Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER' 1988 47 ValgerðurH. Sigurð- ardóttír - Minning Fædd 19. júlí 1916 Dáin 6. nóvember 1988 Það eru um 15 ár síðan ég hitti Valgerði fyrst. Ég minnist þess að mér þótti hún mjög glæsileg kona. Atvikin höguðu því þannig að við Valgerður bjuggum í 7 ár í litlu Qölbýlishúsi við Álftahóla ásamt fjölskyldum okkar. Ég tók fljótt eftir því hvað þessi kona hafði góða útgeislun og mikla reisn. Hún var alltaf hress á að hitta, alúðleg og með á nótunum. Fljótlega varð sam- band þessara fjölskyldna mjög gott og þar átti Valgerður drýgstan hlut að máli. Aldursmunurinn, sem skipti tugum breytti þar engu um enda er það ekki aldurinn sem ræð- ur því hvort við löðumst að fólki heldur áhrifín frá því. Valgerður og maður hennar Guðlaugur Eyj- ólfsson höfðu margvíslega þekk- ingu og afbragðs minni svo maður fór ævinlega fróðari af þeirra fundi. Það er sagt að hver sé sínum gjöfum líkur og þannig var það með Valgerði. Hún var einstaklega fundvís á gjafír sem hentuðu við- takandanum. Bömin mín minnast þess enn hve það var alltaf mikið tiihlökkunarefni að opna pakkana frá Valgerði. Þegar hún bakaði kleinur, skons- ur eða bjó til annað góðgæti fengum við hinum megin við ganginn ævin- lega að njóta góðs af. Þannig var Valgerður og henni fannst hún aldr- ei geta gefíð nóg. Þó að innpökkuðu gjafímar væm góðar þá skiptu ekki minna máli aðrar gjafir sem hún hafði að gefa og sú góðvild sem alltaf streymdi frá Valgerði í okkar garð. Það var sannarlega ávinningur fyrir hjón með lítil böm að eiga slíka ná- granna. Ekki dofnaði álit bamanna á Valgerði þegar hún gætti þeirra meðan sú er þetta ritar var í námi. Það var allt svo gott hjá Valgerði jafnvel kartöflumar brögðuðust betur en heima, svo var hún „áskrif- andi að lakkrís“ eins og sonur minn orðaði það þriggja ára. Þegar sjónvarpið hóf útsendingar í lit áttum við sjónvarp sém sýndi aðeins mismunandi gráma. En hin- um megin við ganginn var til lita- sjónvarp og ég man að Valgerður kom oft og sagði: „Það em allir í sparifötunum í sjónvarpinu mínu, verið ekki að horfa á fólk í druslu- fötunum." Og þetta létu bömin ekki segja sér tvisvar. Það er hátt- ur bama að metast á við leikfélaga og eitt sinn þegar ég var að sækja son minn á leikskólann var einhver að gorta af litasjónvarpi, þá sagði sá stutti: „Það em nú bara þijú skref til Valgerðar." En svo kom að því að skrefin á milli okkar urðu fleiri. Við fómm að byggja og fluttum úr Álftahóla- blokkinni fyrir 8 ámm. Þá urðu fundir stijálli. Við áttum þó margar ánægjustundir með þeim eftir að við fluttum. Heimsóknir Þorbjargar dóttur þeirra til okkar hafa veitt okkur ánægju og gefið lífinu sér- stakt gildi. Afmælis- og matarboð- anna munum við lengi minnast því Valgerði og Guðlaugi var einkar lagið að taka á móti gestum með mikilli reisn og glæsibrag. Valgerð- ur var hæfileikarík matargerðar- kona svo veitingarnar vom alltaf miklar og góðar. Það spillti ekki þessu stundum að glaðværð og gamansemi vom alltaf alls ráðandi. Iifið yrkir þrotlaust... en botnar aldrei braginn, en breytir fyrr en varir um rím og ljóðaklið. segir Davíð Stefánsson í einu ljóða sinna. Og nú hefur lífið breytt um rím og ljóðaklið þégar Valgerður er farin á annað tilvemstig, þangað sem skrefafjöldi er ekki mælanleg- ur. Valgerður hafði sérstaklega heil- brigt gildismat og átti auðvelt með að greina kjamann frá hisminu. Hún hafði svo mikinn styrk til að bera að fágætt er. Það var ekki hennar stíll að láta bugast þó lífíð legði henni á herðar ýmsa erfið- leika. Þessi mikli styrkur hennar kom vel í ljós í veikindunum sem hún átti í síðustu mánuðina sem hún lifði. Við Baldur þökkum fyrir allt sem hún var okkur og börnum okkar, Stefaníu og Gísla Marteini, og þau minnast umhyggju hennar og elsku í sinn garð. Elsku Guðlaugur, við biðjum Guð að blessa þig, börnin þín og fjöl- skyldur þeirra og styrkja ykkur öll. Élísabet J. Sveinbjömsdóttir Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem) í dag verður til moldar borin elskuleg tengdamóðir og amma, Valgerður Hjördís Sigurðardóttir. Okkur er nú efst í huga dugnað- ur hennar og ósérhlífni gagnvart fjölskyldu sinni og ógleymanlegar eru allar samverustundimar sem við áttum svo góðar og hlýjar. Ein- stök var umhyggja hennar fyrir Þorbjörgu dóttur hennar sem fædd er þroskaheft þann 20. maí 1943, en hún fór fársjúk og keypti hús- gögn o.fl. fyrir Þorbjörgu til að nota í nýja herberginu hennar sem hún er nýflutt í. Það var ætíð mikið tilhlökkunar- efni að koma til ömmu Valgerðar sem ávallt tók á móti okkur með gestrisni og hlýju, alltaf var hún tilbúin að gæta bamabama sinna ef á þúrfti að halda. Síðla sumars þessa árs greindist sá sjúkdómur er lagði hana að velli og kom þetta sem reiðarslag yfír okkur öll, en hún stóð sig eins og hetja og var ávallt þakklát okkur og því fólki sem heimsótti hana og studdi á all- an máta. Sérstaklega vildi hún þakka öllu starfsfólki á deild 12-A á Landspítalanum fyrir góða umönnun, en hún var ávallt heilsu- hraust og hafði aldrei legið á spítala fyrr. Elsku Guðlaugur tengdapabbi og áfi, þinn missir er mikill. Guð styrki þig og Þorbjörgu. Guð gefi Valgerði góða heim- komu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (Vald. Briem) Tengdadætur og barnabörn t Maðurinn minn, BJARNI MARKÚSSON matsveinn frá Rofabæ, Meðallandi, Laugarnesvegi 76, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 16. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Blindravinafélagiö og Krabbameinsfélagiö. Lllja Sigurðardóttir og dætur. t Innilegt þakklæti og kveðjur sendum við öllum þeim fjölmörgu sem auðsýndu okkur samúð við andlát og jarðarför, ÓLAFS HAFSTEINS EINARSSONAR. Gréta Sigurborg Guðjónsdóttir, Elín G. Ólafsdóttir, Matthías Haraldsson, Edda Sigrún Ólafsdóttir, Helgi Sigurðsson, Katrín M. Ólafsdóttir, Matthías Matthfasson, Guöjón E. Ólafsson, Hildur Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Við. þökkum innilega öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar, ÞORBJARGAR GUNNLAUGSDÓTTUR, Hraunbæ 22, Reykjavfk. Sigvaldi Sigurðsson, Sigurður Sigvaldason, Gunnlaugur Sigvaldason, Aðalbjörg Sigvaldadóttir, Þorbjörn Sigvaldason. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför föður okkar, tengdafööur og afa, BJÖRNS GfSLASONAR frá Reykjahlíð. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilis aldraðra á Sauðár- króki. Sólborg Björnsdóttir, Sverrir Björnsson, Mfnerva Björnsdóttir, Björn Björnsson, Þorsteinn Björnsson, barnabörn og fjölskyldur. Kári Þorstelnsson, Guðný Eyjólfsdóttlr, Geirmundur Valtýsson, Sólveig Sigurðardóttir, Guðmundur S. Berg- mann - Kveðjuorð Fæddur 6. mars 1909 Dáinn 5. nóvember 1988 Okkur hjónunum brá mjög svo laugardaginn 5. þ.m. er okkur var tilkynnt að hann Guðmundur Berg- mann hefði látist snögglega á heim- ili sínu þá um morguninn. Reyndar vissum við að hann hafði átt við vanheilsu að stríða um langan tíma en svo snöggt fráfall góðs vinar kemur óneitanlega miklu róti á hugann. Þessar línur eru ekki skrifaðar til að skrá lífshlaup hans, til þess skortir okkur hjón þekkingu, heldur vildum við með þessum línum þakka honum hans einlægu vináttu og tryggð í um það bil þau 20 ár er við höfum þekkt hann og hans ágætu fjölskyldu. Þau kynni hófust er hann Guðlaugur okkar kynnti okkur væntanlegt konuefni sitt, Rósmary, dóttur Guðmundar og Regínu konu hans. Ég veit það fyr- ir víst að þar eignaðist Guðlaugur ekki bara tengdaföður heldur líka traustan og góðan vin. Við hjónin fundum það líka hvem mann Guð- mundur hafði að geyma. í öll þessi ár tók hann jafn hlýlega á móti okkur er við komum í heimsókn til þeirra hjóna og ef við þurftum á aðstoð hans að halda á einn eða annan hátt, var hann alltaf boðinn og búinn að leysa vanda okkar ef hann gat. Við hjónin eigum lítið sumarhús við Elliðavatn. Hefír það verið venja okkar undanfarin ár er fer að líða að hausti að bjóða þeim hjónum Guðmundi og Regínu ásamt Guð- laugi og Rósmary, tengdadóttur okkar, þangað upp eftir áður en við gengum frá bústaðnum fyrir vetur- inn. Það er um það bil mánuður síðan við héldum þetta boð síðast. Að venju lék Guðmundur á als oddi langt fram eftir kvöldi. Þannig mun minningin um Guðmund geymast hjá okkur um ókomin ár. Við hjónin erum þakklát fyrir að hafa kynnst Guðmundi Bérgmann og biðjum algóðan Guð að styrkja Regínu, konu hans, öll hans böm, barnabörn, svo og aðra ástvini hans í þeirra miklu sorg. Unnur og Árni Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNNAR HALLDÓRSDÓTTUR, Guð blessi ykkur öll. Kristfn Helgadóttir, Halldór Helgason, Pétur H. Helgason, Hilmar Helgason, Ásgeir Helgason, Gröf, Miklaholtshrepp Marteinn S. Björnsson, Jóhanna G. Slgurbergsdóttlr, Guðbjörg Þorsteinsdóttlr, Erla Sverrisdóttir, Guðrún K. Ingimarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður, tengdafööur og afa, ARNALDAR ÞÓR, Blómvangl Mosfellsbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunardeildar Hátúni 10B, deild 2, fyrir mjög góða hjúkrun og umönnun. Krlstfn Þór, Guðrún Þór, Harry Sanderskov, Jónas Þór, Anna Bára Árnadóttir, Ólöf Helga Þór og barnabörn. t Þökkum hjartanlega allan vinarhug, hjálp og auðsýnda samúö við andlát og útför eiginmanns mlns, föður okkar, tengdaföður, tengdasonar, afa og langafa, HARALDAR ÁGÚSTSSONAR smiðs, Keflavík. Sérstaklega viljum við þakka læknum og hjúkrunarfólki á Land- spítalanum og Sjúkrahúsi Keflavikurlæknishéraðs. Guð blessi ykkur öll. Fjóla Elríksdóttir, Eirfka Haraldsdóttir, Aldfs Haraldsdóttir, Sólveig Haratdsdóttir, Haraldur L. Haraldsson, Ágúst Líndal Haraldsson, Hreinn Lfndal Haraldsson, Sveinbjörg Haraldsdóttir, Antonía Antonsdóttir, Sveinbjörg Ormsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Steinþór Eyþórsson, Sigurður Guðnason, Arnbjörn Óskarsson, Ólöf Thorlacius, Edda Olgeirsdóttir, Legsteinar MARGAR GERÐIR Mamorex/Gmít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, simi S4034, 222 Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.