Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 41 systur hennar, Valgerði, og fóstur- systur, Sigríði Valgerði, mína inni- legustu samúð. Stefan Svavarsson Þegar ég sest niður til að skrifa um ömmu mína, koma upp í hugann tugir endurminninga sem maður gæti skrifað niður og sagt frá. Ég veit ég tala fyrir munn allra bamabarna þegar ég segi að við vorum öll mjög stolt af ömmu. Hún amma Bjarnþóra var svo merkileg kona. Hún var svo ung í anda alla tíð, hún tók þátt í lífinu í kringum sig — hún fylgdist vel með gangi þjóðmála, hún vissi vel um hagi allra sinna afkomenda og þeir komu henni við. En hún skipti sér ekki af, hún var ekki að áfellast einn né neinn. Hún lagði enga dóma á fólk, en hún hafði skoðanir á málefnum, hún var pólitísk, hún vildi hjálpa þeim sem minna máttu sín og hún vildi að fólk kynni að meta það sem það hefði og ekki eltast við veraldleg gæði. Hún var mikill unnandi blóma og allrar ræktunar, enda bóndakona í sveit í tugi ára. Hún var alls stað- ar skörungur þar sem hún var mitt á meðal kvenna. Hún átti sér eina ósk og það var að verða ekki ves- ælt gamalmenni — geta verið þátt- takandi fram að endalokum. Hún fékk sína ósk uppfyllta og við sem kveðjum hana nú í dag erum þakklát fyrir það. Hún var kona sem lifði tímana tvenna. Hún fæddist 25. okt. 1897 og þá voru erfiðir tímar á íslandi. Hún ólst upp í fátækt eins og flestir íslendingar gerðu á þessum tíma og lifði af alls kyns hrakninga og erfiði. Þetta fólk sem lifði af þessa tíma var sterkt fólk með sterk bein, and- lega og líkamlega. Það lærði að meta betri tíma og gerði ekki óþarfa kröfur. Þegar amma var orðin vel fullorðin hafði hún tækifæri til að skoða sig um í heiminum og hafði það sem fastan sið á hveiju ári í mörg ár að ferðast til útlanda með afa, á meðan hann lifði. Ég man það vel enn þann dag í dag hvað vinkonur mínar urðu hissa þegar ég var að segja þeim frá ferðalögum ömmu og afa. Þeim þótti merkilegt að ég ætti ömmu og afa sem voru á ferðalögum úti í heimf. Amma hætti ekki að ferðast þótt afi félli frá. Hún fór þá reyndar enn lengri ferð en nokkru sinni fyrr, hún fór til Afríku til systur minnar sem þar var búsett í mörg ár. Við sem eftir lifum erum svo rík að hafa átt slíka ömmu, sem hún var. Við munum ávallt minnast hennar með mikilli virðingu því þannig var amma. Við kveðjum ömmu og þökkum fyrir allt og allt og við vitum að það hefur verið vel tekið á móti henni handan við móð- una miklu. Það léttir sorgina. Svanliildur, Tómas, Svava, Sigríður, Ingólfiir og Björg. karlar og konur. Hún gerði þær kröfur til starfsfólks bókhaldsdeild- arinnar að þar væri aðeins úrvals- fólk. Karlarnir sem unnu undir hennar stjóm urðu að vera jafndug- legir og konurnar, það var hennar jafnrétti. Nokkrum körlum tókst þetta. Þórdís var ein af þessum konum sem ekki staðnaði, hún var ekki íhaldssöm. Hún var fremst í flokki við að leiða bókhald Ríkisspítala inn í tölvuöldina. Hún var ekki hrædd við tölvur eða nýjungar. Hún ein- faldlega lærði á þær, beislaði tækn- ina og notaði þekkinguna. Hún gerði þetta ekki einsömul, hún ein- faldlega kenndi sínu starfsfólki að tæknin og þekkingin er til að nota, ekki til að hræðast eða forðast. Þannig var Þórdís ávallt fremst í flokki þegar nýjungar voru annars vegar. Já, það er sjónarsviptir af þessari tápmiklu konu, sem vissu- lega setti svip á bæinn. Við Elín sendum Kristjáni okkar innilegustu samúðarkveðjur. Starfsfólk og stjórnarnefnd Ríkisspítala flytur hinstu kveðjur með alúðarþökkum fyrir óeigin- gjamt starf í 44 ár. Blessuð sé minning Þórdísar. í dag kveðjum við ljúfan sam- ferðamann, einn þann ljúfasta sem ég hefi átt, Bjamþóm Benedikts- dóttur. Hún kveður nú eftir langa og dygga þjónustu við umhverfi sitt. Eitt af því besta sem hendir ungt fólk í okkar harða og hverfula heimi er að kynnast heilsteyptu fólki, það vísar því veginn til góðs með framkomu sinni og góðvild. Þannig var hún sú kona er við kveðjum í dag. Frú Bjarnþóra var mjög glæsileg kona, einörð og fylgin sér í félags- málum. Hún var mjög fróð, skemmtileg og sannkallaður dugn- aðarforkur að öllu sem hún vann, húshaldi, hannyrðum eða félags- málum, allt var þetta á þann veg að eigi varð betur gjört. Mér var hún frábær vinur, fylgd- ist ætíð með mínum börnum og bamabömum. Ég mun ætíð minn- ast stundanna á heimili þeirra Bjamþóru og Árna Guðjónssonar, eiginmanns hennar. Þau vom sann- kölluð heiðurshjón. Dætmm hennar, fósturdóttur og fjölskyldum þeirra sendi ég innileg- ar samúðarkveðjur. Ég bið vinkonu minni blessunar í hennar nýju heimkynnum. Þar hafa beðið vinir í varpa. Fari hún Það er með miklum söknuði, sem ég kveð hana móðurömmu mína, Bjamþóm Benediktsdóttur, í dag. Hún gaf mér og fjölskyldu minni svo mikið alla tíð. Allt fram til síðustu stundar sýndi hún okkur einstaklega mikinn áhuga, fylgdist vel með okkur öllum og gaf góð ráð, ef til hennar var leitað. Við bámm mikla virðingu fýrir ömmu, enda var hún tíguleg kona, greind, athugul og vinnusöm. Varla leið sá dagur, að hún skil- aði ekki fullu. dagsverki, annað- hvort í vinnu, eða við hannyrðir heima fyrir. Félagsmálum og líknarstörfum sinnti hún allt fram til síðasta dags. Þrátt fyrir háan aldur, gaf hún óspart vinnu sína á bazara sem haldnir vom í hinum ýmsu líknarfélögum. Það em því ófáir sem hafa eignast fagra hluti eftir hana ömmu, fyrir utan alla þá sem hún hefur rétt hjálparhönd. Heimili ömmu var einstaklega fagurt, fullt af blómum og fögmm hlutum, sem hver átti sína sögu, enda var amma víðföml. Hún ferð- aðist um allan heiminn þegar ferða- lög vom sjaldgæf fyrir Islendinga. Hún kom heim, fræddi okkur bama- bömin um hin ýmsu lönd, enda hafði hún mikla frásagnargleði. Amma lifði með mikilli reisn, og hún lést með sömu reisn. Ég og fjölskylda mín þökkum henni fyrir allar þær yndislegu samvemstundir sem við áttum með henni, um leið og við kveðjum hana með miklum söknuði, vitandi að hún hafði lokið góðu dagsverki hér á meðal okkar. Hvíli hún í friði. Þórhildur Gunnarsdóttir Hún Bjarnþóra er horfin sjónum okkar en eftir lifir minningin um stórbrotna og ástríka konu. Hún tilheyrði þeirri kynslóð sem tók þátt í að breyta íslensku þjóð- félagi úr fátæku bænda- og veiði- mannaþjóðfélagi í það allsnægta- samfélag sem við þekkjum í dag. Henni var líkt farið og flestum af hennar kynslóð að gera miklar kröfur til sjálfrar sín, vera sjálf þurftarlítil en þeim mun rausnar- legri í garð annarra. Þrátt fyrir að ég og fjölskylda mín dveldum langtímum erlendis fómm við ekki varhluta af rausn hennar. Oftast fengum við eitthvað bókarkyns og þá eitthvað þjóðlegt til þess að við glötuðum ekki alveg þjóðarkenndinni. Á áttræðisafmælinu sínu gerði hún sér lítið fyrir og heimsótti okk- ur til Nairobi og tveimur ámm seinna var hún hjá okkur í borginni Kisumu við Viktoríuvatn í hálft ár. Sem dæmi um hve vel hún aðlag- aðist aðstæðum, var hún strax far- in að hjálpa til við bazarstarf í Kismu og fékk viðurkenningu frá „East African Women Association" fyrir falleg handavinnu. Okkur er sérstaklega minnis- stætt hversu óþreytandi hún var í að skoða það sem fyrir augu bar, hvort sem það var nú mannlífið, menn og skepnur, jarðargróður eða landslag. Gerði hún okkur sem yngri vorum oft skömm til með þrautseigju sinni og forvitni. Á henni sannaðist hið fomkveðna, að svo lengi lærir sem lifir, enda var hún margfróð áður en yfir lauk. Hún kunni að segja á eftirminni- legan hátt frá lífi og starfi bæj- arbúa í Reykjavík upp úr aldamót^t um og þeim eldmóði og bjartsýni sem ríkti manna á meðal við stofn- un lýðveldisins og tókst henni ekki síður upp í þeim efnum en sögu- kennurum mínum frá gamalli tíð. Við Margrét og synimir emm Bjamþóm þakklát fyrir allar sam- verustundirnar. Ég votta dætmm hennar og fjöl- skyldum dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Þorbjörn Guðjónsson í friði. Unnur SVIPTINGAR Á BÍLAMARKAÐNUM Suzuki Swift ’88 á 365þúsund Verðsviptingarnar á bilamarkaðnum balda áfram og nú seljum við síðustu Suzuki Swift bílana af árgerð 1988 á verði, sem vart á sér hliðstæðu. ■ Suzuki Swift GA kr. 365.000,-, áður kr. 423.000,-. ■ Suzuki Swift GTI Twin Cam 16 kr. 595.000,-, áður kr. 709.000,-. Einstakt tækifæri til að eignast hinn sívinsæla Suzuki Swift á frábæru verði. Opiðfrákl. 10:00-17:00. Verð miðast við gengi 1. 11. 1988. $ SUZUKI SVEINN EGILSSON HF. FRAMTlÐ VIÐ SKEIFUNA SÍMAR: 685100, 689622 Davíð Á. Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.