Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 7 Nói-Síríus: Verksmiðjaii stækkuð og nýtt skrifstofiihús fyrirhugað NÓI-SÍRÍUS hyggfst byggja við verksmiðjuhúsnæði sitt á lóð milli Hverfisgötu og Skúlagötu, við Barónsstíg. Þá hefixr fyrir- tækið fengið úthlutað lóð milli Skúlagötu og Sætúns, þar sem fyrirhugað er að reisa skrif- stofúhúsnæði og lager. Til greina kemur að tengja verk- smiðjuna og skrifstofuhúsið með yfirbyggðri brú yfir Skúla- götu. Kristinn Bjömsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að búið sé að samþykkja skipulag fyrir lóðina milli Skúlagötu og Sætúns. „Við megum reisa um 1.500 fermetra hús á lóðinni og þá verða byggingar okkar á sam- liggjandi svæði frá Hverfisgötu að Sætúni. Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær hafist verður handa við byggingu skrifstofu- hússins, en þar verður til húsa, auk skrifstofa, söludeild og lager tilbúinnar vöru. Nú eru söludeild okkar og lager við Suðurlands- braut. Við ætlum hins vegar að byija á að stækka verksmiðjuna upp að Hverfisgötú, því það er brýnast. Við vonumst til að fá byggingarleyfi fyrir áramótin og heijumst þá handa á næsta ári. Nú vinna 140 manns hjá fyrirtæk- inu, við seljum vel af framleiðslu- vörum okkar og þurfum að koma okkur vel fyrir.“ Kristinn sagði að æskilegast væri að tengja saman verksmiðju- húsið og fyrirhugaða skrifstofu- byggingu. „Það er til dæmis hægt að gera með yfirbyggðri brú yfir Skúlagötu," sagði hann. „Slíkar brýr sér maður víða erlendis og # þá jafnvel yfir miklar hraðbrautir. Auðvitað er þessi staður í mið- borginni ekki sá heppilegasti fyrir verksmiðjustarfsemi, en það er gífurlegt mál að flytja annað með öll þau tæki og þær vélar sem þarf til starfseminnar." Að sögn Kristins rekur Nói- Síríus sameiginlegt sölu- og dreif- ingarkerfi með H. Benediktsson hf., en það fyrirtæki á meirihluta í sælgætisverksmiðjunni. „Vegna þess hversu mikil samvinna er á milli fyrirtækjanna höfum við ver- ið að gæla við þá hugmynd að þau verði í sama húsnæði í framtíð- inni, en það er óráðið enn.“ Á efri hluta myndarinnar sést hvemig byggingar Nóa-Síríus munu líta út frá Barónsstig. Á miðri mynd er núverandi verksmiðjuhús- næði, sem tengist með brú yfir Skúlagötu yfir í nýtt skrifstofuhús. Lengst til vinstri er nýja verksmiðjuhúsið, þar sem einnig er gert ráð fyrir lager. Á neðri hluta myndarinnar sést ofan á húsin. Þar er brúin ekki sýnd, þar sem ekki liggur fyrir samþykki fyrir henni. Mokveiði á loðnu fyrir austan MOKVEIÐI var á loðnu austan við Kolbeinsey í fyrrinótt og síðdegis í gær höfðu 30 skip til- kynnit um 23.410 tonna afla. Þá hafði verið tilkynnt um tæplega 106 þúsund tonna afla á vertíð- inni, að sögn Ástráðs Ingvarsson- ar starfsmanns loðnunefiidar. í gær tilkynnti Helga II um 1.000 tonn til Siglufjarðar, Hilmir 1.300 til Neskaupstaðar, Guðrún Þorkels- dóttir 720 til Eskifjarðar, Bergur 510 til SigluQarðar, Húnaröst 620 til Þórshafnar, Börkur 1.250 til Neskaupstaðar, Guðmundur Ólafur 600 til Olafsfjarðar, Bjami Ólafsson 1.150 til Seyðisfjarðar, Björg Jóns- dóttir 550 til Þórshafnar, Keflvik- ingur 530 til Raufarhafnar, Sig- hvatur Bjamason 700 til Vest- mannaeyja, Huginn 590 til Siglu- fjarðar, Höfrungur 860 til Siglu- fjarðar, Harpa 570 til Raufarhafn- ar, Þórður Jónasson 700 til Krossa- ness, Beitir 1.250 til Neskaupstað- ar, Erling 670 til Sigluijarðar, Súl- an 800 til Krossaness, Víkurberg 560 til Þórshafnar, Gullberg 620 óákveðið hvert, Dagfari 520 til Raufarhafnar, Fífill 640 til Siglu- fjarðar, Jón Kjartansson 1.100 til Eskifjarðar, Öm 750 til Krossa- ness, Hilmir II 590 óákveðið hvert, Kap 700 til Vestmannaeyja, Sigurð- ur 1.400 til Vestmannaeyja, Guð- mundur 900 til Vestmannaeyja, Skarðsvík 660 til Raufarhafnar og Þórshamar 600 óákveðið hvert. Landspítalinn BORGAR SIG AÐ KAUPA HLUTABRÉF? Stefiiir í 90-100 hjarta- skurðaðgerðir í ár Hjartaskurðaðgerðir verða milli 90 og 100 á þessu ári, en þær hófúst á Landspítalanum 1986 og voru framkvæmdar 32 aðgerðir það árið og 69 í fyrra. Útvíkkunaraðgerðir kransæða hófúst upp úr miðju ári 1987 og voru framkvæmdar 12 það árið og áætlanir gera ráð fyrir 30-40 slíkum aðgerðum á ári. Á árinu 1987 vóm skráð 1.140 legu- og dagvistunarrými hjá Ríkisspítölunum, sem er nokkur fjölgun rúma, og er ástæðan fyrst og fremst opnun nýrra deilda: 10 rúma bráðamóttökudeildar og 8 rúma unglingageðdeildar. Saltað í 187 þús. tunnur REIKNAÐ var með að búið yrði að salta í um 187.000 síldartunnur í gærkvöldi en saltað hafi verið í 182.193 tunnur í fyrrakvöld. Síld veiddist í Mjóafirði í fyrrinótt og Reyðarfirði í gærdag, að sögn Kristjáns Jóhannessonar birgða- og söltunarstjóra síldarútvegs- nefndar. í fyrrakvöld hafði verið saltað í 32.500 tunnur á Eskifírði, 30.706 tunnur á Höfn í Homafirði, 22.377 tunnur á Seyðisfirði, 18.456 tunnur á Reyðarfírði og 17.616 tunnur í Grindavík. Þá hafði verið saltað í 18.825 tunnur í Fiskimjölsverk- smiðju Homafjarðar, 13.190 tunnur í Pólarsíld á Fáskrúðsfirði, 12.265 tunnur í Strandarsíld á Seyðisfirði og 11.762 tunnur í Skinney á Höfn í Homafirði. Innritun sjúklinga á legudeildir Ríkisspítala urðu 18.640 árið 1987, samkvæmt nýútkominni ársskýrslu þeirra. Þetta er 1.000 sjúklingum fleira en 1986 og 1.600 sjúklingum fleira en 1985. Meðallegutími sjúkl- inga styttist hinsvegar jafnt og þétt, einkum á Landspítala og kvennadeild. Skráð viðtöl á göngudeildum voru 61.275 sem er 3% aukning frá árinu áður. Fjjöldi koma var hins- vegar um 94.500, þar af 25.100 á almenna göngudeild Landspítala, 16.900 á göngudeild kvennadeildar, 13.000 á göngudeild krabbameins- lækninga og 23.500 á göngudeild geðdeildar. „Á árinu 1987 var heildarrekstur Ríkisspítala í góðu samræmi við þann fjárhagsramma sem spítölun- um var ætlaður," segir í greinar- gerð, „heildarútgjöld umfram tekjur reyndust einungis vera um 9,5 m.kr. eða tæplega 0,3% halli á rekstri ársins". „Ríkisspítalar em miðstöð sér- hæfðrar læknis- og hjúkmnarþjón- ustu í landinu,“ segir i ársskýrsl- unni. „Þar er jafnframt aðal- kennslusjúkrahús landsins og þar er veitt þjónusta í öllum greinum læknis- og hjúkmnarfræða. Þar fara fram vísindalegar rannsóknir í læknisfræði, sem er gmndvöllur framfara, góðrar þjónustu og kennslu." Starfsemi Ríkisspítala skiptist í fjórtán sérsvið: bamalækninga-, handlækninga-, kvenlækninga-, lyflækninga-, almennt hjúkmnar-, geðlækninga-, geðhjúkmnar-, rönt- gen- og krabbameinslækninga-, rannsóknar- og blóðbanka- og meinafræðisvið, auk Kristnesspít- ala, Kópavogsspítala og stjómunar- sviðs og tæknisviðs. HLUTAFÉLAG Kaup- gengi* Sölu- gengi* 1988 Jöfnun 1988 Arður Sölugenei Innra virði** Almennar Tryggingar hf. 1,16 1,22 0,0% 0% 102% Eimskipafélag Islands hf. 3,50 3,68 100,0% 10% 107% Flugleiðir hf. 2,66 2,79 50,0% 10% 111% Hampiðjan hf. 1,36 1,43 25,0% 10% 75% Hlutabréfasjóðurinn hf. 1,45 1,52 20,0% 10% Iðnaðarbankinn hf. 1,69 1,77 24,5% 9,5% 120% Skagstrendingur hf. 1,71 1,80 40,0% 10% 37% Tollvörugeymslan hf. 1,09 1,15 25,0% 10% 96% Utvegsbankinn hf. 1,28 1,34 0,0% 3,5% 109% Verzlunarbankinn hf. 1,35 1,42 24,5% 10% 107% *Margfeldisstudull á nafnverd, ad lokinni ákvördun um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Askilinn er réltur til ad < taktnarka þá Jjárhceö sem keypt er Jýrir. **lnnra virdi í árslok 1987. Þegar þú kaupir hlutabréf mátt þú draga kaupverö þeirra frá skattskyldum tekjum þínum innan ákveðins ramma, efviðkomandi hlutafélag hefur fengið heimild skattstjóra fyrir slíkum frádrætti. Hlutabréfaeign er einnig eignarskattsfrjáls upp að vissu marki. SÖLUHAGNAÐUR: ARÐUR: Hlutafélög greiða arð, a.m.k. þegar vel gengur. Allt að 10% aröur af hlutafé er skattfrjáls. Söluhagnaður er mismunur á kaupverði og söluveröi hlutabréfa. Aðeins sá hluti söluhagnaðar sem er umfram verðbólgu myndar stofn til tekjuskatts. Hlutabréfamarkadurinn hf hefur afgreidslur ad Skólavördustíg 12 oghjá VIB í Ármúla 7. Verid velkomin. FRÍÐINDI: Sum hlutafélög bjóða hluthöfum sínum sérstök friöindi að auki. VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR IÐNAÐARBANKANS HF. Armúla 7, 108 Reykjavik. Sími 68 15 30. HMARK-afgreiösla, Skólavöröustig 12, Reykjavik. Sími 21677.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.