Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 Júgóslavía: AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐJÓN GUÐMUNDSSON , Mesta kreppa frá lokum seínni heimsstynaldar „HVE MÖRG verða ríki Evrópu árið 2000? Svar: Tíu. Vestur- Evrópa, Austur-Evrópa og átta rfld f Júgóslavíu.“ Þannig hljómar júgóslavneskur brand- ari sem lýsir kannski betur hug Júgóslava til stjórnskipunar í landinu en hann spái til um ríkjaskipan Evrópu í framtí- ðinni. Sex iýðveidi og tvö sjálf- stjórnarhéruð í Júgóslavíu eiga í harðvítugum deilum. Serbar, sem eru 8,1 milijón talsins og eru Qölmennasta þjóðarbrotið í Júgóslavíu, vilja aukin ítök í sjálfsijórnarhéruðunum Kosovo og Vojvodina sem form- lega iúta sfjórn Serbíu. Frá mótmælafundi í Vojvodina. Um 20 þjóðarbrot byggja landið og þar eru þrjú tungu- mál ráðandi: Serbó-króatíska, sló- venska og makedóníska. Efna- hagur landsins er afar bágborinn. Erlendar skuldir nema um 920 milljörðum ísl. króna, verðbólga í landinu er um 236% á ári og at- vinnuleysi um 15% sem er það mesta sem þekkist í kommúnist- aríki. í kjölfar strangra aðhalds- aðgerða í efnahagsmálum hefur langlundargeð almennings brostið og mótmælendur hafa flykkst út á götur borganna og mótmælt kjaraskerðingum sem auk þess hafa kynt undir þjóðemisvakn- ingu í landinu. Sem dæmi um kjaraskerðingar má nefna að síðastliðið sumar voru laun verka- manna í dráttarvélaverksmiðju í Belgrað lækkuð á einum degi um 30%. Vikið af leið Titos Júgóslavar eru smám saman að víkja af leið Josips Broz Titos, sem var við völd í Júgóslavíu 35 ár. Með stjómarskránni 1974 tókst honum að sameina þegna þessa stóra og margslungna ríkis í eitt alríki í krafti skapgerðar sinnar og ástar á föðurlandinu. En nú eru átta ár liðin frá dauða Titos og áhrifa hans gætir í æ minna mæli. Stjómarskráin, sem nú þykir um flest úrelt og flestir Júgósla- var telja nauðsynlegt að breyta, kveður meðal annars á um að formaður júgóslavneska Komm- únistaflokksins skuli ekki vera lengur í embætti en eitt ár í senn og gegna formenn flokkanna í lýðveldunum sex því til skiptis. Með því vildi Tito dreifa völdum milli lýðveldanna. Sjálfsforræði lýðveldanna hefur hins vegar leitt af sér spillingu meðal embættis- manna og kynt undir þjóðemis- vakningu í landinu eins og fréttir undanfamar vikur bera með sér. Ríkisstjóm landsins gegnir frem- ur því hlutverki að draga úr völd- um hinna einstöku lýðvelda en að sameina landið í eina heild. Vest- rænir fréttaskýrendur hafa bent á að stjómmálamenn í Júgóslavíu hafa ekki hiotið undirbúnings- þjálfun til að takast á við þau vandamál sem nú blasa við, þ.e.a.s. grasrótarhreyfíngu sem krefst umbóta og breytinga á stjómskipun landsins. 100.000 Serbar flykktust til höfuðstöðva kommúnistaflokksins í Vojvodina og kröfðust þess að háttsettir menn í flokknum segðu af sér. Það undarlega var að héraðstjórn- in varð við óskum þeirra og sagði af sér. Stjómmálamenn eiga eng- in svör við kröfum borgaranna sem em drifnir áfram af eldmóði þjóðemiskenndar. Á mörkum tveggja heima Júgóslavía er á mörkum tveggja heima. Norðvesturhluti landsins, Slóvenía og Króatía, er undir vestrænum menningar- áhrifum. Þar er latneskt letur notað og efnahags- og stjóm- málalíf er vestrænna og fijálsara í sniðum _ en í suðausturhluta landsins. íbúar í suðausturhluta landsins em af ólíkum þjóðemum og þar heyrast mörg tungumál. Kýrillískt letur er þar enn notað. Formaður kommúnistaflokks- ins í Slóveníu, Milan Kucan, er talsmaður fijálsræðis. Hann vill auka völd lýðveldanna, fijálsari efnahags- og viðskiptahætti og hann er einnig talsmaður aukins umburðarlyndis gagnvart stjóm- málaskoðunum sem ekki em sam- kvæmt kennisetningum kommún- ismans. Undir hans stjóm hefur frelsi flölmiðla í Slóveníu aukist á undraverðan hátt og upp hafa sprottið stjómmálahreyfíngar á borð við græningja. Slóvenar em aðeins 8% íbúa landsins en engu að síður skilar lýðveldi þeirra 21% af gjaldeyris- tekjum landsins og þriðjungi þjóð- arframleiðslunnar. Hugmyndir Kucans um aukið sjálfræði hinna átta hluta Júgóslavíu njóta mikil fylgis í Króatíu, Bosníu, Vojvodina og Kosova. En aðeins Króatar taka einhuga undir hugmyndir hans um fijálsan markaðsbúskap og skoðanafrelsi. Serbar, sem tilheyra grísk- kaþólsku réttrúnaðarkirkjunni, hafa áratugum saman eldað grátt silfur við kaþólikka í Króatíu og múslíma af albönskum uppmna í suðurhluta Kosovo. Leiðtogi Serba, harðlínumaðurinn Slobod- an Milosevic, varð mjög vinsæll meðal Serba á síðasta ári þegar hann boðaði harðar aðgerðir gegn Albönum í Kosovo. Það tryggði honum einnig vinsældir meðal Makedóníumanna og Svartfell- inga sem fínnst þeim stafa ógn af Albönum en fæðingartlðni með- Reuter Slobodan Milesevic, formaður kommúnistaflokksins i Serbíu, og helsta von Serba um að ná yfírráðum yfír sjálfstjórnar- héraðinu Kosovo. Serbar í Kosovo hóta nú að flytjast unn- vörpum frá héraðinu segi hér- aðsstjórnin ekki af sér. al þeirra hefur aukist mjög hin síðari ár. Serbar, sem em þriðjungur júgóslavnesku þjóðarinnar, em ósáttir við að völd þeirra í stjóm landsins skuli ekki vera í samræmi við fjölda þeirra. Þá hefur orðið mikil þjóðemisvakning meðal Serba eftir að Milosevic tók við stjómartaumum í Serbíu. Tillögurum stjórnarskrárbreytingar A þingi miðstjómar Kommún- istaflokksins þann 19. október sl. í Belgrað ríkti óeining um breyt- ingartillögur á stjómarskránni sem lagðar vom fram. Þjóðþingið samþykkti þær hins vegar fyrir sitt leyti tveimur dögum síðar. Ekki er þar með sagt að tillögum- ar séu komnar f höfn því lýðveld- in geta hindrað framgang þeirra með því að greiða atkvæði gegn breytingunum. í breytingartillögunum, sem yfírstjóm landsins vill að verði samþykktar 29. nóvember á þjóð- hátíðardegi Júgóslava, er meðal annars gert ráð fyrir að lýðveldin og sjálfstjómarhémðin standi straum af kostnaði vegna hersins. Tillagan myndi auka mjög völd ríkisstjómarinnar og völd lýðveld- anna að sama skapi minnka. Kommúnistaflokkurinn í Slóveníu hefur sagt að hann standi gegn tillögunni. Þjóðþingið samþykkti einnig breytingartillögur f 34 liðum um efnahagsmál. I þeim tillögum er gert ráð fyrir að bændum verði \ ýV'? K Austurrfki í Ungverja- J land / /„. ,j Rúmenfa ii':' /. .Króatía.’BelgraS , ^áosnfá”,'. * '"X ^ JOGÓSLAVÍA SerbíaCc........ erpegovipa, N íu,“ Trtogradx ^lakedonf leyft að eiga allt að 30 hekturum lands í stað 10 hektara áður. Þá er í tillögunum gert ráð fyrir að einkarekstur verði lögleiddur en fjöldi starfsmanna einkafyrirtæk- is er ekki tilgreindur en fram að þessu hafa þau mest mátt hafa fímm manns á launaskrá. Leyfí til einkareksturs veitir ríkisstjóm landsins og það fer að öllu leyti eftir því hvort þörf sé talin á við- komandi starfsemi hvort leyfí fá- ist. Aðrar mikilvægar breytingart- illögur fela í sér beina valdatil- færslu frá lýðveldunum til ríkis- stjómarinnar, heildarskattkerfí og nýjar reglur um kosningu á forsætisnefnd landsins. Þessar breytingartillögur hafa valdið talsmönnum efnahagsum- bóta miklum vonbrigðum. Einkum eru Slóvenar og Króatar, sem eru einörðustu talsmenn frjáls mark- aðsbúskaps og aukinna valda lýð- veldanna, vonsviknir. Hins vegar er andstaðan gegn þeim mest í Serbíu, Makedóníu og Svartfjalla- landi, þar sem efnahagsástandið er hvað verst. Þar óttast menn að fyrstu afleiðingar efnahagsum- bótanna verði aukið atvinnuleysi sem þegar þjakar lýðveldin. Slóvenar og Króatar vilja breyt- ingar sem myndu auka efnahags- legt sjálfstaeði lýðveldanna og gera þau óháðari tilskipunum frá Kommúnistaflokknum. Forseti slóvenska lýðveldisins, Janez Stanovnik, sagði nýlega á frétta- mannafundi í Bandaríkjunum að í Júgóslavíu ætti að koma á lýð- ræði með fijálsum markaðsbú- skap. Það væri eina leiðin til að takast á við efnahagsþrengingar landsins. Flótti Serba frá Kosovo Serbar, með Milosevic í broddi fylkingar, vilja aukin völd yfír- stjórnar landsins og innlimun Kosovo og Vojvodina. Því er harð- lega mótmælt af öðrum lýðveldum Júgóslavíu sem óttast að Serbar verði á ný sterkasta stjómmála- aflið í landinu og það var einmitt af þeirri ástæðu að Tito skipti Serbíu niður Vojvodino og Kosovo á sínum tíma. Talið er víst að Serbar samþykki ekki efnahags- breytingar, sem stjómarskrártil- lögumar gera ráð fyrir, nema því aðeins að Kosovo verði óaðskilinn hluti af Serbíu. Mikil þjóðemisvakning hefur orðið í lýðveldunum, og þá einkum í sjálfsstjómarhémðunum Kosovo og Vojvodina, þar sem minni- hlutahópar Serba telja sér mis- boðið. Serbar í Kosovo segja að íbúar héraðsins, 90% þeirra eru af albönskum uppruna, reyni að flæma þá frá héraðinu. Forseti Serbíu, Petar Gracanin, hótar því nú að segi héraðsstjómin í Kosovo ekki af sér innan nokkurra daga megi búast við því að Serbar flytj- ist unnvörpum frá héraðinu. Uppreisn þjóðarbrotanna í Júgóslavíu er alvarlegasta kreppa sem skollið hefur á í landinu frá lokum seinni heimsstyijaldar. Forseti landsins, Raif Dizdarevic, kom fyrir skömmu fram í ríkis- sjónvarpinu og varaði almenning við því að ríkisstjómin myndi grípa til „alvarlegra aðgerða" til að kveða niður mótmæli. Stjóm- málaskýrendur telja víst að hann hafí átt við að lýst yrði yfír neyð- arástandi en þeir telja jafnframt óvíst hvort þær aðgerðir dugi til að bæla niður þjóðemisvakningu í landinu. Það er því hver höndin upp á móti annarri í þessu víðlenda ríki og hugmyndafræðin ekki allstað- ar sú sama. Ef til vill er þess ekki langt að bíða að júgóslavneska ríkið riðlist upp í átta sjálfstæðar eindir, eins og spádómurinn í upphafí greinar- innar gerir ráð fyrir. Alltént er júgóslavneski andófsmaðurinn Milovan Djilas þeirrar skoðunar. Hann segir jafnframt að átökin í Júgóslavíu eigi sér samsvörun í öðrum sósíalískum þjóðfélögum sem öll, hvert með sínum hætti, stefni að vestrænni stjómarhátt- um en hingað til hefur tíðkast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.