Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 Bjamþóra Benedikts- dóttir - Minning Kveðja frá Thorvaldsensfélaginu Fædd 25. október 1897 Dáin 30. október 1988 Heiðursfélagi okkar, frú Bjarn- þóra J. Benediktsdóttir hefur kvatt. Hún lést sunnudaginn 30. október sl. Með henni kveðjum við sérstaka heiðurskonu, sem var dýrmæt fyrir félagið okkar. Það voru orð að sönnu sem ein félagskona viðhafði, er hún frétti lát hennar: „Ég sam- hryggist okkur öllum“. Það er sérstakt við háan aldur jf- að hafa slíkan félagsáhuga sem Bjamþóra, fram á síðustu daga sína. Eg á henni persónulega margt gott að gjalda fyrir hlýlegt og elsku- legt viðmót og góð ráð í félagsmál- um okkar. Bjamþóra tók virkan þátt í fjöl- breyttu félagsstarfí um sína daga. Hún fór ekki varhluta af mótlæti lífsins en hún óx við hveija raun, enda átti hún góðar dætur og fjöl- skyldur þeirra, sem veittu henni stoð og gleði í lífinu. Þau hjónin Bjamþóra og Ami Guðjónsson, seinni maður hennar, ferðuðust til fjarlægra landa um sína daga og ótaldar eru þær ánægjustundir er hún veitti okkur með myndasýningum og frásögnum um þær ferðir. Héðan er hún kvödd af félags- konum öllum með virðingu og af þakklátum huga. — Blessuð sé hennar minning. Innileg samúðar- kveðja til fjölskyldu hennar. Evelyn Þóra Hobbs í dag er til moldar borin Bjam- þóra Benediktsdót'tir sem lést í hárri elli þann 30. október síðastliðinn 91 árs að aldri. Hún reyndist okkur ekki síður sem langamma en sínum eigin barnabömum. Við vomm 6 ára þegar móðir okkar kynntist Páli dóttursyni Bjarnþóru og langar að minnast hennar i fáeinum orðum. Hér hverfur á braut glæsileg og virðuleg kona sem við höfum alla tíð borið mikla virðingu fyrir, ekki síst vegna þess að hún hafði alltaf tíma til að tala við okkur og hafði frá svo mörgu fróðlegu að segja. Hún mundi tímana tvenna og gaf okkur innsýn inn í heim sem við unga fólkið þekkjum ekki í dag, fróðleik sem við búum alla tíð yfir. Bjamþóra átti hlýlegt og fallegt ^ heimili sem var gott að koma á. ~ Hún hafði ferðast mikið og safnað allskonar hlutum sem prýddu heim- ili hennar og var okkur ungum for- vitnum börnum sem fjársjóður. Systir okkar Bjarnþóra M. Páls- dóttir er fjarri sínu heimalandi, nánar tiltekið í Egyptalandi sem skiptinemi. Hún biður góðan Guð að geyma elsku langömmu sína. Blessuð sé minning Bjamþóru. DejT fé, dejja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Hulda og Inga. Fagra haust þá fold ég kveð faðmi vef mig þínum bleikra laufa láttu beð að legstað verða minum. (Steingrímur Thorsteinson) í dag verður til moldar borin amma mannsins míns, Bjamþóra Benediktsdóttir, sem lést 30. októ- ber 91 árs að aldri. Minningamar hrannast upp þegar hugurinn leitar til baka, það em hartnær 20 ár síðan ég hitti fyrst þessa mætu konu, hún vildi fá að hitta mig og bauð okkur í mat, ég kveið óskap- lega fyrir en sá kvíði var ástæðu- laus, móttökurnar vom slíkar. Allt frá þessum fyrsta fundi vissi ég að ég hafði eignast vin, vin sem alltaf var til staðar ef á þurfti að halda. Það var mér því mikil ánægja að geta gefið henni einu nöfnuna þeg- ar yngsta dóttir mín fæddist, kom aldrei annað nafn til greina. Þegar ég lít til baka fínn ég allt- af betur og betur hvað þessi elsku- lega kona háfði mikil áhrif á mig með skoðunum sínum og fram- komu, hún var ákaflega vel lesin og kom maður sjaldan að tómum kofanum hjá henni sama hver um- ræðan var. Bjamþóra fór ekki varhluta af erfiðleikum í lífinu en ég trúi því að hún hafi komið miklu sterkari einstaklingur frá þeim. Bjarnþóra var sístarfandi allt fram á síðasta dag og eru þau ófá listaverkin sem hún skapaði í höndunum. Það lýsir henni mjög vel að þeg- ar til stóð að nafna hennar færi til Egyptalands til ársdvalar þá var hún mjög ánægð fyrir hennar hönd á meðan öðrum fannst hún vera að fara út í óvissuna, enda segir nafna hennar í bréfum sem ég hef verið að fá: Biddu ömmu Bjamþóru að segja þér frá þessum stöðum sem ég hef verið að skoða. Að lokum, fari hún í friði og hafi þökk fyrir allt og allt. Margrét Thorsteinson Minning um ömmu mína, Bjarn- þóru Benediktsdóttur. Haustið kveður, búið að vefa móður jörð litríka ábreiðu sölnaðra laufblaða og lyngs. Hljómfögur rödd þagnaði 30. október síðastliðinn, sem átti amma mín, Bjamþóra Benediktsdóttir. Nú kveð ég ömmu, sem lögð er af stað í ferðalagið langa. Hún þarf ekki skó, hún þarf ekki fatnað. Styrk sál er allt sem hún þarf. Við hjálp- um henni til að ná stöðugleika með góðum og hlýjum hugsunum. Amma var kona fáguð. Hún var tignarleg í fasi og framkomu og höfðingi heim að sækja enda dug- mikil kona. Hún var amma sem svo gott var að kom til og það verður skrýtið að geta ekki komið við í Selvogsgrunni og spjallað við hana um heima og geima. Bjamþóra amma var ákaflega vel lesin kona og hafði meðal annars óskaplegan áhuga á ættfræði. Amma hafði gaman af fallegum og vönduðum hlutum. Mér er það, til dæmis, minnistætt hve fagurlega var búið um pakka sem hún gaf og þeir skreyttir. Amma sýndi snilld í handverki og var hún ávallt með eitthvað í vinnslu, fínt hekl, fínt pijón eða útsaum. Heimili ömmu var búið á listrænan hátt og bar þess merki að hún hafði ferðast mikið og til fjarlægra landa. Nú þó hljómfögur rödd ömmu sé þögnuð þá ómar enn sú, sem hún sló á strengi hjarta míns. Ég kveð ömmu með þessum orðum og vona að jákvæð hugsun megi hjálpa henni á leið sinni til nýrra heim- kynna. Mín sál, því ömgg sértu, og set á guð þitt traust. Hann man þig, vís þess vertu, og vemdar efalaust. Hann mun þig miskunn krýna, þú maeðist litla hríð; Þér innan skamms mun skína úr skýjum sólin blíð. (Bjöm Halldórsson þýddi) Olga Möller Amma mín, Bjamþóra Bene- diktsdóttir, varð 91 árs nokkrum dögum áður en hún dó. Fólk, sem komið er á þann aldur, er vafalaust í mörgum tilvikum hvíldinni fegið. Ég hafði það hins vegar á tilfínning- unni um hana ömmu, að hún hefði viljað lifa miklu lengur, en samt var hún þó sátt við brottför sína. Það er mikið lán að fá að verða gamall á sama hátt og amma. Hún var alla ævi við góða heilsu, aðeins undir lokin fór líkaminn að bila. Hins vegar var hún andlega hraust og vel það, þar til yfír lauk. Hún, eins og allir aðrir, hafði af því nokk- um beyg að verða andlega gömul, en það varð hún aldrei. Hún fylgd- ist með öllu í þjóðlífinu, og skipti þá engu hvaða málaflokkar áttu í hlut; hvergi var komið að tómum kofunum. Amma átti viðburðaríka ævi, og skiptust þar á, eins og gjaman vill verða, skin og skúrir. Hún fæddist suður með sjó í Gerðum, Garði. Þar átti hún heima fyrstu ár ævi sinnar, en fluttist síðan til Reykjavíkur} þegar hún var um tíu ára gömul. I námi beindist áhuginn að hjúkmn. Hún lauk námi til að stunda ljós- móðurstörf, og einnig tók hún hlutapróf í hjúkmnarfræðum. Hún starfaði sem ljósmóðir um skeið og einnig vann hún við hjúkmnarstörf á Kleppsspítala. Á þessum ámm hafði hún yndi af íþróttum, einkum sundi. Hún hlýtur að hafa verið vel á sig komin, því á námsámm sínum synti hún gjaman í sjónum. Og einu sinni a.m.k. synti hún frá Vatna- görðum yfir til Gufuness. Þegar amma var rúmlega tvítug giftist hún Stefáni Ólafssyni. Hann var smiður og pípulagningamaður að mennt og starfaði í Reylqavík, þar til honum bauðst starf sem vatnsveitustjóri á Akureyri. Stefán var mikið í félags- og íþróttamálum. Hann var virkur í starfi KFUM og spilaði knattspymu fyrir Val. Hann var valinn í landslið og spilaði í marki á móti Dönum í frægum leik á árinu 1919. Þá var hann einnig mikill skákmaður og varð m.a. tvisvar innum íslandsmeistari. Það leyndi sér ekki, þegar amma sagði mér frá þessum nafna mínum, að hún hafði verið mjög hreykin af manni sínum. Amma átti þó ekki því láni að fagna að njóta langra samvista við mann sinn, því hann dó úr berklum á árinu 1928, aðeins 35 ára gam- all. Raunar var það þriðja áfallið, sem hún varð fyrir á rúmlega einu ári, því tveir komungir synir hennar létust einnig úr berklum á árinu 1927. Það átti greinilega að reyna á þolrifín í þessari sterku konu. Þetta voru erfiðir tímar fyrir ömmu og dætur hennar tvær, Valgerði og Sigríði, sem þá voru átta og sjö ára gamlar. En hún lét ekki undan síga, heldur efldist við mótlætið. Hún sagði mér einu sinni, að hún hefði á þessum tíma viljað utan til frek- ara náms, en tókst ekki að afla fjár til fararinnar. Þá var til siðs að fá styrktarmenn, og sennilegast hefur hún, einstæð móðir með tvö böm, ekki þótt líkleg til mikilla afreka; þeir þekktu hana greinilega ekki. Á árinu 1930 réð amma sig sem ráðskonu_ að Kaupangi í Eyjafírði. Þar bjó Ámi Guðjónsson, sem hún giftist síðar. Afí hafði áður búið í Húnavatnssýslu með fóstm sinni. Að Kaupangi bjuggu ammi og afí til ársins 1944, en þá fluttu þau búferlum til Reykjavíkur. Hann hóf verslunarstörf í Reykjavík og var lengst af verslunarstjóri í verslun G. Zoéga á Vesturgötunni. Þar var gott að koma í heimsókn hjá þeim ljúfa manni sem afí hafði að geyma. Hann lést á árinu 1973 eftir skamma sjúkdómslegu. Þegar amma bjó fyrir norðan tók hún virkan þátt í félagsmálum. Hún var m.a. formaður í kvenfélagi sveitarinnar og varaformaður Sam- bands eyfírskra kvenna. Þegar hún fór suður til Reykjavíkur, hélt hún uppteknum hætti og tók virkan þátt í ýmsum félögum. Hún starf- aði mikið fyrir Thorvaldsensfélagið, var meðstofnandi að Kvenfélagi Háteigssóknar og Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. Þá hafði hún mikinn áhuga á stjómmálum, var Hvatarkona og sótti nokkra lands- fundi Sjálfstæðisflokksins. Amma naut þess greinilega að starfa að hvers konar félagsmálum, en ég held engu að síður, að henni hafí þótt mikilvægast starf sitt fyrir Bamaheimilissjóð Thorvaldsens- félagsins, einkum var hún hreykin af framlagi sínu til byggingar bamaheimilisins á Dyngjuvegi. Engum, sem kynntist ömmu, duldist að þar fór kraftmikil og gáfuð kona. Hún var víðlesin og átti til listræna hæfíleika. Blóma- teikningar hennar em til að mjmda forkunnarfagrar, og allur pijóna- skapur hennar var vandaður og listavel gerður. Á sínum yngri ámm lærði hún að binda inn bækur, og á því vandasama verki náði hún góðum tökum, því til sönnunar em margar bækur í bókasafni hennar. Það vakti auðvitað aðdáun margra, hversu dugleg hún var, en fáir trúðu þvi eiginlega, þegar hún varð átt- ræð að hún væri farin ein til Afríku í heimsókn til dótturdóttur sinnar. Þar dvaldi hún um nokkurra mán- aða skeið og kynntist lifnaðarhátt- um innfæddra. Þegar hún kom til baka geislaði hún af ánægju með ferðalagið. Á níræðisafmæli sínu ákvað hún hins vegar að vera heima, og var hrókur alls fagnaðar í veislu, sem var haldin henni til heiðurs. Síðustu fimm árin bjó amma hjá annarri dóttur sinni, Sigríði Stef- ánsdóttur, að Selvogsgranni 16 hér í bæ. Ekki dró það nú úr manni að koma þangað í heimsókn að lenda í samræðum við ömmu. Þeirra verður nú saknað, en minningin um góða konu lifir. Að lokum vil ég þakka henni samferðina, og votta móður minni, Sigríði Stefánsdóttur, Þórdís Aðalbjörns- dóttir - Minning Fædd 22. desember 1914 Dáin 8. nóvember 1988 í dag er Þórdís Aðalbjömsdóttir lögð til hinstu hvíldar. Hún var dóttir hjónanna Þorgerðar Jóns- dóttur og Aðalbjörns Bjarnasonar, sem lengstum bjuggu á Hvaleyri við Hafnarfjörð. Þórdís var sjötta í röðinni af níu systkinurrí en úr þeim hópi lifa nú aðeins Ingólfur og Sig- rún. Á unglingsárum gekk Þórdís til almennra verka, m.a. vann hún nokkur sumur við síldarsöltun á Siglufírði. Þórdís stundaði nám við Flensborgarskólann í Hafnarfirði og lauk þaðan prófí árið 1929 og síðan frá Verzlunarskóla íslands árið 1935. Á báðum stöðum var til þess tekið hveijir námshæfíleikar hennar vom. Lífsförunautur Þórdísar var Kristján Theódórsson frá Húsavík. Hann lifír konu sína og að honum er nú harmur kveðinn. Það hefur jafnan verið draumur ungra manna að kanna ókunn lönd. í dag þykir ekki tiltökumál að láta slíka drauma rætast en fyrmm var eftir því tekið gerðu menn víðreist. Þórdís og Kristján ferðuðust mikið um ævina og lögðu ekki alltaf land undir fót í alfaraleið. Lengstan hluta starfsævi sinnar vann Þórdís á skrifstofum Ríkisspít- alanna og þar fór það orð af henni að hún væri ekki einhöm til verka. Við lok ævikvölds, er minningar hrannast upp, em orð vandmeð- farin. Einkum gengur trauðla að færa í búning þær setningar er segja átti langtum fyrr. Við vitum ekki fyrir víst, en vonum þó, að Þórdísi hafí verið ljóst að vinátta hennar og Kristjáns var okkur dýr- mæt. Við minnumst þess er við vomm félítið námsfólk í útlöndum og kveðja frá þeim hjónum var ævinlega öðmvísi en annarra, ein- att fáorð en einlæg og iðulega með þeirri hvatningu sem aðeins þeir skynja sem em burtu frá sínum nánustu. Víst var sá veraldlegi sjóð- ur sem jafnan fylgdi með línunum kærkominn en hugurinn að baki og það sem ósagt var látið var okkur ævinlega kærara én gjöfín sjálf. Raunar nutum við forsjár þeirra hjóna löngu eftir að við komum frá námi og hófum það brauðstrit er fæstir komast hjá en sleppa misvel frá. Við vitum með vissu að fleiri en við nutum gjafmildi Þórdísar og Kristjáns og víst er að ef hjálpsemi og örlæti em dyggðir sem menn geta lagt inn hjá eilífðinni er inn- eign Þórdísar dijúgt veganesti á þeim brautum sem hún fetar þar. Harmur eftirlifenda, sem sjá á bak ástvini, er einatt svo sár að orð fá þar engu um haggað. En fullviss- an um sannleik þeirra orða skálds- ins frá Laxnesi, sem hann leggur í hugskot einnar sögupersónu sinnar í Sjálfstæðu fólki, rriildar okkur sorgina og leiðir hugann að þvi eina sem eftir stendur er allt annað virðist hjóm — voninni: „ ... maðurinn leitar alltáf að einhveiju til huggunar og þessi huggunarvon, jafnvel eftirað öll sund em lokuð, hún er merki þess að hann lifir. Nóttin er aldrei svo myrk og laung að menn festi ekki von sína í fjar- lægum dagrenningum.“ Vonin um að Þórdís hafí nú öðlast þann frið er allir menn þrá að erilsömum degi loknum verður okkur leiðarljós í skammdeginu. Kristjáni og aðstandendum öllum flytjum við hugheilar samúðar- kveðjur. Þorgerður Jónsdóttir og Steingrímur Þórðarson. I dag verður jarðsett Þórdís Aðal- björnsdóttir fyrrverandi aðalbókari Ríkisspítala. Þórdís fæddist þann 22. desem- ber 1914 á Hvaleyri við Hafnarfjörð og ólst þar upp í stómm systkina- hópi. Foreldrar Þórdísar vom þau Aðalbjöm, skipstjóri, Bjarnason á Hvaleyri og kona hans, Þorgerður Kristín Jónsdóttir. Þórdís stundaði nám í Flensborgarskóla í Hafnar- firði og Verslunarskóla íslands, verslunarprófí lauk hún árið 1935. Til ársins 1946 starfaði hún við heildverslun Stefáns Thorarensen. Þann 1. mars 1946 hóí hún störf hjá Ríkisspítölum og starfaði þar samfleytt í 44 ár til 31. desember 1984. Þórdís giftist Kristjáni Theo- dórssyni sem lifir maka sinn. Þau Kristján og Þórdís hafa lengstan hluta búskapar sínst búið á Urð- arstíg 11A. Þar bjó Þórdís þeim Kristjáni smekklegt og fallegt heimili, enda þótt frístundirnar væm ekki margar, þau ár sem hún vann hjá Ríkisspítölum. Frístundir vom því vel nýttar í garðinum og til að hlúa að heimil- inu. I vinnunni hafði enginn vinnu- þrek og úthald á við Þórdísi. Með lipurð sinni og kunnáttu afkastaði hún einsömul eins og tylft venju- legra starfsmanna. Þórdís var líka ein af þessum áhugasömu kvenna- baráttukonum. Hún vissi sem var að hún var duglegri en flestir, bæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.