Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.11.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. NÓVEMBER 1988 Hinrik Bjarnason og Bjarni Hinriksson. Við hátíð skulum halda þó lögin séu í flestum tilvikum vel- kunn. Þessir textar Hinriks Bjamason- ar eru e.t.v. ekki djúpur skáldskap- ur, en þeir em lipurlega gerðir og falla undantekningarlaust vel að lögunum. Höfundur hefur sýnilega reynt að fylgja andblæ uppmnalegs lags og ljóðs og tekist það allvel, enda í flestum tilvikum um þýðing- ar að ræða, þó nokkrir séu frum- samdir. Höfundur gerir nokkra grein fyrir hverju lagi fyrir sig og em slík vinnubrögð til fyrirmyndar. Fæst þessara laga höfðu átt íslensk- an texta áður með undantekningum þó. Þannig yrkir Hinrik um „Heið- urskóng" við lag úr „Piae Cantion- es“ sem lengi hefur verið sungið við „Bjart er yfir Betlehem". Við sem nú undirbúum jól og aðventu og emm sífellt á höttunum eftir nýju efni, fögnum þessari bók. Hún er kærkomin viðbót í jóla- söngvasafnið. Það er sonur Hinriks Bjamason- ar, Bjami Hinriksson, sem hefur myndskreytt bókina og sýnist mér þar fara saman listrænt handbragð blandað hæfilegri glettni. Um tónsetningu og nótnaskrift sá Jón Kristinn Cortes. ________Bækur_______________ Egill Friðleifsson Útgefandi: Vaka-Helgafell. Textar: Hinrik Bjarnason. , Myndir: Bjarni Hinriksson. Ifyrir um ári sendi Váka-Helga- fell frá sér bók sem heldur hefur verið hljótt um. Ber hún titilinn „Við hátíð skulum halda“ og hefur að geyma 30 jólasöngva með nót- um. Þar sem nú líður óðum að þeim tíma að skólar, söfnuðir og félaga- samtök fara að huga að komandi hátíð, jólum og aðventu, er rétt að vekja athygli á þessari bók. Þar er að fínna jót'a- og aðventulög úr ýmsum áttum og frá ýmsum tímum eðá allt frá miðöldum til okkar daga. Mörg þeirra eru ættuð frá Englandi en kóma'raunar víða að. Það er Hinrik Bjamason sem orkt hefur alla textana en hann hefur fengist við textagerð um áratuga skeið. Sumir þeirra hafa verið á hvers manns vörum um árabil og nægir þar að nefna t.d. „Snæfínnur snjókarl" og „Jólasvéinninn kemur í kvöld". En þama er einnig að fínna texta sem ég hef aldrei séð áður Esjan blaktir við hún Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Steinar Jóhannsson: LÝSINGAR- HÁTTUR NÚTÍÐAR. Myndir: Nína Magnúsdóttir. Skákprent 1988. Steinar Jóhannsson er ungur höfundur sem birt hefúr verk í skólablöðum, en kveður sér nú hljóðs með ljóðakveri sem hann nefnir Lýsingarhátt nútíðar. Steinar er aftur á móti spar á fyrmefndan hátt nema í ljóðinu Laugardagsnótt þar sem hann kemur nokkrum sinn- um fyrir: „Tónlistin þagnandi/ ljós- in kviknandi/ fólkið streymandi/ út á götuna." Þetta fólk er líka „Leitandi/ haldandi/ kyssandi“ og skyldi engan undra því að: „Nóttin brennur/ hjörtun siá svo ört.“ Steinar tjáir sig í stuttum setn- ingum, hnitmiðuðum ljóðlínum. Dæmi um þetta eru ljóðin íslenskt landslag, Kvöld, Símastaur í eld- spýtustokk, Svefn, Nostalgía og Vetur. Það á vel við hann að tala í símskeytastfl og er vissulega ágæt æfíng fyrir ungan höfund. í fyrr- nefndum Ijóðum er margt vel orðað og lýsir viðleitni til að glíma óhikað við yfírborð daganna og líka það sem inni býr. Þess er þö gætt að afhjúpa ekki að marki viðkvæmar tilfínningar, láta sjá í kvikuna eins og svo oft gerist hjá ungum skáld- um. Líf orðanna, átök málsins eru eftirsóttari yrkisefni. Eins og að líkum lætur örlar á kaldhæðni í þessum ljóðum sem ekki vilja láta svo margt uppi um tilfínningar. Nokkrar raunsæislegar hvers- dagsmyndir koma fyrír og eru sum- ar skemmtilegar og óvæntar eins og eftirfarandi: Hrörlegur skúr Það er bjart í veðri þennan annars kalda dag í nóvember Við ræðum ferð til Tælands og Esjan blaktir við hún handan verksmiðjuþakanna Að standa álengdar Bókmenntir Jenna Jensdóttir Gegnum ljóðmúrinn — safn ljóða á 20. öld — Ingi Bogi Bogason, Sigurður Svavarsson og Vigdís Grímsdóttir sáu um útgáfúna. Mál og menning 1987. Það hefur komið í minn hlut að rýna ljóðasafn þetta, sem kom út í fyrra. Þá renndi ég augum yfir það og samgladdist íslenskukennurum í efstu bekkjum grunnskóla að eiga nú kost á slíkri sýnisbók um íslenska nútímaljóðlist. Gildir einu þótt tekið sé fram í formála að safnið sé ætlað framhaldsskólanem- endum. I formála segir einnig að safninu sé ætlað að sýna framhaldsskóla- nemendum þær víðáttur sem blöstu við eftir að íslensk ljóðskáld höfðu endanlega brotist gegnum ljóðmúr- inn um miðja þessa öld.“ Það er ánægjuiegt að lesa að- fararorðin og komast að raun um hvað vakti fyrir veljendum. Aðferð þeirra ber líka vott um góða þekk- ingu á nútímaljóðlist og þroskaferli hennar. Þeir eru hógværir gagnvart kennurum og nemendum. Gera enga tilraun í þá vísu að koma eig- in skýringum á framfæri né líta yfir öxl þeirra er sinna bókmennta- kennslu — og rugla þannig suma þeirra í ríminu með afskiptasemi. Ljóðunum er skipað saman með þeirra aðgreiningu að vísuorð eitt eða fleiri úr einhvetju ljóðanna eru eins konar mottó. Sem dæmi má taka: „Myndu ljóð ljóða fljúga mér af vörum“, „vá býr í lofti“, „hugsan- ir okkar fuglar“. Trúlega sýnist veljendum sem tilfinningalegt sam- ræmi, ásamt öðru því er gerir ljóð skyld, sé hér um margt ljóst. En sú fijálsa aðferð er þeir beita leiðir af sér að hver og einn getur fundið til og uppgötvað án afskipta velj- enda. Að standa þannig álengdar gagnvart nemendum og kennurum, þegar um ljóðlist er að ræða, er í raun stórkostlegt. Það gerir tvennt í senn; að auka áhuga og skapa gagnkvæmt traust. Almennt hefur það eitt að ljóða- söfn séu ætluð til kennslu þótt trygging fyrir því að vandvirkni sé gætt í vali ljóða. Það er eins og lesendur vilji vita meira um hug- verk höfundar en hann hafí ort nokkur ljóð, ef hann er kominn í ljóðasafn með þekktum, viður- kenndum skáldum. Eg hef verið vantrúuð á að slíkir höfundar eigi þangað erindi. Hér eru nokkur ljóð eftir höfunda sem hafa ekki sent frá sér ljóðabók. Eftir lestur þeirra ljóða þykir mér þau sóma sér vel í safninu og sýna góðan vitnisburð. Birti hér ljóð sem mér finnst sanna það: Steinar Jóhannsson Eftirmiðdagskaffíð nefnist þetta ljóð. Myndskreytingar Nínu Magnús- dóttur falla vel að efni bókarinnar og kápa Andra Lindbergs gefur henni skemmtilegan, óhátíðlegan blæ. í teoríu og praxis Ef þú vildir elska mig skyldi ég segja þér sögur lesa þér ljóð og syngja fyrir þig segja þér frá öllu sem ég veit og skil grípa glóandi hlustum gullkomin sem hryndu af vörum þínum þar til ég yrði svo þreytt að ég gæti ekki hugsað meir þá skyldi ég þvo af þér strauja og pressa ala þér böm fæða þau og klæða skúra og elda og baka fyrir þig þar til ég yrði svo þreytt að ég gæti ekki elskað meir Sonja B. Jónsdóttir, 1987 Prósaljóð eru nokkur í safninu og fínnst mér þau stinga lítið eitt í stúf við annað, þar sem epik þeirra er úthverfari og viðkvæmari en annarra ljóða. Sennilega má deila um hvort sum þeirra eru ekki lýrísk- ar smásögur. Veljendur leita víða fanga og leiðast ekki út í að birta óskiljanleg fjarstæðukennd samsöfn orða. Þó örlar aðeins á þeim ungæðishætti er þeir birta ljóð eftir Gyrði Elías- son. Ég veit að skáldið hefur sent frá sér ljóð sem snerta tilfinningar í mannlegum samskiptum og er ein- mitt skyggn í þeim efnum. Af hveiju þá þessi ljóð? Það er sjálfsagt að kynna alla ljóðagerð fyrir nemendum eftir að þeir eru komnir í efstu bekki grunn- skóla og lengra, en það á ekki allt heima í ljóðavali. Þrátt fyrir þetta eru veljendur ekki fremur að stíga í vænginn við ljóð yngri skálda en eldri. Fyrir þeim vakir það eitt að vera mark- miðum sínum trúir. Hér getur að líta ljóð eftir Jóhann Siguijónsson, Sigurð Nordal, Huldu, Jóhann Jóns- son og fleiri, sem að mörgu leyti lögðu grundvöllinn að múrbrotinu. En ég sakna þess að skáld eins og Njörður Njarðvík, Ingimar Erlend- ur, Hjörtur Pálsson og Þorri Jó- hannsson skuli ekki hafa vakið at- hygli veljenda. Þau hefðu sannar- lega átt það skilið. Meðal annarra orða: Ljóðabók Jóhanns Hjálmars- sonar heitir Myndin af langafa. Mér þykir gaman að lesa þetta safn og gleðst yfír því að nemendur fá í hendur svo víðtæka kennslubók um íslenska núutímaljóðlist. Hún er kjörin fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla — ég sé ekki hvar þeir geta fengið betra yfirlit yfír ljóðlist samtímans en hér. Aldargömul ferðasaga Bókmenntir Sigurjón Björnsson John Coles: íslandsferð. Með kafla um Oskju efltir Delmar Morgan. Gísli Ólafsson íslenskaði. Bokaútgáfan Hildur, Reykjavík. 1988, 204 bls. Bók þessi er endurprentun á fyrri útgáfu (óársett) og segir í henni frá ferð þriggja Englendinga um ísland sumarið 1881. Upphaflega birtist þessi ferðasaga á ensku árið 1882 undir heitinu Summer Travelling in Iceland og fylgdi henni þá ensk þýðing höfundarins á Bandamanna- sögu, Þórðar sögu hreðu og Hrafn- kels sögu Freysgoða. Að öðru leyti hugsaði höfundur sér rit sitt sem kynningarrit fyrir væntanlega ferða- langa. I því skyni fylgdu ýmsar hag- nýtar leiðbeiningar í viðbæti, sem hér er sleppt (eins og auðvitað forn- sögunum). Þeir félagar fóru ríðandi úr Reykjavík austur um sveitir, norður yfír Sprengisand, vestur í Vatnsdal og þaðan yfír Stórasand, Arnar- vatnsheiði, Kaldadal og um Þingvöll til Reykjavíkur. Alls tók ferðin um mánuð. í Reykjavík stönsuðu þeir nánast ekkert. Meðan þeir voru í Þingeyjarsýslu brá einn þeirra sér ásamt fylgdarmanni til Öskju og rit- aði um það stuttan kafla í bókina. Ferðasaga þessi er lipurlega skrif- uð, hlýleg og þægileg aflestrar og oft er að finna skemmtilegar lýsingT ar á því sem fyrir bar ba:ði í mannlífí og umhverfi. Ritið er J)ó bersýnilega hvorki hugsað sem leíð- arlýsing né fræðirit. Víða gætir óná- kvæmni og missagna, sem voilégt er, en höfundur er þó ýkjulais og umtalsgóður í frásögn sinni. Allmargar myndir eru í bókinni, sem höfundur hefur gert eða látið gera eftir teikningum sínum í/ferð- inni. Eru sumar þeirra pýsna skemmtilegar. Þá fylgir eftiijmynd af íslandskorti Björns Gunnlaugs- sonar og er þar merkt leið ferðálang- anna. Þýðing Gísla Ólafssonar er lipur og misfellulaus að því mér virðist. Gisli Jónsson Þá skyldi það síst gleymast að í upphafí bókar hefur Haraldur Sig- urðsson ritað greinargóðan inngang (10 bls.) og eykur það gildi bókarinn- ar verulega. Segir hann þar deili á þeim ferðafélögum, rekur tildrög ferðar og lýsir ferðinni í stærstu dráttum og skýrir það sem helst er skýringar þörf. Einnig gerir Harald- ur eins konar úttekt á ritverki þessu Og fer best á því að láta hann hafa síðasta orðið: „Ferðabók Coles er ekki í flokki meiri háttar lýsinga af landi og þjóð, sem útlendir menn hafa ritað að lok- inni íslandsför, en hún er mörgum þeirra geðugri og látlausari. Höfund- ur bókarinner er blessunarlega alls- gáður í frásögn sinni og óhaldinn af hleypidómum, sem lengi hafa leg- ið í landi hjá sumum nágrönnum okkar. Hann er líka að mestu leyti laus við rómantíska glýju og þá steigurlátu vorkunnsemi, sem stund- um grípur útlendinga, þegar þeir rita um ísland. Fólkið, sem hann kynnist, er ósköp hversdagslegt, upp og ofan eins og gengur og gerist, en engir furðufuglar. Flest er það greiðugt og viðmótsgott, en fátækt og einangrun í harðbýlu landi hefur skorið því helzti þröngan stakk.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.