum fyrirtækjum á flestum sviðum verslunar og þjónustu, sem Samkort gerir sérstaka samninga við. Viðskiptavinir Samkorts geta valið um tvö greiðslutímabil. Ann- ars vegar hið hefðbundna tímabil frá 28.- 17. hvers mánaðar og hins FRIÐRIK Gíslason, 25 ára gam- all Kópavogsbúi, heftir á skömm- um tíma haslað sér völl í mat- vöruverslun á höfuðborgarsvæð- inu, fyrst er hann keypti Kostakaup í Hafharftrði af skiptaráðanda, fyrir upphæð sem ekki hefur fengist uppgefín, og síðan er hann keypti á Smmtudagskvöld verslun Kjöt- miðstöðvarinnar í Garðabæ fyrir 100 milljónir króna auk lagers. Fyrir átti Friðrik nokkrar mynd- bandaleigur víðs vegar um land sem hann rekur ýmist undir nafni Mynd- bandaleigu kvikmyndahúsanna eða Vídeómeistarans. Fyrir aðeins um 12 mánuðum var eina fyrirtæki Friðriks söluturn í Breiðholti. í samtali við Morgunblaðið sagð- ist Friðrik ekki hafa tekið ákvörðun um að selja nokkuð af fyrri eigum til að fjármagna kaupin á Kjötmið- stöðinni og ef til þess kæmi yrði það í fyrsta lagi eftir áramót. Frið- rik sagðist ekki ræða í fjölmiðlum með hvaða hætti hann ijármagnaði viðskipti sín og þegar hann var spurður álits á sögusögnum um að hann væri í raun leppur fyrir kunna vegar frá 1,- til síðasta dags mánað- ar. Eindagar verða þá 2. virkan dag og 17. virkan dag hvers mánaðar. Notkun kortsins verður ódýrari en alþjóðlegu greiðslukortanna. Stofn- gjald verður 800 krónur, endumýj- unargjald 1000 krónur og kortið gildir í tvö ár. Ekkert útskriftar- gjald verður tekið af korthöfum. Uttektarheimild á hvetju greiðsl- utímabili er breytileg, frá 40.000 krónum og upp í 200.000 krónur. Þess er ekki krafist að korthafar leggi fram óútfyllta tryggingarvíxla eins og nú tíðkast, heldur nemi þeir þrefaldri þeirri úttektarheimild sem korthafi fær. Að sögn Halldórs Guðbjarnason- ar framkvæmdastjóra Samkorts hf. er áætlað að korthafar verði orðnir 18 þúsund talsins eftir eitt ár. Hann sagðist reikna með að lánsviðskipti kaupfélaganna færðust að verulegu leyti yfir á greiðslukortaviðskipti með hinu nýja korti þegar fram liðu stundir. Halldór sagði að heildar- velta greiðslukortaviðskipta hjá fyr- irtækjum Samvinnuhreyfíngarinnar væri nú um 3 milljarðar króna, og markmið Samkorts hf. væri að ná að minnsta kosti helmingi þeirra viðskipta til sín. fjármálamenn vísaði hann því al- gjörlega á bug sem fjarstæðu. Aðspurður hvort fregnir um að skiptaráðandi í Hafnarfirði hefði á sínum tíma selt honum Kostakaup fyrir 12 milljónir króna að með- töldum lager, sagði Friðrik að þær sögusagnir væru tilhæfulausar, lag- erinn einn hefði verið metinn á Viðræður standa nú yfír um kaup Hans Petersen hf. á fyrirtækinu Míkrótölvunni, og hefur vilja- yfírlýsing þegar verið undirrituð um kaupin. Míkrótölvan er inn- flutnings- og sölufyrirtæki á sviði tölvutækni, og eru starfs- menn um 10 talsins. Einnig hefiir fyrirtækið boðið upp á verk- fræði- og forritunarþjónustu. Að sögn Hans Péturs Jónssonar ÚTISTANDANDI skuldir verk- taka vegna vanskila verkkaup- enda eru nú meiri en oftast áð- ur, að sögn Pálma Kristinssonar framkvæmdastjóra Verktaka- sambands Islands. Þetta á eink- um við um framkvæmdir fyrir atvinnufyrirtæki en ekki ber á vanskilum að ráði vegna íbúða- bygginga. Pálmi sagði að vöru- skipti væru tíðari en áður sem greiðslumáti í viðskiptum verk- taka og atvinnufyrirtækja. Einnig sagði Pálmi að færst hefði í vöxt að opinberar stofnanir fram- lengi áður útgefnar skuldaviður- kenningar, í stað þess að greiða á umsömdum tíma, og að nú sé svo komið að sumar stofnanir séu farn- ar að ganga á væntanlegar tekjur ársins 1990 vegna þessa. Pálmi sagði að þessi markaður 12-15 milljónir króna. Friðrik sagðist mundu reka Kjöt- miðstöðina með sama starfsfólki og áður hefði verið, að minnsta kosti fyrst um sinn meðan hann væri að kynnast rekstrinum. Hann sagðist mundu hafa þann hátt á í innkaup- um að staðgreiða vörur og ná þann- ig fram sem mestum afslætti. er nú verið að ganga frá ýmsum lausum endum á kaupunum, en fyrir liggur fullur vilji beggja aðila til þess að af henni verði. „Það má í raun segja að kaupin séu í burðar- liðnum,“ sagði Hans. „Vissulega er áhugi fyrir hendi hjá báðum aðilum, en segja má að eftir sé að reka smiðshöggið á kaupin.“ Eins og sagt var frá í Morgun- blaðinu á sínum tíma, keypti Hans væri nú þannig saman séttur að 30-35% framkvæmda verktaka væru við íbúðabyggingar, um 25-30% ýmsar framkvæmdir fyrir atvinnufyrirtæki og um 40% væru hvers konar opinberar framkvæmd- ir. Miðað við undanfarin ár væri hlutur atvinnufyrirtækja með minnsta móti en hlutur íbúðabygg- VERÐBRÉFAMARKAÐUR Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis hefur nýlega verið stofii- aður. Verðbréfamarkaðurinn hefur fengið aðild að Verðbréfa- þingi Islands og mun kaupa, selja og vera með í umboðssölu öll helstu verðbréf sem eru á mark- aðnum hveiju sinni. Jónína Kristj- ánsdóttir hefur verið ráðin for- stöðumaður V erðbréfamark- aðs sparisjóðs- ins. Jónína er fædd í Reykjavík árið 1963. Hún lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Kópa- vogi árið 1983 og BA-prófi í fjár- mála- og hagfræði frá University of Strathclyde árið 1988. Jónína hefur unnið ýmis verslunar- og Petersen hf. í vor umboð fyrir Bor- land hugbúnað. Nú eru um tvö ár liðin frá því að Hans Petersen hóf að flytja inn og selja tölvubúnað. Nýlega flutti fyrirtækið í ný húsa- kynni, og opnaði þar verslunina Tölvutækni. Míkrótölvan hefur um- boð fyrir ýmis vörumerki á tölvu- markaðnum, t.d. Cordata, Citizen og Tpshiba. inga í mesta lagi. Opinberar fram- kvæmdir hefðu hins vegar staðið í stað. Hann sagði að verktakafyrirtæki létu versnandi heimtur bitna fyrst og fremst á greiðslum til undirverk- taka og þjónustufyrirtækja en miklu síður á launum og opinberum gjöldum. skrifstofustorf, m.a. hjá Ferðaskrif- stofunni Útsýn, heildverslun Björg- vins Schram hf. og Sparisjóði vél- stjóra. Fræðsla Síðdegisfimdur um áætlanagerð STJÓRNUNARFÉLAG íslands efinir til síðdegisfundar á mið- vikudag kl. 16 í fundarsal félags- ins Ánanaustum 15. Fundareftiið er Áætlunargerð fyrirtækja og fyrirlesarinn er Ron Sandler, rekstrarráðgjafi frá Bretlandi. Ron Sandler er framkvæmdastjóri fyrirtækisins O.C. Sandler Associati- on í London, en það fyrirtæki sér- hæfir sig í ráðgjöf á sviði áætlunar- gerðar. Sandler starfaði áður hjá Boston Consulting Group en tók síðan að sér framkvæmdastjórn Bo- oze Allen & Hamilton í London þar til hann stofnaði eigin fyrirtæki. Ron Sandler hefur verið einn helsti ráð- gjafi Eimskipafélagsins á undan- förnum árum, aðallega á sviði stefnumótunar og breytinga á stjórnskipulagi félagsins. Leiðrétting UNDURFURÐULEG villa slæddist inn í töflu er fylgdi grein um lögmannastéttina í viðskipta- blaði Morgunblaðsins á fimmtudag- inn var. Þar kom fram fjöldi skráðra og útskrifaðra nemenda í Lagadeild HÍ á ákveðnum skólaárum. í töfl- unni stóð hins vegar að hún ætti við fjarvistir í stað fjölda. Beðist er velvirðingar á þessu. UMRÆÐUFUNDUR — Fundur viðskiptafræðinema um stefnumörkun fyrirtækja á samdráttartímum og ijárhagslega endur- skipulagningu þeirra, verður haldinn á morgun mánudag i Há- skólabíó. Fundurinn hefst kl. 14.30. Frummælendur verða þeir Gísli Arason, rekstrarráðgjafi og kennari í fjármálum við viðskiptadeild háskólans, og framkvæmdastjóramir Þorsteinn Guðnason hjá JL Völ- undi og Ragnar Atli Guðmundsson hjá Hagvirki. Verslanir * „Eg er ekki leppur fyrir neinn “ - segir 25 ára athafnamaður sem hefur keypt 2 verslanir Fyrirtæki Viðræður um kaup Hans Petersen hf. á Míkrótölvunni Fólk í atvinnulífinu Forstöðumaður nýs verð- bréfamarkaðar SPRON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.