Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.11.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 1988 Hannibal G. Einars- son — Minning Fæddur 20. mars 1920 ans. „Ég lifi og þér munuð einnig Dáinn 8. nóvember 1988 Minning: >> Þórarinn O. Vil- hjálmsson Fæddur 6. ágúst 1904 Dáinn 5. nóvember 1988 Dáinn horfrnn harmafregn. Hvílíkt orð mig dynur yfir. En ég veit að látinn lifir. Það er huggun harmi gegn. (Jónas Hallgrímsson) Þetta ljóð skáldsins hefur mjög leitað á huga okkar síðustu daga, eftir að okkur barst sú harmafregn að okkar besti vinur Hannibal Guð- mundur Einarsson hafi svo skyndi- lega verið kvaddur á braut. Við slík þáttaskil er erfitt að sætta sig við þær staðreyndir sem snerta okkur svo djúpt og enn þyngra þegar stutt var á milli samfunda þá er glettnir og góðir dagar frá æskuárunum voru rifjaðir upp. Það liðu ekki margir dagar sem ekki var litið inn hjá þeim hjónum Gróu og Hannibal, því þar fundum við fljótt að við vorum velkomin hvenær sem var. Þetta er eitt af þeim heimilum sem þú finnur þig velkomin hvenær sem er. Munum við sakna þess mjög að hann verður ekki til staðar næst þegar við lítum við. Engan mann þekkjum við sem hafði jafn mikla ánægju og hann af að útbúa allskonar kræsingar og bjóða manni til sín, enda var hann lærður matsveinn og starfaði lengst af við það, bæði á fiskiskipum og á millilandaskipum. En hann varð að hætta til sjós vegna þéss að han fékk hjartaáfall fyrir um 18 árum, eftir það varð hann að fara í land og starfaði við ýmis störf. Síðast vann hann í Sementsverksmiðju Ríkisins. Það voru ekki fáar veislumar sem hann sá um, fermingar og brúðkaupsveislur, því alltaf var hann tilbúinn að hjálpa og var aldrei glaðari en þegar hann var kominn með potta og pönnur í hend- umar. Að morgni 8. nóvember komum við til hans og var hann glaður að fara til Reykjavíkur til sérfræðings og sagðist koma um kvöldið eða hringja, en sú hringing kom ekki. Okkur sem eftir lifum finnst við standa ráðþrota í rökræðum yfir eðli og tilgangi lífsins. Okkur finnst við alls ekki geta sætt okkur við að mannlegt líf geti endað svo skjótt. Við skulum minnast orða frelsar- lifa“. Biðjum vini okkar Hannibal alls góðs á æðri stigum. Við viljum biðja algóðan guð að leiða Gróu og börnin þeirra og aðra aðstandendur styrkri hendi á ókomnum tímum. Blessuð sé minning hans. Kristín og Kristmundur Þessar fáu línur eru skrifaðar til að minnast vinar okkar Hannibals G. Einarssonar sem fæddist 20. mars árið 1920 en lést 8. þ.m. í ágúst 1984 fluttum við til Akra- ness og í nóvember það ár fluttum við inn á Einigrund 36 um sama leyti og Hannibal og Gróa höfðu lokið við að byggja sér fallegt heim- ili að Einigrund 34. Við hjónin höfðum búið víða um landið en aldrei fengið slíkt mann- kostafólk sem nágranna eins og Hannibal og Gróu. Strax og við hittumst fyrst var okkur tekið opn- um örmum og hafa þau reynst okk- ur og ekki síður bömum okkar al- veg einstaklega vel. Þegar maður kynnist slíku fólki þá sér maður hvað peningar em fátæklegur mælikvarði á lífsins gæði. Sam- heldni þeirra um að skapa sér hlý- legt og fallegt heimili í nýju hús- næði var einstök. Heimili þeirra ber vott um slíka snyrtimennsku og reglusemi að unun er á að horfa. Ofáar em þær ánægjustundirnar sem við höfum átt við að skreppa yfir í kaffi, kleinur og létt spjall. Nú er Hannibal horfinn á vit for- feðra sinna og kom í sjálfu sér ekki á óvart því lengi var hann búinn að eiga í miklum veikindum sem hann barðist við af þrautseigju. Þegar Guð kallar til sín slíkan mannkostamann sem Hannibal var þá spyr maður af hveiju núna? Af hveiju fáum við ekki lengur að njóta nálægðar við hann. Hann sem var svo réttsýnn og barðist m.a. í verka- lýðsfélaginu á sínum tíma fyrir auknu réttlæti og á móti öllum klíkuskap og sýndarmennsku. Hann sem hafði svo mikinn fróðleik að færa þeim sem umgengust hann og átti svo auðvelt með að brosa og gera að gamni sínu. Svar við þessari spumingu er sennilega eig- ingimi í okkur sjálfum. Krafan um að fá lengur að njóta nálægðar við slíkan mann er sprottin af eigin- girni og ættum við frekar að vera þakklát fyrir þann tíma sem hann var nálægt okkur og miðlaði til okkar svo miklu með sinni einstöku glaðværð og gestrisni. Við biðjum Guð að styrkja þig Gróa mín og börnin ykkar og af- komendur því missir ykkar er mest- ur. Við vitum að Guð hefur fengið til sín góðan mann. Maggi, Helga og börnin. Kallið er komið, komin er nú stundin, vnaðskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Hann afi Hannibal er dáinn. Hann sem ætlaði bara að skreppa dagsferð til Reykjavíkur. En raunin varð önnur og afi er lagður af stað í sína hinstu för. Svona getur lífið verið margbreytilegt og víst er að enginn hefur loforð fyrir morgun- deginum. Það verður öðmvísi að koma á Einigrundina nú þegar afi er allur. Að skreppa til afa og ömmu og fá nýbakaðar kleinur eða snúða þótti svo sjálfsagt og alltaf vorum við jafnvelkomin. Við höldum áfram að fara til ömmu Gróu en afa vantar núna. Hann hafði alltaf tíma fyrir okkur barnabörnin sín, hlustaði á okkur og gantaðist. Oft var laumað í lítinn lófa „nammi" eða pening. Enginn kom að tómum kofunum hjá honum afa. Sjálfsagt hafði afi Hannibal áhyggjur af ömmu Gróu, því hann fór svo snöggt frá okkur. En við sjáum um hana fyrir hann og vitum að hann heldur áfram að fylgjast með okkur öllum og vera með okk- ur. Við finnum það svo vel nú þegar afi er farinn hve mikið við höfum misst. Og við minnumst afa með þakklæti fyrir allan þann kærleika og umhyggju sem hann sýndi okk- ur. Hafi hann þökk fyrir allt. Góður guð blessi hann og gefi honum frið. Barnabörnin og lítil langafastelpa Það morgnar ekki lengur í heimi dægurskila. Þórarinn Vilhjálmsson hefur loks fengið hvíldina sem hann þráði. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 5. nóvember sl., á 85. ald- ursári. Hann tók mót dauða sínum af miklu æðruleysi, sáttur við hlut- skipti sitt og fullur þakklætis til þess sem yfir öllu lífi ræður. Kraftar hans voru þrotnir fyrir löngu og því var hvíldin honum líkn. „Kom þú sæll þá þú vilt!“ er setn- ing sem lýsir best æðruleysi hans gagnvart dauðanum. í huga hans var dauðinn vinur, — náttstaður sem skaparinn hefur búið bömum sínum. Hann er nú genginn til þeirra heim- kynna. Þórarinn Ólafur, eins og hann hét fullu nafni, fæddist í Keflavík 6. ágúst 1904 og ólst þar upp. Hann var sonur Vilhjálms Bjamasonar sjó- manns og konu hans, Guðnýjar Magnúsdóttur, og var einn ellefu systkina. Aðeins tvö þeirra lifa enn: María og Guðný Kristín. Það var eins með Þórarin og önn- ur aldamótaböm að hann varð að byija að vinna fyrir sér ungur. Böm komust í tölu fullorðninna um ferm- ingu. Á stómm heimilum munaði mikið um hveija hönd sem gat að minnsta kosti unnið fyrir sjálfri sér. Þórarinn lá ekki á liði sínu fremur en önnur systkini hans. Hugur hans stefndi á sjóinn eins og margra ann- arra drengja í þeim sjávarþorpum sem byggðu afkomu sína á því sem fékkst úr ægi. Hann hóf sjómennsku á síldarbátum en 18 ára réð hann sig á togarann Rán og nokkm seinna á Otur. Þegar Þórarinn var tvítugur bauðst honum skiprúm á gufuskipinu Vestmannaeyja-Þór sem var björg- unarskip en gætti að hluta til land- helginnar. Það var upphafið að 15 ára þjónustu í þágu Landhelgis- gæslunnar. Eftir að hafa verið á Vestmannaeyja-Þór i tvö ár var hann sendur ásamt fleimm til að sækja varðskipið Óðin sem um þær mundir var hleypt af stokkunum í Dan- mörku. Á heimsiglingunni tók hann próf á fallbyssuna og var ráðinn skytta á skipið. Upp frá því var hann oft kallaður Þórarinn skytta. Eftir að hafa verið í níu ár á Óðni flutti hann sig yfir á Ægi en fjórum ámm seinna hætti hann sjómennsku og fór að starfa í landi til að geta verið meira með fjölskyldu sinni. Hann vann sem verkamaður hjá Slippfélag- inu í Reykjavík í ein þijátíu ár eða þar til hann komst á eftirlaun og fluttist á Hrafnistu, dvalarheimili aldraðra sjómanna. Dagamir vom sannarlega hver öðmm ólíkir á varðskipunum, t.d. þegar landhelgisdeilur vom og verið var að eltast við veiðiþjófa, bæði íslenska og erlenda, eða bjarga mönnum og skipum úr sjávarháska, færa fólki, sem bjó á afskekktum stöðum, föng — og svo mætti áfram telja. Þórarinn sagði mér ófáar skemmtilegar og ekki síður dapur- legar sögur frá þessum ámm og sumar þeirra era mér enn í fersku minni. Það var bæði fróðlegt og gam- an að hlusta á hann segja frá. At- burðimir urðu svo ljóslifandi fyrir honum í andrá stundarinnar að það var engu líkara en að hann væri kominn á sjóinn aftur. Slík var frá- sagnargleðin. Það var auðvelt að smitast af andrúmsloftinu í herberg- inu hans og stundum fannst mér ég vera kominn á skipsfjöl með honum. Þórarinn var alla tíð mikill sjómað- ur i eðli sínu þó að starfsárin í landi væm fleiri. Þegar hann hafði her- bergi á efstu hæð á Hrafnistu þá fylgdist hann vel með skipum koma og fara úr Sundahöfn. Mig undraði oft hvað hann var glöggur að þekkja þau. Þórarinn kvæntist Guðmundu Gísladóttur frá Isafirði þegar hann var 22 ára. Eins og gefúr að skilja horfðu ungu, ástföngnu hjónin björt- um augum til framtíðarinnar og hlökkuðu til að stofna heimili, eign- ast afkvæmi og takast saman á við viðfangsefnin. En skyndilega dró ský fyrir sólu. Guðmunda lést af bams- fömm ári seinna og líka bamið sem hún fæddi. Öll eftirvænting var allt í einu að engu orðin. Eftir sat ungur ekkjumaður með blæðandi sár í hjarta. Ekki þarf að lýsa því með orðum hvílíkt áfall og jafnvel reiðar- slag þetta hefur verið fyrir Þórarin. Það þekkja þeir einir sem hafa orðið fyrir djúpri sorg. En trúin veitti hon- um mikinn styrk. Það birti aftur í lofti og forsjónin ætlaði honum að kvænast á ný. Seinni konu sinni, Guðrúnu Georgsdóttur, kvæntist Þórarinn árið 1930. Þau eignuðust sjö böm. Þau Birting afinælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. VOLVO árgerð 1989 komin til landsins Frumsýning um helgina Ny simanumer: Söludeild 685870 • Verkstaaði: 673600 • Varahlutin 673900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.