Morgunblaðið - 19.11.1988, Side 40

Morgunblaðið - 19.11.1988, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 Borgarstjóm Reykjavíkur: Tillaga um að fresta gerð brúar yfír Miklubraut felld Reykjavík mun ekki draga ár framkvæmdum, segir Júlíus Hafstein BORGARSTJÓRN Reykjavíkur feUdi á fimdi sínum síðastliðinn fimmtudag tiUögur um að fresta framkvæmdum við byggingu brúar yfir Miklubraut. Fulltrúar minnihliitaflnkkanna töldu að kynna bæri framkvæmdirnar fyrir nágrönnum og huga þyrflá betur að umhverfismálum. Davið Oddsson borgarstjóri sagði þetta vera upphlaup, byggt á misskiln- ingi og Vilhjálmur Þ. ViUijálms- son sagði nágrannakynninguna óþarfa, enda væri hennar ekki krafist í reglugerð. Vilhjálmur sagði að nauðsynlegt væri að hraða framkvæmdum til að greiða fyrir umferð um svæðið. Borgarstjómarfundurinn á fimmtudaginn var langur, og var hart deilt um ýmis málefni. Með- al annars sagði Júlíus Hafstein (S), að ekki yrði dregið úr fram- kvæmdum i borginni, enda gæti slíkt leitt tíl hruns á vinnumark- aðnum. í upphafi fundaríns tók Magnús L. Sveinsson forseti borgar- stjómar til máls utan dagskrár, vegna gagnrýni á fundarstjóm hans á síðasta borgarstjómarfundi, sem fram kom í útvarpsviðtali við Al- fireð Þorsteinsson varaborgarfull- trúa Framsóknarflokksins. Lagði Magnús fram eftirfarandi bókun: „Þar sem skoðanamunur hefur komið upp um hversu langan ttma borgarfulltrúar eigi að fá til að gera stutta athugasemd, sem tíðkast hefur samkvæmt 15. gr. fundarskapa borgarstjómar, eftir að þeir hafa talað tvisvar, hef ég ákveðið að til þess skuli þeir hafa eina og hálfa mínútu." Brúin yfir Miklubraut verði kynnt nágrönnum Guðrún Ágústsdóttir (Abl) kvaddi sér hljóðs vegna fram- kvæmda við brú þá, sem tengja á Miklubraut við Snorrabraut. Mælti hún fyrir tillögu frá borgarfulltrú- um Alþýðubandalags, Framsóknar- flokks og Kvennalista, þar sem lagt var til að framkvæmdum yrði frest- að þar til þær hefðu verið kynntar fyrir nágrönnum, samkvæmt grein f byggingareglugerð. Mistök hefðu verið gerð með því að sleppa slfkri kynningu. Auk þess þyrfti að út- færa göngustíga og lýsingu nánar. Guðrún sagði nauðsynlegt að kynna þessar framkvæmdir vel fyr- ir borgarbúum. Brúin væri því sem næst í hjarta borgarinnar og tengd- ist miklum umferðarmannvirkjum. íbúar borgarinnar ættu rétt á að fylgjast með breytmgum á nánasta umhverfi sínu. Bjarai P. Magnússon (A) lagði fram tillögu um sama mðl. I henni sagði að fresta bæri framkvæmdum þar tii nákvæm útfærsla á mann- virkinu og nánasta umhverfi þess lægi fyrir. Bjami sagðist vilja hraða þessari framkvæmd en taidi að byggingamefnd hefði ekki haft öll gögn fyrirliggjandi varðandi máiið. Klaufalegt upphlaup Davíð Oddsson borgarstjóri sagðist oft hafa orðið vitni að upp- hiaupum í borgarstjóm, en hann hefði aldrei séð jafii klaufalega til- raun til þess. Til dæmis væri vitnað til reglna um nágrannakynningu vegna breytinga á húsum, en þær næðu ekki yfir umferðarmannvirki. Skýrt væri tekið fram, að bygginga- reglugerð gilti ekki um götur og vegi og gatnakerfí borgarinnar heyrði ekki undir byggingameftid. Borgarsljóri sagði mistök fulltrúa minnihlutans eftirtektarverð og sýndu vanþekkingu þeirra. Hann benti enn fremur á, að ef ffarn- kvæmdum yrði frestað þyrfti borgin að greiða verktaka við brúargerðina háar dagsektir. Sigrún Magnúsdóttir (F) sagð- ist ekki skilja hvers vegna svona mikið lægi á þessum framkvæmd- um. Hún taldi að kynna bæri þær betur og sagði að skipulagsnefnd hefði kannski sofið á verðinum hvað það varðaði. Vilhjálmur Þ. VII- hjáhnsson (S) sagði alrangt að þessar framkvæmdir hefðu ekki verið vel kynntar. Hins vegar hefði ekki verið talin þörf á sérstakri nágrannakynningu, énda hefði slíkt aldrei komið til við gerð brúnna á Höfðabakka, Bústaðavegi eða ann- ars staðar. Vilhjálmur benti á að þörf væri á að hraða framkvæmdum til að greiða fyrir umferð á þessu svæði, enda væri ástandið þar siæmt Bjami P. Magnússon tók aftur til máls og iagði enn áherslu á nauð- syn þess að hafa umhverfisþættina í lagi. Guðrún Ágústsdóttir sagði að sér fyndist að nágrannakynning ætti að fara fram, þótt ekki væru bein fyrirmæli um það f lögum, enda væri brúin á afar viðkvæmum stað. Að loknum umræðum fór fram atkvæðagreiðsla um frestunartil- lögumar. Voru þær báðar felldar með 9 atkvæðum sjálfstæðismanna gegn 5 atkvæðum fuiltrúa minni- hlutaflokkanna. Einn þeirra sat hjá við hvora atkvæðagreiðslu. Fjárhagsvandi Kvennaathvarfsins Elín G. Ólafsdóttir (Kvl) tók til máls vegna fjárhagsvanda Kvenna- athvarfsins. Fagnaði hún 500 þús- und króna aukafjárveitingu borgar- innar til athvarfsins, en sagði að enn vantaði 1,5 milljón til að endar næðu þar saman. Rekstrarkostnað- ur hefði aukist mikið, því áður hefði starfínu þar verið haldið uppi með sjálfboðavinnu, en nú hefðu verið ráðnir 8 launaðir starfsmenn. Leita yrði allra leiða til að leysa úr vand- anum. Bæri borginni að taka þátt í þvi með skipun nefndar til við- ræðna við ftilltrúa athvarfsins. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði að fulltrúar borgarinnar hefðu kynnt sér máiið vel og því skildi hann ekki tilganginn með því að skipa nefnd af þessu tagi. Hann vildi ekki gera lítið úr vandanum en sagði að borgin hefði þegar kom- ið til móts við aðstandendur at- hvarfsins og nú væri komið að öðr- um að leggja sitt af mörkum. Hann benti einnig á, að rekstrarkostnaður athvarfsins hefði aukist um 100% á tveimur árum á sama tíma og dregið hefði úr aðsókninni. Tillögunni um skipun nefndar var að tillögu borgarstjóra vísað til borgarráðs eftir nokkrar umræður. Tilboð í snúningsgólf útsýnishúss á Öskjuhlíð Á fundinum komu tilboð í gerð snúningsgólfs útsýnishússins á Öskjuhlíð einnig til umræðu. Sigur- jón Pétursson (Abl) vakti athygli á því að tilboði Hagvirkis og Galax, eina íslenska tilboðinu, hefði verið hafnað, en það hefði jafiiframt ver- ið lægsta tilboðið. Hann sagði að greinilegt væri á útboðsgögnum, að ekki hefði verið gert ráð fyrir að innlendir aðiiar byðu í verkið. Til dæmis hefði verið beðið um lýs- ingu á sambærilegu verkefni fyrir- tækisins, en ljóst væri, að enginn innlendur aðili hefði unnið svona verk áður. Siguijón sagðist að lok- um telja, að innlendir aðilar gætu unnið þetta verk jafiivel og erlendir. Magnús L. Sveinsson (S) sagði að innlendum aðilum hefði verið fijálst að leita samstarfs við erlenda varðandi útfærslu einstakra atriða við gerð gólfsins og því hefðu inn- lendir aðilar alls ekki verið útilokað- ir frá verkinu. Hann benti á að peningar væru ekki allt, gæðin skiptu líka máli og því skipti reynsla fyrirtækjanna sem buðu í verkið miklu máli. Magnús sagði einnig, að íslenska tilboðið hefði verið ófullnægjandi að ýmsu öðru leyti. Meðal annars hefði spumingum um hávaðameng- un vegna hjólsins, sem snúa á gólf- inu, ekki verið svarað. Einnig hefði þar verið gert ráð fyrir jámhjóli, sem sérfræðingar teldu úrelt. Hann benti á að bandaríska fyrirtækið, sem fékk verkið, hefði mikla reynslu í smíði snúningsgólfa af þessu tagi. Meðal þeirra sem tóku til máls um þetta mál var Júlíus Hafstein (S). Hann vakti athygii á ummælum Stéingríms Hermannssonar forsæt- isráðherra um yfirvofandi gjaldþrot þjóðarinnar. Einnig sagði hann Steingrím hafa deilt á dugnað og framkvæmdagleði borgarstjómar- meirihlutans í Reykjavík og gagn- rýnt þensiu þar. Júlíus bað menn að íhuga, hvaða afleiðingar það hefði, ef borgin drægi úr fram- kvæmdum sínum. Sagði hann að það stæði ekki til, enda ætti borgin ekki að valda hruni á vinnumark- aðnum, gjaldþroti fyrirtækjaogein- staklinga og atvinnuleysi. Tillaga Siguijóns Péturssonar um að taka tilboði Hagvirkis og Galax í snúningsgólfið var felld með 10 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðis- flokks og Alþýðuflokks. 4 fulltrúar Kvennalista og Alþýðubandalags greiddu atkvæði með, en Sigrún Magnúsdóttir úr Framsóknarflokki sat hjá. Kvóti fyrir böm giftra á dagheimilum Kristín Á. Ólafsdóttir (Abl) bar fram fyrirspum varðandi dagvistar- mál. Meðal annars spurði hún hvort og hvenær 10% kvóti fyrir böm giftra eða sambúðarforeldra á dag- heimilum hefði verið aftiuminn. Borgarstjóri kynnti á fundinum svar forstöðumanns Dagvistar bama við þessari spumingu. í því kemur fram, að 12. nóv. 1984 hafi verið samþykkt í stjóm Dagvistar, að böm sóknarstarfsmanna á dag- heimilum yrðu innrituð á giftrak- vóta. Gerð hafi verið grein fyrir því í féiagsmálaráði og stjóminni, að með þessari samþykkt félli kvóti giftra niður. Framkvæmdir fram úr fjárhagsáætlun í lok borgarstjómarfundar á fímmtudaginn var lögð fram grein- argerð um framkvæmdir borgar- sjóðs og fyrirtækja borgarinnar á þessu ári. Þar kemur meðal annars fram, að áætlað er að framkvæmda- kostnaður borgarsjóðs verði um 1.444 milijónir á árinu, en í fjár- hagsáætlun var áætlað að sú upp- hæð yrði 1.318.830 þúsund krónur. Kostnaður vegna ráðhússins verður alls um 94 milljónum meiri í ár en búist var við, samkvæmt greinargerðinni. Framkvæmda- kostnaður 70 milljónum hærri og framlag úr bílastæðasjóði 24 hærra en reiknað var með í fjárhagsáætl- nninni Siguijón Pétursson (Abl) sagði að í greinargerðinni væri víða farið nærri um niðurstöðutölur, en vakti athygli á hækkun á kostnaði við ráðhúsið. Davíð Oddsson borgar- stjóri sagði að í vaxandi mæli væri reynt að laga fj árhagsáætlunina að þróun einstakra liða á árinu, en það reyndist oft erfítt. Borgarsljóri sagði að þegar um umdeiidar fram- kvæmdir eins og ráðhúsið væri að ræða, væri sérstök ástæða til þess að gæta nákvæmni við áætlana- gerð. Á miðju ári hefði verkefnis- sijóm ráðhússins sent flrá sér grein- argerð, þar sem greint hefði verið frá breytingum. Bflastæðum hefði verið flöigað, skipt hefði verið um steyputegund og auknar ráðstafan- ir verið gerðar til að koma í veg fyrir ieka, svo nokkur dæmi séu nefnd. Þessar breytingar hefðu í för með sér aukinn kostnað við fyrsta áfanga byggingarinnar. Borgarstjóri sagði að lokum, að framkvæmdir við ráðhúsbygging- una hefðu almennt gengið vel og hrakspár ekki reynst á rökum reist- ar. Staðreyndir afsanna sönginn um framkvæmdaæði borgaryfírvalda segir Davíð Oddsson, borgarsljóri ÚTSVAR Reykvíkinga mun ekki hækka hlutfallslega á næsta ári, að sögn Davíðs Oddssonar borgarstjóra. Hann segir einnig, að framlög til almannatrygg- inga og félagslegrar aðstoðar séu hlutfallslega mun hærri í Reykjavík en í öðrum kaupstöð- um landsins, en á hinn bóginn sé viða annars staðar varið mun meira fjármagni til fram- kvæmda og Qárfestingar. Borg- arstjóri segir þetta athyglisvert, einkum i ljósi ásakana um fram- kvæmdaæði og óeðlilega for- gangsröð verkefna í borginni. Þetta kom fram í umræðum á fundi borgarstjómar í gær. Borg- arstjóri sagðist vilja vekja athygli á því, að borgaryfirvöld hyggðust ekki hækka útsvarshlutfallið á sama tíma og ríkisvaldið boðaði margra milljarða króna skatta- hækkanir. Þetta væri einkum at- hyglisvert í ljósi þess, að borgin byggi við sama efnahagsástand og sömu verðbólgu og ríkið. Borgarstjóri sagði að ýmsir stjómmálamenn og flokkar hefðu ráðist á borgaryfirvöld og sakað þau um óhóf f framkvæmdum. Jafnvel hefði verið haft á orði, að skattleggja bæri Reykvíkinga sér- staklega vegna hinnar miklu þenslu í borginni. Hann sagði að í ljósi slíkra ummæla væri fróðlegt að skoða upplýsingar frá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga um tekjur og gjöld kaupstaða landsins á síðasta ári. Borgarstjóri vakti athygli á því, að á því ári hefði Reykjavíkurborg fjárfest fyrir rúmlega 13 þúsund krónur á hvem íbúa. Hins vegar hefði þá til dæmis verið fjárfest fyrir rúmlega 34 þúsund krónur á mann í Ólafsvík, 27 þúsund krónur á Siglufírði og 16 þúsund krónur á ísafirði. Svona flárfestu kaup- staðir, sem í raun ættu ekkert flár- magn til framkvæmda. I máli hans kom enn fremur frarn, að borgin verði rúmlega 17.000 kr^ á mann til almanna- trygginga og félagslegrar aðstoð- ar. Til samanburðar færa 13 þús- und krónur til þessara mála í Kópa- vogi og 11 þúsund krónur á Nés- kaupstað. Margir kaupstaðir verðu mun lægri upphæðum til þessara mála. Borgarsfjóri sagði að þessar tölur gengju þvert á söng- inn um framkvæmdir borgarinnar og forgangsröð verkefna, sem nú hefði verið sunginn í meira en eitt ár. Varlega hefði verið farið í fjár- festingum og þess gætt sökkva ekki í skuidafen. Því til staðfest- ingar benti borgarstjóri á, að fjár- magnskostnaður borgarinnar hefði verið 1.300 kr. á íbúa. Víða væri hann mun hærri eða allt að 20 þúsund krónum á hvem íbúa. Borgarstjóri sagði að lokum, að rík tilhneiging væri til þess að hjálpa þeim, sem ekki stæðu sig nógu vel. Peningar væra teknir frá þeim sem farið hefðu varlega og fluttir til þeirra sem bruðluðu. Þetta væri stundum kallað félags- hyggja, einkum ef heilbrigð skyn- semi kæmi þar hvergi nærri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.